Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Trimm Fyrstu skrefin - nú er tímabært að byrja að skokka Nú fer sól hækkandi á lofti og felur í sér fyrirheit um sólríka sumardaga og vel heppnuð og fjölsótt almenn- ingshlaup og rífandi gott Reykjavík- urmaraþon. En til þess að njóta lífs- ins þarf aö taka þátt í því og nú er rétti tíminn til þess að byrja hægt og rólega og tryggja þannig að fyrstu skrefin á hlaupabrautinni veröi rétt. Best er að byrja hægt Þeir sem ekki eru vanir erfiðum íþróttum ættu að byrja á því að ganga rösklega í 20-30 mínútur. Ganga er góð alhliða þjálfun og býr fæturnar vel undir átökin í skokkinu. Óvönum er ráölagt að byrja á því að fara út 4 sinnum í viku og ganga aðeins í fyrstu átta skiptin. Síðan má fara að fást við að skokka stutta leið í senn. Með því að byija mjúklega venst lík- aminn við hreyfinguna og sá sem skokkar venst á að taka frá tíma í sinni daglegu rútínu fyrir hreyfingu. „Algengustu mistök byrjenda eru þau að byrja að hlaupa of hratt og auka vegalengdina of mikið of fljótt," segir Budd Coates, frægur banda- rískur þjálfari, í nýlegu eintaki af Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Runners World. Hann bendir á að besta leiðin til þess að mæla hraðann sé að hlaupa aldrei hraðar en svo að auðvelt sé að tala við þann sem skokkað er með eða viö sjálfan sig. Eftir að fyrstu gönguferðunum sleppir mælir Coates með því að skokka í 2 mínútur og ganga í 4 mín- útur. Smátt og smátt er skokktíminn aukinn en göngutíminn styttur uns því marki er náð að skokka sam- fleytt í 30 mínútur. Það ætti þó ekki að gerast fyrr en eftir að minnsta kosti 10 vikna æfingar. Þegar því marki er náð að skokka án áreynslu í 30 mínútur má fara að hugsa um að hlaupa lengur en alls ekki fyrr. Best er fyrir byrjendur að finna sér hentuga leið í nágrenni við heimili sitt og skokka á gangstéttum eða gangstigiun. Ekki missa móðinn þótt framfarir séu hægar fyrstu vikurnar. Það verður enginn óbarinn biskup og þaðan af síður verður neinn al- vöruskokkari án hæfilegra þjáninga. Smátt og smátt verður manni ljóst að það að skokka er ekki sjálfspynt- ing eða væg geðveiki heldur virðu- legur en sérstæður lífsstill. Ekki þetta Ekki hlaupa á slitnum skóm. Fatn- aðurinn má vera samtíningur og skiptir litlu máli með aldur og tísku en skórnir verða að vera í góðu lagi og henta til þess að skokka á þeim. Ekki reyna að harka af þér og skokka áfram ef þú verður fyrir smámeiðsl- um. Hlustaðu á líkamann og hlýddu honum þegar hann biður um hvíld. Ekki vera með heyrnartól á höfðinu úti i umferðinni. Þá heyrir þú ekki í bílum, öðrum hlaupurum og hjól- reiðamönnum. Ekki gleyma end- urskinsmerkjunum. Bílstjórar sjá að jafnaði illa. Ekki reikna með að þeir sjái þig. Hvers vegna? Hvers vegna ætti ég að hlaupa? Lítum á nokkrar einfaldar ástæður. Hlaup eru besta þekkta aðferöin til að koma í veg fyrir ótímabæra hjarta- og æðasjúkdóma. Að hlaupa er ein- falt, ódýrt og aðgengilegt. Að hlaupa er eitthvað sem allir kunna en of fáir nota. Að hlaupa er besta þekkta að- ferðin til þess að losna við stress. Aö hlaupa er afbragðsaðferð til þess að halda aftur af og fækka aukakílóum. Að hlaupa er fjölskylduíþrótt sem gefur þér einstakt tækifæri til þess að fá samt útrás í keppni. Sá sem hleypur ér í góðum félagsskap þeirra sem vita hvað er hollt fyrir þá og fmnst gaman að lifa. ■qUGWBlR Nú er rétti timinn til þess að hefja reglubundnar skokkæfingar og koma sér í form fyrir sumarið. Hér kemur rogginn þátttakandi i mark í Reykjavíkur maraþoni sl. sumar. Regluleg hreyfing vinnur gegn hrörnun Fyrst kalt, svo heitt Veturinn er mörgum skokkur- um skeinuhættur því byltur eru tíðari en venjulega og í samræmi við það er algengara að skokkar- ar snúi sig, teygi og misstígi á ýmsa vegu. Gott er aö muna að íyrst skal leggja kaldan bakstur við slík meiðsli. Það er vegna þess að kuldinn dregur úr blóð- flœði og minnkar þannig likur á skemmdum vegna blæöinga inn á viö. Þegar bólgan hjaðnar er hins vegar ágætt að nýta hita, s.s. heítan pott, vegna þess að hitinn eykur blóöflæði, eykur súrefnis- Qutníng til áverkasvæðisins og Qýtir þannig fyrir bata. Verði mönnumalvarlega háltásvellinu er þó betra að leita til læknis til öryggis en hvíld er jafnan besta lækningín. Sumir halda því fram að skamma stund verði fótur skokki feginn og of mikil hlaup og óþarfa sprikl leiði aðeins til álagsmeiðsla og ótíma- bærrar hrömunar. Hreinhjartaðir hlauparar vita betur og stöku sinn- um leggjast vísindin á sveif með þeim og taka af öll tvímæli um hollustu reglulegrar hreyfingar. Nýlega var kynnt ein slík könnun sem gerð var við Stanford háskólann í Bandaríkj- unum og leiðir hún í ljós að reglulegt hlaup, skokk og holl hreyfing vinnur gegn hrömun og framlengir æskuna. I umræddri könnun var fylgst náið með heilsufari 451 hlaupara og 330 kyrrsetumanna og náði rannsóknin yfir átta ára tímabil. Athyglisvert er að allir þátttakendur vom milli 50 og 72 ára þegar könnunin hófst enda var henni einkum ætlað að kanna áhrif hreyfingar á öldrun. Þegar könnunin hófst voru hlaupararnir, sem hlupu aö meðaltali 40 kQómetra í viku, að jafnaði betur á sig komnir en kyrrsetumennimir. Bihð núlli hópanna jókst hins vegar með tíman- um og kyrrsetumönnunum fór hrað- ar aftur en skokkurunum. í ljós kom að á þessu átta ára tímabili leið hlaupurum á allan hátt betur. Þeir voru með lægri blóðþrýsting en hin- ir, notuðu færri meðul, færri vom með gigt og kvQla í stoðkerB og síð- ast en ekki síst var dánartíðni þeirra sem hlupu mun lægri á tímabilinu en hinna sem ekki hlupu. Þetta þyk- ir leiða í ljós að þeir sem hlaupa reglulega séu líklegri til þess að lifa lengur og lifa betur en hinir sem aldrei stíga skref. Einnig sýnir þetta enn einu sinni að það er aldrei of seint að byrja. Oprah Winfrey kerrur i mark í heilmaraþoni í Washington. hlaupum Oprah Winfrey er fræg sjón- varpsstjarna i Ameríku og annast einkum spjaQþætti sem þarlendir kalla „talk show“. Oprah hefur verið tíður gestur í slúðurdálkum og öðrum spjallþáttum og hefur henni orðið tíðrætt um holdafars- vanda sinn sem til skamms tíma var umtalsverður. Oprah vakti talsverða athygli þegar hún hljóp heQt maraþon seint á síðasta ári. Það var maraþon sem kennt er við landgöngusveitir hersins, The Marines, semfór framí Washing- ton. Oprah þótti sýna harðfylgi viö að Ijúka hlaupinu í rigningu og sudda. Hún hafði æft í sam- feUt eitt og hálft ár með einka- þjálfara sinum og náð að létta sig úr 111 kílóum í 75. Liðir í þjálfun- arplaninu voru einkum hlaup en einnig þrekæfingar og styrkjandi æfrngar í tækjasal og ströng aö- gæsla í mataræði. Oprah tók þátt í hálfmaraþoni í ágúst 1993 og lauk því á 2; 16. Eftir það gat ekk- ert stöðvað hana og hún lauk heUa maraþoninu á ftórum og hálfum tíma. Molar, •, Meira loft er ekki endilega betra. Rannsókn amerískra leiddi í ljós að enginn munur var á hraða, frammistöðu og orku- eyðslu hjólreiðamanna eftir loft- magni í dekkjum. Margir hafa rnikla trú á miklum loftþrýstingi í dekkjum en rannsóknin sýndi : engan mun á 140 punda þrýstingi og 80 punda þrýstingi, í hlaupahóp, þar sem Trimms- íðan þekkir ágætlega til, henti það eitt sinn aö einn meðlimanna mætti á glænýjum skóm og til- kynnti að hann myndi hlaupa hraðar en nokkru sinni fyrr. Menn spurðu hverju það myndi sæta því varla væru nýju skórnir neitt Q-ábrugðnir hinum gömlu. „Jú, þeir eru hálfu númeri stærri," sagði hlauparinn, hróð- ugur. „Þess vegna fer ég lengra í hverju skreQ og næ þar af leið- andi betri tima.“ Kannist þið við afrifur? Þessi hvimleiðu nuddsár á afviknutn stöðum líkamans gera oft vart við sig þegar skokkað er í miklum kuldum. Nokkur ráð eru tft þess að koma í veg fyrir afrífur og meöal þeirra er að bera vaselín á álagspunkta eða vera i þunnum þröngum buxum líkt og auka- skinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.