Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Fréttir Dómar í máli tveggja eigenda myndbandaleiga á ísafirði vegna klámspóla: Reginmunur á sekt í bláu eða dökkbláu máli Eigendur tveggja myndbandaleiga á ísafiröi hafa verið dæmdir til upp- töku á samtals tæplega tvö hundruö klámspólum en annar þeirra var einnig dæmdur til skilorösbundinn- ar varðhaldsrefsingar og sektar- greiðslu. í öðru tilfellinu er um að ræöa út- leigu á 87 „bláum“ myndböndum í myndbandaleigunni Hljómborg á Ísaíirði. Þarna var ekki um að ræða klámspólur þar sem „afbrigðilegar“ kynferðislegar athafnir voru sýndar. í þessu máli komst Héraðsdómur Vestfjarða m.a. að eftirfarandi niður- stöðu en ákvörðun refsingar á hend- ur eigandanum var frestað. „Við ákvörðun refsingar ber hins vegar að líta til þess aö ekkert mynd- bandanna inniheldur sviðsett of- beldi, barnaklám eða meingerðir gegn dýrum og eigi er þar heldur aö finna myndefni, sem almennt er til þess fallið að misbjóða siðferðisvit- und fullorðins fólks. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að börn og ungmenni hafi fengið myndböndin leigð hjá ákærða.“ í hinu tilfellinu var um að ræða útleigu á 106 spólum, að megni til „dökkbláum", hjá JR-Vídeói á ísafirði - þarna var að talsverðu leyti um að ræða klámefni með grófum „afbrigðilegum" og kynferðisathöfn- um sem þóttu til þess fallnar að mis- bjóða siðferðisvitund fólks. Eigandi þeirra var dæmdur til að sæta 15 daga varðhaldi sem er skilorðsbund- ið í 2 ár. Hann var auk þess dæmdur til að greiða 105 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Þarna tók dómurinn mið af sakaferli ákærða sem var nú í annað skiptiö dæmdur fyrir að leigja út klámfengið efni. Hins vegar var það virt honum til refsilækkunar hve mjög ríkissaksóknaraembættið dró afgreiðslu málsins. Lögreglu- rannsókn lauk 19. júh 1993 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 16. desemb- er 1994. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari sagði í samtah við DV í gær aðspurður að ekki væri einsdæmi að klámmál væru í rannsókn á ísafirði: „Þessi mál hafa verið að koma frá lögregluembættum, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og utan þess. Stund- um hefur klámfengið efni á spólum jafnvel komist í hendur bama og ungmenna. Ég vona að lögregla og rannsóknarlögregla haldi vöku sinni við þessi efni á landinu," sagði Hah- varður. -Ótt Hraðfrystistöð Þórshafnar: 500tonn aff loðnuhrognum unnin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Loðnuvertíðin í heild er miklu lé- legri en í fyrra, bæði er magnið minna sem hingað hefur komið og svo er verðið fyrir afurðimar tals- vert lægra en þá var,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Eftir áramót hafa borist um 11 þús- und tonn af loðnu til Þórshafnar sem er talsvert minna en á sama tíma í fyrra. Úr þessum afla hafa verið unn- in um 500 tonn af hrognum. Fyrir- tækið hugöist einnig frysta umtals- vert magn af loðnu um borð í togar- anum Stakfelh en sú tilraun fórst að mestu leyti fyrir og ekki vom fryst nema um 200 tonn. Aðalfundur Hraðfrystistöðvarinn- ar verður haldinn innan skamms. Jóhann vildi ekki upplýsa um af- komu fyrirtækisins á síðasta ári en segir hana viðunandi eins og hann orðaði það. Stuttar fréttir Þeir sem skulda fara lóðbeint á hausinn - segir Bjami Jónsson trillukarl „Þeir sem skulda eitthvað að gagni fara lóðbeint á hausinn verði þetta að veruleika. Þeir sem skulda 2 til 3 mihjónir í bátum sínum þoia ekki þessa skerðingu," segir Bjami Jóns- son trillukarl vegna þess að fyrirsjá- anlegt er að bátar á krókaleyfi verði að stoppa annan hvem dag í haust. Eins og kom fram í DV í gær verða bátamir að taka á sig fleiri stoppdaga vegna þess aö afli þeirra hefur farið langt fram úr því sem þeim er ætlað. Bjami, sem á og rekur tvo króka- leyfisbáta, segir ljóst aö eigendur krókabátanna séu nú að taka á sig auknar skerðingar vegna þess að svindlað hafi verið á kerfinu og ekki hafi verið gripið til réttra ráðstafana til að takmarka afla einstakra báta. „Það hefur í gegnum tíðina verið svindlað mikið í kerfinu. Þetta hefur gerst að miklu leyti þannig að landað hefur verið inn á bátana. Ég veit til þess að eigendur snurvoðarbáta hafa keypt sér krókabáta gagngert til að landa inn á þá. Þá eru dæmi um það að menn em með þrjár áhafnir á þessum bátum og þeir em að róa með allt að 40 bjóð,“ segir Bjami. Bjami segir að skráður afli ein- stakra báta hafi farið allt of langt fram úr öðram. Það sé galli á lcgun- um að ekki hafi verið gripið til þess að setja takmarkanir á afla einstakra báta. „Þetta vandamál hefði aldrei komiö upp ef það heföi verið sett þak á afla einstakra báta. Að mínu mati hefði 70 tonna hámark verið hæfi- legt. Það er eitthvað sem flestir ættu að geta verið ánægðir með,“ segir Bjarni. -rt mmmm •Síí:. » Bjarni Jónsson trillukarl segir stóran hluta bátasjómanna á krókaleyfi fara á hausinn þegar úthald þeirra verður skert i haust. Það stefnir í að flotinn verði bundinn viö bryggju annan hvern dag. DV-mynd Sveinn Úthald krókabáta verður skert 1 haust: Sauðfjár- bændur uggandi yf- ir aukinni framieiðslu svínakjöts „Okkur finnst afar ósmekklegt að stilla okkur upp sem andstæð- ingum sauðfjárbænda. Þau um- mæli sem féllu á búnaðarþingi í okkar garð um að ný svínabú væru tifandi tímasprengja em afar ósmekkleg. Við höfum ekki aukið framleiðsluna á kostnað annarra heidur rcynt að koma til móts viö vaxandi eftirspurn. Neysluvenjur fólks hafa einfald- lega verið að breytast og likjast því sem er i nágrannalöndunum. Og þótt ný bú taki til starfa er alltaf eitthvað um að önnur bú hætti," segir Kristinn Gylfi Jóns- son, formaður Svínaræktarfélag íslands. Salan hrapar Miklar umræöur urðu um stöðu sauöfjárræktar á búnaöar- þingi í vikumú. Salan hefur hrap- að og að margra mati er því um að kenna að svínaræktendur hafa aukið framleiðslu sina á undanf- ömum áram. Þá var vísað til þess aö verið værí að taka í notkun stórt svínabú á Kjalamesi sem ógnað gæti afkomu sauðfjár- bænda enn frekar. Búið á Kjalarnesi er í eigu Geirs Gunnars Geirssonar sem tók ný- verið viö búi fóður síns, Geirs Gunnlaugssonar, bónda í Lundi í Kópavogi, en hann lést nýverið. Þegar búiö verður að fullu komið í gagnið mun það hýsa um 200 gyltur og ársffamleiðslan verða allt að 200 tonn. Þess má geta að á síðasta ári var ársframleiðsla í svinarækt ríflega 3.200 tonn. Milli áranna 1993 og 1994 minnkaði sala kindakjöts um tæplega 11 prósent, eöa úr 8.088 tonnum í 7.224 tonn. Á sama tima jókst sala svinakjöts um riflega 13 prósent, eóa úr 2.841 tonni í 3.211 tonn. Samkvæmt þessu er neysla kindakjöts enn verulega stór hluti af kjötneyslu þjóðar- innar og mun meiri en þekkist annars staöar í heimhmm í þessu sambandi má geta þess að í Kanada borða menn aö meðal- tali um 90 kíló af kjöti af ári þar af einungis um 900 grömm af kindakjöti. „kaa Búnaðarbankinn græðir Búnaöarbankinn hagnaðist um 212 milljónh á siöasta ári. Af- skrifUr drógust saman um 45% og námu 651 railljón. Viðsnúningur hjá KEA Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, sneri rekstri síðasta árs úr tapi í 95 miljjóna króna hagnað. Þó varð enn tap á rekstri dótturfé- laga, einkum vatnsverksmiðj- unnar Akva. FjárfestingarskrHstofa Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra og Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs, undirrituöu í gær samning um stofnun Ejárfesting- arskrifstofu til að greiða fyrir fjárfestingum útlendinga hér. Iðnþrðunarsjóður okkar Iðnþróunarsjóður er kominn alfarið' í eigu íslendinga. Af þvi tilefni hefúr starfsemi sjóðsins veriö broytt og ný stjórn skipuö. Ný útboðsstef na rikisins Starfshópur á vegum (jármála- ráðherra ura útboðsstefnu ríkis- ins hefur lagt til aö verktakar í vanskilum verði utilokaðir frá verkefntmi, samkvæmt MbJ. Netfangaskrá Miðiunar Miðlun gefur út í sumar skrá yfir netföng Internetsnotenda á Islandi. Alis hafa veriö gefin út ríflega 8 þúsund netföng. 40 milljónir í Flugleiðum Hlutabréf í Flugleiðum fyrir 40 núUjónh króna skiptu um eig- endur í gær á genginu 1,74. Búnaðarkarlaþing Aöeins 2 konur sitja Búnaðar- þing að þessu sinni en 32 karlar. Fyrrverandi búnaðarþingsfull- trúi gagnrýndi þetta karlaveldi í viðtali á RÚV. Páll spáir góðu vori Páll Bergþórsson, fyrrum veö- urstofústjóri, telur horfur á góðu vori víðasthvar, samkvæmtTím- anum. Fulikomin skurðstofa Fulikomnasta skurðstofa landsins verður tekin í notkun á Landspítalanum innan fárra daga, samkvæmt Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.