Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Merming Ástlaust karlaveldi Finnska skáldsagan Heimili dökku fiörildanna er meistaralega skrifuð og margslungin bók sem lýsir lífi og uppvexti Juhanis Johanssonar á upptökuheim- ili á Eyju í finnska skeijagarðinum. Juhani er sendur þangað af yfirvöldum eftir að nágranninn lætur vita af því að taugasjúk móðir hans hafi borið litla bróður út í skurð. Juhani er lítill og fremur ræfilslegur og á undir högg að sækja í strákahópnum á upptökuheimil- inu en smám saman kemst hann undir verndarvæng stóra stráksins Salmis og aðlagast ástlausu karlaveld- inu á Eynni. Leena Lander leikur á lesandann eins og hljóðfæri og fær hann til að velta því sífellt fyrir sér hvað sé á seyði með því að láta nógu mikið ósagt. Sagan hefst á Bókmenntir Guðrún Helga Sigurðardóttir lögregluskýrslu um morð og stendur lesandinn til að byija með í þeirri trú að um morösögu sé að ræða. Smám saman kemur í ljós að sagan er miklu fremur lífsreynslusaga, saga um drengi sem alast upp í ein- öngruðu karlasamfélagi. Takmark forstöðumanns upptökuheimilisins er að gera drengina að sterkum og duglegum verkamönnum og láta þá uppfylla ímynd karlmennskunnar. Strákarnir á upptökúheimihnu komast lítið í kynni við konur þó að eiginkona og dætur forstöðumannsins búi á Eynni. Juhani fær eina dótturina til að bera á sér rassinn og fóstbróðir hans, Salmi, er ástfanginn af eiginkonu forstöðumannsins. Salmi réttlætir ævin- týrið með því að eld verði að slökkva þar sem upp kemur, lika þegar fjósakonan, sem fylgist með öllu og kjaftar í forstöðumanninn, kemur að honum með for- stöðumannsfrúnni og morðið er framiö. Sagan um dökku fiörildin hefur margan boðskap en Leena Lander. tilgangurinn með ræktun fiðrildanna kemst þó ekki fyllilega til skila. Greinilegt er að vel er til bókarinnar vandað á allan hátt, bæði af hendi höfundar, þýðanda og útgáfunnar hér á landi. Finnsk nöfn eru íslending- um ekki töm og er nafnið Ilkka ritað Illka á blaðsíðu 119. Leena Lander Heimili dökku fiörildanna Forlagiö 1995 ^íslensku tónlistarverölaunin 1994 veröa afhent á Hótel íslandi sunnudaginn 19. mars. Fram koma hljómsveitirnar Dos Pilas, Curver, Maus og Skárra en ekkert. Gömlu brýnin leika fyrir dansi til kl. 2.00. súPamedhneruð °s rj°ma£p£arh«um Kynnir kvöldsins er Hjálmar Hjálmarsson og hefst verölauna- afhendingin kl. 21.00. Húsið verður opnaö kl. 19.00 og kvöldverður borinn fram kl. 19.30. °s rj°mapipJsar»eplum ^ Borö- og miöapantanir^f^^^^K í síma 687111. hQ.T£Líc^MD Ekki missa af þessari ógleymanlegu skemmtun þar sem allir fremstu tónlistarmenn íslands eru heiöraöir. Allt um íslensku tónllstaverölaunln í DV mánudaginn 20. mars. ROKKDEILD FÍH irra 7 * ’ kZt.900 *VÖldverðini Verd J/tirVna"n- n er f rkvÖ^eröerkr t kr- l.OOO. SAMBAND HLJ ÓMPLÖTU- FRAMLEIÐENDA Tríó Egils B. Hreins- sonar á Jazzbarnum Egill B. Hreinsson píanisti var mættur með tríó á Jazzbarinn síðastlið- ið fimmtudagskvöld. Fylgisveinar hans voru Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa og Einar Valur Scheving á trommur, vanir menn með „tímann á hreinu“. Þeir léku af fingrum fram lög héðan og þaðan úr Bókinni, yfir- leitt í þekktari kantinum. „Green Dolphin Street" markaði upphafiö, og í kjölfariö fylgdi lag sem ýmsir minni spámenn höföu raulað áður en Björk Guðmundsdóttir gerði það heimsfrægt, „Like Someone in Love“, og þarf Egill ekki aö skammast sín fyrir sína meðferð á laginu, snyrtilega flutt. „One Note Sarnba" var mun síðra nema trommukafli Einars var Tónlist Ársæll Másson góður, „polyrytmi" með gangandi „hi-hat“. Reyndar man ég ekki eftir að hafa heyrt verulega bitastætt sóló yfir það lag, meira að segja Stan Getz á flest betra. Tempóið í „My Foolish Heart" var það hægt og fijálslegt hjá píanistanum að sennilega hefði farið betur á því að hann spilaði það einn, að minnsta kosti var greinilegt að hinir fundu sig engan veginn. „St. Thpmas" var hressilegt og átti Gunnar þar rytmíska spretti ásamt Einari. í lokin kom svo íslenskur „standard", Maístjama Jóns Ásgeirsson- ar. Útsetning Egils var ágæt, hrynur latneskur og fyrsti kafli laglínunnar með grunntóninn í bassanum. Tríóið hljómaði ágætlega, allt skýrt og gott jafnvægi milh hljóðfæranna. Ég hefði reyndar gjaman kosið að heyra meira af heimasmíðuðum lögum og útsetningum þar sem ég veit að Egill á sitthvað af slíku í sínum fórum, en það bíður betri tíma. Hringiðan Um 260 manns mættu a tonleika karlakórsins Lóuþræla úr Vestur-Húna- vatnssýslu sem haldnir voru í Fella- og Hólakirkju á laugardaginn. Kórinn er 10 ára um þessar mundir og er að mestu skipaður bændum úr héraðinu. Stjómandi kórsins er Ólöf Pálsdóttir húsfreyja. Þeir Kjartan Þór Þorgeirsson og Jóhann Óskar Heimissonmættu hressir til leiks í Sundhöllina aöfaranótt laugardagsins, en þá var gerð fyrsta tilraun með nætursund um helgar sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur ákvað að gera tilraun með. - Arshátíðargestir líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði tóku hressi- lega lagið og þöndu lungun vel enda ekki síður nauðsynlegt að halda lungun- um í góðri þjálfun heldur en líkamanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.