Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Fréttir Keflavíkurflugvöllur Bflsljóri sviptur atvinnuleyf i eftir deilu við ameríska konu Ægir Már Káraaon, DV, Suðumesjum; „Þeir hafa keyrt þetta mál áfram af miklum þjösnaskap og tillitsleysi. Ég ók ekki á ameríska konu eins og þeir segja. Þeir höfðu ekki einu sinni samband viö mig og engin skýrsla var tekin. Þetta kemur eflaust beint frá hemum að svipta mig vallarpass- anum,“ segir Magnús Jónsson, leigu- bílstjóri hjá Ökuleiðum í Keflavík, sem var sviptur vallarpassa sínum fyrir 2 vikum. Hann getur því ekki ekið innan vallar og haft þar tekjur eins og hann hefur gert í 20 ár. „Ég gerði ekkert af mér. Var að aka krökkum í skólann þegar þessi amer- íska kona kom og þóttist stjóma umferðinni. Var í venjulegum fótum. Rútur voru við skólann og ég ætlaði fram fyrir þær til að hleypa krökkun- um út. Konan bannaði það og átti ég að láta krakkana út þarna við hliðina á rútunum sem er stórhættulegt. Ég var ekki á því en konan sagði þá að ég væri að bijóta amerísk lög. Ég sagði að hér giltu íslensk lög og ætlaði að aka áfram en hún hljóp þá fram fyrir bíll minn. Ég flautaði á hana og komst á brott án þess að aka á hana. Um kvöldið ætlaði ég að fara að aka á vellinum. Þá stöövaði lög- reglumaður mig í hliöinu og bað mig að afhenda passann. Ég hringdi í Þorgeir Þorsteinsson sýslumann og hann sagði mér að það væri samkomulag milli hans og vamarmálaskrifstofu að taka af mér passann. Sagði að ég hefði ekiö á konu og slasað," sagði Magnús. Hann hefur kært til ríkislögmanns sem er búinn að fá málið. „Málið er í athugun. Ekkert meira um það að segja," sagði Þorgeir. Skóladeflan í Mývatnssveit: „Sáttanef ndin“ tekin til staria Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii Nefnd sú sem skipuð var til að leita leiða til lausnar skóladeilunnar í Mývatnssveit hefur komið saman til eins fundar og var ákveðið á þeim fundi að vinna að ákveðnum málum sem leggja á fyrir næsta fund nefnd- arinnar. í nefndinni sitja Hrólfur Kjartans- son frá menntamálaráðuneytinu, Kristján Ingvason, fulltrúi suður- sveitunga, Leifur Hallgrímsson odd- viti, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, og Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri. Að sögn Trausta er það hlutverk nefndarinnar að fara yfir stöðu máls- ins í heild og skila ábendingum og hugmyndum tO lausnar deilunnar til sveitarstjómar Skútustaðahrepps. „Menn em tilbúnir að ræða saman þrátt fyrir það sem á undan er geng- ið og það eru engin slagsmál í þess- ari nefnd,“ segir Trausti. Húsfyllir á Önnu Frank Húsfyllir var þegar Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi leikritiö Dagbók Önnu Frank eftir Goodrich og Hackett í Valaskjálf 11. mars. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason en með helstu hlutverk fara Halldóra M. Pétursdóttir sem Anna Frank og Daniel Behrend sem Otto Frank. Leikuram og leikstjóra var afar vel fagnaö í lokin enda verkið vel af hendi leyst. Þetta er viðamesta verk- efni leikfélagsins á þessu leikári og hátt í 50 manns komu að uppsetn- ingu. Leikarar era tíu. DV-mynd örn Ragnarsson 7------------------ ■'H Ytrtr Magnús Jónsson leigubílstjóri DV-mynd Ægir Már Aðalverktakar stefna Stakksvík - og bæjarstjóra nafnlausa sveitarfélagsins Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; „Ég get staðfest að það næst ekki samkomulag um uppgjör skipsins. Okkur finnst þeir vera ósanngjamir í kröfugerð," sagði Garðar Oddgeirs- son, stjómarformaður Stakksvíkur hf., í samtali við DV. Lögfræðingar Stakksvíkur hf. og íslenskra aðalverktaka hf. hafa fund- að stíft undanfamar vikur til aö reyna að ná samkomulagi vegna leiguuppgjörs á línubátnum Aðalvík sem er í eigu Aðalverktaka. Stakksvík hafði bátinn á leigu í 2 ár en skilaði honum í desember sl. Kröfur Aðalverktaka á Stakksvík eru 22 millj. króna sem þeir telja að fyrirtækið skuldi í leigu. Stjórnarmenn Stakksvíkur era með gagnkröfur því bilanir voru tíð- ar og báturinn frá veiðum á þriðja mánuð á leigutímanum. Þeir telja að Aöalverktakar eigi að taka þátt í kostnaði sem hlaust af því og finnst eðlilegt að borga 8-9 milljónir en því era Aðalverktakar ekki sammála. Aðalverktakar keyptu bátinn af Eldey til að styrkja atvinnulíf á Suð- umesjum. Stakksvík borgaði 1,5 milljónir í leigu á mánuöi og telur að það hafi verið of há leiga. Þar sem samkomulag hefur ekki tekist hafa íslenskir aðalverktakar stefnt Garöari Oddgeirssyni fyrir hönd Stakksvíkur og Ellert Eiríks- syni, bæjarstjóra nafnlausa sveitar- félagsins, fyrir hönd bæjarsjóðs. Bærinn er með einfalda ábyrgð á greiðslu leigunnar og á stærstan hlut í Stakksvík. Ragnar HaUdórsson, stjórnarmað- ur ísl. aðalverktaka, sagði að deilan stæði um leiguuppgjörið og enn hefði ekki tekist að ná samkomulagi. C Y N N I NGARVERÐ MC E750 KRAFTMIKILL 1000 WATTA MÓTOR CLEAN AIR LOFTSÍA Breytilegur haus fyrir hörð gólf og teppi INNDRAGANLEG SNÚRA LÉTT OG MEÐFÆRI LEG (4,9KG) RYKMÆLIR MC E852 KRAFTMIKILL 1200 WATTA MÓTOR STYLLANLEGUR SOGKRAFTUR Breytilegur haus FYRIR hörð gólf og Geymsla fyrir fylgihluti 360 GRÁÐU SNÚNINGSBARKI INNDRAGANLEG snúra rykmælir Fótrofi TEPPI r 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.