Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Spumingin Hvernig finnst þér dómararnir hafa staðið sig í úrsiitakeppninni í handbolta? Benedikt Benediktsson verkstjóri: Ég hef ekkert verið að spá í það und- anfarið. Glafar Pétursson nemi: Mér finnst þeir hafa staðið sig nokkuð vel. Pétur Pétursson nemi: Mér finnst þeir hafa staðið sig þokkalega vel, gagnrýnin hefur verið alltof hörð. Óskar Josuason nemi: Mér finnst þeir hafa staðið sig eins og þeim er ætlað, vel. Steinunn Josuadóttir nemi: Bara mjög vel. Sigurandri Sigurðsson nemi: Bara ágætlega. Lesendur Ömurleg lífskjör Þorvaldur Sigurðsson skrifar: Mér hefur verið hugsað til þess að sjaldan eða aldrei sér maður neitt á prenti þar sem fjallað er um bág kjör örorkulífeyrisþega. Það á sér hins vegar stað oftar en ekki að baráttu- glaðir ellilífeyrisþegar tjái sig um sín kjör og kann ég því ákaflega vel að fólk láti álit sitt í ljós þegar um svo örlagaríkan þátt í tilverunni er að ræða. Það sem fyrir mér vakir að þessu sinni er að vekja athygli á vægast sagt ömurlegum lífskjörum okkar sem illu heillu höfum hrakist af hin- um almenna vinnumarkaði vegna þess að heilsan hefur bfostið og við verið úrskurðaðir 75% öryrkjar eða meira. Ég geri ekki ráð fyrir að hinn almenni borgari og þaðan af síður þeir sem völdin hafa í þjóðfélaginu geri sér nokkra grein fyrir þeim ömurleika sem við blasir þegar manni, oft skyndilega, er ýtt til hliðar vegna heilsubrests og þarf skyndi- lega að sætta sig við hin bágu lífskjör sem örorkubætumar bjóða upp á. Með þessu vil ég síst af öllu van- þakka þær bætur sem við fáum en víða njóta menn alls engra bóta. En í fyllstu hreinskilni verö ég að játa að bæturnar duga á engan hátt til þess að unnt sé að lifa af þeim mannsæmandi lífi. Ég á hér alveg sérstaklega við þá sem eiga ekki neitt sparifé upp á að hlaupa og svo þá fjölmörgu sem hafa lítið sem ekkert frá lífeyrissjóðum. Það veröur að vísu matsatriði hvað teljast skuli mannsæmandi líf og verður trúlega seint hægt að draga þar skarpa markalínu því sitt mun hverjum sýn- ast. En mitt mat er að örorkubæturn- ar hjá meginþorra þessa hóps nái engan veginn því marki að hægt sé að lifa af þeim því lífi sem ég tel mannsæmandi. Þegar búið er að greiða húsaleigu og önnur fóst útgjöld er maturinn eftir og veit ég fjölmörg dæmi þess að upp úr miðjum mánuði er fólk orðið gjörsamlega peningalaust og Bréfritari segir að ekki búi allir við sömu kjör í þjóðfélaginu og nefnir dæmi því til stuðnings. bjargast þá hvað helst á þvi að kom- ast í lánsviðskipti hjá vinveittum kaupmanni. Síðan kemur að sjálf- sögðu að því að þessi matarlán þarf að greiða svo fljótt sem næstu bætur berast og með þessu er fólk komið inn í vítahring sem ekki er auðvelt aö losna úr. Hér hef ég aðeins nefnt það sem ekki verður hjá komist til þess að draga fram lífið. Ég hef ekki minnst á það sem gefur lífi venjulegs fólks óendanlega mikið og á ég þar við hvers konar menningarviðburði sem fyrir okkur öryrkja eru aðeins draumsýn. Við höfum einfaldlega ekki efni á að fara neitt af því sem fólki finnst sjálfsagt og eðlilegt að veita sér. T.d. leikhús og ópera o.fl. En nú eru kosningar á næsta leiti og vil ég að endingu skora á væntan- lega þingmenn að láta nú ekki undir höfuð leggjast að bæta kjör okkar svo að barlómur af þessu tagi verði með öllu óþarfur og við getum öll lifað glöð og ánægð í okkar góða og gjöf- ula landi. Skemmtileg tilbreyting Foreldri skrifar: Ég vil koma á framfæri kæru þakk- læti til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir að standa að nætursundi í Sundhöll Reykjavík- ur. Þrátt fyrir að hér sé aðeins um tilraunastarfsemi að ræða út þennan mánuð er ég handviss um að þetta framtak leiðir til þess að nætursund- ið festist í sessi. Þessi möguleiki er skemmtileg til- breyting fyrir unglingana sem hafa ekki úr alltof mörgu að velja. Sér- staklega á þetta við um föstudags- og laugardagskvöld þegar sorglega margir unglingar kjósa að fara niður í bæ til þess eins að hella í sig áfengi. Fyrsta kvöldið í Sundhöllinni, þar sem boðið var upp á nætursund, gafst vel og full ástæða er til bjartsýni um framhaldið. Þrátt fyrir að í hópi ungl- inga leynist alltaf einhverjir svartir sauðir er mikill meirihluti þeirra fólk sem hægt er að treysta fullkomlega. Unglingamir jafnt sem starfsmenn Sundhallarinnar verða þess vegna að vera á verði gagnvart þeim sem sjá sér leik á borði til þess að mis- nota þessa aðstöðu. Það væri virkileg synd því langflestir vilja koma sam- an til þess að skemmta sér á heil- brigðan hátt án áfengis. Sama hvort það er í sundlaugunum eða annars staðar. Vesalings ríkisstjóm BGÞ skrifar: Ekki get ég lengur orða bundist yfir þeirri vesalings ríkisstjórn sem nú er að ljúka fjögurra ára setu sinni við kjötkatlana. Að stór hluti lands- manna skuli þurfa að fara í verkfall til þess eins að knýja á um að ríkis- stjórn standi við fógur fyrirheit sín er alveg stórfurðulegt og sýnir best hvers konar galgopar sitja í ráð- Greinarhöfundur líkir Sighvati við hrekkjalóm. herrastólum. Hvar er nú Ólafur G. Einarsson, hinn svokallaði menntamálaráð- herra? Er hann kannski í felum? Hvers vegna kemur maðurinn ekki út úr skápnum og stendur við eigin fyrirheit? Nei, í svona gaur er sko lítið spunnið. Óg hvað skyldi Friðrik Sophusson vera að bralla þessa dag- ana? Varla er hann að færa efnahags- batann úr vösum þeirra ríku yfir til þeirra fátæku? Nei, svoleiðis gera menn ekki, Frikki minn. En eru þá krataráðherramir alveg stikkfrí? Aldeilis ekki. Hrekkialóm- urinn Sighvatur lætur ekki viku líða án þess aö stríða sjúklingum og gam- almennum. Sífellt er ráðist á það fólk sem veikastar hefur varnirnar og ekki eru höggin spöruð. Og að lokum þetta: Elsku Davíð! Sparkaðu nú ærlega í rassinn á Óla G. svo að hann vakni af þessum djúpa Þyrnirósarsvefni og átti sig á því að mennt er máttur. Stjakaðu síðan við Frikka svo hann skili þeim peningum til baka sem hann hefur hrifsað úr menntakerfinu og veiti þeim BSRB-félögum, sem margir hverjir eru að gjaldþroti komnir, verðuga launahækkun. En umfram allt, elsku Davíð, taktu hnífinn af Sighvati áður en hann stórslasar sig á þessu gegndarlausa fikti. Vægar sektir Guðbjörg Haraldsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir þeim vægu dómum sem bruggar- ar fá. Nú síðast var bruggari á Suðurlandi dæmur til að greiða hálfa milljón króna í sekt effir að hafa orðiö uppvís að bruggun og sölu á hundruðum litra af áfengi. Þessi dómur eins og þeir íyrri í málum bruggara er hreint hlægilegir. „Greyin“ borga sína sekt og svo er þeim sleppt. Þann- ig halda þessir menn áfram enda- laust. Þeir framleiða bara meira til aö borga sektina. Auðvitað á ekki að taka á þessum málum með neinum silkihönskum. Það eina sem dugir er að setja brugg- ara á bak við lás og slá. Það þýð- ir lítið að sekta þá eins og reynsl- an hefur sýnt. Þeir flytja sig bara um set og halda iðju sinni áfram. Það er löngu vitað að almenn- ingur í þessu landi telur dóms- málayfirvöld taka alltof vægt á þessum málum. Þetta kom greini- lega fram í skoðanakönnun DV um daginn. Vonandi fara ráöa- menn nú einhvern tímann að vilja fólksins í landinu. Pólitískur skrípaleikur SG lu ingdi: Þetta er ljóti skrípaleikurinn í kringum skýrsluna um einka- væðinguna sem Sjálfstæðisflokk- urinn lét gera. R-lista fólk sakar sjálfstæðismenn um.ósannindi og þeir vísa ummælmium til fóður- húsanna. Sem kjósandi er ég ringlaður yfir öllu saman og veit varla hverju ég á að trúa. R-listanum er svo sem trúandi til alls en ég er lika furðu sleginn yfir þeim vinnubrögðum sem tiðkuðust við skýrslugerðina. Mér finnst ekki sniðugt aö gera skýrslu upp á nokkrar milljónir til þess eins að hafa hana á nokkrum minnis- blöðum. Hana átti að gefa út og leyfa öllum aðgang að henni sem þaö vildi. Hvers kyns leynimakk dregur bara úr tiltrú almennings á stjómmálamönnum. Getulaus lögregla? Magnús skrifar: Eftir þvi sem lengra líöur frá „Skeljungsmálinu“ svokailaða þeim mun erfiðara verður vænt- anlega að upplýsa málið. Þetta vekur upp spurningar um hæfni lögreglunnar og hvort hún sé hreinlega getulaus. Ekki vil ég ganga svo langt að fullyrða að svo sé. Fremur hallast ég að þeirri skýringu að peningaskortur hamli því að lausn finnist enda þarf töluverðan mannafla til að leysa mál af þessu tagi. Grundvallarspumingin er hins vegar sú hvort þjóðfélagið hafi efni á þvi að slík mál leysist ekki þegar til lengra tíma er litið. Munu aíbrotamenn einfaldlega ekki ganga á lagiö? Óhóflegar auglýsingar Anna Jónsdóttir hringdi: Ég legg til aö settar verði skýrar reglur um auglýsingar hjá stjórn- málaflokkum fyrir kosningar. Mér snýist að allt muni fari úr böndunum fyrir þessar kosning- ar en þegar uppi er staðið eru það auövitað kjósendur sem borga brúsann. Góðurþáttur KL hringdi: Égvil taka undir með Geirþrúöi sem þakkaði Hemma Gunn fyrir góðan þátt. Á tali er einn fárra þátta sem ég bíö spenntur eftir og veit ég að svo er um fleiri. Vonandi heldur Hermann ótrauður áfram og stjómar mörg- um þáttum enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.