Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Qupperneq 30
50 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Fólk í fréttum_____________i> Trausti Þorsteinsson Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, hefur áhyggj- ur af samræmdum prófum vegna kennaraverkfallsins, eins og fram kemur í DV-fréttum í gær. Starfsferill Trausti fæddist á Selfossi 26.12. 1949 og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ1970, stundaði nám í skólastjórn við KHÍ1990 og stundaði B A-nám í sérkennslu viö KHÍ1990-93. Trausti var kennari við Oddeyrar- skóla á Akureyri 1970-72, við Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal 1972-75 og við Dalvíkurskóla 1975-77, var skólastjóri Dalvíkurskóla 1977-84, skrifstofustjóri Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra 1984-85, skóla- stjóri Dalvíkurskóla 1985-89 og fræðslustjóri Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystrafrá 1989. Trausti var bæjarfulltrúi í bæjar- stjórn Dalvíkur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1978-82 og frá 1986 og for- seti bæjarstjórnar Dalvíkur 1986-94, hefur starfaði í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Dalvíkurbæjar frá 1978, var varaformaður Félags skólastjóra og yfirkennara 1985-87, fulltrúi í fræðsluráði Norðurlands- umdæmis eystra 1986-89 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bandalag kennara á Norðurlandi eystra. Fjölskylda Eiginkona Trausta er Anna Bára Hjaltadóttir, f. 21.10.1947, bókavörð- ur. Hún er dóttir Hjalta Þorsteins- sonar netagerðarmanns og Kristín- ar Aðalheiðar Jóhannsdóttur hús- móður. Börn Trausta og Önnu Báru eru Kristin, f. 8.5.1972, verslunarmaður á Selfossi, en maður hennar er Magnús Gíslason rafvirkjameistari og er sonur þeirra Gísli Rúnar Magnússon, f. 12.11.1994; Helga Rún, f. 28.5.1975, nemi; Valur, f. 16.8. 1976; Steinþór, f. 15.9.1981, nemi. Systkini Trausta: Valdimar, f. 5.4. 1943, vélvirki; Þorsteinn, f. 9.9.1944, rafvirki; Erlingur, f. 15.9.1946, tré- smiður; Guðfinna, f. 7.4.1951, póstaf- greiðslumaður. Foreldrar Trausta: Þorsteinn Sig- urðsson, f. 21.4.1913, d. 1992, húsa- smiður á Selfossi, og k.h., Guðrún Valdimarsdóttir, f. 12.3.1920, hús- móðir, búsett á Selfossi. Ætt Þorsteinn var sonur Sigurðar, b. í Seljatungu í Flóa, bróður Ólafs, afa Hauks Valdimarssonar, læknis á Klaustri. Annar bróðir Sigurðar var Bjarni gullsmiður, afi Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðis- firði. Systir Sigurðar var Hallfríður, amma Guðmundar Sigurjónssonar stórmeistara. Sigurður var sonur Einars, b. í Holtahólum, bróður Magnúsar, föður Guðbrands, for- stjóra ÁTVR. Annar bróðir Einars var Jón, faðir Vilmundar landlækn- is, afa Þorsteins heimspekings, Vil- mundar ráðherra og Þorvalds pró- fessors Gylfasona og Kristínar fréttamanns og Ólafs framkvæmda- stjóra Þorsteinsbarna. Einar var sonur Sigurðar Bjarnasonar í Þykkvabæjarklaustri, Jónssonar, bróður Jóns, ættföður Hlíðarættar- innar. Móðir Sigurðar í Seljatungu var Guðrún, systir Auðbjargar, ömmu Rafns Eiríkssonar skóla- stjóra. Önnur systir Guðrúnar var Jóhanna, langamma Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar stórmeistara. Guð- rún var dóttir Eiríks í Flatey og á Djúpavogi Einarssonar, b. á Brunn- um, Eiríkssonar. Móðir Þorsteins húsasmiðs var Sigríður, systir Snæ- björns bóksala. Sigríður var dóttir Jóns, b. á Kalastöðum, Þorsteins- sonar. Guðrún er systir Gunnars í Bók- inni og Þorsteins skálds. Guðrún er dóttir Valdimars, b. í Teigi, Jóhann- essonar, b. í Syðrivík, Jóhannesson- ar. Móðir Guðrúnar var Guðfinna (Erla skáldkona) Þorsteinsdóttir, Eiríkssonar. Móðir Guðfinnu var Rannveig Sigfúsdóttir, b. á Skjögra- stöðum, Sigfússonar, b. í Langhús- um, Jónssonar, ættföður Melaætt- Trausti Þorsteinsson. arinnar, Þorsteinssonar. Móðir Sigfúsar Sigfússonar var Þorbjörg, talin dóttir Hallgríms, b. í Stóra- Sandfelli, Ásmundssonar, föður Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunn- arssonar skálds. Hallgrímur var faðir Helga, afa Benedikts Gíslason- ar frá Hofteigi. Hallgrímur var bróð- ir Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafssona. Afmæli 90 ára Alma Eggertsdóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. 75 ára Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. Húneraðheiman. 70ára Margrét Ámunda- dóttir, Minna-Núpi, Gnúpverja- hreppi. Eiginmaður Margrétarer Kristján Guð- mundsson. Guðbjörg Ámunda- dóttir, Mínna-Núpi, Gnúpverja- hreppi. Guðbjörg og Margréteru tvíburasystur. Þær eru að heiman á afmælisdag- inn. Vilhelmína K. Magnúsdóttir, yfirpóstafgreiðslumaður, Safamýri 13, Reykjat ík Eiginmaður hennarerGuð- mundurV. Guömundsson. Þauhjóninhaía opiðhúsá heimilisínuí dagfrákl. 17.00. Erla Bjarnadóttir, Aflagranda 40, Reykjavík. 60 ára_______________________ Sólveig Ást valdsdóttir, Háteigi21 C, Keflavík. Ðavíð Gunnarsson, Sólbrekku 16, Húsavík. 50 ára Guðmundur Breiðfiörð, Reynigrund 59, Kópavogi. Helga Ingvarsdóttir, Grundargötu 7, Grundarfirði. Bertha Þórarinsdóttir, Gnoðarvogi 38, Reykjavík. Jakob Kristinsson, Ránargötu 25, Akureyri. Þorsteinn Sigtryggsson, Hásteinsvegi 56 A, Vestmannaeyj- um. Kristín Kristjánsdóttir, Bakkahlíð 23, Akurevri. Sveinbjörg Steinþórsdóttir sjúkr- aliði, Engjaseli 13, Reykjavík. Maðurhennar erJörgen FrankMichel- sen. Sveinbjörgtek- urámótigest- um í Sóknar- salnum, Skip- holti50A,Iaug- ardaginn 18.3. frá kl. 15.00-18.00. Jóhann Sveinsson, Álfatúni7, Kópavogi. Ólafur Haraldsson, Blöndubakka 12, Reykjavík. Sigríður BirnaGuðjónsdóttir, Unnarbraut 7, Seltjarnarnesi. JónaBirna Harðardóttir, Háholti 12, Hafnarfirði. Pálfriður Björg Bjarnadóttir, Skagavegi 16, Skagaströnd. Guðný Þorbergsdóttir, Hólum II, Reykjadal, Reykdæla- f hreppi. SverrirÓmarGuðnason, Sílakvísl i. Reykjavík. Ásmundur Jónsson, Hagamel 27, Reykjavík. Andrés Ásmundsson, Eyrarholti 4, Hafnarfirði. Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Frostafold 85, Reykjavík. Maríanna Jónasdóttir, Reykási 19, Reykjavík. Sævar Rfkharðsson, Reynigrund 10, Akranesi. Rinda Rissakorn, Áshamri 25, Vestmannaeyjum. Ragnar Már Knútsson, Jaðarsbraut 21, Akranesi. Andlát Hreiðar Stefánsson Hreiðar Stefánsson, kennari og rit- höfundur, til heimilis að Austur- strönd 8, Seltjarnamesi, lést á Öldr- unardeild Landspítalans 10.3. sl. Hann verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju fimmtudaginn 16.3. kl 13.30. Starfsferill Hreiðar fæddist á Akureyri 3.6. 1918 og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi 1934, kennaraprófi frá KÍ1942, fór námsferðir til út- landa og sótti fjölda námskeiða hér álandi. Hreiðar ogk.h., Jenna, stofnsettu forskóla á Akureyri 1942, Hreiðars- skóla, sem þau starfræktu til 1963. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Hreiðar stundaði kennslu við Langholtsskóla til 1986 og síðan við Námsflokka Reykjavíkur til 1991. Hreiðar gegndi ýmsum trúnaðar- störfum á Akureyri og hér syðra. Hreiðar og Jenna eru í hópi þekkt- ustu barna- og unglingabókahöf- unda landsins. Bamabækur Hreið- ars: Blómin blíð, 1975; Mamma mín er lögga, 1977; Grösin í glugghúsinu, 1980; Tröllin í tilverunni, 1982. Bækur Hreiðars og Jennu: Skóg- arævintýri Kalla litla, 1944; Adda, 1946; Adda og litli bróðir, 1947; Adda lærir að synda, 1948; Sumar í sveit, 1948; Adda kemur heim, 1949; Adda í kaupavinnu, 1950; Adda í mennta- skóla, 1951; Adda trúlofast, 1952; Bjallan hringir, 1955; Snorri, 1956; Snjallir snáðar, 1958 (endurútg. 1976 undir heitinu Jón Elias); Litli lækn- issonurinn, 1960; Vaskir vinir, 1961; Bítlar eða bláklukkur, 1966; Það er leikur að lesa I-IV, 1966-69; Stelpur í stuttum pilsum, 1967; Stúlka með ljósa lokka, 1968; Óskasteinninn á tunglinu, 1969; Blómin í Bláflöllum, 1970; Og blómin anga, 1974. Hreiðar og Jenna fengu barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur er þeim var úthlutað í fyrsta sinn 1973 og viðurkenningu úr Rit- höfundasjóöi Ríkisútvarpsins 1974. Þá fékk Hreiðar barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1981. Fjölskylda Hreiðar kvæntist 2.5.1942 Jennu Jensdóttur, f. 24.8.1918, rithöfundi og kennara. Hún er dóttir Jens Guð- mundar Jónssonar, b. og kennara í Dýrafirði, og k.h., Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur húsmóöur. Synir Hreiðars og Jennu eru Ást- ráður Benedikt, f. 14.12.1942, læknir við Landspítalann í Reykjavík og dósent við HÍ, kvæntur Ástu Bryn- dísi Þorsteinsdóttur hjúkmnar- fræðingi og eiga þau þrjú börn, Am- ar, f. 17.2.1967, háskólanema, Ásdísi Jennu, f. 10.1.1970, háskólanema, og Þorstein Hreiðar, f. 19.9.1975 menntaskólanema; Stefán Jóhann, f. 28.7.1947, læknir ogforstöðumað- ur Greiningár- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, kvæntur Margréti Oddnýju Magnúsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn, Hrafnfhildi, f. 14.11. 1969, háskólanema, Magnús, f. 10.7. 1971, háskólanema og Jennu, f. 31.12. 1980, grunnskólanema. Hreiðar átti níu systkini og eru þrjár systur hans á lífi. Þær em Rósa Guðrún, húsmóðir í Reykja- vík; Hermína Stefanía, húsmóðir á Akureyri, og Sigurlína Gunnfríður, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Hreiðars voru Stefán Guðjónsson, f. 30.3.1894, verkamað- ur á Akureyri, og k.h., Benedikta Ásgeröur Sigvaldadóttir, f. 25.6. 1897, húsmóðir. Hreiðar Stefánsson. Ætt Stefán var sonur Guðjóns Man- ass-essonar, blaðasala á Akureyri, og konu hans, Rósu Kristjánsdóttur. Móðurforeldrar Hreiðars voru Sigvaldi Baidvinsson, b. á Rauðalæk á Þelamörk í Eyjafirði, og k.h., Guð- rún Hallgrímsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.