Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Viðskipti Tap Landsbankans á eignaleigunni Lind allt að einum milljarði: Leifar af hruni SÍS-veldisins - Lýsing hafnaði sameiningu þegar kaupleigusamningar Lindar voru sýndir Eignaleigan Lind var til húsa að Lágmúla 6 en starfsemin, sú litla sem eftir er, hefur nú verið flutt I höfuðstöðvar Landsbankans i Bankastræti. Landsbankinn afskrifaði 185 millj- ónir króna þegar rekstri eignaleig- unnar Lindar var hætt á síðasta ári og starfsemin sameinuð bankanum. Nú er aö koma í ljós að bankinn tap- aði mun hærri fjárhæðum vegna Lindar. Samkvæmt heimildum DV getur tapið numið allt að 1 milljarði króna, að teknu tilliti til allra kaup- leigusamninga sem Lind gerði og skuldbindinga frá gamla SÍS-veldinu. Lind var upphaflega að mestu í eigu SÍS en komst endanlega í hendur Landsbankans í árslok 1992 í skulda- skilum Sambandsins við bankann. Bankinn tók viö miklum skuldbind- ingum frá SÍS-veldinu og eru þær taldar meginskýringar á endalokum Lindar. Tíu starfsmenn Lindar misstu vinnuna á síðasta ári og þar á meðal framkvæmdastjórinn, Þórður Ingvi Guömundsson. Stjómarformaður Lindar er Halldór Guðbjarnason bankastjóri en með honum í stjórn eru Stefán Pétursson og Barði Árna- son aöstoöarbankastjórar. Hugmyndir um sameiningu Eftir að Lind komst alfarið í eigu Landsbankans komu fljótlega upp þær hugmyndir að sameina eignale- igurnar Lind og Lýsingu sem Lands- bankinn á 40% hlut í. Að auki eru Búnaðarbankinn, Sjóvá-Almennar og VÍS hluthafar í Lýsingu. Ekki reyndi alvarlega á þær hugmyndir fyrr en á síðasta ári. Þá varð stjóm- endum bankans Ijós alvarleg staða Lindar, samkvæmt heimildum DV, og reyndu allt hvaö þeir gátu til að bjarga rekstrinum. Þannig hefur DV heimildir fyrir því að Sverrir Her- mannsson bankastjóri hafi sett fram hugmyndir um að selja vinnuvélar í eigu Lindar úr landi. Aðrir eigendur Lýsingar voru í upphafi ekki frá- hverfir hugmyndum um sameiningu en þegar starfsmenn Lýsingar fengu að sjá þá leigusamninga sem Lind hafði gert var öllum sameiningar- hugmyndum hafnað endanlega. Þá mun „SÍS-armurinn“ á toppi Lands- bankans alla tíð hafa verið mótfall- inn sameiningu. Meðal þeirra voru Halldór Guðbjarnason og Þórður Ingvi. Afkoma verri en kom fram í ársskýrslum í ársskýrslu Lindar fyrir árið 1993 vakti það athygli að Þórður Yngvi sagði aö vegna uppsafnaðra útlána- vandamála frá fyrri árum og þáver- andi efnahagsástands yrði að gera ráð fyrir því að arðsemi eigin fjár yrði í lágmarki hjá Lind árið 1993 og 1994 þar sem fyrirsjáanlegt yrði aö megnið af brúttóhagnaði fyrirtækis- ins yrði lagt í afskriftasjóð útlána. Á þessum orðum mátti skilja að af- koma Lindar hefði verið enn verri en ársskýrslan gaf til kynna. Því ættu fregnir af enn meira tapi Lands- bankans vegna Lindar en haldið var í fyrstu ekki að koma á óvart. Árni Tómasson, endurskoðandi Landsbankans, sagði við DV að af- skriftir Landsbankans vegna Lindar væru með í reikningum bankans sem lagðir voru fram á nýlegum ársfundi hans. Að öðru leyti sagðist Árni ekki, getaö tjáð sig um málefni Lindar. Umdeild tækjaleiga Heimildarmenn DV, sem vel þekkja til á eignaleigumarkaðnum, telja að mörg mistök hafi átt sér stað í rekstri Lindar. Þannig hafi óhemju mikiö magn af tækjum verið keypt sem skilaði Lind ákaflega Utlu í aðra hönd. Sem dæmi eru tekin kaup á vinnuvélum frá Toyota-umboðinu P. Samúelssyni. í kringum það var stofnuö tækjaleiga sumarið 1993 í samvinnu við dótturfyrirtæki P. Samúelssonar, Kraftvélar hf. Þessi starfsemi þótti afar umdeild þar sem leigutaxtar voru langt undir því sem tíðkaðist á almennum markaði. Með- al þeirra sem settu fram harða gagn- rýni var Félag vinnuvélaeigenda. Þannig sáu menn sér hag í því að leigja vinnuvélar frá Lind. Greitt var fast verð fyrir leiguna, auk þess sem Lind borgaði allt viðhald. Ef leigt var í viku var greitt fyrir átta tíma á dag. DV veit dæmi þess að menn tóku tæki á leigu hjá Lind og keyrðu það 24 tíma á dag á vöktum. 58 milfjóna viðskipti Hlutabréfaviðskipti síðustu viku námu rúmum 55 milljónum króna og 3 milljónir bættust við sl. mánu- dag. Mest var keypt af bréfum Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, eða fyrir 20 milljónir króna á genginu 1,00. Á mánudag náði þing- vísitala hlutabréfa enn einu sögulega hámarkinu, nálgast núna 1100 stig og endaði í 1096 stigum. Viðskipti gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Næstmest var keypt af bréfum Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi, eða fyrir 5,4 milljónir. Þar á eftir koma kaup í Olíufélaginu fyrir 5,1 milljón, í Flugleiðum fyrir 4,4 milljónir, í íslandsbanka fyrir 4,2 milljónir og Síldarvinnslunni fyrir 3,5 milljónir. Mest hækkuðu hluta- bréf í Þormóði ramma milli vikna eða um 9%. Lítils háttar lækkun varð á gengi bréfa í Eimskip í síðustu viku og hjá Flugleiðum sl. mánudag. Hækkun í Brimarhöfn Tveir togarar seldu í Brimarhöfn í Þýskalandi í síðustu viku og hækk- aði meðalverð frá vikunni áður um 44%. Skagfirðingur SK seldi 211 tonn fyrir 23,4 milljónir króna og Breki VE seldi 216 tonn fyrir 27,5 milljónir. Meðalveröið var öllu betra hjá Breka. í gámasölu í Englandi seldust 277 tonn fyrir tæpar 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Aflamiðlun. Þótt meðalverð á þorski lækkaði milh vikna hækkuðu flestar aðrar tegundir í verði, grálúðan þó allra mest. Jen og dollar hafa hækkað í verði síðustu daga en pundið lækkaö. Þýska markið helst sem fyrr nokkuö stöðugt. Stöðugleiki ríkir jafnframt á ál- markaðinum um þessar mundir. Töl- ur um minnkandi birgðir gætu vald- ið verðhækkun á næstunni. Þingvísit. hlutabr. Þingvísit. húsbr. x>v Hrímgull stof n- arVisthús Hrímgull sf. hefur stofiiað bygg- ingarþjónustuna Visthús. Vist- hús mun teikna og reisa nýbygg- ingar samkvæmt fornri þekk- ingu. Ennfremur mun umhverfl verða skipulagt ásamt því að end- urnýja eldra húsnæði. Benedikt Kristjánsson byggingarmeistari mun hafa umsjón með starfsemi Visthúsa. EnnselurKÁ eignir Krisí'án Einaxsson, DV, Seifosst Stjórnendur Kaupfélags Árnes- inga tilkynntu nýlega um sölu á Laugardælalandi í Hraungerðis- hreppi og smiðjuhúsunum á Sel- fossi. Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur nú eignast Laugardæla- jörðina sem er 702 ha. að stærð og Landsbankinn og Rekstrarfé- lagið hf. eru eigendur að öllum smiðjuhúsum, 6800 m- að grunn- fleti. Skuldastaða KÁ var orðin mjög slæm, en með þessum aðgeröum og þeim sölum á eignum sem átt hafa sér stað undanfarið, telja KÁ-menn aö vörn sé snúið upp í sókn. Góðafkoma Borgeyjar 1994 Júlia Imsland, DV, Hö&i: Rekstur útgerðarfyrirtækisins Borgeyjar á Höfn i Hornafirði gekk vel á siðasta ári og fór ár- angur fram úr áætlunum. Heild- artekjur námu 1.353 milljónum króna en rekstrargjöld 1.147 milljónum. Reksturinn skilaði 206 milljónum upp i afskriftir og íjármagnskostnað eða 15,2% af veltu. Afskriftir námu 69 milljón- um og hagnaður án fiármagns- kostnaðar varð 138 milljónir. Fjármagnskostnaður nam 57 milfiónum og varð hagnaður af reglulegri starfsemi 81 milljón. Vinexpo 1995 i Bordeaux Sýningin Vinexpo 1995 verður haldin í Bordeaux í Frakklandi dagana 19. til 23. júní nk. Þetta er eina sýningjn sinnar tegundar, haldin annað hvert ár í hinu heimsfræga vinhéraði Bordeaux. Þarna gefst íslenskum áhuga- mönnum um vínmenningu kjörið tækifæri til að komast í samband við framleiðendur. Nánari upp- lýsingar fást hiá Versjunardeild franska sendiráösins í Reykjavik. Tölvuf orrit um íslensk frimerki Breska tölvufyrirtækið Phila- telic Software i Essex hefur gefið út forrit fyrir frímerkjasafnara sem safna frímerHjum ffá ís- landi, Færeyjum ogGrænlandi. Á forritinu eru m.a. upplýsingar um öll íslensk frímerki sem voru gefin út frá 1876 til 1994. Eigandi Philatelic er íslandsvinurinn dr. John Enoch sem safnað hefur ís- lenskum frímerkjum i 20 ár. Seðlabankinn hækkar vexti Seölabankinn hefur hækkað svokallaöa millibankavexti. Ávöxtun í endurhverfum ríkis- víxlaviöskiptum hækkaði um 0,4 prósentustig og forvextir reikn- ingskvóta hækkuðu um 0,9 pró- sentustig. Hækkunin er m.a. til komin vegna óróa á gjaldeyris- mörkuðum að undanfómu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.