Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 53 I>V Sögu- kvöld Kaffileikhús- ið í Hlaðvarp- anum mun í kvöld vera með fyrsta sögu- kvöldið og hefst skemmtunin kl. 20.30. Tilgang- urinn með sögukvöldum er að fá fólk til að koma saman og segja og hlýða á góðar sögur og rækta um leið þá sagnahefð sem býr með þessari þjóö. Sagnamenn fyrsta sögu- kvöldsins verða: Matthías Bjarnason alþingismaður, Einar Kárason rithöfundur, Kristjana Samper myndlistarkona, Einar Thoroddsen, læknir og vínfröm- Leikhús uður, Guörún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og Stein- unn Sigurðardóttir rithöfundur. Fólk þetta er af ólíkum toga og sögur þeirra sömuleiðis. Skemmtisögur að vestan, hrak- fallasögur rithöfunda og lækna, ljótar sögur, fallegar sögur, prakkarasögur, hjónasögur og bernskusögur. Meiningin er að hafa kvöldið óformlegt og verður það í raun spunnið af fmgrum fram. Sögu- og menn- ingarhátíð í kvöld verður haldinn almenn- ur fundur með íbúum gamla vest- urbæjarins í Tjaraarsal Ráðhúss Reykjavíkur til undirbunings sögu- og menningarhátíð. Páskaföndur Haridavmna ■ og páskafondur í Risinu kl. 13.00 í dag. Gengið á milli fjarða í miðvikudagskvöldgöngu sinni fer HGH í gönguferð frá Hafnar- húsinu kl. 20.00. Milanl í kvöld mun Friðrik Raíhs- son flytja fyrir- lestur um rit- höfundinn Milan Kundera í franska bóka- safninu. Vest- urgötu 2, kl. 20.30. Aðalfundur Styrktarfélags íslenska dans- flokksins verður i kvöld að Engjateigi 1 kl. 20.30. Áfallastreita í kvöld kl. 20.00 verður fræðslu- fundur fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp um áfallastreitu - sálræna skyndihjálp að Hótel Iind. Kvikmyndir og list í Norræna húsinu verður í dag kl. 17.00 sýnd finnska kvikmynd- in Toipilaan Omakuva og Qeiri myndir í dagskrá sem nefnist Kvikmyndir og list. ITC Korpa ITC-deildin Korpa heldur fund í kvöld kl. 20.00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar kl. 20.00. Lestrarörðugleikar í kvöld veröur fræðslufundur um lestrarörðugleika á vegum ís- lenska dyslexiufélaginu í Nor- ræna húsinu kl. 20.30. ITC Björkin Fundur í kvöld að Sigtúni 9 kl. 20.30. Ólafur Stephensen á Kringlukránni Kringlukráin hefur i nokkum tima haldiö uppi lifandi djasstónlist á mið- vikudagskvöldum og er engin breyting þar á. I kvöld leikur tríó Ólafs Stephen- sens á kránni en þaö er skipað þekkt- um tónlístarmönnum úr díassinum. Ólafur Stephensen leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Guð- mundur R. Einarsson á trommur. Fyrír síðustu jól kom út geislaplata með tx-íóinu sem fékk prýðilegar \1ð- tökur. Tríóið heldur sig að miklu leyti viö bí bobb tímabilið í djasssögunni ásamt þvi að slá á létta strengi og djassa þekkt íslensk dægurlög. Trió Ólafs Slephensens. Víða snjómokstur Á Snæfellsnesi er þungfært í Breiðuvík og ófært fyrir Jökul. í Dalasýslu er verið að moka Svínadal og einnig veginn fyrir Klofning. Brattabrekka er ófær. Á Vestfjörðum er ófært í Reykhólasveit en verið að opna veginn á milli Brjánslækjar, Færð á vegum Patreksfjarðar og Bíldudals og einnig á milh Þingeyrar og Flateyrar. A Norðurlandi er hafinn mokstur á miUi Hvammstanga og Skagafjarðar og einnig til Siglufjarðar og Akur- eyrar. Frá Akureyri er fært til Ólafs- fjarðar og einnig austur frá Akureyri í Kelduhverfi og verið er að moka þaðan með ströndinni allt til Vopna- fjarðar en hafinn mokstur á Mý- vatns- og Möðrudalsöræfum. 0 Hálka og snjór án fyrirstööö Lokað a CD Þungfært (g) Fært flallabílum Hún var 3610 grömm að þyngd og 53 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Unnur Rósmundsdóttir og Ottó Eðvarð Pálsson. Hún á tvö systkin, Rósmund Darra, 13 ára, og Guðrúnu Erlu, 10 ára, Fyrir miðri mynd er Bastian ásamt ófrýnilegum vini sinum. Sagan endalausa III Saga-bíó sýnir um þessar mundir Söguna endalausu III (The Neverending Story III) þar sem segir frá frekari ævintýrum Bastians í ævintýralandinu Fantasíu. Nú fara félagar hans í ferð með honum í mannheima. Þeir sem hafa séð fyrri myndirn- ar tvær verða ekki lengi að bera kennsl á þær furðurverur sem eru ferðafélagar Bastians. Sá sem Kvikmyndir leikur Bastian að þessu sinni heitir Jason James Richter en ungir kvikmyndahúsgestir muna örugglega eftir honum úr Free Willy þar sem hann lék aöalhlut- verkið. Leikstjóri myndarinnar er Pet- er MacDonald sem hefur jöfnum höndum verið leikstjóri og kvik- myndatökumaður. Meðal kvik- mynda sem hann hefur leikstýrt má nefna No Money og Rambo III. Þá var hann einn leikstjóra við Young Indiana Jones Chronicles. Meðal kvikmynda sem hann hefur stjórnað kvik- myndatöku á má nefna Super- man, Murder on the Orient Ex- press, Gorky Park, Yentl og Cab- aret. Nýjar myndir Háskólabíó: Enginn er fullkominn. Laugarásbíó: Inn um ógnardyr. Saga-bíó: Afhjúpun. Bíóhöllin: Gettu betur Stjörnubíó: Matur, drykkur, maður, kona. Bíóborgin: Uns sekt er sönnuð. Regnboginn: í beinni. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 66. 15. mars 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64.390 64,590 65,940 Pund 102,190 102,500 104,260 Kan. dollar 45,600 45,780 47,440 Dönsk kr. 11,3770 11,4220 11,3320- Norsk kr. 10,2290 10,2690 10,1730 Sænsk kr. 8,8990 8,9340 8,9490 Fi. mark 14,6960 14,7550 14,5400 Fra. franki 12,8430 12,8940 ' 12,7910 Belg. franki 2,2079 2,2167 2,1871 Sviss. franki 54,8600 55,0800 53,1300 Holl. gyllini 40,6200 40,7800 40,1600 Þýskt mark 45,6000 45,7400 45,0200 It. líra 0,03805 0,03825 0,03929 Aust. sch. 6,4740 6,5070 6,4020 Port. escudo 0,4322 0,4344 0,4339 Spá. peseti 0,4989 0,5014 0,5129 Jap. yen 0,71310 0,71530 0,68110 Irskt pund 101,580 102,080 103,950 SDR 98,65000 99,14000 98,52000 ECU 83,4300 83,7700 83,7300 Krossgátan Lárétt: 1 tíð, 7 ólærð, 8 handlagin, 9 gröf, 10 kvistir, 11 svívirða, 12 blotnir, 15 hug- urinn, 16 ódrukkinn. Lóðrétt: 1 bylgjan, 2 faldi, 3 dvöl, 4 kjök- ur, 5 þarmamir, 6 fornsaga, 8 ánægju, 13 gyöjuheiti, 14 pípur, 15 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 brokk, 6 ás, 8 ræfill, 9 ess, 11 poki, 12 keip, 13 fag, 14 glanni, 17 njóla, 19 ár, 20 bað, 21 ærði. Lóðrétt: 1 brekán, 2 ræ, 3 ofsi, 4 kippa, 5 klofnar, 6 álka, 7 seigir, 10 segja, 15 lóð, 16 náð, 18 læ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.