Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 32
52 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 Glerhúsið við Iðnó veldur deilum eina ferðina enn. Talar í öðrum sóknum „Sigrún Magnúsdóttir er nú eiginlega farin að tala í öðrum sóknum og ég mun ekki sam- þykkja það að þetta glerhús verði riflð.“ Guðmundur J. Guömundsson í Tím- anum. Verður hrunið algjört? „Afkoma sauðfjárbænda er að hrynja og það þarf að koma í veg fyrir að það hrun verði algjört." Ari Teitsson í Timanum. Læknar hinir verstu skúrkar „Það er ekki annað að heyra á heilbrigðisráðherrum Alþýöu- flokksins en að læknar séu hinir verstu skúrkar.“ Guðrun Helgadóttir í DV. Uirunæli Út í hött að fresta „Ég verð að fá haldgóða skýringu á því áður en ég kyngi þessu. Eg er mjög óhress með þetta og þetta er í raun út í hött.“ Þorbjörn Jensson í Timanum um frestun á úrsiitaleik. Skelfileg hugsun „Að tala um að færa veiöiheim- ildir frá einum til annars eftir geðþótta er í mínum huga alveg skelfllegur hugsunarháttur. Kristján Ragnarsson í Alþýðublaðinu. Kæra og aftur kæra „ÍS kærir Stjörnuna og Stjarnan svarar að bragði og kærir ÍS.“ Björn Guðbjörnsson, formaður Blak- sambandsins, i Timanum. Niðursoðinn matur er eitt al- gengasta form geymslumatar. Niðursoðinn matur Árið 1795 fann Frakkinn Nicol- as Appert upp snjalla aðferð til geymslu á matvælum. Aðferð hans fólst í að koma í veg fyrir að dauðhreinsaður matur kæm- ist í snertingu við loft, það er að búa um þær í loftþéttum umbúö- Blessuð veröldin um. Niðursuðudósir voru þó ekki til á þeirri tíð heldur ílát sem umlukt voru fimm korklögum. Appert fann einnig upp aðferð til að varðveita matvöru í stórum stíl. Niðursuðudós úr blikki Árið 1810 fékk Pierre Durand einkaleyfi á niöursuðudós úr málmi. Tveir Englendingar, Bry- an Donkin og John Hall, keyptu einkaleyfið fyrir 1000 pund og tengdu það uppfinningu Apperts. Á þann hátt kom niðursuðudós úr blikki fram á sjónarsviðið í verksmiðju í London 1822. Upp úr hádegi gengur í hæga austan- átt. Vaxandi suðaustanátt verður síð- degis á suðvestanverðu landinu og í Veðrið í dag kvöld verður komin allhvöss austan- átt með snjókomu við suðurströnd- ina. Norðaustan stormur vestan-, norðan- og norðaustanlands með snjókomu þegar líður á nóttina. Frost breytist lítið. Á höfuðborgar- svæðinu þykknar upp með vaxandi suðaustanátt þegar líður að hádegi. Suðaustan stinningskaldi og smá- vegis snjókoma þegar líður á daginn og í kvöld en austan- og norðaustan hvassviðri og él í nótt. Frost 3 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.27 Sólarupprás á morgun: 7.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.46 Árdegisflóð á morgun: 6.01 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma ~4 Akurnes léttskýjað -4 Bergsstaöir skýjað -5 Bolungarvík léttskýjað -10 Keíla víkurflugvöllur léttskýjað -5 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjað -5 Rauíarhöfn alskýjað -3 Reykjavík léttskýjað -7 Stórhöfdi heiðskírt -5 Helsinki alskýjað -2 Kaupmannahöfn alskýjaö -1 Stokkhólmur kornsnjór -1 Þórshöfn snjóél 1 Amsterdam léttskýjað 5 Berlín alskýjað -2 Feneyjar alskýjaö 4 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow snjóél á síð. klst. 1 Hamborg mistur -1 London skýjað 3 LosAngeles léttskýjaö 16 Lúxemborg rigning 3 Mallorca þokaí grennd 3 Montreal alskýjað 3 Nice skýjað 7 París léttskýjað 5 Róm skýjað 2 Vín léttskýjað -2 Washington heiðskirt 10 Winnipeg alskýjaö -5 Jón Baldvin Ámason, „yfirtrommari" KA-manna: Örmagna eftir suma leikina Gyifi Kristjánsaon, DV, Akureyrt „Þetta tekur á bæði andlega og likamlega og eftir suma erfiðustu leikina er ég alveg örmagna. Trommurnar eru slegnar og radd- böndin þanin allan timann sem leikirnir standa yfir. En þetta er skemmtilegt, sérstaklega þegar vel gengur eins og hjá okkur að und- Maður dagsius anfömu og þaö er fátt skemmti- legra en góöur og spennandi hand- boltaleikur,“ segir Jón Baldvin Árnason, „yfirtrommari“ stuðn- ingsmanna handknattleiksliðs KA sem mætir á alla leiki KA, jafnt á útivöllum sem í KA-húsinu. „Viö tókum okkur saman í haust 12 strákar og ákváðum að setja saman hóp til að stýra hvatning- unni í KA-húsinu, reyna aö rífa betur upp stemninguna. Svo fór auðvitað stærstur hluti hópsins í bikarúrslitaleikinn gegn Val og 1 úrslitakeppninni förum við á alla leiki KA fyrir sunnan,“ segir Jón Baldvin, en hann er enginn ný- Jón Baldvin Arnason. DV-mynd gk græðingur þegar trommusláttur er annars vegar og spilar m.a. á trommur í hljómsveitinni „Undir áhrifum'*. „Auðvitað er það dýrt að elta lið- ið svona í útileikina en KA hefur stutt við bakið á okkur flárhags- lega. Strákamir í liöinu kunna lika að meta það að hafa okkur til að stjórna hvatningunni og góður stuðningur hefur núkið að segja fyrir þá, - Við höfum lent í nokkrum erfið- leikum með að fá að fara með trommurnar inn í íþróttahúsin fyr- ir sunnan. Við lentum í vandræð- um í Garðabænum og svo aftur núna í Víkinni þegar oddaleikur- inn var við Víking. En málamiöl- unin varð sú aö við fengum að fara inn með eina trommu og Víking- amir fengu að vera með eina trommu." Jón Baldvin hefur ekki spilaö handbolta sjálfur, en hann var kominn á gott skrið í golfinu fyrir nokkrum áram og kominn með 8 í forgjöf. „Svo hætti ég, fór að elta stelpur og svoleiðis, en það er stefn- an að taka aftur upp þráðinn í golf- inu." Sem stendur er Jón Baldvin at- vinnulaus. Haim hóf nám við málmiðnaðarbraut í Verkmennta- skólanum en áhuginn dofnaði vegna atvinnuástandsins í grein- inni. „Ætli niðurstaðan verði samt ekki sú að ég reyni að klára þetta nám,“ segir „yfirtrommarinn". Myndgátan Afturelding Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Oddaleikur Fram ogVíkings Nú er það ljóst að KA og Valur leika til úrslita í 1. deild karla í handbolta og fer fyrsta viðureign- in fram um næstu helgi, í 1. deild kvenna í handboltanum er enn ekki ljóst hvort það verður Vík- jngur eða Fram sem leikur gegn Stjörnunni til úrslita um íslands- meistaratitilinn. Úr þvi fæst skor- íþróttir ið i kvöld þegar stúlkurnar leika oddaieikinn en bæði liðin hafa unnið einu sinni. Leikurinn fer fram á heimavelli Fram í Fram- húsinu og má búast við spenn- andi viðureign. í kvöld verður einnig leikið í úrslitakeppiúnni í 2. deild og þá má geta þess að knattspyrnulið Akraness er statt á Möltu þar sern það tekur þátt í æfingamóti. Það leikur viö Start í dag. Skák Karpov er ekki alls vamaö, eins og meðfylgjandi staöa frá Linares-mótinu ber með sér. Hann hefur hvítt og á leik gegn Khalifman. Staðan sýnir raunar hversu miklu skiptir að huga vel að stað- setningu mannanna. Karpov hefur fóm- að peði til þess að virkja menn sína en þeir svörtu standa álappalega á a-lín- unni. Kemur þú auga á sigurleiðina? 8 7 6 5 4 3 2 1 38. He3!! Hótar 39. Hf3 og fórna á f6. Svartur á enga vöm. 38. - Hal 39. Hf3 Hel 40. HxfB! KxfB 41. Df3 +! Einfaldast. Eftir 41. - Kg7 (eða 41. - Ke5 42. Df4 mát) 42. Hxf7+ Hxf7 43. Dxf7+ Kh6 44. Df8 + Kh7 45. Bg8 + Kh8 46. BÍ7 + em tveir leik- ir í mát. Jón L. Árnason i A £ A # m i Ji A x Jl A & f 9 a já* ABCDEFGH Bridge David Berkowitz og Larry Colien vom meðal keppenda á stórmótinu í tvímenn- ingi í síðasta mánuði, en þeir eru í aðal- hlutverkinu í spili dagsins. Það kom fyrir í keppni vestanhafs og þeir félagamir „villtust" alla leið upp í 3 grönd, þegar 1 grand virtist vera mun eðlilegri samning- ur á spilin. Sagnir gengu þannig, AV á hættu og norður gjafari: ♦ K1076 ¥ 9863 ♦ Á6 + 1098 ♦ G9854 V KG10 ♦ K92 + Á5 ♦ -- * 7542 ♦ G1043 + DG743 * ÁD32 V ÁD ♦ D875 + K62 Norður Austur Suöur Vestur Pass Pass 1+ 14 Dobl Pass 1 G Pass 3 G p/h Þeir Berkowitz og Cohen spila sterkt laufakerfi og dobl norðurs á spaðasögn vesturs lofaöi 5-8 punktum. Eins granda sögn suðurs lofaði þá jafnskiptri hendi með 17-18 punkta og Cohen í norður lét þá vaða í úttekt. Fljótt á litið virðast ekki nema 7 slagir sjáanlegir, 4 á spaða og einn á hvem hinna litanna, en Berkowitz var ekki á því að gefast upp. Vestur hitti á spaða út, sem var vörninni að skaðlausu og Berkowitz átti slaginn í blindum á sexuna. Hann spilaði næst lauftíunni, austur setti lítið spil og vestur varð að drepa á ásinn. Enn kom spaði sem var tekinn á tiuna í blindum og hjarta svín- að. Vestur átti slaginn á kónginn og hefði gert best í því að spila spaða þriöja sinni. En hann spilaði hjartagosa til baka og það var nóg fyrir Berkowitz. Hann drap á ásinn, tók laufkónginn, tvo spaðaslagi og spilaði síðan hjartaníu úr blindum. Vestur fékk slagjnn, gat tekið spaðaslag en varð síðan að spila frá tígulkóngnum og gefa níunda slaginn. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.