Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 9 i> v Stuttar fréttir Portúgalarrótegir Portúgalar ætla ekki aö gera flskveiðideilu ESB við Kanada aö tvihliða deilu. Loka herstöðvum Þjóðverjar ætla að loka nítján herstöðvum og fækka starfsfólki á 28 til viðbótar. Chirac með yfirburði Jacques Chirac, borgar- stjóri I’arísar, hefur tíu pró- sentustiga for- skot á Edouard Balladur for- sætisráðherra fyrir forseta- kosningarnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Níuiétust Níu franskir friðargæsluliðar fórust í bílslysi nærri Sarajevo í gær. Á heimleið Fjögur hundruð breskir her- menn eru aö tygja sig til heim- feröar frá Norður-írlandi. - Tvísýnthjá Dini ítalska þingið greiðir atkvæði um fjárlög Dinis forsætisráö- herra í dag og er tvísýnt um úr- sht. Burtfráþorpum Mexiókóstjórn ætlar aö draga hermenn burt úr þorpum á slóð- um uppreisnarmanna i suöri til að stuðla aö viöræðum. Dúdajev vígreif ur Dúdajev, leiö- togi uppreisn- armanna i Tsjetsjeníu, hótaði í viðtali sem birtist í gær aö gera árásir á rúss- neskar borgir en rússnesk yflrvöld sögðu hann vera aö plata einu sinni enn. Aftökur í Sádi-Arabíu Þrír hafa veriö teknir af líÐ í Sádi-Arabíu fyrir morö og brugg. Múslímarteknir Franska lögreglan handtók fjórtán menn sem grunaðir eru um aö vera herskáir alsírskir bókstafstrúarmenn. Krefstfangelsunar Saksóknari í Frakklandi hefur krafist fangelsisvistar yfir for- manni sósíalistaflokksins. Vændiútlægt Sænsk nefnd hefur lagt til að vændi verði gert útlægt. Castro ánægður Fidel Castro Kúbuleiötogi er ánægöur með þær konung- legu viðtökur sem hann hefur fengið I fyrstu opinberu heim- sókn sinni til Frakklands en þar eru ekki allir á einu máli um ágæti heimsókn- arinnar. Christopher kátur Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kátur með að hafa taliö ísraela og Sýrlendinga á að ræða saman. VerkfaN Verkföll opinberra starfs- manna í Finnlandi eru aðalum- ræðuefni fyrir kosningarnar á SUnnudag. Reuter Útlönd Þekktir mafíubófar drepnir á Sikiley 1 gærkvöldi: Myrtir í fyrirsát við heimili sitt Feðgar úr alræmdri glæpafjöl- skyldu á Sikiley voru vegnir úr launsátri í gærkvöldi þegar þeir óku að heimili sínu í bænum Villabate, skammt frá héraöshöfuðborginni Palermo. Þá hafa ellefu veriö myrtir frá því sikileyska mafían hóf víga- ferli sín að nýju fyrir tæpum þremur vikum. Byssumenn létu kúlnahríðina dynja á bíl þeirra Giuseppes Di Per- is, 46 ára, og 23 ára sonar hans, Sal- vatores. Ódæöismennirnir komust undan á flótta. Eiginkona Di Peris ók bíl bónda síns, með þeim feögum sundurskotnum, á sjúkrahús í ör- væntingarfullri tilraun til að bjarga lífi þeirra. Tcdiö er að feðgarnir hafi verið myrtir í hefndarskyni fyrir mann úr óvinafjölskyldu þeirra sem var drep- inn 2. mars. Giuseppe Di Peri var sonur Gio- vannis Di Peris mafíuættarhöfðingja sem var myrtur árið 1981. Á þeim tíma var fjölskyldan í slagtogi með hópum sem lutu stjóm æðsta mafíu- foringjans, Salvatores „Totos“ Riin- as, sem nú dúsir í ítölsku fangeísi. Enn einn meðlimur Di Peri-fjöl- skyldunnar, Sarafino, varð fyrir einni af fyrstu bílsprengjunum á Sik- iley áriö 1963. Hann slapp lifandi frá henni en saklaus vegfarandi týndi lífinu. Meö moröunum í gærkvöldi er tala myrtra komin upp í ellefu frá því vígaferli mafíunnar hófust aö nýju eftir um tveggja ára rólegheitatíma- bil. Að minnsta kosti tvö fórnarlamb- anna ellefu hafa verið ættingjar upp- ljóstrara sem hafa átt samvinnu viö rannsóknardómara. Lögreglan segir aö tilgangur nýja mafiustríðsins sé aö styrkja vald ættanna i kjölfar handtöku Riinas fyrir tveimur árum og að þagga niður í hugsanlegum uppljóstrurum. Allir hinir myrtu að undanfórnu hafa verið drepnir í kúlnaregni, fremur en með hinni hefðbundnu aðferö ættastríða mafíunnar, „lup- ara bianca" eða hinni hvítu hagla- byssu. Þegar þeirri aðferö er beitt hverfur fólk sporlaust og er þá talið næsta víst aö mafían hafi drepið það. Reuter Fyrsta norska strútseggið íheiminn Gísli Knstjánsson, DV, Ósió: Fyrsta norska strútseggið er komið í heiminn en einn af fugl- um Noregsstrúta hf. í Þrændalög- um varö léttari i vikunni. Eggiö er um eitt kíló að þýngd, alveg heilt og óbrotið. Bændur í Þrændalögum brydd- uðu upp á þeirri nýjung í vetur að flytja inn 44 strúta. Hyggjast þeir nýta fjaðrir þeirra og egg. Strútarnir hafa dafnaö vel þrátt fyrir vetrarkulda. Reiknaö er með aö fyrstu fjaðrirnar fáist af strútunum í sumar. Guðrún Haraldsdóttir læknamiðili lætur langþráðan draum sinn rætast eftir átján ára starf með því að opna í þessari viku aðstöðu að Njálsgötu 26. Guðrún hefur áhuga á að fá með sér samstarfsaðila sem starfar af sömu hugsjón, að starfa ekki gegn föstu gjaldi heldur af frjáls- um framlögum. Með þessari nýju aðstöðu getur Guðrún læknamiðill boðið upp á aðstöðu fyrir fámenna hópa á kvöldin og um helgar. Guðrún mun þakklát þiggja frjáls framlög til að fullgera húsnæðið. Hún hefur lagt þessa vinnu á sig til að lifa eftir eigin hugsjón og sannfæringu. Þeir sem vilja geta lagt frjáls framlög inn á reikn. 1121-26-233 í Sparisj. Hafnarfjarðar, útibú, Garðatorgi 1, Garðabæ. Símatimi hjá Guðrúnu læknamiðli er kl. 10-12 og kl. 17-19 í sima 62 30 29. Þeir sem tilnefndir eru til óskarsverðlauna í ár hittust í málsverði banda- risku kvikmyndaakademiunnar i gær. Á myndinni eru John Travolta, til- nefndur fyrir aðalhlutverk i myndinni „Pulp fiction" og Tom Hanks, tilefndur fyrir aðalhlutverk i „Forrest Gump“, ásamt eiginkonum sínum. Símamynd Reuter Óeiröir breiðast út í Tyrklandi: Blóðug átök við lögreglu Bylgja mótmæla og blóöugra átaka í Tyrklandi náöi til höfuðborgarinn- ar Ankara og nokkurra borga í vest- urhluta Tyrklands í gær, eftir tveggja daga mannskæð átök í Istanbul þar sem ailt að 20 manns létust, hundruð særðust og um 100 voru handteknir. Lögregla beitti í gær kylfum, spraut- aði vatni og sigaði hundum á mót- mælagöngu í Ankara sem stefndi á þinghúsið. Mótmælendur, vopnaðir bareflum og grjóti, reyndu að brjóta vegatálma lögreglunnar á bak aftur og þá sauð upp úr. Bílsprengja sprakk í Istanbul í gær og drap eina konu en dagurinn var tiltölulega rólegur eftir blóöug átök sem hófust á sunnudag í Gazi, hverfi í Istanbul þar sem alawite-múslímar búa, en þeir eru minnihlutahópur í Tyrklandi. Átökin hófust eftir að skothríð var beint að kaffihúsum þar sem einn maður lést. Skotmennirnir í Ankara stoppuðu einnig leigubíl og drápu bílstjórann. í kjölfarið sauð upp úr með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi manns hunsaöi útgöngu- bann í Istanbul í gærkvöldi en ekki kom til verulegra átaka. Samninga- viöræður lögreglu og alawite-mús- líma, sem enn eru í viðbragðsstöðu í götuvígjum, báru ekki árangur i gær. Alawite-múslímar eru um þriðj- ungur tyrknesku þjóðarinnar. Þeir eru andsnúnir þeirri heittrúarstefnu sem riðið hefur yfír landið undanfar- in misseri og segja sér vera mismun- aö af meirihluta sunni-múslíma. Stjómmálaskýrendur og leiötogar alawite-múslíma segja átök síðustu daga bera megnri óánægju vitni og að fólk hafi misst trúna á núverandi stjórnvöld undir forystu Tansu Ciller forsætisráðherra. Frá menntamálaráðuneytinu Laus er til umsóknar staða rektors við Mennta- skólann í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1995. Menntamálaráðuneytið 13. mars 1995 VIÐ VITUM HVAÐ unolinqarnir viua Verðdæmí: Skrifborðsstóll nr. 15 kr. 9.740,- án arma kr. 15.190,- með örmum Míkið úrval af fermingarhúsgögnum gb flúsgagnahölltn BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 5871199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.