Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 2
T MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 Fréttir heimild „Við héldum alar Ijölmennan furid þar sem mættu rafiðnaðar- menn hjá ríkisstofnunum. Þar voru menn sammála samninga- neíhd í því að það sem ríkið bauð í síðustu viku í kjarasamningum sé óásættanlegt. Stjórn og trúnaö- armannaráði var veitt heimild til verkfallsboðunar," sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, við DV. Þaö sem í milli ber í deilu raf- iðnaðarmanna hjá ríkinu og viö- semjendum þeirra er túlkun á þeim kjarasamningi sem gerður var á hinum almenna vinnu- markaði á dögunum. Rafiðnaðar- menn telja að túlkun ríkisins á samningnum rýri harrn. Þess má geta að komí til verk- falls rafiðnaöarmanna gæti svo farið að ekkert kosningasjónvarp yrði að loknum alþingiskosning- um, hvorki hjá ríkissjónvarpinu né Stöð 2 en þar er líka ósamið við raflðnaðarmenn. milljónir Hagnaður Olíufélagsins á síð- asta ári nam 240 milljónum króna sem er 42 milljóna bati frá árinu 1993. Félagiö jók markaöshlut- deild sína um 0,6 prósentustig frá 1993 og nemur hún 44,8%. Rekstrartekjur Olíufélagsíns og dótturfélaga voru 8,3 milljarðar á síðasta ári, 131 raibjón minni en áriö 1993. Rekstrargjöld voru rúmir 8 milljarðar. Eigið fé Olíu- félagsins var 3,5 milljai'öar í árs- lok 1994 og arðsemi eigmfjár 7,2%. Rætt um að stækka Jámblendiverksmiðjuna á Grundartanga: Hagnaðurinn 280 milHónir Hagnaður íslenska járnblendifé- lagsins hf., sem rekur járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga, var 280 milljónir króna í fyrra. Mikil umskipti hafa orðið í rekstri fyrir- tækisins síöustu tvö árin en árið 1992 var nálægt 600 milljóna króna tap á verksmiöjunni og var rætt um að loka henni þar sem illa gekk að út- vega nýtt hlutafé. Astæða betri afkomu nú er hækk- andi verö á kísiljámi í heiminum en einnig virðast aöhaldsaðgerðir í rekstri vera farnar að skila árangri. Reksturinn gekk þó ekki áfallalaust á síðasta ári þvi loka varð öðrum ofni verksmiðjunnar í tvo mánuði vegna bilana. Við það minnkaði velt- an um 250 milljónir. Tjón fyrirtækis- ins þegar oliuleki varð frá kýpverska flutningaskipinu Carvik í höfninni á 280 4EC3M Grundartanga var einnig nokkuð. Aöalfundur félagsins verður hald- inn í dag. Síðustu ár hefur verið leit- að leiða til að styrkja rekstur verk- smiðjunnar. Athugun hefur farið fram á því hvort hagkvæmt væri að hefja magnesíumvinnslu í verk- smiðjunni, meðal annars var gerð markaðskönnun í Noregi. Sam- kvæmt heimildum DV er niðurstaða þeirrar athugunar jákvæö og líkur eru á að af verði. Magnesíumvinnsla er orkufrek en ekki liggur fyrir nú hversu mörg störf myndu skapast við hana. Eins og kunnugt er hefur einnig verið rætt um að sinkverksmiðja gæti risið á Grundartanga én það mál tengist ekki íslenska járnblendi- félaginu beint. -Ari Vopnafjörður: Húsin á kaf Ari HaUgrímsson, DV, Vopnafirði; Gríðarlegum snjó hefur kyngt nið- ur hér í Vopnfirði í vetur, þeim mesta síðan 1983 sem var mikið snjóaár. Óvenjulegt við snjóinn er hve hann er jafnfallinn og skaflamyndun minni en venjulega. Fyrir vikið þarf að moka miklu meira því hvergi rífur af. Bylur hefur verið síðan 16. mars og bráðófært um alit. Á sunnudag hvessti hressilegan og kæfði þá mjög yfir þorpið með þeim afleiðingum að hús á Lónabrautinni fóru á kaf. Björgunarsveitin Vopni var ræst út til að moka ofan af húsunum og tók það drjúga stund. Björgunarmenn við snjómokstur á þaki húss við Lónabraut. DV-mynd Ari Vestfl aröanefndin lánar 91 milljón til Bolungarvikur: Sameining útgerða Bakka og Ósvarar er skilyrði Vestfjarðanefndin samþykkti á fundi sínum í gær að Ósvör í Bolung- arvík fengi víkjandi lán að upphæð 91 milljón króna. Lánið er h^ Þeim skilyrðum að Bakki hf. í Hnífsdal færi útgerðarþátt sinn til Bolungar- víkur og vinnsla fari fram þar. Þá eru sett þau skilyrði að fyrir- tækið kaupi hús og starfsemi Þuríðar hf. í Bolungarvík og að hlutafé fyrir- tækisins verði aukið um 150 milljón- ir króna. Loks er skilyrt að samning- ar takist við lánardrottna um skuld- breytingar og að þeim hluthöfum í Ósvör sem óska eftir því að selja sinn hlut verði gert kleift að selja á sömu kjörum og Bolungarvíkurkaupstað- ur seldi sinn hlut 1 fyrirtækinu. „Það er búið að vinna gífurlega vinnu í málefnum Bolungarvíkur og Hnífsdals. Það þurfa nú allir aö leggja sitt að mörkum til að þetta verði að veruleika. Það á við um lán- ardrottna, eigendur og viðskiptaað- ila. Ég tel ástæðu til aö setla að niður- staðan verði jákvæö og Vestfjarða- nefndin hefur lagt sitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Eyjólfur Sveinsson, formaður Vestfjarða- nefndarinnar. Sameining Ósvarar, Þuríöar, Græðis og útgerðarþáttar Bakka þýðir að þar með er komið á koppinn það fyrirtæki sem er með mestar veiðiheimildir á Vestflörðum eða um 5 þúsund þorskígildistonn. Velta hjá fyrirtækinu gæti orðið á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna á ári. Nú er eftir að ráðstafa milli 60 og 70 milljónum króna af þeim 300 millj- ónum sem Vestfjarðanefndin hafði til ráðstöfunar. Enn er ekki ljóst hvemig sameiningum verður háttað á sunnanverðum Vestflörðum. Fyrir liggur umsókn frá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar og Háanesi á Patreks- firði annars vegar og Odda hf. og útgerðarfélagi Patreksfjarðar hins vegar. Nefndin hefur enn ekki tekiö afstöðu til þeirra mnsókna. „Við erum einmitt í þessu að klára þá upphæö sem átti að duga okkur til snjómoksturs allt þetta ár,“ sagði Hálfdán Krisfjánsson, bæjarsfjóri á Ólafsfirði, þegar DV ræddi við haim í gær. Hálfdán segir að nú þegar mik- ill snjómokstur sé greinilega fram undan sé búið að moka fyr- ir 6,5 milljónir í bænum frá ára- mótum en það er sú upphæð sem átti að nægja til mokstursins allt áriö, Þar fyrir utan hefur veriö mjög mikill mokstur viö aðalgöt- una í bænum sem liggur í gegn- um hann en kostnaður við mokst- ur þeirrar götu er greiddur af Vegagerðinni. Stuttar fréttir Vilja sækja um ESB-aðiid Helmingur þjóðarinnar vili sækja um aðiid að Evrópusam- bandinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir Alþýöublaðið. Norræn ritgerðasamkeppm hófst í gær um kynþáttafordóma, útiendingahræðslu og truar- bragðamismunun. Bömum og unglingum undir 20 ára er heimil þátttaka og má ritgerðin vera allt að 140 vélritaðar línur. ÆSÍ er framkvæmdaaðili keppninnar. Könnun á vegum utanríkis- og viðskiptaráðuneyta bendir til að munur á búvöraverði á íslandi og í ESB-löndum sé minni en Hagfræðistofnun Háskólans ger- ir ráð fyrir. RÚV greindi frá. Snorri Olsen, yfirlögfræðingur fiármálaráðuneytisins, hefur verið settur ríkisskattsfiórí til tveggja ára frá og með 1. maí. Garðar Valdimarsson rikisskatt- sfióri mun á þessum tíma stýra nefnd sem á aö semja við önnur ríki um tvísköttunarmál. Æðstu embættismönnum borg- arinnar verður fækkað úr 5 í 3 samkvæmt tillögum um stjóra- sýslubreytingar sem kynntar voru í borgarráöi í gær. RÚV greindi frá þessu. Fc ur ac ingar taki langan tíma og spanni vítt svið. RÚV greindi frá. Styrkir í sagnfræði f vikunni var úthlutað úr Sagn- fræðisjóði Björns Þorsteinssonar. Styrki hlutu Eggert Þór Bem- harðsson og Sverrir Jakobsson, 150 þúsund krónur hvor. Hagnaöur f,-> Alþýöubankans á síðasta ári var 181 milljón samanborið við 259 milljóna króna tap á árinu áöur. Forfcönnunáskóla Ríkissfiórnin ákvað i gær að láta gera forkönnun á því hvort rétt sé að sefia á stofn sjávarút- vegsháskóla hérlendis í tengslum við Háskóla Sameinuöu þjóðanna íTokyo. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.