Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 3 dv________________________________________________________________Fréttir Um tuttugu manns leita árlega aðstoðar vegna spilafíknar: Spilaf íklum á eftir að fjölga gíf urlega næstu ár - segir Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á Vífilsstaðaspítala „Ef mið er tekið af faraldsfræðilegum rannsóknum," segir Óttar Guðmunds- son, „má búast við að allt að eitt prósent landsmanna yfir sextán ára aldri verði spilafíklar." Er hér um á annað þúsund manns að ræða. Um fimmtán til tuttugu manns frá sautján ára aldri leita árlega aðstoð- ar áfengisdeildar á Vífilsstöðum vegna spilafíknar. Að sögn Óttars Guðmundssonar, yfirlæknis deildar- innar, á ástandið eftir að versna mjög á komandi árum. „Ef mið er tekið af faraldsfræðilegum rannsóknum," segir hann „má búast við að allt að eitt prósent landsmanna yfir sextán ára aldri verði spilafíklar." Er hér um á annað þúsund manns að ræða. Sjúkdómur, stjórnleysi og þráhyggja „Þetta er náttúrlega sjúkdómur, stjórnleysi og þráhyggja sem ein- kennist af því að þessir einstaklingar hafa enga stjóm á þessari fíkn sinni í spilakassa. Félagslegu aíieiðingam- ar stjórnast náttúrlega fyrst og fremst af því hve löngum tíma og hve miklum peningum fólk eyðir í þetta. Þeir sem eru virkilega forfallnir fara meö hundruð þúsunda króna í þetta.. Það þýðir að þetta fer með allt þeirra líf og þeir tapa bæði fjölskyldum og eignum,“ segir Óttar. Hann segir að meðferðin felist fyrst og fremst í því að taka á stjómleysinu og fá sjúklinginn til að bera ábyrgð á þvi. í raun sé farið eftir sömu gmndvallarreglum og með aðrar fíknir. Um sé aö ræða hópmeðferð, fyrirlestrarmeðferð og svo er starf- andi ein GA-deild eða „gamblers an- anomous-deild“ sem er rekin eins og AA-deild. „Hún er fyrir þá spilafíkla sem em í meðferð en svo kemur mjög oft í ljós að spilafíkn er hliðarfíkn hjá alkóhólistum, það er að þeir eru bæði í alkóhóli eða einhveiju öðru stjórnleysi. Þá þarf að taka á spila- fíkninni á sama tíma til að koma í veg fyrir að sá sem hættir að drekka detti í hina fíknina. Það er mjög al- gengt að menn skipti um fíknir.“ Tölvuspilakynslóðin Tveir starfsmenn áfengisdeildar- innar fara til Bandaríkjanna um helgina til að kynna sér hvaö er að gerast í meðferö spilafíkla þai’ og kosta íslenskir söfnunarkassar, sem sjá um rekstur spilakassa Rauða krossins, hjálparsveitanna og SÁÁ, fór starfsmannanna. Óttar segir að íslendingar standi sig ágætlega í samanburði við aðrar þjóðir en vandinn sé vaxandi hér á landi. Fjár- hættuspil séu hefð í öðrum löndum en þau séu nýlega til komin hér á landi og tengist hvort tveggja spila- kössum íslenskra söfnunarkassa og Happdrættis háskólans. „Við erum kannski fyrst núna að sjá afleiðingamar af þessum kössum og þá er það ágætt að við höfum bmgðist strax við. Það er kannski tímaspursmál aö vandamálið verði jafn rótgróið hér og erlendis, ef mið er tekið af því að kassamir eiga eftir að festa sig í sessi hérlendis." Óttar hefur einnig áhyggjur af þeirri kynslóð sem nú elst upp við tölvuleiki. Hann segist ekki efast um að þessi kynslóð sé mun spenntari fyrir fjárhættuspilum heldur en sú kynslóð sem hann tilheyrir og ólst upp við aðra leiki og ekki er jafn ginnkeypt fyrir svona vélrænni fíkn. „Þannig að ég held að það skipti mjög miklu máli að foreldrar verði mjög vakandi fyrir því þegar krakkar em famir að stunda þessa tölvuleiki og spilakassa úr hófi fram því það er ákveðið samband þama á miUi.“ Jákvæð viðbrögð - Er þetta ekki nokkur tvískinn- ungur að um leið og þessi félög eru að afla fjár til góðs máJefnis þá kosta þau fór tveggja manna til að hlúa að fómarlömbum sínum? „Mér fmnst það ipjög jákvætt að þeir taki á vandamálinu á þennan máta. Þeir átta sig þó á að þessi pen- ingur, sem þeir afla, hefur ákveðna bakhlið. Menn tóku ákvörðun um aö reka kassana vegna mikils fíárhags- legs ávinnings af þeim, þó svo að það kosti þetta í mannlegum sársauka og vandamálum." - Em þetta þá líknarstofnanir enn- þá? „Ég vil ekki fordæma þessar stofn- anir þannig. Ég lít þetta auðvitað al- varlegum augum. Þetta var pólitísk ákvörðun að gefa leyfi fyrir rekstri spilakassanna og þeir afla þessum félögum gífurlegra fjármuna sem er varið til góðgerðarmála. Þá finnst mér mjög jákvætt að menn séu reiðu- búnir að veija hluta þessa fjár til að mennta fólk til að fást við fóm- arlömbin, neikvæða afleiðingu starf- seminnar." -pp Ein vinsælasta jasshljómsveit Danmerkur, Fessors Big City Band, spilar í Súlnasal 24. mars, frá kl. 22:00 til 2:00. Hljómsveitin spilar jass þar sem heyra má áhrif frá New Orleans-, dixíland-, gospel-, blús-, soul- og svíngtónlist svo eitthvað sé nefnt. Sleppið ekki einstæðu tækifæri, upplifið magnaða sveiflu með Fessors Big City Battd á Hótel Sögu! Miðaverð 1.000 kr. -þín sagaf Alveg Einstök Gæði sem ekki verður endurtekið! Aðeins þessí eina sending. Vferð stgr. 82.900, Umboðsmenn um land allt. tEG AEG Þvottavél Lavamat 6251 Vinduhraöi 1000 og 700 snúningar á mín.Ullarvagga. UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun. Orkunofkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomafik vinding. Verb nú 89.140,- Stabgr. kr. 82.900,- Venjulegt verb á sambærilegri vél er a.m.k. 12.000,- kr. hærra. B r~æ"1d u r n Tr =)] ORMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820 :G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.