Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 24
60 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 nn Norðmenn vilja beita sömu að- ferðum og íslendingar. Sömu aðferðir og í þorska- stríðunum „Við verðum að viðhafa sömu aðferðir gegn íslendingum og þeir notuðu gegn Bretum í þorska- stríðunum.“ Oddmund Bye, formaöur Norges fisk- arlag í DV. Undanþágur frystar „Það er öll undanþágubeiðni í frystingu." Gunnlaugur Ástgeirsson kennari í DV. Nemendur allir á sjónum „Það tekur viku að ná hópnum saman eftir að verkfallið leysist." Friörik Asmundsson, skólastjóri - Stýrimannaskólans i Eyjum, i DV. Ummæli Vantaði frekjuna „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um, okkur vantaði alla græðgi, frekju og grimmd." Guðriður Guöjónsdóttir þjálfari í Morgunblaðinu. Skipta verður um ráðherra „Við skulum vona að með svona nýrri og kraftmikilli forystu fljúgi þetta í gegn á næsta þingi. En ég held aö þá þuríi að skipta um sjávarútvegsráðherra og ekki dugar að fá þann sem var á und- an.“ Matthias Bjarnason í Alþýðublaðinu. Æfði á bílastæði „Ég man eftir að fyrsta árið æfði ég á bílastæði í Laugardalnum." Einar Sigurgeirsson tenniskappi i Morgunblaðinu. Rafknúnar lestir geta farið með allt að 300 kílómetra hraða. Rafknúnar lestir Siemens og Halske í Þýskalandi smíðuðu fyrstu rafknúnu lestina 1879. Eftir 1890 var farið að nota rafknúnar lestir á litlum iðnaöar- jámbrautum og stuttum almenn- ingsbrautum með mjög mikilli umferð. Árið 1902 hafði tekist að ná 200 kílómetra hraða á klukku- Blessuð veröldin •> stund á rafknúinni braut milh Berlínar og Zossen. Á lengri jám- brautarleiðum var fariö að nota rafknúnar lestir um 1920. Hraðlestir Víða era notaðar lestir sem aka með 200 kílómetra hraða á klukkustund. í Japan er hraðinn 250 km á braut sem lögð var á sjöunda áratug þessarar aldar. Franska hraðlestin TGV nær 270 kílómetra hraöa en í reynslu- akstri í Frakklandi náöist 380 kílómetra hraði. Allar þær lestir sem aka á þessum hraða eru rafknúnar nema High Speed Trains í Englandi sem keyrð er áfram með dísilvélum. Þrátt fyrir þennan mikla hraða aka allar lestimar á brautarsporum sem smíðuð era samkvæmt hug- myndum Jessops frá 1785. Veður fer kólnandi í dag verður sunnan- og síðar suð- vestanátt, víðast kaldi eða stinnings- kaldi. Skúrir og síðar slydduél sunn- Veðrið í dag anlands og vestan, en norðaustan- og austanlands léttir smám saman txL Vestanlands má reikna með éljum í kvöld. Veður fer hægt kólnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan og síðar suðvestan kaldi eða stinn- ingskaldi. Skúrir eða slydduél í dag, en él í nótt. Hiti 3-5 stig í fyrstu, en í nótt kólnar niður undir frostmark. Sólarlag í Reykjavík: 19.48 Sólarupprás á morgun: 7.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.28 Árdegisflóð á morgun: 10.57 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 8 Akurnes þokaí grennd 5 Bergsstaðir skýjað 4 Keíla víkurílugvöllur skúr 4 Kirkjubæjarklaustur þokaí grennd 4 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík skúrásíð. klst. 4 Stórhöfði skúr 4 Helsinki léttskýjað -2 Kaupmannahöfn skýjað 0 Stokkhólmur skýjað 0 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam skýjað 2 Berlín léttskýjað -1 Feneyjar heiðskírt 3 Frankfurt léttskýjað -3 Glasgow skýjað 6 Hamborg skýjað 0 London skýjað 2 LosAngeles skúrásíð. klst. 12 Lúxemborg heiðskirt -1 Mallorca léttskýjað 6 Montreal léttskýjað 3 Nice heiðskírt 6 París skýjað 0 Róm heiðskírt 2 Vín skýjað 2 Washington hálfskýjað 9 Winnipeg léttskýjað 4 IO 5° T mák ' 8° 5° / - - ¥' 4° Veðrið kl. 6 í morgun Jónas Ámason, leikur aðalhlutverk í eigin leikriti: Framdrögin að Kvásarvalsinn urðu til fyrir nokkru, en ég lagði siðustu hönd á verkið í haust. Leik- ritið flallar um gamalmenni á elli- heimili í framtíðinni þegar gamlin- gjarnir eru omðnir svo margir að til vandræða horfir. Þetta er annað leikritið sem Skagaflokkurinn framsýnir eftir mig, og er ákaflega viöeigandi að leikritið sé sett upp á Akranesi enda þykir mér ákaflega Maður dagsins vænt um Skagamenn frá því ég var í pólitíkinni, en þá kynntist ég þeim mörgum,“ segir Jónas Árnason, rithöfundur, en á fóstudag verður H| ^ H H _ nýja leikritið hans frumsýnt á veg- Jónas Árnason. vel, nema höfundurinn, en þetta er um Skagaflokksins á Akranesi. góður leikhópur, sem hefur skiln- Jónas, sem er kunnur af mörgu, þykja örugglega meiri tíðindi að ing á hlutunum." meðal annars leikritagerð hefur i hann skuli ætla að leika aðalhiut- Jónas sagði aðspuröur að hann gegnum tíðina samið mörg vinsæl verkið. væri með margt í takinu: „Það hafa leikrit. Þaö þykir kannski ekki „Ég tók nú aðallega að mér að kviknað hjá mér ýmsar hugmyndir merkileg tiðindi aö Jónas skuli leika í leikritinu til að hressa upp og svo sit ég oft og yrki texta við senda frá sér nýtt leíkrit, en það á sálina. Ég hef tvisvar áður farið gamla slagara. á sviö. Þegar ég flutti í Reykholtsd- alinn, 1975, lék ég Skugga Svein í uppfærslu sem ég stjórnaði sjálfur. Veturinn eftir var svo Delerium Bubonis sett upp í Borgarnesi og þá lék ég ráðherrann. Síðan hef ég ekki leikíð þótt hugur minn sé mik- ið í leikhúsinu." Jónas sagðist leika gamlan prest úr litlu sjávarplássi: „Prestur þessi kann að að spila á harmómkku og þar með var hann sjálfsagður í að leika á böllum og með nafninu á leikritinu er vísað í gamlan vinsæl- an vals.“ Jónas er búinn að vera á stöðug- um æfmgum og sagði að þetta væri allt aö smella saman: „Allir leikar- arnir lærðu hlutverk sín fliótt os Myndgátan Fer eftir sínu höfði Kemst Grótta upp í 1. deild í kvöld? Nú fer að ljúka úrslitakeppn- inni í 2. deild karla í handboltan- um en þar hafa sex lið keppt um tvö sæti í 1. deild á næsta keppnis- tímabíli. ÍBV hefur þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni en lang- mestar líkur era á að Grótta fylgi liðinu upp. í kvöld eru þrír leikir. Grótta leikur á heimavelli við Þór og eins og áður sagði nægir liðinu jafntefli. Fram, sem enn þá á möguleiKa á sæti í 1. deild, leikur gegn Fylki. Til að Fram komist í 1. deild þarf Grótta að tapa tveim- ur leikjum og Fram aö vinna tvo. Þessir leikir hefiast kl. 20.00. Þríðji leikurinn er svo viðureign Breiöabliks og ÍBV í Kópavogi. Sá leikur hefst kl. 19.30. Skák Frá stórmótinu í Linares sem er nýlok- iö með sigri Ivantsjúks. Meöfyigjandi staöa er úr skák Lettans Sírovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Búlgarans Topalovs. Hvernig knýr hvítur fram sigur? 43. a7! Bxa7 44. Bc3 + KÍ8 45. Hb7 Biskup- inn má ekki víkja vegna máts í borðinu. Eftir 45. Ha6 46. Hc7! Hxe6 47. Hxa7 gafst svartur upp. Jón L. Árnason Bridge Ein skærasta stjarnan í dönsku bridgelífi um þessar mundir er Jacob Ron. Hann spilar í unglingalandsliðinu og er nýbak- aöur Danmerkurmeistari í yngri flokki. Ron þykir hafa til að bera svo mikla hæfileika að fróðir menn telja að ekki líði langur tími þangað til hann veröi orðaöur við landshð Dana í opnum flokki. Þrátt fyrir mikla hæfileika stráksins get- ur hann gert mistök við borðið eins og aðrir. Hér er dæmi um ein slík frá hon- um, en ef til vill er Jacob Ron einn af þessum spilurum sem eru heppnari en aðrir. Ron sat í vestur í vörninni gegn þremur gröndum suðurs og valdi að spila út laufasexu. Allir voru á hættu í spilinu: ♦ Á753 ¥ 3 ♦ 1095 + D10865 ♦ K8642 ¥ 1072 ♦ K74 + 42 ♦ 109 ¥ DG854 ♦ D86 + Á97 ♦ DG ¥ ÁK96 ♦ ÁG32 + KG3 Austur átti fyrsta slaginn á láufásinn, spilaði laufi til baka, Ron drap gosa sagn- hafa á drottningu og spilaði laufi þriðja sinni. Sagnhafi spdaði nú spaðagosa sem fékk að eiga slaginn og síöan spaða- drottningu. Flestir spilarar myndu drepa á ásinn í þessari stöðu og taka fríslagina sína tvo í laufinu, en Ron hugsaði sig dálítið um og setti aftur lítið spil. Nú gat sagnhafi staðið spilið með því að taka einfalda svíningu í tígli og fengið þairnig 4 slagi á þann lit, einn á lauf og tvo á hina litina. En frá sjónarhóli sagnhafa komu nokkrar leiðir td greina. Úr því að vestur gaf slaginn hlutu laufm að liggja 4-4 og því var vandamálið fyrir sagnhafa að spila upp á 3-3 legu í spaða - eöa 3-3 legu í tígli með drottningunni réttri. Sagnhafa fannst eðiilega fyrri leiðin betri, yfirdrap spaðadrottninguna á kónginn í blindum og spfiaði lágum spaða. Ron tók þá slagina á spaðasjöu, ásinn og fríslagina tvo í laufi. Allk- spUar- amir við borðið skráöu töluna 200 í dálk a-v, nema Ran sem skráði töluna 100. Ástæðan var sú að hann hélt að hann væri að veijast gegn tveggja granda samningi!? jsak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.