Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 9 Utlönd Fimmtíu meðlimir sértrúarhóps handteknir 1 Japan: Taldir tengjast gasárásinni Sérsveit japanska hersins og þrjú þúsund lögreglumenn réðust inn í byggingar sértrúarhópsins Aum Shinri Kyo í Tokyo og nágrenni í morgun og handtóku fimmtíu með- hmi hans, grunaða um aðild að gas- árásinni í neðanjarðarlestum Tokyo- borgar á mánudagsmorgun. Sumir hinna handteknu voru hálfmeðvit- undarlausir, að öllum líkindum vegna næringarskorts, meðan aðrir börðust um á hæl og hnakka. Her- og lögreglumenn voru við öllu búnir við aðgerðirnar, með gasgrímur og héldu á búrum með kanarífuglum sem dræpust um leið og taugagass yrði vart. Flöskur með sama vökva og virðist hafa verið notaður til að þynna taugagasið sarin, sem notað var á mánudag, fundust í húsnæði sértrú- arhópsins. Forsprakki og stofnandi sértrúarhópsins, Shoko Asahara, sem segist geta svifið og boðar heims- endi 1997, náðist ekki í morgun. Sértrúarhópurinn sendi strax frá sér yfirlýsingu þar sem aðild að gas- árásinni á mánudag var hafnað. Auk þess voru yfirvöld sökuð um að ætla að gera sértrúarhópinn tortryggileg- an og koma sök á meðlimi hans. Þó lögreglan hafi formlega hafið aðgerðir vegna mannráns tengdu hópnum þá trúir hún að gasárásin á mánudag tengist tveimur taugagas- tilfellum í fyrrasumar. í júní fundust leifar af taugagasinu sarin á lóð skammt frá húsum sértrúarhópsins nærri Tokyo en nágrannar höfðu kvartað yfir óþef. í júlí dóu átta og 200 særðust þegar sarin dreifðist um íbúðahverfi Kamiku-Isshiki, þorps vestur af Tokyo. Tala látinna eftir gasárásina á mánudag er komin í tíu manns, 37 eru enn í lífshættu en samtals urðu um fimm þúsund manns fyrir eitur- áhrifum. Fram hefur komið að takmarkaða kunnáttu þurfi til að búa til tauga- gasið sarin. Það megi gera í eldhús- inu eða bílskúrnum, sé lítið fióknara en að brugga bjór og margir aðilar geti haft slíkt eitur undir höndum. Lögregla í ýmsum stórborgum er því vör um sig og hafa auknar öryggis- ráðstafanir verið gerðar í neðanjarð- arlestum ýmissa stórborga heimsins. Reuter Vígbúnir japanskir lögreglumenn ráðast inn i eina byggingu sértrúarhópsins Aum Shinri Kyo í morgun en hópur- inn er grunaður um aðild að gasárásinni i neðanjarðarlestum Tokyo á mánudag. Um fimmtiu manns voru hand- teknir auk þess sem flöskur með vökva, sem talið er að hafi verið blandaður taugagasinu sarin, fundust. Símamynd Reuter Rússneskur geimfari setur met: Var438 daga úti í geimnum - lenti 1 Kasakstan í nótt Þegar rússneski geimfarinn Valery Polyakov lenti á snjóugum steppum Kasakstan klukkan rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma hafði hann verið 438 daga úti í geimnum eða lengur en nokkur maður annar. Hann lenti ásamt tveimur öðrum meðlimum úr áhöfn geimstöðvarinn- ar MIR, þar sem hann dvaldi þar til rússnesk-bandarísk áhöfn tók við, 16. mars. Polyakov setti met strax 9. mars, en þá hafði hann hringsólað í geimnum í 366 daga. Polyakov, sem er 52 ára, er læknir að mennt. Hann kom til geimþjálfun- arstöðvar fyrrum Sovétríkja 1979 og gerði langtímaáhrif geimveru á mannslíkamann að aðalrannsóknar- efni. Þeirri rannsókn lauk með hann sjálfan í hlutverki tilraimadýrsins. Eftir lendinguna í nótt voru Polya- kov og samferðamenn hans heldur folir á vangann og svolítið ringlaðir. Polyakov var ráðlagt að setjast strax og skálaði hann í tei fyrir vel heppn- aðri geimferð. Þær upplýsingar sem Polyakov kemur með til jarðar munu hjálpa vísindamönnum að meta hvort mannskepnan geti búið til langframa í geimnum eða hvort maðurinn geti flogið til mars og aftur til baka. Þann- ig gæti hann hafa stigið fyrsta skref- ið í átt að mönnuðu geimfari sem sent yrði til Mars. Einungis fimm menn hafa dvalið lengur en 300 daga í geimnum. Á meðan Polyakov dvaldi í geimnum ferðaðist hann 400 milljónir kíló- metra sem samsvarar ferð til sólar- innar og til baka eða sjö sinnum vegalengdarinnar til Mars. Reuter Frakkland: Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar, eykur enn forskot sitt á aðra forsetaframbjóðendur í Frakklandi. Niðurstöður nýjustu skoðanakannana sýna að Chiraq fengi 29 prósent atkvæöa í fyrstu umferð forsetakosninganna, sem opin er öllum frambjóðendum, sósfalistinn Lionel Jospin fengi 22 prósent atkvæða og Balladur fengi aðeins 17 prósent atkvæða. Chiraq hefur bætt stöðu sína um finnn prósentustig meðan Ballad- ur hefur hrapað um fimm og hálft. Könnunin leiddi einnig í Ijós að Chiraq mundi sigra Jospin 1 kapphlaupi þeirra tveggja. ' Jean-Marie Le Pen, frambjóð- andi hægri öfgamanna í forseta- kosningunum, sakar könnunar- fyrirtækið BVA um að eiga við niöurstöðm' skoðanakannana þannig að hann komi verr út úr þeim en keppinautur hans, Balladur. Talsmenn BVA af- greiða ásakanír Le Pens sem þvætting. Rcutcr .. — — —~ *■■■■..— g K ig iySs ~*- .. tz. 9 9*17*00 Verð aðeins 39,90 mín. Sfi Læknavaktin 21 Apótek : 3 j Gengi 563 2700 - skila árangrí NYIÖKUSKOUNN HF. Viltu vera klár ffyrir sumarið? MEIRAPRÓF á vörubifreið, hópbifreið og leigubifreið. Námskeið hefst þann 3. apríl nk. Greiðslukjör við allra hæfi. NýS ökuskólinn hf. ^^^^KIettagörðunr^11(viðViðe^arfenuna)^sími5884500. caií: itóniAi Vitastíg 3 - Sími 626290 Opið miðvikudags- - sunnudagskvöld. Nektardans af bestu gerð öll kvöld. Ekki vera feimfnn. Láttu sjá þig!! Aðgangseyrir kr. 1.000. Drykkur innifalinn. Stór dansleikur laugardagskvöld á Hótel íslandi Hljomsveitin STJORNIN Grétar Örvars & Sigga Beinteins Gulli Helga skemmtir Gestasöng varar: Björgvin Halldórsson og Bjarni Ara. Miðaverð aðeins kr. 800. Nýjung lyrir gesti Hútel íslands! Berðapantanir á dansleikinn HrSTFT T 0 l A \ i sima B87111 eitir kl. 20.00. 1!>. 1 C)Æ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.