Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
Afmæli
Ólafur Jónsson
-hundrað ára
Ólafur Jónsson verslunarmaöur,
Hjallatúni, Vík í Mýrdal, er hundrað
áraídag.
Starfsferill
Ólafur fæddist á Höföabrekku í
Mýrdal en flutti tólf ára með foreldr-
um sínum í Vík í Mýrdal þar sem
hann ólst upp eftir þaö. Hann lauk
bamaskóla- og unghngaskólanámi í
Vík og stundaði síðan nám við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði.
Ólafur var vinnudrengur og síöan
vinnumaöur og verslunarmaður í
Suður-Vík 1907-18 og síðan starfs-
maður viö Verslun Halldórs Jóns-
sonar þar til hún var lögð niður í
árslok 1950.
í Halldórsverslun var póstaf-
greiösla en eftir að Jón Halldórsson
féll frá kom það í hlut Ólafs að ann-
ast þá afgreiðslu. Þegar Póstur og
sími byggðu nýtt hús í Vík flutti
póstafgreiðslan þangað og var Ólaf-
ur starfsmaður þar uns hann lét af
störfum 1972, þá sjötíu og sjö ára.
Með starfi sínu hjá Halldórsversl-
un gegndi Ólafur ýmsum öðrum
störfum, var ma. gjaldkeri sjúkra-
samlagsins í Vík um árabil. Þá var
aukastarf Ólafs um tíma for-
mennska á sexæringnum Víkingi. í
því starfi var Ólafur farsæll enda
gætinn og íhugull þegar um sjósókn
varaðræða.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 1.12.1917 Elísa-
betu Ingibjörgu Ásbjörnsdóttur, f.
6.10.1897, d. 1986, húsmóður. For-
eldrar hennar voru Ásbjöm Jóns-
son, húsasmiður í Melhúsum á
Akranesi, og k.h., Sigríöur Árna-
dóttirhúsmóðir.
Dóttir Ólafs og Elísabetar Ingi-
bjargar var Sigríður Ólafsdóttir, f.
1.11.1918, d. 9.4.1990, organisti við
kirkjuna í Vík um árabil, var gift
Valdimar Tómassyni verslunar-
manni.
Systkini Ólafs: Magnús, f. 1893;
Þorgerður, f. 1897, d. 1991; Brynjólf-
ur, f. 1899; Guðrún, f. 1900, d. 1967;
Einar, f. 1902, d. 1957; Málfríður, f.
1942, d. 1989; Steinunn, f. 1905, d.
1945.
Foreldrar Ólafs voru Jón Brynj-
ólfsson, f. 24.8.1865, d. 24.8.1948, b.
á Höfðabrekku og síðar trésmiöur,
vegavinnuverkstjóri og sjómaður í
Vík í Mýrdal, og k.h., Rannveig Ein-
arsdóttir, f. 6.9.1867, d. 1957, hús-
freyja.
Ætt
Jón var sonur Brynjólfs, b. á
Litlu-Heiði, Guðmundssonar. Móðir
Brynjólfs var Guörún, systir Helgu,
ömmu Þorsteins Erlingssonar
skálds. Guðrún var dóttir Hall-
gríms, b. á Neðra-Velli, Brynjólfs-
sonar, og Guðrúnar, systur Sæ-
mundar, fóður Tómasar Ejölnis-
manns. Guðrún var dóttir Ögmund-
ar, prests á Krossi, bróður Böðvars,
prest í Holtaþingum, fóður Þor-
valds, prests og skálds í Holti, fóður
Þuríðar, langömmu Vigdísar for-
seta. Ögmundur var sonur Presta-
Högna Sigurðssonar í Bólstaöarhlíð.
Ólafur Jónsson.
\
Móðir Guðrúnar Ögmundsdóttur
var Salvör Sigurðardóttir, systir
Jóns, afa Jóns forseta.
Rannveig var dóttir Einars, odd-
vita á Strönd í Meðallandi, Einars-
sonar og Rannveigar Magnúsdóttur
húsmóður.
Til hamingju með
afmælið 22. mars
Einar Egilsson
80 ára
Ingibjörg Pálsdóttir,
Furugerði 1, Reykjavík.
75 ára
Rannveig Oddsdóttir,
Kleppsvegi 134, Reykjavik.
Hjaiti Sigurðsson,
Hjalla, Akrahreppi.
70 ára
Jakob Helgason,
Þrastarlundi 7, Garðabæ.
Arngrimur Magnússon,
Sæbergi, Borgarfjarðarhreppi.
60 ára
Jóhanna B. Snæfeld,
Digranesvegi 62, Kópavogi.
Haukur Kristófersson,
Austurvegi 1, Hrísey.
Ingólfur Ólafsson,
Álfaskeiöi 102, Hafnarfirði.
50 ára
Hildur Gunnarsdóttir,
Vailartúni 6, Keflavík.
Magnea Guðjónsdóttir,
Nökkvavogi 2, Reykjavík.
Sólrún Jónasdóttir,
Giljalandi 27, Reykjavík.
Árni S. Þorsteinsson,
Kambsgerði 3, Akureyri.
40 ára
Kristín Jónsdóttir,
Rauöahjalla 11, Kópavogi.
Árni Evert Ingólfsson,
Hólsgerði 2, Akureyri.
Sigrún Sigurðardóttir,
Bleikjukvísl 7, Reykjavík.
Dóra Ruf,
Neöra-Hálsi, Kjósarhreppi.
Guðjón SvarfdalBrjánsson,
Sundstræti 22, ísafirði.
Jón Pétursson,
Björk að Kleppjámsreykjum,
Reykholtsdalshreppi.
Gunnlaugur Valtýsson,
Hamrabergi 38, Reykjavik.
Gustav Þór Stolzenwald,
Hveramýri 1, Mosfellsbæ.
SigfúsAlmarsson,
Njarðargötu 25, Reykjavík.
Geir Bragason,
Laugarnesvegi 84, Reykjavik.
Jóhann Frímann Jónsson,
Vesturgötu 158, Akranesi.
Unnur ElínborgGunnlaugsdótt-
ir,
Miðfjarðarnesi I, Skeggjastaða-
hreppi.
Hermann Thorstensen Ólafsson,
Baðsvöllum 14, Grindavík.
Gunnar Árnason,
Baughúsum 28, Reykjavík.
Jóhann Ágústsson,
Stillholti 4, Akranesi.
Vegna tæknilegra mistaka voru
nokkrar meinlegar villur í afmælis-
grein um Einar Egilsson sl. laugar-
dag. Greinin er því birt hér leiörétt
og viðkomandi beðnir velvirðingar
á mistökunum.
Einar Egilsson, fyrrv. innkaupa-
stjóri, Sólheimum 25, Reykjavík,
varð áttatíu og fimm ára á laugar-
daginn var, 18.3. sl.
Einar fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg 1928 og verslunar-
námi frá Pitsman’s College í London
1931.
Einar stundaði sjómennsku á
sumrin á námsárunum. Hann starf-
aði á skrifstofu Kveldúlfs 1931-37,
vann á skrifstofu Swift & Co í Arg-
entínu í tvö ár og stundaði bátaút-
gerð í Chile í þijú ár. Hann flutti
heim 1941 og stundaði hér verslun-
arstörf til 1950 er hann flutti með
fjölskyldu sína til Mexíkó. Þar veitti
hann forstöðu gosdrykkjaverk-
smiðju Canada Dry til 1954. Þá flutti
hann aftur heim og stundaði versl-
unar- og skrifstofustörf til 1967 er
hann réðst til starfa hjá Rafmagn-
sveitum ríkisins, fyrst sem fulltrúi
en síðar sem innkaupastjóri. Einar
lét af störfum þar 1985.
Fjölskylda
Einar kvæntist 7.4.1945 Margréti
Thoroddsen, f. 19.6.1917, viðskipta-
fræðingi, húsmóður og fyrrvérandi
deildarstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins. Þau eiga því gullbrúðkaup
7.4. nk. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Jónsson Thoroddsen, yfir-
kennari og landsverkfræðingur, d.
29.9.1955, og María Claessen Thor-
oddsen húsmóðir, d. 24.6.1964.
Börn Einars og Margrétar eru
María Lovísa, f. 29.10.1945, lyfja-
fræðingur og menntaskólakennari í
Kópavogi, gift Hannesi Sveinbjörns-
syni kennara og eru böm þeirra
Sveinbjörn, f. 17.12.1967, Einar, f.
30.1.1974, Ásgerður Þórunn, f. 5.7.
1980, og Sigurður, f. 19.4.1984; EgHl
Þórir, f. 25.2.1948, efnaverkfræðing-
ur og verkefnastjóri hjá Kísiliðjunni
við Mývatn, kvæntur Hlaðgerði
Bjartmarsdóttur kennara og eru
böm þeirra Einar Bjartur, f. 8.3.
1988, og Guðrún Agla, f. 29.6.1991,
en dóttir Egils og Hólmfríðar Gunn-
laugsdóttur fóstru er Salvör, f. 27.2.
1985; Þómnn Sigríður, f. 24.2.1950,
meinatæknir og sálfræðingur, gift
Halldóri Ámasyni, framkvæmda-
stjóra Borgeyjar á Höfn og eru börn
þeirra Árni Björgvin, f. 5.10.1972,
Margrét Herdís, f. 3.10.1974, Einar
Egill, f. 31.5.1979, Steinn, f. 7.4.1989,
og Kristín Halldóra, f. 3.10.1991; Sig-
urður, f. 10.8.1953, tónlistarfræðing-
ur og framkvæmdastjóri Sjálfs-
bjargar, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Auði Vilhjálmsdóttur inn-
anhússarkitekt og er dóttir þeirra
Margrét Dögg, f. 20.10.1976; Margrét
Herdís, f. 11.6.1961, háskólanemi,
en börn hennar og fyrrv. eigin-
manns hennar, Bjarna Más Bjarna-
sonar sjúkrahða, eru Sandra, f. 2.7.
1987, Símon Rafn, f. 18.9.1991, og
Sunneva, f. 26.11.1992.
Systkini Einars: Jensína, f. 21.9.
1905, d. 5.6.1991, húsmóöir í Hafnar-
firði; Sigríður, f. 2.10.1906, d. 1.4.
1950, húsmóðir í Reykjavík; Guð-
mundur, f. 25.10.1908, d. 31.10.1987,
loftskeytamaður í Reykjavík; Gunn-
Einar Egilsson.
þórunn, f. 10.6.1911, húsmóðir og
kaupmaður í Hafnarfirði; Nanna, f.
10.8.1914, d. 22.3.1979, söngkona;
Svanhvít, f. 10.8.1914, söngkennari
og fyrrv. prófessor í Vín í Austur-
ríki; Gísli Jón, f. 31.3.1921, d. 22.4.
1978, kaupmaður í Hafnarfirði; Ing-
ólfur, f. 4.12.1923, d. 2.1.1988, rak-
arameistari í Garðabæ.
Foreldrar Einars voru Egill Hall-
dór Guðmundsson, f. 2.11.1881, d.
29.9.1962, sjómaður í Hafnarfirði,
og k.h., Þómnn Einarsdóttir, f. 16.12.
1883, d. 28.5.1947, húsmóðir.
Egill var sonur Guðmundar Guð-
mundssonar á Hellu í Hafnarfirði,
eins af hinum nafntoguðu Hellu-
bræðrum.
Foreldrar Þórunnar voru Einar
Jóhannesson Hansen og Jensína
Ólína Árnadóttir Mathiesen í Hafn-
arfirði.
Einar og Margrét eru erlendis.
/
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIFT í
SÍMA 563 2700
Ásta Ólöf Þórðardóttir
Ásta Ólöf Þóröardóttir húsmóðir,
Bollagötu 2, Reykjavík, er níræð i
dag.
Starfsferill
Ásta fæddist í Neðri-Breiðadal í
Önundarfirði. Auk húsmóðurstarfa
var hún handavinnukennari við
gmnnskólann á Flateyri 1959-73.
Ásta flutti til Reykjavíkur 1977 og
hefur átt þar heima síðan.
Fjölskylda
Ásta giftist 20.2.1927 Guðmundi
Þorkatli Jónssyni, f. 14.9.1896, d.
24.2.1975, verslunarmanni við
Kaupfélag Önfirðinga. Hann var
sonur Jóns Guðmundssonar, b. á
Ytri-Veðrará, og Guðrúnar Ingi-
bjargar Jónsdóttur húsfreyju.
Böm Ástu og Guðmundar Þorkels
eru Jón Guðmundsson, f. 3.4.1927,
vélstjóri í Reykjavík, kvæntur
Hólmfríði Benediktsdóttur; Ás-
mundur Guðmundsson, f. 8.10.1929,
skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Sig-
ríði Einarsdóttur; Dórótea Guð-
mundsdóttir, f. 22.1.1931, hús-
mæðrakennari á Laugarbóli í Naut-
eyrarhreppi, gift Jóni Guðjónssyni;
Þórður Guðmundsson, f. 29.8.1932,
bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur
Ástu Sveinsdóttur; Gunnar, f. 29.8.
1936, vélstjóri í Reykjavík; Steinar,
f. 11.9.1943, vélsmiður á Flateyri;
Gústaf, f. 24.11.1946, flugmaður á
Egilsstöðum, kvæntur Maríu Ein-
arsdóttur; Þórdís, f. 7.1.1949, hús-
móðir í Hafnarfirði, en maður henn-
ar er Sigurjón Guðmundsson.
Foreldrar Ástu vom Þórður Sig-
urðsson, b. og vegavinnuverkstjóri
í Neðri-Breiðadal, og k.h., Kristín
Ragnheiður Kristjánsdóttir hús-
Ásta Ólöf Þórðardóttir.
freyja.
Ásta Ólöf tekur á móti gestum í
Árskógum 6 laugardaginn 25.3. kl.
15.00-17.00.