Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 Iþróttir Kvennahandbolti - úrslitakeppni: Stjarnan enn nær titlinum Bjöm Leósson skrilar: „Ég er ánægður með sigurinn en ekki leikinn, það er margt sem hægt er að lagfæra. Við munum leggja okkur hundrað prósent fram fyrir þriðja leikinn," sagöi Magnús Teits- son, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Stjarnan hafði tryggt sér sigur í öðr- um úrslitaleiknum gegn Fram í Framhúsinu í gærkvöldi, 19-20. Stjarnan er með góða stöðu í úr- slitakeppninni í 1. deild kvenna og á morgun getur hún tryggt sér íslands- meistaratitilinn í Garðabæ. Mikil barátta var í báðum liðum í gærkvöldi og spiluöu liðin sterkar varnir. Stjarnan byrjaði betur og komst í 1-3. Fram náði að jafna, 3-3, og eftir það var jafnt á flestum tölum. Staðan í leikhléi var 9-9. Stjaman hafði yfirhöndina allan síðari hálfleikinn. Þegar 8 mínútur voru hðnar af síðari hálfleik var staðan 12-13. Laufey Sigvaldadóttir, Stjörnunni, fór þá meidd af leikvelli og kom ekki meira við sögu í leikn- um. Þrátt fyrir það náði Stjarnan góðri forystu, 13-17, þegar 13 mínút- ur voru til leiksloka. Framstúlkur gáfust hins vegar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok. Fanney Rúnarsdóttir, markvörður Stjörnunnar, stóö sig með prýði og varði 11/1 skot. Sóley Halldórsdóttir stóð sig frábærlega þegar hún fékk tækifæri til og varði 4/1 skot. Ragn- heiður Stephensen var góð í síðari hálfleik. Guðný Gunnsteinsdóttir og Hrund Grétarsdóttir léku einnig vel. Hjá Fram var Kolbrún Jóhanns- dóttir markvörður best og varði 15/1 skot. Selka Tosic átti einnig ágætan leik. • Mörk Fram: Selka 4/1, Berglind 3, Díana 3/3, Hafdís 2, Hanna 2, Arna 2, Steinunn 1, Þórunn 1, Kristín 1. • Mörk Stjörnunnar: Guðný 5, Ragnheiður 5/3, Hrund 4, Laufey 3/1, Margrét V. 1, Herdís 1, Inga 1. NBAínótt: Oriando malaði „Ef við viljum vera bestir verð- um við að vinna þá bestu/'.sagði Brian Hill, þjálfari Orlando Magic, eftir glæsilegan sigur á Phoenix Suns, 126-102, í uppgjöri toppliöa NBA-deildarinnar í nótt. Oriando endurheimti efsta sætið meö sigrinum og Dennis Scott var besti maður liðsins. Örslitin í nótt: New York - Charlotte.... 69-78 Ewing 35/18 - Johnson 21, Moum- ing 18/15, Hawkins 15, Bogues 12. Orlando - Phoenix.......126-102 Shaq 26, Hardaway 26, Seott 23 - Barkley 23/11. Miaini Indiuna............97-95 Rice 28, Willis 19/15, Reeves 17 - Detroit - New Jersey....102-95 Houston 28, Hill 25/8, Hunter 17, Milier 16/12 - Mil waukee - Golden State .115-109 Day 33 - Houston - Seattle......102-104 Portland - Washington..111-106 Robinson 30, Strickland 26 - Grant Hill varö i nótt fyrsti nýliði Detroit í 13 ár til að skora 1.000 stig á tímabili. Glen Rice skoraði sigurkörfu Miami gegn Indiana þegar 1,8 sekúnda var eftir. Chariotte komst í toppsæti miöriðilsins með góðum sigri í New York, þeim þriðja í röð á Ewing og félögum. „Það er erfltt að vinna svona sterkt liö þrisvar í röðogþaðsýnir sigurvilja okkar og styrk. Við sendum með þessu skilaboð til allra liöa í deildinni," sagði Alonzo Mourning, miðherj- inn öflugi hjá Charlotte. Seattle vann í baráttuleik í Ho- uston og þar stal Nate McMillan boltanum tvivegis af leikmömi- um Houston á lokamínútunni. KA (12) 23 Þannig skoruðu liðinmörkin Langsk. Lína Gegnumbr. Horn Hraöaupphl. Valur(íoj 22 • Mennirnir á bak við sigur Njarðvíkinga fagna sigri i gærkvöldi. Frá vinstri: Teitur1 „Þeirhæi - Njarðvík í úrslit eftir nauman sigur ge Ægir Már Kárason skrifer: „Þeir hætta aldrei, þessir leikmenn í Skallagrími, alveg sama hver staðan er. Það er alveg einstakt hvernig þeir verj- ast og hvernig áhangendur þeirra hvetja þá allan tímann. Það sem gerði gæfumuninn var að við erum með að- eins betra lið,“ sagði Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkinga, eftir að ís- landsmeistararnir í Njarðvík höfðu tryggt sér réttinn til að verja titilinn í úrslitaleikjunum sjálfuni gegn annað- hvort Keflavík eða Grindavík. Njarðvík sigraði Skallagrím, 83-79, eftir fram- lengdan leik og meistararnir þurftu svo sannarlega að hafa mikið fyrir sigrin- um. „Þeir börðust meira en við, það var alveg greinilegt. Þeir hætta aldrei. Það var alveg meiriháttar gott að sleppa við að fara aftur í Borgarnes þvi það er ekkert grín að spila þar. Núna ætlum við að nota hvíldina vel og nú eiga allir aö geta náð sér góðum af smámeiðslum. Okkur er alveg nákvæmlega sama á móti hvaða liði við lendum í úrslitun- um,“ sagði Teitur ennfremur. Leikur liðanna var hreint stórkostleg- ur á að horfa og gríðarlega spennandi KA jafnaöi metin gegn Val í úrslitakeppninni í gærkvöldi: Yf irþyrmandi spenna í svitakófi í KA-gryfjunni Gylfi Kristjánsson skrilar: Það er víst óhætt að taka undir þau orð eins áhorfanda á leik KA og Vals í úrslitakeppninni í handbolta fyrir norðan í gærkvöldi að þessir leikir eru ekki fyrir hjartveika og við- kvæma. í svitablönduðu andrúms- lofti, þar sem um 1500 manns troð- fylltu KA-húsiö, náðu KA-menn að knýja fram sigur eftir framlengingu, 23-22, og var leikurinn kryddaður slíkri spennu og baráttu að jafnvel rólegustu menn voru komnir á tæm- ar í leikslok, hásir og sveittir. KA-menn, sem eru óneitanlega með þyngra lið en Valur, komast allt- af lengra og lengra á ótrúlegri seiglu og þannig náöu þeir að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma þegar Valur leiddi 20-18 og skoraði Valdi- mar Grímsson þegar 5 mín. voru eft- ir og svo aftur þegar tvær mín. voru eftir. Svo var tekið á því í vöminni og Valsmenn fengu ekki skotfæri í lokin. KA-menn byrjuðu framleng- inguna svo einum færri og komust yfir en Valur skoraði ekki mark í fyrri hálfleik framlengingar. Forskot KA varð tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks framlengingar en Vals- menn minnkuðu muninn strax. Und- ir lokin náði spennan hámarki, KA missti boltann þegar 37 sek. voru eft- ir og þegar 15 sek. voru eftir varði Sigmar Þröstur glæsilega skot Ólafs Stefánssonar. Framan af vom KA-menn í miklu basli með Geir á línunni sem skoraði 4 af 5 fyrstu mörkum Vals. Ógnunin á línunni minnkaði hins vegar mjög þegar Valdimar gekk út úr vöminni á móti Jóni Kristjánssyni en ógnunin fyrir utan stóö að langmestu leyti af honum. Hinum megin spilaði KA sinn sóknarbolta, þunglamalegar sóknir með öryggið í fyrirrúmi og engar óþarfa áhættur teknar. Hins vegar náöu KA-menn að keyra 6 hraðaupphlaup á Valsmenn með ár- angri á móti aðeins einu slíku frá Val. En úrslit svona leikja ráðast af ein- staka atvikum á lokamínútum hans. Eflaust má segja aö þar spili ekki síður inn í einstaka dómar og dómar- ar gera mistök undir þvílíkri spennu sem fylgir þessu. Þeir gerðu mistök sem bitnuðu á báðum liðum en menn héldu ró sinni að mestu þótt sumir væru komnir að suðumarki, bæði leikmenn sem áhorfendur í leikslok. • Dagur Sigurðsson og félagar i Val léku og mikla spennu í lokin. Dagur skoraði 3 fÁrshátíð handknattleiksdeildar ÍrA verður haldin 25. mars að Dugguvogi 12. Húsið opnað kl. 19.30 með fordrykk. Miðar seldir í ÍR-húsinu í Mjódd milli kl. 14 og 19 í dag, miðvikudaginn 22. mars. Upplýsingar í síma 877080 og á Hárstof- unni 1910, sími 23250. Allir ÍR-ingar hvattir til að mæta!!! - Valur (12-10) 20-20 (21-20) 23-22 0-1, 2-2, 4-4, 7-5, 7-7, 9-7, 11-8 12-9, (12- 10), 14-11, 15-15, 16-17, 17-19, 18-20, (20-20), 22-20, 23-21, 23-22. • Mörk KA: Valdimar 10/3, Patrekur 5, Alfreð 3, Leó Örn 2, Helgi Þór 1, Kriingur 1. Valur 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 9/1. • Mörk Vals: Geir 5, Jón 4, Ólafur 4/3, Davíð 3, Dagur 3, Ingi Rafn 1, Valgarð 1, Finnur 1. Varin skot: Guðmundur 8/1, Axel 2. Rautt spjald: Árni Stefánsson, liðsstjóri KA. gerðu mistök á báða bóga. „ Maður leiksins: Valdimar Grímsson, KA. „Vildihafas Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þetta var ekki rismikill handbolti en þó sterkur varnarleikur. Að mínu mati á KA ekki að tapa leik í þessu húsi sem er þvílíkur draumaheima- völlur. Ég vildi bara að við hefðum svona heimavöll á HM í vor,“ sagöi Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari eftir leik KA og Vals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.