Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. I\lýr tónn Bændasamtökin hafa kosiö sér nýjan forystumann. Sá heitir Ari Teitsson úr Þingeyjarsýslu og náöi hann heldur óvænt kjöri á búnaðarþingi eftir að Stéttarsam- bandið og Búnaðarfélagið höfðu verið sameinuð í ný Bændasamtök. Mótframbjóðendur hans, fyrrverandi for- menn tveggja gömlu samtakanna, höfðu fyrir fram verið taldir líklegri sigurvegarar, enda með sterkar rætur í hreyfmgunni og Framsóknarflokknum. Eflaust er Ari yfirlýstur framsóknarmaður, en það skiptir ekki öllu máh hvar hinn nýi formaður skipar sér í stjómmálaflokk vegna þess að hann hefur ekki sótt fram sem slíkur og hann slær nýjan tón í málflutningi sínum. Ari Teitsson er að þessu leyti fulltrúi nýrra og opnari sjónarmiða og kosningin ein og sér er vísbending um að bændur hafi einmitt kosið hann á þeim forsendum. Þeir vilja sýna nýtt andlit og með því að hafna gamalkunnum og hefðbundnum framsóknarmönnum (sem báðir eru miklir prýðismenn) eru bændur að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að áherslur þeirra verði aðrar og annars konar. Landbúnaðarmál em ekki í sviðsljósinu í kosningabar- áttunni en öllum er þó ljóst að landbúnaðurinn stendur á krossgötum og hefur átt undir högg að sækja. Með aðild okkar að GATT og Evrópska efnahagssvæðinu og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu er sorfið að þeirri vemdarstefnu sem ríkt hefur hér á landi gagnvart landbúnaðarframleiðslu. Það er og ljóst að neytendur gera sífellt meiri kröfur til gæða og lægra matarverðs og stöðugleikinn í verðlagsmálum hefur gert þjóðina meðvitaðri í verðskyni og samanburði frá einni vörunni til annarrar. Með aukinni fjölbreytni og breyttum matarvenjum hefur dregið úr neyslu á hefðbundnu lambakjöti og allt hefur þetta bitnað á bændum. Bændur sjálfir gera sér grein fyrir því í vaxandi mæli að þeir verða að taka tillit til markaðarins og þeir þurfa á markaðnum að halda. Hinn nýi formaður Bændasamtakanna skilur og viður- kennir þessi vatnaskil. Hann áttar sig á því að bændur geta ekki lamið höfðinu við steininn og krafist vemdar og niðurgreiðslna og pólitísk hagsmunagæsla dugar ekki lengur í breyttum heimi. Bændur þurfa að aðlaga fram- leiðslu sína og skilgreina hlutverk sitt upp á nýtt. Það geta þeir gert með því að koma til móts við sjón- armið hollustu og hreinleika, þeir þurfa að auka fjöl- breytni í þjónustu sinni eins og mjólkurbændur hafa raunar gert og þeir verða að undirbúa búsetu sína í sveit- um landsins án þess að styðjast við hefðbundnar fram- leiðslugreinar. Búum þarf að fækka án þess þó að byggð leggist í eyði. Allt em þetta mál sem Ari Teitsson gerir að umtals- efni í viðtali við DV síðasthðinn laugardag. Þegar hann er spurður hvort neytendur geti vænst breytinga segir formaðurinn: „Þeir finna nú engan mun á morgun en ég vænti þess að það verði áframhald á því að landbúnaðarvörur verði æ fjölbreyttari og betri. Verðið mun að minnsta kosti ekki hækka. En landbúnaður verður reyndar ekki stund- aður nema í sátt við þjóðina og þjóðin hefur síðasta orð- ið um það hvort hér verði stundaður landbúnaður eða ekki.“ DV hefur stundum verið gagnrýnt fyrir andstöðu við bændur. Það er ekki rétt. DV hefur hins vegar deilt á stefnuna og kerfið sem bændur hafa mátt þola. Þessu tvennu má ekki mgla saman og nýr formaður í Bænda- samtökum íslands virðist skilja það. Ellert B. Schram Sá efnahagslegi stöðugleiki sem festur hefur verið í sessi með nýgerðum kjarasamningum ræður úrslitum, segir Geir m.a. í grein sinni. Tækifærin sem ekki mega glatast Undanfarin 15 ár eða svo hafa lífskjör á íslandi dregist aftur úr -þyí sem gerist í þeim löndum sem viö berum okkur helst saman við. Þannig hefur framíeiðsla á mann í OECD-ríkjunum á árabilinu 1980-94 vaxið um 29% en ekki nema 16% hér á íslandi. Þetta er að sjálf- sögðu óviðunandi og eykur líkur á því að ungir vel menntaðir íslend- ingar finni ekki störf viö sitt hæfi hér á landi og setjist að erlendis. Þetta lífskjarabil verðum við að brúa hægt og bítandi á næstu árum til að þjóðarbúskapur okkar verði samkeppnisfær og við missum ekki besta fólkið úr landi. Allt bendir til þess að fótfesta sé nú fengin til sóknar í þessu efni ef rétt verður á málum haldið og land- inu skynsamlega stjómað. En nú sem fyrr veltur á miklu að við stjómvölinn séu menn sem hægt er að treysta - menn með þá stjórn- málastefnu að leiðarljósi að lág- marka afskipti ríkisins af atvinnu- lífinu en gefa fyrirtækjunum svig- rúm til athafna og til að spreyta sig. Ríkisforsjáin mun ekki brúa umrætt bil, svo mikið er víst. Þess vegna er það lykilatriði að Sjálf- stæðisflokkurinn verði áfram í stjórnarforystu eftir kosningar. Stööugleikinn skiptir sköpum Eftir þrengingar undanfarinna ára rofar að nýju til í þjóðarbú- skapnum. Útht er fyrir að nýtt framfaraskeið sé að heíjast. Hag- vöxtur hefur tekið við sér og horfur á að hann aukist á þessu ári og næsta. Sá efnahagslegi stöðugleiki sem festuriiefur veriö enn frekar í sessi með nýgerðum kjarasamn- ingum ræöur úrslitum í þessu efni. Hann bætir samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja svo um munar, | bæði til útflutnings og á innan- KjaUarinn Geir H. Haarde alþingismaður landsmarkaði. í atvinnulífinu skapast þau verðmæti sem munu gera okkur kleift að bæta lífskjörin og brúa lífskjarabilið. Það skiptir líka máli að fara ekki of geyst nú þegar hagur þjóðarinnar vænkast. Þjóðin hefur fengið nóg af því rugli sem fylgir stórfelldum hagsveiíl- um. Sígandi lukka er best. Sú staðreynd að verðbólga hefur verið aðeins örfá prósent á ári allt undanfarið kjörtímabil hefur ger- breytt rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Niðurfelling aöstöðugjalda og fleiri aðgerðir af hálfu ríkis- stjómarinnar hafa þar einnig haft sitt að segja. Það er mjög ánægju- legt að útht er fyrir að næstu tvö árin a.m.k. verði verðbólga á ís- landi áfram minni en í OECD- löndunum. Mlkil sóknarfæri Þessi staða gefur atvinnulífinu mikh sóknarfæri. Eftir erfiðleika sem m.a. hafa knúið á um stórfehda hagræðingu hafa mörg fyrirtæki snúið stöðu sinni alveg við og breytt tapi í hagnað. Sá hagnaður mun að sjálfsögðu að mestu renna í áframhaldandi uppbyggingu. Nú geta þau fært út kvíamar, ráðið nýtt starfsfólk, aukiö fjárfestingar og önnur umsvif. Aðeins með þeim hætti er unnt að draga varanlega úr þvi atvinnuleysi sem þvi miður hefur náð að skjóta hér rótum. Tækifærunum sem nýtt hagvaxt- arskeið býður upp á er hægt að klúöra með rangri stjómarstefnu. Það má hins vegar ekki gerast. Besta ráðið th að koma í veg fyrir að tækifærin glatist er að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi í komandi kosningum. Reynslan kennir okkur að öðrum er ekki treystandi í þessum efnum og allra síst þeim sem nú sleikja sár sín í kjölfar gjaldþrots sósíalískra hug- mynda um heim allan. Geir H. Haarde „Allt bendir til þess aö fótfesta sé nú fengin til sóknar í þessu efni ef rétt verður á málum haldið og landinu skynsamlega stjórnað. En nú sem fyrr veltur á miklu að við stjórnvölinn séu menn sem hægt er að treysta.“ Skoðanir annarra Minn foss, minn garður „Ekki virkja minn uppáhaldsfoss. Ekki mína á. Aðra fossa heldur og aðrar ár. Ekki leggja raflínu þar sem ég vh ekki hafa hana. Ekki um minn garð. Fremur annars staðar. Fremur um garö nágrann- ans. - Gallinn við þetta viðhorf er bara sá að minn garður er nágrannagarður nágranna míns. Og hann segir líklegast það sama og ég. - En þarf annars nokkursstaðar að virkja og nokkrar raflínur að leggja? Er ekki rafmagnið bara á bak við slökkvar- ann og inn-stunguna?“ Jakob Björnsson orkumálastjóri í Mbl. 21. mars íhaldsstjórn „í dag eru taldar einna mestar líkur á þvi, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndi saman ríkisstjórn að kosningum loknum. Samdrátt- ur þessara flokka er öhum ljós og hefur svo verið um nokkum tíma. Ríkisstjóm þessara flokka yröi sannköhuð íhaldsstjórn, enda yrði hún mynduð um óbreytt ástand á flestum sviðum.. .Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verður opinbert hræðslubandalag gegn Evrópusamband- inu.“ úr forystugrein Alþbl. 21. mars Kjötsölufyrirtæki bænda „Th að tryggja að einstök afurðasölufyrirtæki grípi ekki th óyndisúrræða vegna hugsanlegra áfalla í sölu og þar af leiðandi óhóflegra birgða í lok verðlags- árs, þarf að vera til kjötsölufyrirtæki á ábyrgð bænda. Þetta fyrirtæki á að gefa afuröasölunum kost á að kaúpa af þeim umframbirgðir í hehum skrokkum í lok verðlagsársins. í þeim thvikum fá þó afurðasölurnar ekki greidd nein sölulaun, enda þarf að viöhalda hvatanum th eölhegrar sölu... Það er líka mjög athugandi að þetta fyrirtæki sjái eitt um útflutning." Þorsteinn Siguijónsson bóndi í Timanum 21. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.