Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 DV Útflutningur á íslenskum hugbúnaöi Stórsamningur um sölu tölvusímkerf a Kompass International gagna- bankinn og AdCall International undirrituöu stórsamning í London á dögunum um sölu og útflutning tölvusímkerfa frá íslandi til 105 þjóð- landa sem hafa „franchise“ einka- leyfissamning við Kompass Intern- ational. Samningurinn hefur verið í undirbúningi af Adcall International sl. ár í samvinnu við Kompass á ís- landi. Símkerfið, sem nefnist FaxCall, heldur utan um fyrirtækjaskrár þessara landa, sækir upplýsingar úr skránum og sendir þær til notenda á faxi. Kerfið getur tekið við allt að 40 símtölum á sekúndu. Ámi Hróbjartsson, framkvæmda- stjóri Kompass á íslandi, gerði samn- ing við tölvufræðingana Baldvin Hansson og Hafþór Pálsson sem hafa unnið að þessari hugsmíð sl. þrjú ár. Einar J. Skúlason hf. leggur til tölvu- búnað fyrir kerfið. í kjölfarið á þessum samningi var gerður kaupsamningur við fyrirtæk- - til 105 landa um allan heim Lokagerð samninga fór fram um siðustu helgi. Myndin var tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru Árni Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Kompass á ísiandi, Joseph John, forstjóri Dar Saas Alissa í Sádi-Arabíu, Madhau Rao, markaðsstjóri Dar Saad Alissa, Samir Hasan, forstjóri AdCall Internatio- nal, og Titus Varghese, forstjóri tæknisviðs Dar Saad Alissa. DV-mynd GVA ið Dar Saad Alissa í Sádi-Arabíu um kaup á FaxCall kerfinu sem verður sett upp á næstunni í þeirra fyrir- tækjum í 9 löndum. Þessi samningur var undirritaður um síðustu helgi. Þriðji samningurinn er í undirbún- ingi um sölu á hugbúnaði, smíðuðum af Jóni Sigurðssyni, tölvufræðingi hjá Kompass á íslandi, sem heldur utan um stórar viðskiptamanna- skrár með óteljandi leitarmöguleik- um. Þessi samningur er á milli Dar Saad Alissa og Kompass á íslandi. Hugbúnaðurinn er í markaðssetn- ingu á íslandi og móttökurnar hafa verið sérlega góðar. Kompass og AdCall vinna saman að markaðssetningu FaxCall í þeim löndum sem Kompass er með ,franc- hise“ tengd fyrirtæki úti um allan heim. Undirbúningur kerfanna, AdCall og FaxCall, hefur kostað margra ára vinnu og mikinn kostnað sem fyrir- séð er að skili sér innan tíðar. Júlía Imsiand, DV, Höfru Slökkvilið Homafjarðar var kallað út laust eftir miðnætti aðf- aranótt miðvikudags vegna elds í mannlausum bíl. Fljótt gekk að slökkva en skemmdir á bílnum urðu miklar - nýlegum Toyota pickup. Hann var ekki kaskó- eða brunatryggður. Taliö er að kviknað hafi í út frá rafmagni og vegna útleiöslu hafði bíllinn startað og ók hann að bíl- skúrsvegg og átti eldurinn greiða leið í húsið. Vegfarandi tók hins vegar eftir miklum reyk við húsið og kallaði á aðstoð. Tjón varð því ekki á því. Bruggaðí bílskúr Fíkniefnadefid lögreglunnar handtók konu og karl þegar bruggverksmiðju var lokað í bíl- skúr í Breiöholtinu fyrr í vik- unni. Hald var lagt á 200 litra suðutæki og 600 lítrum af gambra helltniöur. -pp Staða framkvæmdastjóra At- vinnu- og ferðamálastofu Reykja- vikur var auglýst laus tfi um- sóknar og bárust 29 umsóknir. Þá barst 51 umsókn um stöðu feröamálafulltrúa. Ráðiö verður ístöðurnarfljótlega. -GHS Stuttarfréttir KönnunhjáSkáís Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,4% atkvæða er kosið væri núna samkvæmt nýrri skoðana- könnun hjá Skáís. Alþýöuflokk- urinn fengi 9,4%, Framsóknar- flokkur 19,7%, Alþýðubandalag 12,3%, Kvennalisti 4,6% og Þjóð- vaki 10,9%. Alþýðubl. greindifrá. Einmanaleiki hefur hrjáö ungl- inga sem leitað hafa hjálpar í kennaraverkfallinu og síðustu daga hefur komiö fram ótti vegna óvissu um framtíðina. RÚV greindi frá. Hjónaböndíhættu Presturinn í Grafarvogi í ReyKjavík hefur aldrei haft meira að gera viö að liðsinna hjónum í sambúðarvanda en undanfariö. RUV greindi frá. Voriðnálgast Álftir eru famar að koma til landsins, þar á meöal ein meö áfastan gervihnattasendi. RÚV greindi frá. KönnunStöðvartvö Alþýöufiokkurinn fengi 7 þing- menn ef kosið væri núna skv. skoðanakönnun sem Stöö tvö birti í gær. Framsóknarflokkur fengi 12, Sjálfstæðisflokkur 25, Alþýöubandalagiö 9, Kvennalist- inn 3 og Þjóðvaki 7. Samningisagtupp Heilbrigöisráðuneytið hefur sagt upp samningi við Reykjavík- urborg um sjúkraflutninga. Sam- kvæmt Mbl. er rætt um að Rauði krossinn taki við flutningunum. VBImeirifriðun Formaöur LÍÚ sér ekki fram á að hægt verði aö auka þorskkvóta á næstu árum og vill ganga lengra í friðun hrygningarfisks. Sjón- varpiðgreindifrá. -kaa Breyttur útgáfutími DV á mánudögum: Menihlutinn ánægður Mikill meirihluti lesenda DV er ánægður með breyttan útgáfutíma DV á mánudögum, samkvæmt könn- un sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir DV dagana 21. til 24. febrúar sl. Áf þeim sem lesa blaðið daglega voru tæp 60 prósent ánægð með breyttan útgáfutíma. Einungis 4,7% voru óánægð. Hlutlausir voru 37% les- enda í könnuninni. Félagsstofnun hringdi í 1500 manna úrtak á aldrinum 12-80 ára um allt land. Svarhlutfall úrtaksins var 73,6%. 4,7% Heimitd: Köonun Félagsvttindtat. Hlutlaus Ánægja með breyttan útgáfutíma - þeir sem lesa blaöiö daglega - ■ Ánægð(ur) Formaður úthafsveiðinefndar LIU: Hagsmunir á Reykjanes- hrygg og í Smugunni áþekkir - framtíðarlausnin byggist á samningum byggðum á veiðireynslu „Það eru mjög áþekkir hagsmunir í Smugunni og á Reykjaneshryggn- um. Viö höfum stutt þá hugsun að um þetta náist samningar og veiðar á þessum slóðum byggist á alþjóðleg- um reglum. Við fengjum líklega hærra hlutfall þarna heldur en í Smugunni," segir Jóhann A. Jóns- son, útgerðarmaður á Þórshöfn og formaöur úthafsveiðinefndar LÍU vegna veiða í úthöfunum. íslendingar veiddu 47 þúsund tonn af úthafskarfa á Reykjaneshrygg í fyrra sem er nærri helmingur þess afla sem Alþjóða hafrannsóknaráðið ráðlagði og helmingur allrar veiðinn- ar. Ætla má að verðmæti þessa afla sé um 2,5 milljarðar króna. Á sama tíma veiddu íslensk skip 36 þúsund tonn af þorski í Barentshafi, að verð- mæti 4,3 milljarðar. Eins og fram kom í DV í gær stefnir gífurlegur floti togara til veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Jón B. Jónasson, skrífstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir Afli og verðmæti - úr Smugunni og af úthafskarfamiöum á Reykjaneshrygg - 1993 1994 * áætlaö verömæti í milljöröum króna _____ ..-................ ' tTC’Í stefna í að sóknin á karfanum geti endað í hruni stofnsins. Jóhann A. Jónsson segist hafa skilning á því að skip vilji ná sér í veiðireynslu á þessum slóðum. Þar sé hver sjálfum sér næstur. „Auðvitað eru menn að byggja upp veiðireynslu hér eins og við erum að gera annars staðar. Norðmenn eru á fullu á Flæmska hattinum og víðar. Það er okkur mikilvægt að vera inn- andyra sem víðast," segir Jóhann. Hann segir að íslendingar hafi ver- ið heilir í því að leita samkomulags um veiöar í úthöfunum. „Við höfum staðið heilir að því að reyna að koma skikk á þessi mál. Það verður ekkert við þessu gert nema samkomulag náist um kvótasetningu sem ekki náðist á síðasta ári. Það er von um að samkomulag náist á út- hafsveiðiráðstefnunni sem haldin verður í ágúst í sumar. Framtíðar- lausnin í þessum veiöum byggist á samningum, byggðum á veiði- reynslu," segir Jóhann. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.