Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Side 12
12 Spumingin Sækirðu kirkju reglulega? Ragnar Pétursson verslunarmaður: Nei, aðrir hlutir skipta meira máli fyrir mig en að fara í kirkju á sunnu- dögum. Eva Guðmunsdóttir nemi: Ég fer stundum í kirkju. Þórunn Bolladóttir nemi: Nei, ef ég sæki kirkju er þaö aðallega um hátíð- arnar. Grétar Jónsson eftirlaunaþegi: Ekki reglulega. Ingi Björn Albertsson þingmaður: Nei, en það er hlutur sem ég þarf aö bæta. Elín Hjartardóttir, starfsmaður i apóteki: Nei, það geri ég ekki, ég gef mér ekki tíma til þess. Lesendur Kanadamenn bretta upp ermarnar Konráð Friðfinnsson skrifar: Talsverð harka hefur færst í út- hafsveiðar þjóðanna hin síðari ár. - Einnig sýnist mér menn vera farnir að beita ósvífnari og óvandaöri með- ulum til að ná sínu fram á þessum vettvangi. Og þetta gildir á þeim svæðum þar sem ríkin hafa í raun engan yfirráðarétt. Eitt dæmiö um hina auknu hörku er þegar kana- díska landhelgisgæslan tók spánsk- an togara utan við 200 mílna land- helgismörkin kanadísku. Grálúðu- stofninn á svæöinu er sagður einkar veikburða í dag og þohr fráleitt mik- inn ágang veiðiskipa. Hér er um „flökkustofn" að ræða er dvelur bæði utan og innan landhelgi Kanada. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ríkis- stjórn Kanada greip til aðgerða. Viðbrögð Spánverja voru eins og vænta mátti hörð, mótmæltu töku togarans og hktu við sjórán. Undir það má taka með nokkrum sanni. En svo fór að lokum að spánska rík- ið varð við ósk sjómannanna að það sendi á miðin herskip er verndaði þá við vinnu sína er þeir stunda á „einskis manns sjó“. Utanríkisráðherra íslands reis öndverður gegn þessum yfirgangi Kanadamanna og taldi hann vera lögbrot. Aðrir innlendir stjómmála- menn töldu þessa ákvörðun réttlæt- anlega undir svona kringumstæðum, og þó aðahega vegna þess að um er að ræða skip frá ríkjum Evrópu- bandalagsins. - Ég vh þó taka fram að ég tel íhlutun utanríkisráðherra okkar í máhnu koma dýrkun hans á ESB-bákninu ekkert við, enda eru hér í sjálfu sér óskyld mál á ferð. Auðvitað kann að vera rétt að grá- lúðustofninn þarna sé við hættu- mörk. Sannleikurinn er þó sá aö fisk- ar lúta engum öðrum lögmálum en eðhsávísun þeirra segir þeim. Þeir synda þangað sem hún teymir þá, án tihits til laga og reglna er menn setja. Við þessu er lítið hægt að gera að svo stöddu. Þetta em staðreyndir sem menn standa frammi fyrir núna, verða að horfast í augu við og viður- kenna. - Spurningin snýst ekki bara um það hvort vernda beri þennan eða hinn „flökkustofninn“ sem þó allir eru hklega sammála um að beri að gera. Heldur snýst máhð um það hvort menn ætli að virða þau lög sem þeir hafa sjálfir sett og undirritað. „Smugumar" í hafinu eru einskis manns eign. Og það er kjarni máls- ins. Með umræðum og samningum geta menn síðan breytt því ófremdar- ástandi. Á meðan verða menn að sætta sig við stöðuna eins og hún blasir við nú. Það er hins vegar hættuspil að sniðganga lögin þegar mönnum ehegar ríkisvaldi hentar sjálfu. Þess vegna styð ég orð utan- ríkisráðherra Islands í þessu máli. „„Smugurnar" í hafinu eru einskis manns eign.“ - Kanadískt fiskiskip þversiglir fyrir spánskan togara í mótmæla- skyni við veiðar þess siöarnefnda nærri 200 milna landhelgi Kanada. Skattafárið Tryggvi Bjarnason skrifar: Hér á landi þarf skattakerfið eða fyrirkomulag þess að breytast veru- lega. Meiri áherslu á að leggja á að réttlæti ríki í skattheimtunni. En hún er ekki fyrir hendi í dag. Hún á hka aö vera einfaldari og ódýrari í framkvæmd. Það má breyta beinum tekjuskatti og fara með hann niður í svo sem 25 af hundraði og gera það í áfongum. Th að vega á móti þeim tekjumissi mætti draga úr ýmsum millifærslu- greiðslum, því það er ljóst að fái laun- þegar að halda launum sínum meira óskertum verða þeir um leið hæfari að greiða fyrir sínar nauðsynjar. Gæta verður þess að styðjast við sterkt tryggingakerfi og jafna á þann hátt aðstöðu fólks þegar um er að ræða ómegð eða fjölskylduáfóll. Einnig er nauðsynlegt að atvinnu- tækifæri, hve smá eða stór sem þau eru, fái aö dafna og bera ávöxt svo aö laun fólks geti orðið mannsæm- andi. - Varast verður því að íþyngja fyrirtækjum í landinu. - Virðisauka- skattinn þarf að einfalda, og hafa hann eitt skattstig, t.d. 15%, og engar undanþágur. Jafnt gangi yfir aha. Ungt fólk og húsbréfakerfið: Áskorun til stjórnmálamanna Jóhann Guðmundsson skrifar: Húsbréfakerfið er mikil framför frá því sem áður var þegar fólk þurfti að bíða milli vonar og ótta og mánuð- um saman eftir húsnæðisstjórnar- láni. Húsbréfakerfið kemur til móts við marga sem vhja eignast sína fyrstu íbúð. Það kemur þó ekki nægi- lega á móts við þá alla og því er mik- h þörf að auka lánshlutfalliö í allt að 85%. Með þessu móti mætti líka -eða hringið í síma k 63 2700 %nfiíli kl. 14 og 16 Með íbúðakaupum er hornsteinn lagður að sjálfstæði margra ein- staklinga. spara á þann hátt að leggja niður félagslega íbúðarkerfið sem er ekki ýkja vinsælt hjá ungu fólki í dag. Nú er hámark húsbréfaláns 65% af kaupveröi eða brunabótamati og því reynist mörgum erfitt að leggja fram 35% við kaupsamning. Einnig er svokahaö greiðslumat ákveðin hindrun. - Þaö væri því verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn, ráð- herra og væntanlega ríkisstjórn að koma því svo fyrir að hjá þeim sem kaupa sannanlega sína fyrstu íbúð megi húsbréfalán nema allt aö 85% af kaupveröi, enda sanni kaupandi að hann hafi getu til að greiða af þeim lánum. í dag leigir margt ungt fólk (t.d. hjón eða sambýhsfólk) með tekjur upp á þetta 95-110 þúsund kr. mánað- arlaun og greiðir í leigu kannski 30-35 þúsund. Okkur væri miklu meiri greiði gerður með því að gera okkur kleift að kaupa svo sem 80 ferm. íbúð og nota það fjármagn sem nú fer í leigu til að greiöa af húsbréf- unum. - Ég skora á stjórnmálamenn, ekki síst þá sem nú keppa um hyhi kjósenda og setjast væntanlega í valdastóla að kosningum loknum, að koma th móts við okkur, þennan hóp ungs fólks sem vhl en getur ekki í dag eignast húsnæði með núgildandi húsbréfakerfi, með því að sveigja húsbréfakerfið að þörfum okkar. FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 K-listinn Guðmundur Örn Ragnarsson prestur, skipar 1. sæti K-listans i Reykjaneskjördæmi, skrifar: Nei, þetta er ekki stytting á sér- framboðshsta kvenna. - K-listinn er kvenna og karla, kristins fólks, sem á það sameiginlegt að vera starfandi í ýmsum kristnum kirkjum, að meðtahnni þjóökirkj- unni. K-hstinn býöur fram til aö ná inn á Alþingi með kristilegt siðgæði og kristilegt gildi, sem hann vill grundvaha á alla löggjöf og stjórnsýslu. Kjósi nægilega margir K-hstann gæti það breytt miklu. Nýr tónn kæmist þá inn á Alþingi. Tónn sem er þó svo gam- ah og reyndur. Sá tónn hefur í þúsund ár fært okkur íslending- um blessun. Ef hann deyr, deyj- um við. K-listinn ætlar þá að láta þennan tón heyrast: „Guð fer ekki í manngreinarálit. - Hann er réttlátur. - Hann vill bera þín- ar byrðar. - Og hann vhl að þú berir byrðar með öðrum." Sumarhúsin íSúðavík Ámi Sigurðsson hringdi: Sjaldan hef ég heyrt um meiri flónsku í viðskiptum eða fjárfest- ingum en kaupin á „sumarhús- unum“ fyrir Súðvíkinga. Hver er ábyrgur fyrir svona aðgerðum? Það var hreint ömurlegt að horfa upp á blessað fólkið ganga inn í þessa kumbalda um háveturinn. Þessi hús verða aldrei tii eins né neins eftir veturinn. Baráttan um borunarréttinn Sigfús hi-ingdi: Það er merkilegt hve íslenskir fiölmiðlar sjá skammt og frétta- menn þeirra eru htiö hugsandi. Samt eru þeir sendir landa á milh til að ræða augliti til aughtis við menn eins og olíujöfrana Irving- feðga. Hefur engum dottið í hug að spyrja um framhald könnunar pg síðar borunar eftir olíu við ísland (t.d. á Skjálfandaflóa) og sem þegar hefur gefið vísbend- ingu um að setlög sé að finna? En hvaöa olíufélag var það sem látið var eftir að kanna þetta fyrst? Svari nú fjölmiðlar og fréttamenn. - Baráttan um bor- unarréttinn er nefnilega hafin. „Samhugur“ íverki? H.J. hringdi: Er búið að þagga niður söfnun- ina „Samhugur í verki"? - Við- brögð fólks við þessari söfnun voru vegna óendanlegrar sorgar og ástvinamissis einstaklinga. Eyðilegging á mannvirkjum er mál trygginga eða sveitarstjórna. Kostnaður við ferðalög eða annað í þeim dúr á ekki að heyrast nefndur, og ekki átti söfnunin að verða banki með forstjóra. Nóg er th af góðu fólki sem tæki þetta að sér fyrir ekki neitt. Þessum peningum átti að úthluta strax. Hjónin sem misstu öll bömin sín áttu að fá - ekki minna - en 30-40 mhljónir, og aðrir samkvæmt þvi á meöan peningar entust. ímálgegn kennurum? Höskuldur skrifar: Ég hef fengið staðfest að nem- endur eiga að geta krafist bóta af kennarafélögunum vegna verkfahsíns og hins tapaða náms- tíma. En því miöur er ekki hklegt að neinn þori að lögsækja kenn- ara, allra síst nemendur eða for- ráðamenn þeirra, meö tilliti th hefndaraðgerða kennara síðar. Svona rotið er þjóðfélag okkar orðiö. Var einhver aö minnast á „mafíu-þjóöfélag“ eða bananalýö- veldi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.