Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 41 dv Meiming „Gestur": Nanna Bisp Buchert. Andalúsíuljóð - Nanna Bisp Buchert í Norræna húsinu Ljósmyndin er listform sem hefur að geyma marga möguleika. í raun má segja að hún geti falið í sér flestar aðrar listgreinar. Með tilstyrk ljós- myndarinnar má skrásetja umhverflð líkt og rithöfundur en um leið er hægt að mála það persónulegum dráttum með hennar aðstoð. Dansk- íslenska listakonan Nanna Bisp Buchert, sem nú hefur opnað sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu, nýtir sér vel þessa möguleika ljósmynd- arinnar sem listforms. Hún meðhöndlar ljósmyndina á vissan hátt líkt og ljóð. í myndunum teflir hún saman smáhlutum eins og ljósaperu og hnífapörum, líkömum og flskum og finnur öllu stað í andalúsísku fjalla- þorpi í Granadahéraði á Spáni. Súrrealískur undirtónn Ljósmyndir Buchert hafa súrrealískan undirtón líkt og hæfir þegar kemur á heimaslóðir skáldsins Garcia Lorca sem vitnað er til í sýningar- skrá. Skólabræður Lorca, þeir Bunuel og Dalí, gerðu kvikmyndina Anda- lúsíuhundinn undir áhrifum frá ljóðrænum frásögnum Lorca af lífinu í Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Andalúsíu. Það eru að mörgu leyti svipaðar forsendur að baki mynda Nönnu. Andstæðurnar á milli hvítkalkaðra húsanna og svartklæddra kvennanna verða henni að yrkisefni í svarthvítum ljósmyndasamstæðum þar sem hið smáa er líka í fullu gildi en dregur ekki úr einfaldri og sterkri myndheild t.a.m. í myndum 10 og 11. Plöntum og ávöxtum er snoturlega raðað inn í myndfletina ásamt fiskum og jafnvel gömlum ljósmyndum líkt og í myndum 19 og 20. Stundum ætlar listakonan fletinum of mikið af slíkum aðskotahlutum þannig að þeir draga úr áhrifamætti hins ein- falda og hógværa umhverfis sem er í ofangreindum tilvikum gluggakarm- ur. Óvæntar hliðstæður og sjónarhorn Mun betur tekst til þegar einfaldleiki er látinn setja myndinni skorður og hann notaður til að afhjúpa óvæntar hliðstæður eða ný sjónarhorn. Góð dæmi um þetta eru myndapör 1 og 9. Fyrrnefnda samstæðan sýnir annars vegar krossi prýdda karlmannsbringu sem minnir einna helst á akurlendi og hins vegar þrjá ávexti á hvítkalkaðri syllu. Síðarnefnda samstæðan sýnir stól og gólf á þann hátt að heildin veröur nánast að jarðtengdu himnahásæti. Myndir 3 og 6 eru einnig ljóðrænar og einfaldar samstæður þar sem leikið er á væntingar um sjónarhorn (3) og yfirborðs- tengsl (6). Nokkrar litmyndir eru á sýningu Nönnu, en mér þóttu þær flestar standa hinum svarthvítu talsvert að baki. Þar er ekki að fmna ámóta samspil andstæðna og hiö smágerða á þar til að týnast. Þetta á sérstaklega við um smámyndirnar 15 til 19 sem virðast framkallaðar með bichromat aðferð á grafíkpappír. En í heildina er hér um að ræða ljóð- ræna og skemmtilega sýningu sem mun standa í rýminu við kaffistofu Norræna hússins til annars apríl. Tilkyimingar íslandssaga á þýsku í fyrsta sinn Iceland Review hefur gefið út bókina Die Geschichte Islands von der Besiedlung zur Gegenwart og er þetta í fyrsta sinn sem íslandssagan í heild sinni - allt frá landnámi tii okkar daga - kemur út á þýskri tungu. Má því segja að þessi út- gáfa marki tímamót í tengslum íslands við hinn þýskumælandi heim. Höfundur bókarinnar er Jón R. Hjálmarsson sagn- fræðingur en Gudrun M.H. Kloes þýddi hana á þýsku. Bókin hefur áður komið út á ensku, fyrst árið 1988 en síðan mikið aukin og endurbætt á síðasta ári og var sú útgáfa tileinkuð 50 ára afmæli lýðveld- isins. í frétt frá útgefanda segir að texti bókarinnar sé hnitmiðaður og aðgengi- legur, skrifaður með hinn almenna les- anda í huga. Saga lands og þjóðar sé rak- ///////////////////// ATH.! Smáauglýsing í helgarblaö DV verður aó berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavík in og ljósi varpað á alla helstu atburði og áhrifavalda í íslensku samfélagi, sagt frá landnámi, menningu og baráttu þjóð- arinnar við erlend yfirvöld og óblíð nátt- úruöfl í gegnum aldirnar. Fjölbreytt myndefni prýðir einnig síður bókarinn- ar. Fjórar nýjar kiljur íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonar- dóttur segir frá samskiptum kynjanna á íslandi um aldir, í samfélagi þar sem kirkja og veraldlegt vald töldu sér ekkert mannlegt óviökomandi. Hér erú átakan- legar sögur af þeim konum - og körlum - sem leyfðu sér að fara út fyrir viður- kennd mörk ástar og hjónabands. Bókin er 323 blaðsíður. Tvær gamlar konur eft- ir Velmu Wallis er sérstæð bók sem segir frá mannraunum tveggja gamalla indí- ánakvenna í Alaska sem verða að bjarga sér upp á eigin spýtur eftir að ættbálkur- inn snýr baki við þeim. Velma Wallis er af athabaskaættbálki indíána í Alaska, fædd árið 1961. Hér birtist sagan í nýrri þýðingu Gyrðis Eliassonar. Bókin er 94 blaðsíöur. Dætur Kains er glæný spennu- saga eftir Colin Dexter um Morse lög- reglufulltrúa og kom út í Bretlandi í nóv- ember sl. Fyrrverandi prófessor í Oxford finnst myrtur. Málið reynist furöulegt og flókið og á eftir aö valda meiri sálarkvöl- um en hann hefur áður kynnst. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina. Hún er 296 blaösíður. Þá hefur skáldsagan Grá- mosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson nú verið endurprentuð. Efni hennar er sótt í kunn íslensk sakamál frá síðari hluta 19. aldar. Höfundur nýtir sér tækni spennusagna og ástarsagna en öll lýtur Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið Söngleikurinn WEST SIDE STORY ettir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins Kl. 20.00. 8. sýn. í kvöld, örfá sæti laus, á morgun, uppselt, föd. 31/3, uppselt, Id. 1/4, örfá sæti laus, sud. 2/4, uppselt, föd. 7/4, örfá sæti laus, Id. 8/4, uppselt, sud. 9/4, örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevski Kl. 20.00 ld. 25/3, laus sæti v/forfalla, sud. 26/3, fid. 30/3, fid. 6/4. SNÆDROTTNINGIN eftir Évgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersens Sud. 26/3 kl. 14.00, sud. 2/4, kl. 14.00, sud. 9/4 kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Barnaleikritið LOFTHRÆDDIÖRNINN HANN ÖRVAR eftir Stalle Arreman og Peter Eng- kvist Ld.25/5 kl. 15.00. Miöaverókr. 600. TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00. í kvöid, uppselt, á morgun, uppelt, Id. 25/3, uppselt, sud. 26/3, uppselt, fid. 30/3, uppselt, föd. 31/3, uppselt. Id. 1/4, uppselt, sud. 2/4, uppselt, fid. 6/4, föd. 7/4, uppselt, Id. 8/4, uppselt, sud. 9/4, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS DÓTTIRIN, BÓNDINN OG SLAGHÖRPULEIKARINN eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Sud. 26/3,2/4,9/4. Aóeins þessar þrjár sýn- ingar eftir. Húsiö opnað kl. 15.30, sýningin hefst stundvíslega kl. 16.30. Gjafakort í leikhús - Sígild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýning- ardaga. Tekið á móti simapöntunum virka dagafrá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 61 12 00. Simi 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. frásögnin lögmálum skáldskapar. Bókin færði höfundi sínum Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráös og útgáfur á fjöl- mörgum þjóðtungum. Hún er 267 blaðsíð- ur. Hjá Steinu, ný hársnyrtistofa Þann 1. desember 1994 var opnuö ný hársnyrtistofa að Austurgötu 37 í Hafnar- firði sem ber heitið Hjá Steinu. Eigandinn er Steinunn Rán Helgadóttir hársnyrtir. í boði er öll alhliða hársnyrtiþjónusta fyrir dömur og herra. Steinunn er með Daniel Galvin hársnyrtivörur og býöur upp á frjálsan afgreiðslutíma. Tímapant- anir eru í símum 5655306 og 813144. Tapað fundið Olympus myndavél gleymdist uppi í Heiðmörk 12. mars sl. Kona mun hafa fundið hana og er hún beöin að hafa samband í hs. 14083 eða vs. 602400 (Pétur). LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20. DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander 6. sýn. sunnud. 26/3, fáein sæti laus, græn kort gilda, 7. sýn. fimmtud. 30/3, hvit kort gilda, 8. sýn. föstud. 7/4, brún kort gllda. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 24. mars, næstsíðasta sýning, laugard. 1. april, síðasta sýning. Allra síð- ustu sýningar. Söngleikurinn KABARETT Höfundur: Joe Masteroff, eftir leikriti Johns Van Drutens og sögum Christophers Isherwoods í kvöld, fáein sæti laus, laug. 25/3, næstsið- asta sýning, föstud. 31/3, siðasta sýning. Litla svióið kl. 20: FRAMTÍÐARDRAUGAR eftir ÞórTulinius í kvöld, uppselt, laugard. 25/3, fáeins sæti laus, sunnud. 26/3, miðvikud. 29/3. Miðasala verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin okkar Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús I 1 ! jCTIffltiij lf!! |?! HHrlffll 1 ~ aÍTi 5.5 5 11 H Jlwjfí] LEIKfÉLflG ftklíBEVRflR OO PJOIFILMYMIM Lilríkur og hressilegur braggablús! eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson SÝNIN6AR Frumsýning föstudog 24. mars kl. 20.30 - UPPSELT 2. sýning laugardag 25. mors kl. 20.30 - UPPSELT 3. sýning föstudag 31. mars kl. 20.30 4. sýning laugardag l. apríl kl. 20.30 Mióasalan eropin virka daga nema mánudaga kl. I4 - I8 og sýningardaga frani aö sýningu. Sími 24073 Greióslukortaþjónusta | ÍSLENSKA ÓPERAN =111111 Sími 91-11475 Tónlist: Gluseppe Verdi Fös. 24/3, sun. 26/3, fös. 31/3, laugard. 1/4, uppselt. Sýningar hef jast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningardag. Muniö gjafakortin. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. SÍM111475, bréfasimi 27384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ním DV 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. Fótbolti 2 [ Handbolti ; 3 1 Körfubolti 4 [ Enski boltinn 51 ítalski boltinn 6 Þýski boitinn 7-| Önnur úrslit 81 NBA-deildin '0 if| 11 Vikutilboð stórmarkaðanna 2 [ Uppskriftir Læknavaktin _2j Apótek : 3 [ Gengi JL j Dagskrá Sjónv. [2j Dagskrá St. 2 3 Dagskrá rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 fjj Myndbandagagnrýni 6 [ ísl. listinn -topp 40 _ZJ Tónlistargagnrýni 8 [ Nýjustu myndböndin 'ÍJ Krár 2 J Dansstaðir _3j Leikhús ^ 4 j Leikhúsgagnrýni ; 5 j Bíó 61 Kvikmgagnrýni 6 g^mtUAtstatffligia AJ Lott<> 2 j Víkingalottó 3 Getraunir r /;/. ;11 Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna AIIII 9 9*17*00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.