Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Side 28
44
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995
nn
Glerbyggingin við Iðnó er greini-
lega viðkvæmt mál.
Meyjar fá vitj-
anir í draumi
„Svo gerist það að einhverjar
meyjar fá vitjanir í draumi... Ég
mun framvegis mæta með
draumaráðningabók á þessa
fundi byggingarnefndar."
Guðmundur J. Guömundsson i DV.
Kýli sem snýr að Tjörninni
„Þetta er svona eins og kýli sem
snýr að Tjörninni.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar-
fulltrúi í DV.
Ofmetið áróðursbragð
„Flokkarnir eru að feta hver í
annars fótspor með þetta núna
en ég held að þetta sé svolítið of-
metið áróðursbragð."
Ólafur Ingi Ólafsson um flettlskiltl í
Morgunblaölnu.
Ummæli
Frábær undrabíll
„Það má margt misjafnt segja um
Björk sem tónlistarmann, en sem
undrabíll er hún frábær."
Jón Gnarr i Alþýðublaðinu.
Hætta aldrei
„Þeir hætta aldrei þessir leik-
menn í Skallgrími, alveg sama
hver staðan er.“
Teitur Örlygsson í DV.
Ekki stýrt með kærum
„Bæjarfélaginu verður ekki stýrt
með kærum.“
Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi
i Hafnarfirði, i DV.
í dag byggjast ferðir járnbrauta
á farþegum. Myndin er tekin á
járnbrautarstöð.
Fyrstu jámbrauta-
farþegamir
í dag byggjast jámbrautir á far-
þegaflutningum en það var ekki
alltaf svo. Fyrstu farþegavagn-
amir sem verðskulda það nafn
voru svipaðir hestvögnum í út-
liti. Voru þeir teknir í notkun í
september 1830 er Liverpool-
Manchester jámbrautin var opn-
uð til umferðar. Það var fyrsta
járnbraut í heimi með regluleg-
um farþegalestum sem dregnar
voru af gufueimreiðum.
Blessud veröldin
Svefnvagnar
Fyrsti svefnvagninn var tekinn í
notkun í Bandaríkjunum í sept-
ember 1859. Frumkvöðull þeirra
þróunar var C.M. Pullman. Árið
1867 stofnaði hann fyrirtææki er
skyldi annast rekstur svefnvagna
og fyrsta flokks veitingavagna. í
Evrópu var fyrsti vagninn tekinn
í notkun 1872. Það var tveggja
öxla vagn og í honum vom tveir
svefnklefar.
Veitingavagnar
Veitingavagnar voru fyrst teknir
í notkun 1863 á leiðinni Philadelp-
hia-Baltimore í Bandaríkjunum.
í Evrópu var fyrsti veitingavagn-
inn, þar sem réttirnir voru búnir
til í sjálfri lestinni tekinn í notkun
1879 á leiðinni Leeds-London.
Éljagangur síðdegis
í dag verður suðaustankaldi eða
stinningskaldi og dálítil snjókoma
um tíma suðvestan- og vestanlands.
Veörið í dag
Að öðru leyti verður sunnan- og suð-
vestankaldi, víða léttskýjað um land-
ið austanvert en éljagangur síðdegis
um landið vestanvert. í nótt snýst
vindur til norðan- og norðvestanátt-
ar um land allt. Veður fer kólnandi.
Á höfuðborgarsvæðinu verður suð-
austankaldi og éljagangur þegar líð-
ur á daginn. Hiti verður um eða rétt
undir frostmarki.
Sólarlag í Reykjavík: 19.51
Sólarupprás á morgun: 7.16
Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.26
Árdegisflóð á morgun: 12.15
Heimild: Aimunak Háskólans
Veðrlð kl. 6 í morgun:
Akureyrí snjóélásíð. klst. 1
Akurnes léttskýjað 1
Bergsstaðir hálfskýjað 0
Bolungarvik léttskýjað -1
Kefla víkurflugvöllur hálfskýjað -1
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -1
Raufarhöfn hálfskýjað 0
Reykjavík hálfskýjað -1
Stórhöfði úrkoma í grennd 1
Helsinki alskýjað 1
Kaupmannahöfn þokumóða 3
Stokkhólmur skýjað 3
Þórshöfn hálfskýjað 5
Amsterdam þokumóða 2
Beríín rign. á síð. klst. 5
Feneyjar þokumóða 3
Frankfurt hálfskýjað 0
Glasgow mistur 5
Hamborg þokumóða 2
London lágþoku- blettir 2
LosAngeles léttskýjaö 13
Mallorca heiðskírt 1
Nice skýjað 7
París léttskýjað -1
Róm léttskýjað 4
Vín rigning 3
Washington léttskýjað 6
Winnipeg skýjað 2
Kolbeinn Ketilsson óperusöngvari:
„Þetta er i fyrsta skiptið sem ég
syng í óperu hér heima en ég hef
sungið hlutverk Alfredos i La tra-
viata áður, það var í Prag, þannig
aö ég þekki það nokkuð vel,“ segir
Kolbeinn Ketilsson óperasönvari
sem hefur tekið við lúutverki Al-
fredos af Óíafi Árna Bjarnasyni í
uppfærslu íslensku óperunnar á
La traviata. Mun hann syngja hlut-
verkið á næstu sýningum. Það er
Maður dagsins
eitt og hálft ár frá því aö Kolbeinn Koibeinn Ketilsson. Kolbeinn sagðist reikna með að
útskrifaðist frá Hochschule fur setjastaðíHildesheimmeðanhami
Musik und darstellende Kunst í og það var þess vegna sem ég skrif- starfaöi þar, en allt frá því hann
Vín sem óperusöngvari og hefur aði undir hann. Þarna fæ ég tæki- lauk námi hefur hann verið að
hann haft nóg að gera síðan og rétt færi til að syngja stór og mikil hlut- syngja í óperum víða um Evrópu.
áður en hann kom til að æfa með verk. Þegar ég hef lokið við að En samhliða óperutónlistinni kem-
íslensku óperunni skrifaði hann syngja í La traviata mun ég fara til ur hann fram reglulega sem flytj-
undir samning við Óperuhúsið í Hildesheim þar sem æfingar á andi ljóða- og kirkjutónhstar og
Hildesheim í Þýskalandi til eins Ævintýri Hoffmans taka við í einn mun einmitt um helgina syngja
árs. og hálfan mánuð. Auk þess mun einsöng í flutningi Fílharmóníunn-
„Þetta er samningur upp á að ég Kolbeinn meðal annars syngja i ar á Messíasi eftir Handel í Lang-
syngi eingöngu aðaltenórhiutverk Töfraflautunni. holtskirkju.
Kolbeinn kvað það virkilega
gaman að koma heim og syngja:
„Þegar Ólöf hafði samband við mig
í desember og hað mig að taka að
mér hlutverk Alfredos fannst mér
það alveg tiivalið. Það kom í ljós
að ég átti heimangengt og því sló
ég til og það er tilhlökkun í mér
að takast á við hlutverkið. Þetta er
góður og samstilltur hópur í ís-
lensku óperunni og það sem mér
finnst kannski helst öðruvísi er
nálægðin við áhorfendur, Úti era
þetta yfirleitt mun stærri óperu-
hús.“
Myndgátan
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki
Verður Stjarnan
íslandsmeistari
í kvöld á Stjarnan möguleika á
að tryggja sér íslandsmeistaratit-
ilinn í handknattleik kvenna en
þá mætir hðiö Fram í þriðju við-
ureigninni. Stjarnan er búin að
vinna tvo leiki og leikur á heima-
velli í Garðabæ í kvöld. Einnig
verður leikinn þriðji leikurinn í
úrslitum karla á Hliðarenda þar
íþróttir
sem Valur og KA berjast um ís-
landsmeistaratitihnn. Bæði liðin
hafa unnið sínn leikinn hvort.
í körfuboltanum eru Njarðvík-
ingar þegar búnir að tryggja sér
sæti í úrslitaviðureignmni en
Keflvíkingar og Grindvíkingar
berjast um hitt sætið. Keflvíking-
ar hafa innbyrt tvo vinninga og
Grindvíkingar einn. Fari svo að
Keflvíkingar vinni á heimavelli í
kvöld leika þeir um íslandsmeist-
aratitilinn gegn Njarðvíkingum.
Skák
Skákáhugamenn eiga þess nú kost að
sjá marga af snjöllustu skákmönnum
Norðurlanda etja kappi saman á Norður-
landa- og svæðamótinu, sem fram fer á
Hótel Loftleiðum. Umferðir hefjast kl. 16
daglega en nk. sunnudag eiga skákkapp-
arnir þó frí.
Þessi staöa kom upp í skák Helga Ólafs-
sonar og Þrastar Þórhallssonar í fyrstu
umferð. Þröstur, með svart, á leik í býsna
erfiðri stööu. Hveiju svaraöi Helgi 20. -
Rd8 og hvert hefði svariö orðið við 20. -
axb4?
og nú fær svartur ekki varið mátið á g7
með góðu móti. Eftir 21. - Bf8 22. Hxe8
Re6 23. Hx£8 + Hxf8 lagði Þröstur niður
vopn.
Engu betra í þessari erfiðu stööu var
20. - axb4, t.d. 21. Bxf7 + ! Kxf7 22. Db3 +
Kf6 23. Rg5! sem er sterkara en að þiggja
drottninguna - og hvítur á vinnings-
stööu- Jón L. Árnason
Bridge
Danirnir Lars Blakset og Soren Christ-
iansen náðu næsta öruggum sigri á Dan-
merkurmeistaramótinu í tvímenningi
sem fram fór í febrúarmánuði. Þeir end-
uðu með 108 stigum meira en næsta par
(393-285), Dennis Koch-Palmund og Jens
Auken. Lars Blakset skrifar grein um
mótið í nýjasta hefti Dansk Bridge tíma-
ritsins og segir meöal annars frá þessu
spih sem kom fyrir í mótinu. Christian-
sen og Blakset sátu í n-s og sögðu sig upp
í 4 spaða sem voru doblaðir. Með bestu
vörn, spaðadrottningu út, kóngur í blind-
um, ás frá austri, laufi á drottningu vest-
urs, laufstungu, tígU á ás, hjartaás og
meira laufi er spilið 3 niður og 500 tU a-v.
En a-v voru mislagðar hendur í vörn-
inni. Sagnir gengu þannig í spilinu, vest-
ur gjafari og a-v á hættu:
♦ KG43
V KD43
♦ KG72
+ 8
♦ D
V ÁG92
♦ Á106
♦ ÁD952
♦ Á109
V 10765
♦ D9853
+ 6
♦ 87652
* ♦ 4
+ KG10743
Vestur Norður austur Suður
1+ dobl 1* 14
2f 2* 4f 44
dobl p/h
Blakset segist í greininni hafa lofaö spil-
urunum Jesper Thomsen og Rico Hem-
berg að greina ekki frá því hverjir sátu
í a-v í spilinu!? Vestur spilaði út spaða-
drottningu í upphafi, austur drap kóng
bUnds á ás og spUaði aftur spaða en vest-
ur henti laufi. Blakset spUaði laufi úr
blindum á gosann, vestur drap á drottn-
ingu og prófaði lágan tígul. Blakset setti
kónginn, trompaði tígul heim, spilaði
laufkóng, vestur setti ásinn, trompað í
blindum og yfirtrompað hjá austri. Aust-
ur spilaöi nú hjarta, vestur lét níuna
duga en mema þurfti Blakset ekki. Hann
trompaði hjarta heim og fríaði síðan lauf-
Utinn með trompun í bUndum og skrifaði
590 í dálkinn. jsak Örn Sigurðsson