Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON *
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuöi 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Og útibússtjórinn líkal
í bankaútibúi einu í Breiðholtshverfmu í Reykjavík
eru allir starfsmennimir konur. Á dögunum heimsótti
borgarstjóri þær og var af því tilefni tekin mynd af þess-
um fríða hópi og birtist hún í einu dagblaðanna.
í texta sem myndinni fylgdi sagði að borgarstjóri hefði
heilsað upp á konumar, „en þær vinna á eina stóra
vinnustaðnum sem er eingöngu skipaður konum og er
meira að segja útibússtjórinn kona“.
Hér er ekki mislesið, því miður. „Er meira að segja
útibússtjórinn kona,“ sagði orðrétt. Kannski þótti blaða-
manninum sem textann skrifaði það nokkur tíðindi að
konu væri hleypt í slíkt ábyrgðarstarf sem staða útibús-
stjóra er. Líklegra er þó að þessi fordómafulb texti hafi
ratað úr penna blaðamannsins í hreinu hugsunarleysi.
Skyldum við nokkurn tíma þurfa að lesa sambærileg-
an texta um vinnustað karla þar sem hnýtt yrði við að
„meira að segja“ verkstjórinn væri karl? Er það ekki
heldur ólíklegt?
Dagblað sem býður upp á texta af þessu tagi má þakka
fyrir að konum er yfirleitt gefið meira umburðarlyndi
en körlum. En þær hljóta að spyrja hvort dagblöðin séu
ekki fyrir bæði kynin. Karlkyns blaðamenn hafa gott af
því að velta þeirri spumingu fyrir sér.
Konur eru helmingur mannkynsins og hljóta að gerá
tilkall tii menntunar og starfa í samræmi við það. Um
þetta er svo sem ekki lengur deilt í vestrænum þjóðfélög-
um. Gamla karlveldið og karhemban lifir þó augljóslega
góðu lífi í hugskoti okkar, sem köllum okkur „sterkara
kymð“, og brýst stundum út óafvitandi.
Ekki er furða þótt konum sé ekki skemmt. En hleypi-
dómamir em ekki verstir. Verra er að enda þótt konur
hafi náð öllum formlegum réttindum karla em þær eftir-
bátar þeirra í starfskjörum á vinnumarkaði. Fjölmörg
dæmi em um að konur og karlar, sem gegna sömu störf-
um hlið við hlið, hafi ekki sömu laun.
Ánægjulegt er að konur í öllum stjómmálaflokkum
hafa notað kosnmgabaráttuna til að vekja athygli á þessu
langlífa hneyksh. Enn betra væri að feður risu upp og
hétu því að afnema þetta misrétti gagnvart dætrum sín-
um. Og hefur verkalýðshreyfingm verðugra hlutverk
árið 1995?
„Mannshöfuð er nokkuð þungt... “ orti Sigfús Daða-
son. „Höfuð konunnar er ekki þungt,“ segir Ingibjörg
Haraldsdóttir aftur á móti í nýrri ljóðabók sinm Höfuð
konunnar. En „þótt höfuð konunnar / sé ekki þungt /
getur oft verið erfitt / að halda því / svo ekki sé minnst /
á andlitið,“ yrkir hún.
Fínleg haeðnm í ljóðinu minnir á að konur og karlar
hafa ólíkan hátt á að koma hugsun sinni til skila. Og
vinnulag þeirra og framganga er gjaman með mismun-
andi hætti. Kynm em ólík og jafnréttisbaráttan á ekki
að ganga út á það að útrýma þessum mun. Hann er ein-
mitt verðmæti sem ber að rækta.
Á sama hátt og einstaklingseðli manna þarf hvarvetna
að fá að njóta sín þurfa mismunandi eðlisþættir kynj-
anna að fá eðlilega framrás. Það er í engri mótsögn við
jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna, heldur til að
styrkja hvort tveggja.
Tuttugusta öldin hefur verið frelsisöld kvenna. Slíkar
gerbreytmgar hafa orðið á stöðu þeirra og réttmdum að
erfitt er fyrir nútímafólk að skilja hvemig karlar gátu
réttlætt afstöðu sína til kvenna fyrr á tímum. Það verður
þó tæplega fyrr en á næstu öld sem feður geta horft með
öllu kinnroðalaust framan í dætur sínar.
Guðmundur Magnússon
Hermdarverk
af sér-
trúarástæðum
Yfirforingi japönsku lögreglunnar,
Takaji Kunimatsu, hefur veriö
skotinn úti fyrir heimili sínu í
Tokyo, en var hugaö líf þegar þetta
er ritað. TOræöismaöur var þá
ófundinn, en morötilraunin er í
Japan sett í sambánd viö rannsókn
lögreglunnar á taugagasárás á far-
þega neðanjarðarlesta í höfuðborg-
inni fyrir tæpum hálfum mánuði.
Þar voru tíu manns drepnir með
taugagasinu sarín en 5.500 veikt-
ust, og er óséö hver eftirköstin
veröa fyrir allmarga þeirra.
Rannsókn á því hverjir létu koma
sarín fyrir samtímis í fimm neðan-
jarðarlestum, öllum á leið á sömu
stöð í hverfi stjórnarbygginga í
miðborg Tokyo, beindist fljótt að
sértrúarflokknum Aum shinrikyo,
en það má þýða Æðsti sannleikur.
Síöan hefur komið í ljós mikiö safn
efnavara sem nota má til að fram-
leiða sarín og fleiri eiturefni í 25
bækistöðvum trúflokksins.
Japönsk blöð segja að efnamagn-
ið hefði nægt til aö framleiða 50
tonn af sarín, en hálft millígramm
af efninu nægir til að drepa mann
úr taugalömun á svipstundu. Kom-
ið hefur á daginn að leiðtoga flokks-
ins, Shoko Asahara, hefur á síðustu
misserum orðið tíðrætt um sarín í
yfirlýsingum, og hefur hann haldið
því fram aö því sé beint gegn sér
og áhangendum sínum af óvinum,
einkum her og leyniþjónustu
Bandaríkjanna.
Meginboðskapur Asahara hefur
verið á þá leið að bandarísk gereyö-
ingarárás á Japan muni eiga sér
stað 1997, og þeir sem komast vilji
undan þegar hún dynji yfir skuli
ganga í sértrúarflokk sinn. Þar er
svo beitt fostum og heilaþvotti með
hjálp rafbúnaðar, geðlyfja og fíkni-
efna til að gera áhangendurna leið-
toganum undirgefna. Að sjálfsögðu
er þess krafíst aö safnaðarfólk af-
sali forustunni öllum eigum sínum.
Árásin á farþega neðanjarðar-
lestanna í Tokyo hefur rifjað upp
að í júní í fyrra biðu sjö bana og
hundruð veiktust af saríneitrun í
borginni Matsumoto. Það geröist í
námunda við heimili dómara sem
fór með landaþrætumál gegn söfn-
uðinum. Japanskir fjölmiðlar
%gja nú lögreglunni á hálsi fyrir
að ganga slælega fram í rannsókn
þess máls.
Þvi er haldið fram aö lögregluyf-
irvöld hafi skirrst við að ganga
röggsamlega fram gegn stofnunum
sem bera trúaryfirskin. Bent hefur
verið á að sex ár eru hðin síðan
lögfræðingur sem fór í mál við sér-
trúarflokkinn hvarf ásamt konu
sinni og barni pg hefur ekkert til
þeirra spurst síöan. Fleiri manns-
hvörf eru kunn í rööum þeirra sem
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
lent hafa í útistöðum við Aum shin-
rikyo, og hefur ekkert þeirra verið
upplýst.
Shoko Asahara hefur síðustu ár-
in rekið áróður fyrir útbreiðslu
safnaðar síns í Rússlandi og orðið
vel ágengt með því að kaupa út-
varps- og sjónvarpstíma hjá rúss-
neskum ríkisfjölmiðlum í fjár-
svelti. Er nú svo komið að tala rúss-
neskra áhangenda hans er talin
slaga upp í fjölda japanskra, sem
áætlaöir eru ekki færri en 10.000,
þótt leiðtoginn hafi haldið því fram
að þeir fylli 30.000.
Boðskapur um að komast í hóp
útvalinna með því að beygja sig
undir strangan aga sértrúarsafn-
aða reynist eiga greiðan aðgang að
mörgum rótleysingjanum á and-
legri auðn. Síðan leiðir af köllun-
inni að hinum útvöldu er allt heim-
ilt til framdráttar málstaðnum. Við
bætist svo að heimsendisboðskap-
ur hefur sérstakt aðdráttarafl við
meiri háttar tímamót, lok annars
árþúsunds tímatalsins jafnt og hins
fyrsta.
Þessar skýringar þykja líklegast-
ar á tíðindum af válegum afdrifum
áhangenda heimsslitasafnaða,
livort heldur er Branch Davidian í
Texas, þar sem 70 brunnu inni í
orrustu við lögreglusveit, eða
Reglu Sóarmusterisins, en óljóst er
hvort 48 af áhangendum hennar
frömdu sjálfsmorð eða voru myrtir
í Kanada, Sviss og Frakklandi.
Nýlundan sem nú blasir viö er
að ofstækismenn með hlýðna fylgi-
fiska í kringum sig eru farnir að
undirbúa og framkvæma árásir af
handahófi og í stórum stíl á náung-
ann. Og slíkt er ekki bundið viö
Japan. Bruce Hoffman við hryðju-
verkarannsóknardeild St.
Andrews-háskóla í Skotlandi
minnir á í viðtali við International
Herald Tribune, að bandarískir
hópar kristinna kynþáttaofsækis-
manna urðu uppvísir að því 1984
að leggja á ráð um að eitra vatns-
ból Washington og Chicago og hjá
flokki í Arkansas fundust hátt á
annað hundrað lítrar af blásýru.
Takaji Kunimatsu, yfirforingi rikislögreglu Japans, særðist alvarlega í
haglabyssuárás. Símamynd Reuter
Skoðanir armarra
Fjölgun vanræktra barna
„Stóraukin útgjöld vegna umönnunar barna hafa
ekki stigið vegna uppbelgdra skrifiinna eða útsjón-
arsamra þrýstihópa heldur vegna dapurlegrar fjölg-
unar í hópi misnotaöra og vanræktra barna. Fjöldi
þessara bama jókst úr 262 þúsundum 1982 í 445 þús-
und 1993 og þeim heldur áfram að fjölga. Ein mikil-
væg ástæða fjölgunarinnar er stóraukin notkun
krakk-kókaíns og það er fráleitt að kenna saklausum
bömum um hana.“
Úr forystugrein The Washington Post 25. mars.
Þrjótar veröi afhjúpaðir
„Forsetinn gerði vel í að krefjast rannsóknar á
morði DeVine, saklauss Bandaríkjamanns í Guate-
mala, sem drepinn var af manni á launum hjá CLA.
Stjóm Clintons getur notað tækifæriö til að marka
ný viðhorf til leynilegra aðgerða. Hún getur lagt
spilin á borðið og gert öllum ljóst aö framvegis muni
þrjótar, sem misnota samband sitt við Bandaríkin,
veröa afhjúpaðir í staö þess að njóta verndar."
Úr forystugrein New York Times 26. mars.
Skjól fyrir Bosníukróata
„Stríðiö í fyrrum Júgóslavíu er grimmt og geta
Svía til hjálpar er takmörkuð. Tímabundin dvalar-
leyfi bjóða vissulega upp á deilur - flóttamennimir
skjóta rótum en verður vísað úr landi í náinni fram-
tíð - en hinn valkosturinn sem Bosníukróatar standa
frammi fyrir er verri. Hinir þjáðu Bosníukróatar
verða nú þegar að fá afdráttarlausa tryggingu fyrir
því að Svíar skjóti yfir þá skjólshúsi svo lengi sem
stríðið á Balkanskaga geisar.“
Úr forystugrein Expressen 27. mars.
%