Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 34
46
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
Sérstæð sakamál
Enska stúlkan Judith Berry varð
að viðurkenna að hún vissi ekki
alveg hvað það var í fari íranska
liðsforingjans sem heillaði hana.
Ef til vill var það einkennisbúning-
urinn. En það gat líka verið eftir-
vænting því að hún vissi að yrði
hún hans myndi hún búa á fjarlæg-
um stað sem væri í flestu ólíkur
heimahögum hennar. Hún yrði
húsmóðir í Teheran í íran.
íranski Uðsforinginn Khosrow
Behzadi Nejad varð afarhrifinn af
Judy við fyrstu sýn. íranski herinn
hafði sent hann á námskeið í Sand-
hurst-herskólanum í Englandi.
Judith vann á litlu veitingahúsi
skammt frá skólanum og þar
kynntust þau. Þegar námskeiðinu
var að ljúka og hann á forum heim
aftur spurði hann hvort hún vildi
giftast sér og hún tók bónorðinu.
Þetta var árið 1950.
Ekki var hægt að gefa þau saman
að múslímskum sið á Englandi og
því gengu þau í borgaralegt hjóna-
band. Var ætlunin að þau giftu sig
síðar í Teheran að hætti rétttrú-
aðra þar.
Unnustan
beið heima
Ýmis vandamál áttu eftir að
verða á vegi ungu hjónanna.
Khosrow hafði leynt Judith því aö
hann var trúlofaður í Teheran. Að
þarlendum sið höfðu foreldrar
hans og ungrar stúlku ákveðið að
þau myndu giftast. Þá var Khosrow
tólf ára en eiginkonan verðandi ell-
efu ára.
Þegar Judith og Khosrow komu
til Teheran lýsti faðir hans, majór
í íranska hemum, yfir því að
hjónabandið með ensku stúlkunni
væri ógilt. Khosrow bæri að virða
það samkomulag sem gert hefði
verið við fjölskyldu írönsku stúlk-
unnar. Judith yrði að fara heim til
Englands.
Khosrow neitaði að fara að vilja
fóður síns og þótt hjónaband hans
væru ólöglegt að íslömskum sið
stofnaði hann heimili meö Judith.
Heimsóknin
Dag einn komu móðir Khosrows
og amma stúlkunnar sem honum
hafði verið valin í heimsókn. Þær
reyndu að skýra fyrir honum að
samkomulagið sem gert hafði verið
forðum yrði að standa en þeim
tókst ekki að vinna Khosrow á sitt
band.
Þá stóð amma stúlkunnar á fæt-
ur, leit á Judith og sagði. „Þú verð-
ur aldrei hamingjusöm. Þú munt
ala son en hann mun aðeins færa
þér sorg. Þar kemur að hann mun
standa fyrir framan dómara og
verða refsað fyrir synd föður síns.
Þið Khosrow munuð skilja og hvor-
ugt ykkar finna hamingjuna því að
hún getur ekki hvílt á sorg annarr-
ar manneskju. Svona verður það.“
Nokkru síðar varð Judith ólétt.
Fóru aöstæður hennar nú síversn-
andi. í heimalandi sínu hafði hún
vanist frelsi en nú naut hún engra
réttinda. Tengdamóðir hennar gaf
henni stöðugt skipanir. Þegar hún
varð léttari ól hún son en þá var
henni sagt að hann yrði alinn upp
í múslímskum sið.
Heimferðin
Khosrow fékk stöðugt að kenna
á því að hann hafði brotið siðaregl-
ur samfélagsins. Honum var neitað
um stöðuhækkanir í hemum og
brátt fóru að koma brestir í hjóna-
bandið. Rifrildi urðu daglegt brauð
og þegar Judith gat ekki þolaö
ástandið lengur vildi hún fara heim
til Englands með son sinn.
Hún reyndi að fá Khosrow til að
Garland d'Olivieras.
Ragahem Stevens, Moosa Moses og
George Glen. Þessir menn höfðu
þá sérstakan áhuga á töflum sem
gengu undir nafninu Mandrax.
Lágmarksrefsing við að versla með
þær var fimm ára fangelsi.
Jafnframt því að kaupa og selja
töflur og aðra vímugjafa setti Be-
hrooz á stofn skóla í sjálfsvarnar-
Ust, einkum karate, sem hann hafði
lært í herskólanum í íran. Honum
sást hins vegar yfir þá staðreynd
að enginn grundvöllur var fyrir
rekstri skólans því fjöldinn allur
af ungum mönum í Suður-Afríku
fékk kennslu í þeim íþróttum án
endurgjalds.
Behrooz varð að loka skólanum
en þá var hann orðinn skuldugur
og fjárþörfin meiri en áður.
Hagnaðaráætlunin
Árið 1978 hafði Behrooz gert áætl-
un sem átti að færa honum skyndi-
hagnað og gera honum kleift að
komast til Englands með Garland.
Hann hafði samband við Stevens,
Moses og Glen og sagðist geta út-
vegað þeim 20.000 Mandrax-töflur.
Verðið skyldi vera 20.000 rands.
Khosrow Behzadi Nejad.
Behrooz.
koma með sér en hann vildi það
ekki. Þá varð henni fljótlega ljóst
að soninn fengi hún ekki að taka
með sér. Að lokum fór svo að hún
sá að ekki var um annað að gera
en halda ein heim. Hún fékk þó
leyfi til að skrifast á við son sinn
en bréfin voru ritskoðuð. Þá var
henni gerð grein fyrir því að hún
myndi aldrei fá aö sjá hann.
Sonurinn, Behrooz, og hún hitt-
ust þó síðar. Það gerðist árið 1972.
Eins og faðir hans og afi hafði hann
gengið í íranska herinn. En hann
hafði tekið þátt í samsæri til að
steypa keisaranum og varð að flýja
land. Hann ætlaði sér til Suður-
Afríku en þar eö leiöin lá um Lon-
don hafði hann samband við móður
sína.
Erfiðleikar
í nýja landinu
„Ég sagði honum ekki frá spá-
dómnum," sagði Judith síðar um
þennan fund þeirra. Ástæðan var
aö hluta til sú að ég vildi ekki valda
honum áhyggjum og hins vegar sú
að ég trúði ekki á slíkt.“
Ragahem Stevens.
Frá London hélt Behrooz til nýja
landsins og fékk starf í Höfðaborg
hjá fyrirtæki sem gerði viðskipti
við Árabalöndin. En launin voru
ekki há svo að hann og konan, sem
hann kvæntist þar, Miriam, höfðu
sjaldan nokkurt fé handa í milli í
mánaðarlok.
Árið 1977 urðu þáttaskil í lífi Be-
hrooz. Þá kynntist hann Garland
d’Olivieras, fyrrverandi fegurðar-
drottningu. Þau urðu mjög ástfang-
in. Nokkru síðar ákvað Behrooz að
fara frá konu sinni og flytjast með
Garland til Englands. En honum
var vandi á höndum. Hann skorti
fé. Behrooz hugðist leysa vandann
með því að gerast fíkniefnasali.
Hann þekkti áhættuna. Færi á al-
versta veg kynni hann að fá lífstíð-
ardóm. Rétt væri því að takmarka
áhættuna. Og með það í huga gekk
hann til verks. En ekki fer allt eins
og menn ætla.
Enn hallar
undan fæti
Meðal þeirra sem Behrooz gerði
fíkniviðskipti við voru þrír merin,
Judith Berry.
Spádómur eða.
• • •
Fíkniefnasalarnir voru mjög
ánægðir með tilboðið því verðið var
aðeins þriðjungur þess sem þeir
myndu geta selt töflurnar á til neyt-
enda. Fundur mannanna fjögurra
skyldi fara fram um tuttugu kíló-
metra utan Höföaborgar aðfaranótt
29. maí.
Behrooz haföi sagt Garland að
ferðbúast. Var ætlunin að þau færu
með flugvél til Englands morgun-
inn eftir næturfundinn. En fundur-
inn fór ekki eins og Behrooz hafði
hugsað sér. Kaupendumir þrír
gerðu athugasemdir og töldu varn-
inginn vera líkari aspiríntöflum en
þeim vímugjöfum sem þeir voru á
höttunum eftir. Þeir neituðu því að
afhenda töskuna með andvirðinu.
Örþrifaráð
Behrooz sá að honum tækist ekki
að blekkja þremenningana. Hann
tók því upp skammbyssu sem hann
var með innanklæða og skaut
mennina þrjá. Síðan þreif hann
töskuna með peningunum og ók í
skyndi til Höfðaborgar.
Þegar hann opnaði töskuna kom
í ljós að um tveir þriðju peninganna
voru í seðlum en afgangurinn í
mynt. Þar eð hann gæti ekki tekið
myntina með sér ákvað hann aö
fresta flugferöinni til Englands. Fór
allur dagurinn og hluti þess næsta
í að skipta myntinni í smáskömmt-
um í bankaútibúum.
Að morgni þriöja dags eftir at-
burðinn utan borgarinnar hélt Be-
hrooz út á flugvöll með Garland.
En þar beiö hans þá lögreglan.
Moosa Moses og George Glen
höfðu ekki dáiö í skotárásinni, að-
eins særst. Þeir fundust á lífi og
gátu sagt hver það var sem myrt
hafði Ragahem Stevens og skótið á
þá.
Fyrir rétti
Þann 19. september 1978 stóð Be-
hrooz fyrir Eric Grosskopf, dómara
í landsréttinum í Höfðaborg. Þá
sagði Grosskopf:
„Rétturinn telur að þú, Behrooz
Behzadi Nejad, hafír farið til fund-
arins með mönnunum þremur með
það í huga aö ráða þá af dögum ef
þeir afhentu þér ekki töskuna með
peningunum. Þú hefur gerst sekur
um morð að yfirlögðu ráði og tvær
morðtilraunir. Fyrir shk afbrot
kemur aðeins ein refsing til greina.
Þú verður hengdur. Megi Guð vera
sálu þinni náöugur."
Þrjár konur gengu
með tárvot augu
úr réttarsalnum
Miriam Nejad, kona Behrooz,
sagðist ekki skilja hvað gerst hefði.
Maður hennar væri að eðlisfari
blíður og hefði aldrei gert flugu
mein. „Ég hélt ekki að hann myndi
svíkja mig,“ sagði hún. „Ég taldi
að hjónaband okkar væri gott.“
Garland d’Olivieras sagði. „Ég
elska Behrooz. Við erum sköpuð
hvort fyrir annað og ég mun fara
fram á náðun. Fáist hún mun ég
bíða hans þótt það taki hann tutt-
ugu ár að fá frelsið.”
Þriðja og síðasta konan, Judith
Berry, móðir Behrooz, sagði: „Ég
er ekki hjátrúarfull. En hvernig gat
kóna í Teheran sagt þetta fyrir áður
en Behrooz fæddist? Var þetta spá-
dómur eða bannfæring sem náði
fram aö ganga á hátt sem verður
ekki skýrður?"
Svo bætti hún viö: „Eitt veit ég
þó og það er að hefði maðurinn
minn elskað mig í raun og veru
hefði hann flust með mér aftur til
Englands og þá hefði þetta aldrei
gerst."