Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995' Fréttir Ágreiningur var í Súðavík um framgöngu í hreinsunarstarfi: Vinnuvélaeigendur deildu við slökkviliðsmennina - sumir vildu að öll verksummerki eftir snjóflóðið yrðu afmáð, segir í skýrslu slökkviliðsins „Það var ágreiningur meðal heima- marnia um framgöngu í hreinsunar- starfinu. í framhaldi af því fórum við af staðnum. Við höfðum aðrar hug- myndir en hluti heimamanna um það hvemig ætti að standa að þessu,“ segir Gunnar Öm Pétursson, varð- stjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, sem var í hópi sérþjálfaðra slökkvi- liðsmanna sem sendir vom til Súða- víkur eftir snjóflóðin í janúar til að hafa umsjón með hreinsunarstarf- inu. Þaö vekur athygli að í framhaldi af ágreiningi slökkviiiðsmannanna og heimamanna fóm slökkviiiös- mennimir frá Súðavík og hættu þar með starfi á vettvangi þrátt fyrir að þeir væm þrautreyndir að vinna undir þessum kringumstæðum. í greinargerð slökkviliðsmanna, sem fóm til Súðavíkur fyrstu dagana eftir snjóflóðið 16. janúar, kemur fram að ágreiningur var meðal nefndarmanna sem stjómuðu hreinsunarstarfinu um það hvemig að hreinsun væri staðið. Föstudag- inn 27. janúar segir í skýrslu slökkviliðsmannanna: „Ekki var full samstaða hjá nefndarmönnum um framhaldið. Sumir vildu að öll verk- summerki snjóflóðsins yrðu flarlægð en aðrir vildu aö farið yrði hægar og heimamenn ynnu verkið aö mest- um hluta. Ágreiningur þessi leiddi til þess að vinnuvélaeigendur á staðnum, sem höfðu hagsmuna að gæta, héldu því fram að við úr Reykjavík væmm að ákveða umfang verksins," ^egir í dagsskýrslu slökkviliðsmannanna þann 27. jan- úar 1995. Gunnar Öm segir að venjan sé þeg- ar slys verða að reynt sé að koma af vettvangi fómarlömbum og þeim sem tengjast atburðum með ein- i v •« "•m*>»**'%» «• ♦ , »«•«*>♦. i* • - • — 4 f > ’MIV' ■ . s \ \. ♦ . X S , v \\ ' * rr-i....... V 'r's 5 1 J E/v Heimamenn í Súðavik deildu um hreinsunarstarfið og sökuðu sérþjálfaða slökkviliðsmenn frá Reykjavik um aö taka af þeim völdin. Myndin er frá haugnum sem geymir húsarústir og persónulegar eignir þeirra sem lentu i snjóflóðinu. . DV-mynd Brynjar Gauti hverjum hætti. Hann segir slökkvi- utan um þetta. Ástandið á staðnum óskað," segir Gunnar Örn. liðsmenn vera þrautþjálfaða í að og fólkinu var þvílíkt að við vorum Fórnarlömb Súöavíkurslyssins vinna við þær kringumstæður sem að reyna að styðja fólk og grípa inn hafa gagnrýnt harkalega það offors vom í Súðavík. í þar sem þurfti. Við vorum tilbúnir og stjómleysi sem átt hefur sér stað „Við vorum bara að reyna að halda til að vera áfram hefði þess verið við hreinsunarstarfið og að ekki hafi verið haft samband við þau áður en byrjað var að fjarlægja leifar húsa þeirra og búslóða. Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri og hreinsunarnefndin í Súðavík hafa gefið út greinargerð þar sem ásökunum syrgjendanna er vís- að á bug. Þar segir að haft hafi verið samband við „eigendur og/eða full- trúa þeirra sem misstu húsin sín í flóðinu" fyrir fimmta fund fram- kvæmdanefndarinnar sem haldinn var 26 janúar. Þá segir í greinargerðinni: „undir- ritaður reiknar með að þessir syrgj- endur sjái ekki þessa hluti með sömu augmn og við hin“. Greinargerðin hefur hleypt illu blóöi í það fólk sem gagnrýnt hefur framkvæmd yfir- valda í hreinsunarstarfinu. Beglind Kristjánsdóttir, sem missti þijú böm í snjóflóðinu, segir greinilegt að með þessari greinargerð séu yfirvöld að þvo hendur sínar á kostnað þess fólks sem varð harðast úti 1 hamför- unum. „Staðreyndirnar um það hvernig þetta var framkvæmt í Súðavík blasa alls staðar við ef fólk vill sjá þetta. Ég vil ekki að þeir þvoi af sér skömm- ina og klúðrið á okkar kostnaö. Þess- ir menn eiga einfaldlega að viður- kenna sín mistök og allt sitt skipu- lagsleysi," segir Berglind. Hún segir að í greinargerðinni fel- ist hrein ósannindi þar sem sagt er að alls staðar hafi fengist leyfi til aö fjarlægja hús og eigur. Hún segir sárt að fólk sem hún þekki og sumt hafi jafnvel veriö vinir hennar skuli standa að slíkum óhróðri sem í grein- argerðinni felst. „Þetta er allt fólk sem við þekktum vel. Það hefði vel getaö hringt til okkar og annarra þeirra sem standa í svipuðum sporum," segir Berglind. -rt AMSUN BYÐUR TIL ^ífUINDÍMÓK ° í Fjölnishúsinu í Grafarvogi % flprðlklá lllddiði 17i0§ 5lf Úrslit hefjast Id. 14:00 gf i\ -h i ■H i \ Nýr Mazda 323 verður frumsýndur hjá Ræsi hf. um helgina. Ræsirhf.: Nýr Mazda 323 frum- sýndur um helgina Nýr Mazda 323 verður frumsýndur þjá Ræsi hf. nú um helgina. Bíllinn kemur, líkt og fyrirrennarinn, í þremur megingerðum, þriggja hurða hlaöbakur, flögurra hurða stallbak- ur og fimm hurða F-hlaðbakur. Þetta er alveg nýr bíll frá grunni. Útlitið er nýtt og gangverk að nokkru leyti líka, m.a. tvær nýjar vélar, 1,5 lítra, 88 hestöfl og V6-vél, 24 ventla og 145 hestöfl. Þessar nýju gerðir Mazda 323 eru með mun mýkra útliti en fyrirrenn- aramir og þá sérstaklega stallbakur- inn. Hlaöbakurinn er með sportlegu yfirbragöi og F-gerðin er líkt og eldri bíllinn nokkuð sérstæð í útliti. Þriggja hurða hlaðbakurinn er ódýrastur, kostar frá kr. 1.429.000, stallbakurinn er á verði frá kr. 1.444.000 og F-gerðin kostar frá kr. 1.767.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.