Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 LAUGARDAGUR 1. APRIL 1995 43 Hefur misst tvö þriggja bama sinna og bamabam í snjóflóðum: Ég hef alltaf óttast snjó- flóð og hata snjóinn - segir Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli, sem hjálpað hefur bömum og unglingum til betri vegar Ragna innan um rollurnar sínar sem hún þekkir allar með nafni. Komin heim á Laugaból eftir dvöl á sjúkrahúsi. DV-myndir Brynjar Gauti „Mér hefur oft verið misboðið um dagana en aldrei meira en þegar allt sem minnti á börnin mín var tekið og ekið í haug án þess að til þess feng- ist leyfi aðstandenda hinna látnu og án þess að til þess lægju ástæður. Þetta er það sem ég kalla að sparka í hggjandi mann. Þarna er gert út á sorgir annarra og þetta fyrirgef ég aldrei. Allt sem ég vildi voru minn- ingar. Ég mun fylgja því fast eftir að aht þetta mál verði rannsakað opin- berlega,“ sagði Ragna Aðalsteins- dóttir, bóndi á Laugabóli í Laugardal viö ísafjarðardjúp, sem orðið hefur fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að missa tvö af þremur börnum sínum í snjóflóðum og barnabarn að auki, með aðeins 5 ára millibili. Hún er þarna að vitna til þess að eigum Bellu dóttur hennar og Petreu barnabams hennar, sem létust í snjóflóðinu í Súðvík, var ekið á haug rétt innan við Súðavík. Blaðamaður og ljósmyndari DV heimsóttu Rögnu á Laugabóli og fóru með henni til Súðavíkur. Vegið að sálum fólks Hamfarirnar í Súðavík eiga sér eft- irmál sem Ragna er ekki sátt við. Hún hefur sagt opinberlega aö hreinsunarstarfið í Súðavík hafi ver- ið framkvæmt af slíku offorsi að það sé vegið að sálum fólks með þeim aðförum. Þá segir hún að þetta hafl verið framkvæmt án þess að leyfi hafi legið fyrir frá aðstandendum. í samá streng taka aðrir sem urðu fyr- ir ástvinamissi í hamforunum. Skólabók á haugnum Þegar haugurinn á Langeyri, innan þorpsins, blasir við er numið staðar og Ragna segir að hún vilji að menn sjái þetta með eigin augum. Það hef- ur verið sólskin í tvo daga og snjór bráðnað svo hlutir eru að koma í ljós. Tveir menn hafa þann starfa að tína hlutina saman jafnóðum og bráðnar ofan af þeim. Frá veginum blasir við barnaþríhjól, vatnsrúm og fatnaður af öllu tæi, meira að segja skólabók hggur hálfopin á haugnum. „Ég er fegin að þiö skuhð sjá þetta með eigin augum. Það er tilhneiging hjá ráðamönnum að segja að við syrgjendur séum rugluð af sorg og ekkert að marka okkur,“ segir Ragna. Hún rifjar upp atburðinn í Súðavík þar sem hún verður í annað sinn á fimm árum að mæta því að missa barn sitt vegna snjóflóða. „Þegar mér var tilkynnt um lát dóttur minnar og dótturdóttur hringdi maöur í mig og sagöi: „Þær eru fundnar og báðar látnar." Mér sortnaði fyrir augu, rak upp óp og missti tóhð á gólfið. Þegar ég tók aft- ur upp símtólið hafði sambandið rofnað. Ég vissi ekki hverjar voru látncir; hvort það voru fuhorðnu manneskjurnar eða mæðgurnar. Það var rafmagnslaust á bænum og við vorum gjörscimlega sambandslaus við umheiminn. Útvarpið gekk reyndar fyrir rafhlöðum en þær voru tómar. Ég setti þær á ofn.til að reyna að hlaða þær svo við gætum heyrt fréttir af þessum hræðhegu atburð- um.“ Þannig rifjar Ragna upp mánudag- inn 16. janúar þegar dóttir hennar, Beha Vestfjörð, og bamabam, Petrea, fómst ásamt 12 öðmm Súð- víkingum. Var óróleg á sunnudeginum Ragna segist hafa verið óróleg allan sunnudaginn og á mánudagsmorg; uninn og hafi hringt í marga. Á mánudagsmorgninum eftir að flóðið féll reyndi hún að hringja til Bellu dóttur sinnar og fleiri Súðvíkinga. „Sirrý systir mín á Strandseljum hringdi í mig um hádegi á mánudeg- inum og spurði hvort ég vissi hvað hefði gerst í Súðavík. Ég neitaði og sagðist vera að koma frá því að gefa. Þá sagði hún mér að það hefði fahið snjóflóð á Súðavík. Ég hringdi strax í frystihúsið þar og spurði eftir Bellu. Sá sem varð fyrir svömm sagöist ekkert vita og að hann væri ókunn- ugur þama. Nokkuð löngu seinna hringdi svo maðurinn sem skýrði mér frá láti þeirra. Ég var í algjörri óvissu allan mánudaginn og fram á þriðjudag," segir Ragna. Hún segist hafa reynt að hringja th að fá upplýsingar en ekki náð sam- bandi. Hún náði að kveikja á útvarp- inu seinnipart þriöjudags og þá heyrði hún nöfn þeirra sem létust. „Þegar við höfðum náð að hlaða rafhlöðumar nógu mikið til þess að heyra í útvarpinu heyrðum við lesin upp nöfn þeirra sem létust og þá fékk ég þær fréttir að þetta væru Beha og Petrea. Ég hélt að ég myndi ekki rísa undir þessu áfahi. Næstu daga hírð- umst við í ísköldu húsinu og ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég var búin að dúða mig í margar peysur og taka til allar ábreiður sem fund- ust. Við héldum til þeim megin í húsinu sem var undan veðri. En allt kom fyrir ekki - kuldinn og sorgin nístu mig í gegnum merg og bein. Þegar Bjarki fórst á Óshlíðinni 8. mars 1989 heyröi ég það hka í útvarp- inu. Það var sagt að tveir menn hefðu farist og ég vissi að Bjarki var á ferð- inni á þessum tíma.“ Sóttmeö þyrlu Ragna dvaldist á Laugabóli eftir slysið þar til þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti hana fjórum dögum eftir að mæðgumar létust. Þá hafði geisað stórviðri í allt að viku og bærinn var enn rafmagnslaus. „Það er í mínum huga ljóst að það mátti ekki tæpara standa. Ég var al- gjörlega örvilnuð og það var ískuldi í húsinu. Ég veit ekki hvort hefði bugað mig á undan, sorgin eða kuld- inn. Við lifðum á súrmat vegna þess að ekkert var hægt að hita. Þetta voru daprir dagar. Við vorum þrjú í heimhi, tæplega áttrætt gamalmenni og annar fullorðinn maður. Það var ekki fyrr en á fimmtudeginum að hjónin á Birnustöðum, næsta bæ, náðu að brjótast að Laugabóh með heitt kaffi. Það var mikhl léttir þegar þyrlan kom með Þorstein yfirlækni innanborðs og ég var flutt á sjúkra- húsið á ísafirði.“ Sonur Rögnu, Gunnar Bjarki, fórst við annan mann í Óshlíð, mhli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals, fyrir nokkrum árum þegar hann var á leiðinni frá Bolungarvík til vinnu á ísafirði. „Ég átti mjög erfitt eftir að Bjarki dó. Við höfðum ákveðið að hann flytti að Laugabóh með konu og tvö börn og tæki við búinu. Hann ætlaði bara að klára veturinn og koma svo. Ég tel að Þorsteinn yfirlæknir á sjúkrahúsinu á ísafirði hafi bjargað mér í erfiðleikum mínum og frá því að fara yfir um, bæði eftir að Bjarki féh frá og svo nú þegar Bella og Petrea létust. Hann hefur sýnt mér einstaka vináttu og alúð og án hans væri ég ekki þessa heims lengur. Ég fuhyrði það.“ Hefur alltaf óttast snjóflóð Dauðsfoll Bellu, Bjarka og Petreu eru ekki þau einu sem orðið hafa vegna snjóflóða í ætt Rögnu. Afi hennar fórst í snjóflóði fyrir norðan sem ungur maður. Hún segir að það hafi haft þau áhrif á afkomendur hans að óttinn við snjóflóð sé viðvar- andi. „Mér væri alveg sama þótt ég flytti th útlanda þar sem ég sæi aldrei snjó. Mér hefur ahtaf þótt hann leiðinleg- ur en núna hata ég snjóinn. Snjórinn er búinn að hrifsa frá mér þrjú börn. Hún Petrea litla var reyndar barna- barn mitt en hún var meira og minna hjá mér allt frá því hún fæddist. Það er kannski það sárasta við þetta allt saman að ég hef ahtaf óttast snjóflóð og þetta innrætti ég börnum mínum. Bæði Beha og Bjarki óttuðust snjó- flóðin." Sjálfstæð móðir fremur en einstæð Ragna hefur-verið bóndi á Lauga- bóh í 40 ár. Áður en hún tók við búinu, við lát föður síns, bjó hún um tíma í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem hún stundaði m.a. sjó um tíma og reri þá með þekktum aflamanni, Jóhanni Símonarsyni, sem nú er skipstjóri á Bessa frá Súðavík. Hún hefur alla tíð verið einhleyp og hefur sjálf staðið fyrir búi sínu ein og úr alfaraleið. Hún er þó-ekki með neinn barlóm og það hnussar í henni þegar hún er spurð hvort ekki hafi verið erfitt að vera einstæð móðir. Hef aldrei þurftneinn karl „Ég hef aldrei þurft neinn karl th að segja mér fyrir verkum, ég er allt- of frek og skapstór th að þaö geti gengið. Ég sakna þess ekki og hef ahtaf verið sjálfri mér nóg. Ég hef heldur aldrei þurft neina samúð vegna þess að ég var ein með þrjú börn, reyndar er ég bara stolt af því. Ég hef sjálf séð um mitt og mína og vil ekki meina að ég hafi verið ein- stæð móðir. Ég vh heldur segja að ég hafi verið sjálfstæð móðir. Eg hef lítið þurft að sækja til annarra, sem betur fer.“ Ragna segir að þrátt fyrir að það hafi orðið viðhorfsbreyting á síðari árum gagnvart þeim mæðrum sem fæða börn utan hjónabands hafi á árum áður oft verið stutt í niðurlæg- inguna. Endurgreiðslu hafnað vegna hjúskaparstöðu „Það er mér í fersku minni þegar Bella, sem var elst barna minna, veiktist iha. Ég þurfti að fara með hana rúmlega ársgamla 13 kílómetra leið á hestbaki, vaföa inn í sæng. Síð- an var farið meö bát th ísafjarðar og áfram með flugi th Reykjavíkur. Þetta voru þó smámunir hjá þeirri niðurlægingu sem ég varð fyrir þeg- ar ég framvísaði reikningnum fyrir læknisaðstoðina. Mér var sagt að ég fengi þetta ekki endurgreitt vegna þess að hún væri ekki hjónabands- bam. Mér er annað dæmi ofarlega í huga sem einnig varðar Behu dóttur mína. Eftir að hún lauk námi á Hvanneyri og útskrifaðist sem bú- fræðingur vildi hún fá jörðina Þernuvík th ábúðar. Hreppsnefndin neitaði henni um jörðina á þeim for- sendum að hún væri ekki gift. Henni var meira að segja tvisvar neitað." Vegurinn lokaður svo vikum skiptir Laugaból er inni í Laugardal í ísa- fjarðardjúpi. Ragna rekur þar bland- að bú, er með 150 kindur og 9 kýr. Hún hefur verið mikið frá búinu í vetur og reyndar allt frá því hún missti son sinn. Síðan Súðavíkur- slysið varð hefur hún meira og minna dvahð á sjúkrahúsinu á ísafirði. Á meðan sér einn „gömlu“ sumardrengjanna hennar um búið. Þrátt fyrir flarvistir Rögnu er bærinn hvítskúraður út úr dyrum. Hún seg- ist ekki þurfa að hafa áhyggjur þótt hún sé að heiman. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af búinu á meðan ég er í burtu því drengurinn sér um það. Ég á erfitt með að vera hér innan um minning- amar. Ég gæti kannski unaö hér ef ekki væri lokaður vegurinn fram eft- ir svo vikum skiptir. Ég þoh ekki einangrunina og innilokunina. Mér finnst verst að heimamenn skuh vhja halda þessum vegarspotta lokuðum. Ég vh ekki vera lokuð svona inni. Mér hður svo iha að ég get hreinlega ekki verið héma undir þessum kringumstæðum." Alla tíð umdeild Ragna á Laugabóli á marga vini þótt margir séu thbúnir að hnýta í hana. Hún segist vera sér þess með- vitandi að ekki sé öllum hlýtt til hennar. „Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á mér og það er vald- niðsla. Ég hef alla tíð verið mjög umdeild og þaö stafar trúlega af því að ég hef farið mínar eigin leiöir án thlits th þess hvað öðrum finnst. Ég hef staðið í stríði og það er kannski þess vegna sem ég hef ekki verið tal- in gjaldgeng í neinu félagsstarfi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum og látið þær fara beint út í loftið. Ég á fáa vini en það eru góðir vinir og ég held fast utan um þá.“ Ragna hefur verið með fjölda barna og unghnga í vist í gegnum tíðina og flest halda þau sambandi við hana. Mörg þeirra komu að Laugabóli á erfiðleikatímabhi í hfi hennar. Ragna segist ahtaf hafa getað umgengist unglinga, hversu baldnir sem þeir hafi verið. Hún segist ekki vita annað en að ahir sem hjá henni hafa dvalið hafi komist til manns. Það má eigin- lega segja að hún hafi rekið alhliða unghngameðferðarstofnun og náð árangri. Þörffyrir að hjálpa unglingum „Öh þau 72 börn og unglingar sem dvahð hafa hjá mér í gegnum tíðina eru vinir mínir. Ég hef ahtaf um- gengist þau eins og hvert annað fólk en auðvitað hafa þau orðið að fylgja ákveðnum reglum. Það hafa verið hjá mér börn aht niður í þriggja ára gömul og ég hef ekki tekið þau th að fá fyrir það peninga - ég hef aldrei tekið krónu fyrir. Ég hef haft þörf fyrir að hjálpa þessum krökkum. Mörg hafa verið afvegaleidd og átt mjög erfitt þegar þau komu th min. Sum hafa verið í vandræðum vegna áfengis eða lyfjaneyslu. Ég veit ekki betur en að þessir vinir mínir séu ahir á réttum khi í dag.“ Rögnu er heitt í hamsi þegar hún talar um þær lausnir sem boðið er upp á í dag þegar börn og unglingar fara út af sporinu. „Þau halda flest sambandi við mig og það létu fjögur þeirra heita í höf- uðið á mér. Nútíminn krefst lausna á borð við geðdehdir og meðferðar- heimhi sem sjaldnast skila árangri. Mínar lausnir eru fólgnar í því að tala við unglinga, vera sanngjörn við þá og veita þeim nauðsynlegan aga. Ég hef aldrei þurft néinar töfralausn- ir byggðar á innhokun og formúlum. Ég var og er félagi þeirra og vinur. Það er fyrsta og síðasta boðorðið. Nú þykir ekki lengur nógu gott að senda börn í sveit sem er langhehbrigðasta lausnin. Þetta byggist á því að leysa málin á mannlegum nótum og á per- sónulegan hátt. Venjuleg víxlspor hjá unglingum verða ekki læknuð með innlögn á geðdeild eða með því að loka þá inni í fangelsi." Það hefur ekki ahtaf verið flókinn aðdragandi að því að fólk hefur kom- ið í vist til Rögnu um lengri eða skemmri tíma. Hún rifjar upp dæmi um slíkt. „Það var ungur maður sem var búinn að lenda í ýmsum hremming- um og átti erfitt; hann hringdi í mig og spurði hvort mig vantaði vinnu- mann. Ég hafði aldrei heyrt manninn nefndan en spurði hvort hann ætti bíl. Hann játaði því og þá sagði ég honum að taka koddann sinn og sængina, setja í bíhnn og koma. Svona réð ég þennan mann og við erum vinir í dag.” Bændur á fátæktarmörkum Það er sól í Laugardal þennan marsdag þegar DV er þar á ferð. Ragna er ekki komin til að vera held- ur aðeins í heimsókn. Það er undar- legt að koma með henni í fjárhúsin. Þar eru vinnumennirnir hennar, Hahdór Ólafsson og Einar Ásgeirs- son, að störfum. Reyndar eru þrír karlmenn á heimhinu. Þarna er líka gamah maður sem er danskur í aðra ættina og þýskur í hina. Ragna segist hafa fengið pláss fyrir hann á elli- heimili en honum hafi leiðst svo mik- ið að hún hafi ákveðið að taka hann aftur heim. Þegar Ragna birtist horfa hundrað kindur á hana og fagna henni. Hún talar um kindurnar sfnar og það er hlýja í röddinni. „Ég þekki þær ahar með nafni og get sagt ykkur sögu þeirra ahra. Þarna er hún Ryðja sem ber nafn sitt af því hún ruddist alltaf fram fyrir, þarna er Fjallarós og þetta er Nettla. Það sem mér finnst sárast er að það er búið að gera fólki ókleift að lifa af þessum smærri búum. Ég er búin að stunda þetta í yfir 40 ár og mér rennur th rhja hversu marg- ir bændur eru komnir niður á fá- tæktarmörk. Sú stefna sem rekin er gagnvart bændum í þessu landi er hrein útrýmingarstefna. Ég er alin upp í þeim sið að eyða ekki meiru en ég afla. Á mínum tekjum hef ég Til Bellu Ef aö bjátar eitthvað á og ætlar gleöi aö dvína, ljúfi Jesú, leiddu þá litlu Bellu mína. Til Smára Guð þig leiöi, Garðar miirn, gleðji þig eftir þörfum. Lýsi þér ótal ljósgeislar og lán fylgi þínum störfum. Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli hefur misst tvö barna sinna og barnabarn i snjóflóðum á aðeins 4 árum. Hún segir Þorstein Jóhannesson yfirlækni á sjúkrahúsinu á ísafirði hafa bjargað sér í raunum sínum. Hann fór með þyrlu að Laugabóli á föstudeginum eftir Súðavíkurslysið og sótti Rögnu. ahð upp fjögur börn og komið þeim th mennta. Þær tekjur sem þessi bú gefa af sér í dag bjóða ekki upp á neitt nema fátækt. Núna er ég með tvo menn í vinnu við það sem ég er vön að gera sjálf og búið ber það ekki. Ég verð að borga með búinu til að geta þetta. Það verður að hafa sinn gang vegna þess að ég verð að vera á spítala.” Brennivín verra en krabbamein Á heimili Rögnu má strax sjá uppi á vegg áskoranir sem beint er gegn Bakkusi konungi, t.d. „Ö1 er böl“ og „Áfengi er mesta böl aldarinnar". Það er greinilegt að Bakkus á ekki ítök í stjómsýslu þessa heimhis. „Það er brennivínsbann heima hjá mér. Krabbamein er vont en brenni- vínið er verra. Ég hef smakkað vín í hófi en mér finnst það vont. Þótt mér fyndist það gott mundi ég ekki drekka það vegna þess hversu ægi- legar afleiðingarnar eru. Ég mundi aldrei nokkurn tíma bjóöa börnum að vera á bænum hjá mér ef það væri drukkið þar. Mér finnst það ekki passa." Seilst í sveitarsjóði „Ef það á að pína mig th að vera Súðvíkingur ætla ég að hætta að búa og fara héðan. Þessi sameining sveit- arfélaganna við Djúp felur í sér valdníðslu. Þessi sveitarfélög voru vel stæð og með sameiningunni er verið að seilast í þessa sveitarsjóði. Það má sjá hvers virði við erum hér; Vegagerðin vhdi moka héma fram eftir en sveitarstjórnin neitaði því af því það kostar einhveija peninga. Það stendur ábygghega ekki á því að moka þegar þarf að kjósa. Það er margt sem hefur breyst hér. Það er sárt að horfa upp á hvern bæinn af öðmm fara í eyði. Ég finn þó mest fyrir tómleikanum héma á bænum vegna þess að maður veit ekki lengur af börnunum sínum í fjarska. Þótt þau séu flutt veit maður ahtaf af þeim. Núna er þetta allt öðm vísi og þau horfin úr þessum heimi.“ Bella Vestfjörð var elst barna Rögnu. Næstur kemur Garðar Smári Vestfjörð sem er lærður húsasmíða- meistari. Hann er sá eini af börnum Rögnu sem lifir og er bóndi og hrepp- stjóri norður í Þingeyjarsýslu. Yngst- ur bama Rögnu var Gunnar Bjarki Vestfjörð. Hann var vélvirki. Að auki ólst Hjörvar Helgason upp hjá henni frá 10 ára aldri. Ragna haföi einn sið þegar börn hennar fóru að heiman fulltíöa. Hún gaf þeim gjöf hverju fyrir sig. Gjöfin kostaði ekkert annað en vinnu fyrir Rögnu. Hún orti th hvers þeirra vísu sem hún afhenti þeim. Ragna segir þau hafa geymt vísumar sínar eins og helga gripi. Ragna á Laugabóli er beygð undan þessum áfóhum en hún er enn ekki brotin. Hún segist ætla að beriast áfram á jörðinni sinni. „Ég ætla aö vinna mig út úr sorg- inni. Ég geri það líklega best með því að halda áfram að sinna búinu mínu og reyna að koma þeim unglingum th hjálpar sem th min leita. Ég veit ekki hvort ég þrauka héma lengi áfram en ég er að minnsta kosti ekki farin enn. Það er kannski þijóskan sem ræður því,“ segir Ragna á Laugabóli. -rt Til Bjarka Lánið þér fylgi og leiði þig, Bjarki, létti þér störfín hvert sem þig ber. Hugdjarfur gakk fram hjá hættum og slarki, haf umfrarn allt Jesú í verki með þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.