Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 Skák Jóhann átti í fullu tré við Kasparov - Noröurlanda- og svæðamótinu lýkur um helgina Garrí Kasparov, heimsmeistari og að margra dómi sterkasti skákmaður allra tíma, lék á als oddi í heimsókn sinni hingað til lands um síðustu helgi. Kasparov kom hingað á vegum Sjónvarpsins, að undirlagi Her- manns Gunnarssonar og Helga Ól- afssonar, sem lagt hafa snörur fyrir helstu stórmenni skáklistarinnar: Fyrst Judit Polgar, svo Anatoly Karpov og nú Kasparov. Kasparov gerði hér stuttan stans en kom þó víða við. Heimsókn hans í Bláa lónið og til Hveragerðis nægði honum til þess að hrífast svo af land- inu að hann hyggst koma aftur í júní- mánuði óg njóta daganna. Hann heilsaði upp á börn og unghnga í Taflfélagi Reykjavíkur og sá mikli flöldi sem þar hyllti meistarann kom honum í opna skjöldu. Raunar var Kasparov sem steini lostinn yfir þvi mikla skáklífi sem hvarvetna blasti við; börnin og unglingamir, svæða- mót á Hótel Loftleiðum og ekki síst - hann sjálfur í heimsókn. Áður en að Sjónvarpsmótinu kom, sem fram fór í beinni útsendingu á Jóhann Hjartarson átti í fullu tré við Kasparov heimsmeistara. sunnudagskvöldið, tefldi Kasparov harla óvenjulega einvígisskák við Helga Áss Grétarsson, heimsmeist- ara unglinga. Þeir tefldu blindskák Ert þú í meðferð hjá sérfræðilækni? V insamlega athugaðu að frá og með 1. maí 1995 þarft þú tilvísun frá heilsugæslulækni eða heimilislækni til að sjúkrartryggingar haldi áfram að taka þátt í kostnaði við meðferðina. Hins vegar þarftu ekki tilvísun til að fara til augnlæknis. érfræðilæknar, sem stunda sjúklinga í langtímameðferð, eiga samkvæmt reglugerð að skrifa heilsugæslulækni eða heimilislækni sjúklings og gera grein fyrir þeirri meðferð sem veitt er. Jafnframt eiga þeir að gera tillögu um útgáfu tilvísunar, óski sjúklingurinn eftir því. t llar frekari upplýsingar um þessa nýju tilhögun eru fúslega veittar á næstu heilsugæslustöð og í nýútkomnum bæklingi, Spurt og svarað um tilvísanakerfið, sem dreift er til lækna, lyfjaverslana, heilsugæslustöðva og samtaka sjúklinga. iM, pn; HEILBRIGÐIS- OG l 'A TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN 5J7 RÍKISINS Nú verður ekki við neitt ráðið en gaman er að sjá hvernig Kasparov vinnur úr stöðunni. 26. Hael f4 27. Dh3 Dc4! 28. Bb6 Hf8 29. Rgl e4 30. Hdl Hf7 31. Bd4 Bxd4 32. cxd4 f3! 33. gxfi exf3 34. Hf2 Bd5 35. Dg3 Dxb4 36. Rh3 He8 37. Hdfl Hel 38. Rf4 fyrir framan sjónvarpsvélarnar; sátu sem sagt hvor á móti öðrum, án þess að hafa tafl á milli sín, og þuldu leik- ina upp úr sér. Þetta hefur Kasparov aldrei fyrr gert opinberlega og hann féllst þar að auki á að allur ágóði af keppninni rynni til Blindrafélagsins. Skákin var ævintýraleg og einstak- lega spennandi en meira segi ég ekki. Stefnt er að því að skákunnendur fái að sjá afraksturinn í Sjónvarpinu um páskana. Andstæðingar Kasparovs á sunnu- dagskvöldið voru stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson. Kas- parov hafði svart gegn Hannesi og Helga og vann þá báða nokkuð ör- ugglega en komst hins vegar ekkert áleiðis með hvítu gegn Jóhanni. í miðtaflinu náði Jóhann meira að segja undirtökunum og mátti Kas- parov prísa sig sælan að sleppa með jafntefli. Jóhann vann bæði Helga og Hannes og þar með urðu þeir Kas- parov jafnir með 3,5 vinninga hvor. Hannes vann Helga í innbyrðis skák þeirra. Úr varð að Kasparov og Jóhann tækju hraðskák til þess að skera úr um sigurinn og kom í hlut Jóhanns aö hafa hvitt. Jóhann lenti í erfiðleik- um í byijuninni, tókst að klóra sig út úr þeim en í miklu tímahraki beggja lék hann af sér manni. Þótt tíminn væri aö renna út var hand- bragð Kasparovs afar öruggt og hann var fUótur að innbyrða vinninginn. Þetta framtak Sjónvarpsins var af- ar vel heppnað og er vonandi að hald- ið verði áfram á sömu braut. Radíó- búðin var aðalstyrktaraðili mótsins og fleiri fyrirtæki og velunnarar skáklistarinnar komu við sögu. Ekki verður sniUdarinnar notið ókeypis. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Dc7 7. Df3 g6 8. Be3 b5 9. Bd3 Rbd7 10. 0-0 Bb7 11. a3 Bg7 12. Khl 0-0 13. Bgl Eðlilegra er 13. Hael, nú eða í næsta leik. 13. - Rb6 14. De2 Rfd7 15. a4? b4 16. Rdl Rc5 17. a5 Rbd7 Framrás a-peðsins leiddi einungis til þess að tengslin milli hvítu mann- anna rofhuðu og nú hefur svartur náð undirtökunum. 18. c3?! Rxd3 19. Dxd3 Rc5 20. De3 Rxe4 21. cxb4 Hfc8 22. Rc3 Rxc3 23. bxc3 e5! 24. fxe5 dxe5 25. Re2 f5! 38. - Hxf4! 39. Dg5 Ef 39. Dxf4 Hxfl+ 40. Hxfl f2+ og mát í næsta leik. 39. - Hxfl+ 40. Hxfl Dxd4 - Og Hannes gafst upp. Umsjón Jón L. Arnason CurtHansen stefnir á sigur Danski stórmeistarinn Curt Han- sen er langefstur á Norðurlanda- og svæðismótinu, sem lýkur á Hótel Loftleiðum um helgina. Keppninni er þó fráleitt lokið því að baráttan um þrjú efstu sætin, sem gefa rétt til þátttöku á millisvæðamóti, er geysi- lega spennandi. Bestu fréttirnar eru þó þær að síð- ustu umferðimar veröa tefldar uppi á efri hæðinni þar sem skákáhuga- menn hafa vanist því að sjá alvöru taflmennsku. íslensku keppendumir eru því loks lausir úr „gúanóinu” og má nærri geta hvílíku fargi er þá af þeim létt. Jóhann, Margeir og Helgi em aUir í baráttunni um sætin þrjú og hafa Jóhann og Helgi sótt í sig veörið eftir fremur dapra byrjun. Margeir varð að sætta sig við jafntefli í vænlegu tafli gegn Djurhuus í áttundu um- ferðinni og hafði áður tapað slysa- lega fyrir Curt. Þresti hefur gengið miður en á móti sem þessu má ekk- ert út af bregða. Staðan var þannig þegar þijár umferðir vom til loka: 1. Curt Hansen 7 v. af 8 mögulegum. 2. -4. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Pia Cramling 5 v. 5.-11. Helgi Ólafsson, Agdestein, Hector, Djurhuus, Gausel, TisdaR og Sune Berg Hansen 4,5 v. 12.-13. Lars Bo Hansen og Mortensen 4 V. 14.-15. Hannes Hlífar Stefánsson og Degerman 3,5 v. 16.-18. Þröstur ÞórhaUsson, Ernst og Manninnen 2,5 v. 19 - 20. Akesson og Sammalvuo 2 v. Níunda umferð var tefld í gær- kvöldi, tíunda umferð hefst kl. 16 í dag, laugardag, og lokaumferðin hefst kl. 13 á morgun, sunnudag. Fyrstu tímamörk em eftir fjögurra stunda taflmennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.