Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 11 Hringiðan Siðfræðistofnun Háskólans stóð fyrir ráðstefnu um helgina með yfirskriftinni „Fjölskyldan og réttlætið“. Rætt var m.a. um stöðu, aðbúnað og skipulag íjölskyldna í ljósi réttlætisins. Þátttakan í ráðstefnunni var góö þó svo að slæmt veðurfar hafi haft áhrif á ferðir borgarbúa um helgina. Menning Vatnslitaþrykkt náttúra Nú tíðkast hin breiðu spjótin í grafíkinni og hver sýningin á fætur annarri er nú opnuð á grafíklist og hvarvetna má sjá nýsköpun í tækni eða formi. Og sýn- ingagleðin er slík að fólk sýnir á nokkurra mánaða fresti án þess þó að vera að endurtaka sömu hlutina. Þórdís Elín Jóelsdóttir, er sýndi fyrir þremur mánuðum í Stöðlakoti málverk og grafik, hefur nú sett upp aðra sýningu á verkum sínum í Gafieríi Úmbru í næsta nágrenni. Verkin í Úmbru eru eins konar sambland málverks og grafíkur og talsvert ólík þeim sem voru í Stöðlakoti þó ekki leyni sér að sama listakona er á ferð. Einþrykk af glerplötu Að þessu sinni sýnir Þórdís Elín átta verk, öll unnin með tækni sem hún hefur sjálf þróað. Þar er um að. ræða málverk sem hún vinnur á glerplötur með gouac- he og vatnslitum og þrykkir síðan á svonefndan seiden kokon pappír. Pappír þessi er mjög þunnur og líkist að mörgu leyti taui og hefur sterka bindingu og teygju- þol. Því er hann afar hentugur í þessa gerð einþrykks sem byggist á því að pappírinn er lagður yfir blautt málverkið á glerplötunni, valsað yfir og látið þoma. Þegar pappírinn er oröinn þurr er hægt að ná honum af án þess að hann rifni og mun listakonan hafa verið lengi að finna pappír með þennan eiginleika af útskýr- ingabók að dæma sem liggur frammi á sýningunni. Sterkúr raunsæistónn Verk Þórdísar em ákaflega misjöfn. í helmingnum af verkunum em undarlegar nauðasköllóttar gouac- he-málaðar mannverur í forgrunni en í bakgmnni vatnslitalandslag sem er mismunandi sannfærandi en Myndlist Ólafur J. Engilbertsson þó ætíð með sterkan raunsæistón að undirlagi. Þessi verk, hin fyrstu þijú og það áttunda, eru fremur mis- heppnuð sem myndverk og sviplausar mannverarnar eru langt því frá trúverðugar í nábýli við náttúmna sem oftlega virkar eins og hálfkömð. Náttúra án íhlutunar Hin fjögur verkin, sérstaklega það sjötta og sjöunda, em af allt öðrum „kalíber". Þar fær náttúran að njóta sín til fulls án íhlutunar framandi vera annarra en gesta sýningarinnar. í verki númer sjö, er ber hið ljóð- ræna heiti „Mörkuð í spor svörð, magna fok af jörð“, má sjá hjólfór kljúfa landið sem er í fullum vorskrúða. Þetta er afar skemmtilega útfærð og vel heppnuð mynd þó ekki sæti hún miklum tíðindum fremur en aðrar á sýningunni, nema sakir tækninnar sem er án vafa markverðasta framlag listakonunnar að þessu sinni. Sýning Þórdísar Elínar í Galleríi Úmbru stendur til 19. apríl. Það var mikið að gerast í Perlunni um helgina þegar um 30 aðilar kynntu starfsemi sína á sýningunni Heilsa og heilbrigði. Ýmis samtök og fyrirtæki stóðu fyrir ókeypis rannsóknum á sýningargestum eins og t.d. blóðþrýstings- mælingum, mælingu á öndun, blóðsykurs og þrekmælingar. DV-myndir VSJ Svefnsófi m/springdýnu Veribkr.39J0a- (verð án arma) Rúm úr smíðajámi, margar stærðir Veribkr. 49.000.- Sjónvarpsskápur stærð 82x40x63 kr. 9.800.- CD standur fyrir 108 diska kr. 4.900.- Skrifborð, margir litir, stærð 64xl40.Verð á borði m/skúffuskáp. Veribkr. 29.400.- Stereoskápur / Sjónvarpsskápur stærð 82x40x105 kr.13.50a- Rúm m/springdýnu, svart eða crom Verð: 90x200 105x200 120x200 kr. 27.400.- kr. 32.400.- kr. 36.900.- Opið : Virka daga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-17 • Sunnudaga kl. 14-17 TM - HÚSGÖGN Síöumúla 30 - sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.