Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Launafólk Mætum öll í kröfugönguna og á útifundinn 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík OPIÐ HÚS Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir útifundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi verslunarinnar á fyrstu hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sumarbústaðabyggð í landi Norðurkots, Grímsneshreppi Hér með er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi í landi Norðurkots, Grímsneshreppi. Tillagan nær til núverandi og fyrirhugaðrar sumarbú- staðabyggðar. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Grímsneshrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, á skrifstofu- tíma, frá 3. maí til 31. maí 1995. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Grímsneshrepps í síðasta lagi 6. júní 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Grímsneshrepps Skipulagsstjóri ríkisins BÍLASALA KEFLAVÍKUR Til sölu Ford Econoline 7,3 dísii, árg. 9M2, ekinn 34 þús. km, innréttaður bíll, 44" dekk, 38" dekk og feigur fylgja. skipti möguleg. Upplýsingar ueitir Bílasala Keflavíkur í síma 92-14444 og e. kl. 20 í síma 92-12247. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja birgðageymslu við Óseyri 9 á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagn- sveitna ríkisins, við Óseyri 9, Akureyri, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 3. maí 1995 gegn kr. 10.000 í skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Akureyri fyrir kl. 10.00 föstudaginn 19. maí 1995 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-95004 Akureyri-Útboð 2“ Verkinu á að vera að fullu lokið laugardaginn 30. september 1995. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS WcuuUa#, LAUGAVEGI 118-105 REYKJAVlK SlMI 91-605500 • BRÉFSlMI 91-17891 Matgæðingur vikunnar Frískur rækju- forréttur og inn- bakaður lax Það er Stefanía Haraldsdóttir, húsmóðir í Reykjavik, sem er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Stefanía býður upp á frískan rækjuforrétt og innbakaðan lax með fylbngu. „Þennan forrétt hef ég mikið á sumrin. Hann er mjög frískandi með grillréttunum. Lax- inn er uppáhaldsuppskriftin mín. Hann elda ég líka oft á sumrin og hann er mjög vinsæll hjá fjölskyld- unni,“ segir hún. Uppskriftina að forréttinum bjó Stefanía til sjálf en aðalrétturinn er fenginn úr danskri bók sem hún segist nota mjög mik- ið. Frískur rækjuforréttur 250 g rækjur , Vi dós ananaskurl 1 græn paprika Sósa: /i dós mayonaise 1 dós sýrður rjómi safi af ananaskurh tómatsósa og worchestershiresósa eftir smekk. Stefanía blandar rækjunum og ananaskurUnu saman (safinn er tekinn af kurlinu að mestu) og kælir. Paprikan er skorin mjög smátt og blandaö saman við rækj- Stefanía Haraldsdóttir. urnar. Öllu blandað saman sem á að fara í sósuna. Stefanía ber rétt- inn fram með ristuðu brauði. Upp- skriftin er hugsuð fyrir fjóra. Innbakaðurlax með fyllingu 2 stór laxaflök 500 g ýsuflök 600 g smjördeig (frosiö) 5 dl sýrður ijómi 3 beikonsneiðar 1 egg 2 sítrónur salt og pipar Hitið ofninn í 220 gráður. Roð- flettið laxaflökin og hreinsið vel. Sefjið ýsuflökin í blandara, setjið sýrða rjómann og eggjahvítuna saman við, kryddið með salti og pipar. Kæhð maukið. Fletjið smjör- deigið út, smyijið ýsumaukinu á milh laxaflakanna, vefjið beikon- sneiðunum utan um og klæðið fisk- inn í smjördeigið. Stefanía skreytir síðan með afskurði af deiginu og penslar meö eggjarauðu. Bakiö í ofni í 20 mínútur og minnkið hitann í 180 gráður og lát- ið vera í 15 til 20 mínútur í viðbót, eða þar til deigið er orðið ljós- brúnt. Skerið sítrónumar og skreytið laxinn. Borið fram með soðnum smjörsteiktum kartöflum, skreyttum með fersku diUi. Upp- skriftin er fyrir fjóra til sex. Stefanía skorar á Sigrúnu Ólafs- dóttur, kennara og húsmóður, vin- konu sína að vera næsti matgæð- ingur. Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 99 17 00. Hinhlidin Ætla að spila meira og meira - segir Szymon Kuran borgarlistamaður Borgarlistamaður Reykjavíkur sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Það er tónUstarmaðurinn Szymon Kuran. Szymon er fæddur í Póllandi en fluttist til íslands árið 1984 og hefur getið sér gott orð á tónhstarsviðinu. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveitinni meira og minna frá því hann kom til landsins og spUað með hljómsveit sinni, Kuran Swing, síðustu fimm árin. Hann segir að styrkurinn sem hann fékk frá Reykjavíkurborg gefi sér meiri tíma til að sinna tónUst- inni. Hann stefnir á að halda eina stóra og „grand“ tónleika með haustinu. Fullt nafn: Szymon Kuran. Fæðingardagur og ár: 16. desember 1955. Maki: Enginn. Böm: Þrjú. Bifreið: Lada Sport, árgerð 1995. Starf: TónUstarmaður. Laun: 80 þúsund (eins og er). Áhugamál: Ég hef gaman af því aö smíða og dunda mér heima. Ég elska Uka að fara í gönguferðir. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég vann einu smni í Smá- auglýsingapotti DV. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Elskast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sofa. Uppáhaldsmatur: Góðar steikur og súpur. Uppáhaldsdrykkur: Te. Ég er mik- U1 temaður. Rauðvín er Uka í uppá- Szymon Kuran, borgarlistamaður Reykjavíkur. haldi hjá mér. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Time og Newsweek. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Litla dóttir mín, hún Anna Kolfmna. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Þeir verða að fá að sanna sig. Ég hefði þó vUjað sjá Jón Baldvin Hannibalsson áfram sem ráðherra. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Góðan umboösmann sem er með mikið af peningum í vösun- um. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldsleikkona: Áður fyrr var það Jane Fonda. Uppáhaldssöngvari: Það er pólsk léik- og söngkona sem heitir Eva Demarczyk. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það var hér áður fyrr Olof Palme en enginn eins og er. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Engin. Uppáhaldssjónvarpsefni: Náttúru- lífsmyndir. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: Mér finnst gaman aö fara á Asíu á Laugaveginum. Ég fæ mér yfirleitt núölusúpur. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Það er bók sem heitir „How to stop worrying and start living" eftir Dale Camegie. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ríkisútvarpiö (Gufan). Uppáhaldsútvarpsmaður: Ólafur Þórðarson. Hvort horfirþú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi meira á Sjón- varpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn. Uppáhaldsskemmtistaður: Heimili mitt þegar krakkamir mínir eru heima. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Spila meira og meira. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Það er óvíst ennþá. Ég ætla að ferðast eitthvað, annaðhvort hér innanlands eða þá fara til Póllands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.