Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Fréttir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra: Skólagjöld verða ekki felld niður sama skapi verða menn að vera reiðubúnir að velja og hafna þegar um opinberar styrkveitingar til menningarmála er aö ræða.“ Hvað munt þú gera í málefnum Listaháskólans? „Við samþykktum á síðasta þingi frumvarp til laga um listmenntun á háskólastigi. Þar er gert ráð fyrir því að ríkið geti gert samning við aðila sem koma listaháskóla á lag- girnar. Ég vonast til þess að það verði unnið markvisst að því að hrinda þessu máh í framkvæmd. Ríkið hefur heitið því að leggia skó- lanum til húsnæði í Laugarnesi og kaupa af honum þjónustu." Nemendur og kennarar segja SS- húsið í Laugarnesi heilsuspillandi. Verður úrbótum hraðað? Yfirheyrsla Kristján Ari Arason „Framkvæmdum við húsiö er ekki lokið. Þeim þarf að ljúka sem fyrst til að húsið sé ekki heilsuspil- landi. Annað er óforsvaranlegt." Margir skólamenn segja að geng- isfelling hafi orðið á stúdentspróf- inu og því þurfi að koma á inntöku- prófum á háskólastiginu. Ertu sammála þessu? „Almennt séð er ég ekki neikvæð- ur gagnvart þeirri hugmynd að skólinn fái heimild til að ákvaröa inntökuskilyrðin, til dæmis að viö- hafa inntökupróf. Skólinn verður að hafa svigrúm og möguleika til að ákvarða eigin þróun.“ Námsmenn hafa lýst yfir megnri óánægju með eftirágreiðslu náms- lána. Ætlar þú að breyta núverandi fyrirkomulagi? „í stefnuyfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar stendur að endurskoða eigi lög og reglur um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Þetta verður gert en það fer náttúrlega eftir því hvemig fjárhag sjóðsins er háttað og hvað tilteknar breytingar kosta hvað gert verður. Við tókum við sjóönum í greiðsluþroti og ég mun ekki stuðla að neinu því í starfi mínu sem menntamálaráðherra sem stefnt geti sjóðnum í þrot á nýjan leik. Menn geta haft mis- munandi skoðanir á því hvernig kerfið er uppbyggt en stefna ríkis- stjórnarinnar gengur út frá því að það verði byggt á núverandi kerfi.“ Hvaða óskamál átt þú þér nú þeg- ar þú ert nýsestur i stól mennta- málaráðherra? „Ég á þá ósk heitasta að ég geti stuðlað að jákvæðari umræðu um mennta- og menningarmál en verið hefur. Verkföll og átök hafa lamað skólastarfið og oft á tíðum ræða menn um menningu og menning- arstarf meö neikvæðum formerkj- um. Með því að vera aðeins já- kvæðari mætti sameina menn til nýrra átaka.“ Verður samkeppnisstaða ljós- vakamiðla jöfnuð?' „Ég ætla ekki að tjá mig um ein- stök atriði í rekstri Ríkisútvarps- ins. í stjórnarsáttmálanum segir að jafna eigi aðstöðumun þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í samkeppni við einkaaðila. í þessu sambandi er enginn undanskilinn, hvorki Ríkisútvarpið né aðrar stofnanir. Sem menntamálaráð- herra hlýt ég að fara eftir því sem stendur í þessum sáttmála." Munt þú beita þér fyrir afnámi skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu? „í málefnum Ríkisútvarpsins mun ég beita mér fyrir því að markmið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar nái fram að ganga. Þar er ekki ályktað beint um þessa skylduaðild en ég tel að Ríkisút- varpið þurfi að laga sig að þeirri stefnumörkun. í sumar mun ég gera verkefnaáætlun og þá munu menn sjá hvað stjórnarflokkarnir koma sér saman um. Ég hef ekki staðið að pólitískri stefnumótun um afnám skylduað- ildar en hins vegar er ég talsmaður þess aö menn séu ekki neyddir til að vera í félögum sem þeir vilja ekki eiga aðild að.“ Kemur einkavæðing á Ríkisút- varpinu til greina? „Ríkisstjórnin starfar á þeirri forsendu að hún hafi meirihluta á Alþingi. Við verðum að fylgjast með því hvernig Ríkisútvarpið lag- ar sig að nýjum aðstæðum og þeim markmiðum sem sett eru í stjórn- arsáttmálanum. Mínar persónu- legu skoðanir í þessu máli eru aukaatriði í þessu sambandi." Þjóðleikhúsið, Þjóðskjalasafnið og Þjóðminjasafnið eru í húsnæði sem þarfnast úrbóta? Verður gert eitthvað í málefnum þessara safna á kjörtímabilinu? „Já, það verður gert. Ég er ekki farinn að skoða einstök mál á þeim forsendum að ég vilji tíunda það nákvæmlega hvað ég sjái fyrir mér.“ Forveri þinn í menntamálaráðu- neytinu, Ólafur G. Einarsson, setti sér það markmið í upphafi ráð- herraferils síns að Ijúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar. Átt þú þér eitthvert viðlíka markmið? „Þjóðin ákvað að gefa sér Þjóðar- bókhlöðuna í afmælisgjöf árið 1974. Meö miklu atfylgi Ólafs G. Einars- sonar og ríkisstjórnarinnar var lögð áhersla á að ljúka fram- kvæmdunum á síðasta ári. Núna er ekkert sambærilegt verkefni í gangi en auðvitað á maður sín áhugamál en ég ætla ekki að tjá mig um þau að svo stöddu." Hvað vilt þú láta gera við Safna- húsið við Hverfisgötu? „Ég tel aö Safnahúsið eigi að verða tákn um menningarlega reisn þjóðarinnar og að starfsemin eigi að vera þess eðlis að almenn- ingur hafi tækifæri og tilefni til þess að koma í húsið.“ Mikill styr hefur staðið um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva undanfar- in ár og að undanförnu hefur starf- semi sjóðsins að stórum hluta legið niðri. Hvað verður um þennan sjóð? „Á þessu vandamáli þarf að taka. Leiki vafi á framtíð hans þarf að binda enda á þann vafa. Burt séð frá þessum sjóði þá þarf að efla ís- lenska dagskrárgerð. Það er mjög mikilvægt fyrir framvindu mála í kvikmynda- og sjónvarpsmynda- gerð að það séu sköpuð þau skil- yrði að hægt sé að fullnægja áhuga og þörf manna fyrir þetta efni. Mér finnst aö opinberir aðilar eigi með einum eða öðrum hætti að leggja þar á hjálparhönd." í menntamálaráðuneytinu eru Qölmargir sjóðir sem niðurgreiða vörur og þjónustu listamanna og annarra. Er þarna um að ræða sjóðasukk eða er þetta nauðsynleg- ur þáttur í menningarlífinu? „Hugtakið sjóðasukk á ekki við þegar rætt er um þetta. Ég held að það sé sátt um það í þjóðfélaginu að hið opinbera standi að menning- arstarfsemi með fjárframlögum og geri það með fé frá almenningi. En auðvitað á að reka allar menning- arstofnanir sem hagkvæmast og að Hvaða skoðun hefur þú á stofnun uppeldisháskóla? „Það væri mjög skynsamlegt aö koma á laggirnar uppeldisháskóla og miða aö því að hann væri starf- ræktur sem næst Kennaraskólan- um. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að hugmyndin nái fram að ganga." Verða skólagjöld aukin eða felld niður á kjörtímabilinu? „Þau verða ekki felld niöur en um aukningu ætla ég ekkert að fullyrða." Ert þú sammála þvi að fram- haldsskólinn verður styttur eins og síðasta ríkisstjórn ráðgerði? „Það væri æskilegt að stytta framhaldsskólastigið um eitt ár. Verkfallið í vetur sýnir okkur að það er hægt að gera hlutina á skemmri tíma en gert hefur verið.“ Verður framhaldsskólafrum- varpið endurflutt á Alþingi í haust? „Já.“ Deilt hefur verið um hvort enska eða danska eigi að vera fyrsta er- Ienda tungumálið í skólum. Hver er afstaða þín? „Danskan á að vera fyrsta er- lenda tungumálið." Sérð þú ástæðu til að gera ein- hverjar breytingar á grunnskóla- lögunum sem Alþingi samþykkti í vor? „Nei, ég sé enga ástæðu til þess. Það náðist mjög góð sátt um málið.“ Eins og í fyrri grunnskólalögum er í nýju lögunum kveðið á um ein- setna skóla, samfelldan skóladag, skólamáltíðir og færri nemendur í bekkjum. Verður þessum úrbótum frestað? „í ágúst 1996 eiga sveitarfélögin að taka grunnskólann að sér og það má ekki reisa þeim hurðarás um öxl með því að fara út í einhverjar stórbreytingar á næsta skólaári. Þetta eru allt spurningar um fjár- muni. Ef maður hefði ótakmarkaða fjármuni og gæti gert allt sem mað- ur vildi þá væri heimurinn allt öðruvísi. Til þessara mála verðum við að taka afstöðu á grundvelli þeirra fjármuna sem við höfum.“ Samanburður á skólastarfi í OECD-ríkjunum leiðir í ljós að ís- lensk börn fá mun minni kennslu en víðast annars staðar. Margir telja þetta bera vott um að við séum að dragast afturúr hvað varðar menntun? „Það er mjög alvarlegt ef svo er. Ég tel að aukin menntun og öflug menning sé besta leiðin til þess að auka möguleika okkar íslendinga til að nýta þau tækifæri sem í boði eru á alþjóðlegum vettvangi.“ Forveri þinu 'fráðuneytinu var gagnrýndur fyrir hversu erfitt væri að ná tali af honum. Verður breyt- ing á þessu? „Hafi ástæðurnar verið þær að sakir vinnuálags hafi hann ekki haft tíma til að komast yfir allt sem þurfti að gera þá mun ég kannski lenda í sömu stöðu. En ef ástæð- urnar eru aðrar þá er kannski hægt að taka á máfinu. Ég vil hafa ráðuneytið eins opið og nokkur kostur er á til að geta tekið á móti sem flestum og rætt við sem flesta. Einnig vil ég fá tækifæri til að heimsækja helst alla skóla á land- inu og þær stofnanir sem heyra undir þetta ráðuneyti." Er að vænta róttækra breytinga í starfsmannahaldi ráðuneytisins? „Allt starfsmannahald á vegum ríkisins er í mjög föstum skorðum." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.