Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Láglaun og hátekjur
Hér býr láglaunaþjóð við millikjör í hátekjulandi.
Miklar þjóðartekjur endurspeglast ekki að fullu í lífskjör-
um fólks og engan veginn í tnnalaunum þess. Þverstæð-
ur þessar eru raunveruleiki íslendinga. Þær greina okk-
ur frá öðrum þjóðum 1 næsta nágrenni okkar.
Ekki er deilt um, að svonefndar þjóðartekjur eru hér
á landi með því allra hæsta, sem þekkist í heiminum.
Ekki er heldur deilt um, að mánaðarlegar tekjur fólks
eru samt töluvert lægri en 1 nágrannalöndunum og að
tímalaun eru langt frá tímalaunum nágrannaþjóðanna.
Þetta er íslenzkur raunveruleiki, sem vert er að minn-
ast á baráttudegi verkafólks á mánudaginn. Þjóðartekj-
umar skila sér verr í lífskjörum hér á landi en í ná-
grannalöndunum og langtum verr í tímakaupi fólks.
Þetta hefur allt verið mörgum sinnum mælt í tölum.
Eðlilegt er, að spurt sé, hvers vegna þjóð, sem hefur
sömu þjóðartekjur og nágrannaþjóðimar, skuh hafi mun
lakari lífskjör og langtum lægra tímakaup en þær. Þess-
ari spurningu hefur oft verið svarað, en sjaldnast af neinu
viti og allra sízt af hálfu verkalýðsrekenda landsins.
Augljóst er, að þjóðartekjurnar skila sér ekki til lífs-
kjaranna eins greiðlega hér á landi og þær gera í ná-
grannalöndunum. Einnig er augljóst, að hér þarf tölu-
vert lengri vinnutíma en í nágrannalöndunum til að ná
sömu lífskjörum og þar ríkja. Hver er skýringin?
Munurinn felst í mismunandi hagkerfi þjóðanna. Hér
á landi em hinir hefðbundnu atvinnuvegir í meira mæh
utan við markaðskerfið og innan opinbera geirans. Land-
búnaðurinn hefur áratugum saman beinlínis verið ríkis-
rekinn og sjávarútvegurinn er núllaður með krónugengi.
Að vísu er landbúnaðurinn viðar ríkisrekinn en hér
á landi. En hér hefur hann verið frystur 1 umfangsmeira
ástandi en í nágrannalöndunum og er því hlutfahslega
meiri byrði á hvem einstakhng í þjóðfélaginu. Þessi fryst-
ing fortíðarinnar hefur kostað 400 mhljarða í 20 ár.
Með millifærslum frá sjávarútvegi th þjóðfélagsins og
frá þjóðfélaginu til landbúnaðarins er hluti aflafjár þjóð-
arinnar brenndur, svo að þjóðartekjurnar skha sér ekki
í lífskjörum og enn síður í tímakaupi. Þetta er meginskýr-
ingin á mismun þjóðartekna, lífskjara og tímakaups.
Þessar mihifærslur vega þungt hér á landi, af þyí að
þær varða greinar, sem em fyrirferðarmiklar hér. í ná-
grannalöndunum em hins vegar mun fyrirferðarmeiri
aðrar greinar, sem era í meira mæh innan markaðskerf-
isins, svo sem kaupsýsla, iðnaður og stóriðja.
Merkhegast við umræðuna um hið séríslenzka ástand
er, að henni er haldið uppi af nokkmm hagfræðingum
og öðmm utangarðsmönnum, en ekki af þeim, sem
mestra hagsmuna hafa að gæta, launafólkinu í landinu,
meintum talsmönnum þess og verkalýðsrekendum.
Það em ekki formenn bandalags ríkisstarfsmanna,
Verkamannasambandsins eða Alþýðusambandsins, sem
benda á raunhæfa leið th að færa tímakaup og hfskjör
upp að þjóðartekjum. Það eru ekki þeir, sem heimta, að
þessum mhlifærslum 1 efnahagslífmu verði hætt.
Á mánudaginn mun fólk þramma Laugaveginn undir
stjóm faglegra og póhtískra sauðarekstrarstjóra, sem
enga lausn hafa að bjóða íslenzku láglaunafólki, af því
að þeir vhja ekki fyrir nokkurn mun horfa á orsök þess,
að miklar þjóðartekjur skha sér ekki í tímakaupinu.
Þannig er th raunveruleg þjóðarsátt um, að hér skuh
búa láglaunafólk við milhkjör í hátekjulandi th að halda
uppi opinberu veherðarkerfi í efnahagslífinu.
Jónas Kristjánsson
Sundnmg til hægri
veitir Jospin færi
I sviptingasamri stjórnskipunar-
sögu franska lýöveldisins hefur
kosningum einatt veriö þannig
hagað að umferðir eru tvær og í
þeirri síðari eigast einungis við
þeir tveir frambjóðendur sem flest
atkvæði fengu í hinni fyrri. Hefur
því verið haldið fram að þessi skip-
an eigi vel við Frakka, í fyrri um-
ferð geti mismunandi skoðanahóp-
ar tjáð afstöðu sína, en í þeirri síð-
ari gefist síðan öllum tækifæri til
að hafa bein áhrif á endanlega nið-
urstöðu, auk þess sem sigurvegari
sé þá með skýrt umboð kjósenda.
í fimmta lýðveldinu er forsetinn
kosinn í tveim umferðum, og nú á
að velja eftirmann Francois Mit-
terrands eftir tvö sjö ára kjörtíma-
bil hans. í fyrri umferð á sunnu-
daginn fengu fjórir frambjóðendur
vinstra megin við miðju stjórnmál-
anna rúmlega tvo fimmtu atkvæöa
en fjórir mislangt til hægri tæpa
þrjá fimmtu. Miðað við það ættu
úrslitin að virðast ráðin milli
þeirra tveggja sem kosið verður um
7. maí, Lionels Jospins frá sósíahst-
um og Jacques Chiracs, foringja
gaullista.
Engu að síður hefur spennan
aukist í franskri stjórnmálaum-
ræðu. Ástæðan er fyrst og fremst
að Jospin kom öllum á óvart með
því að sigra í fyrri umferðinni, fara
bæði fram úr Chirac og Edouard
Balladur forsætisráðherra, sem
kepptu um að verða merkisberi
núverandi stjórnarflokka í forseta-
kosningunum.
Þessi niðurstaða sætir enn meiri
furðu vegna þess að Jospin átti
mjög á brattann að sækja. Chirac
hefur í rauninni barist fyrir því í
tvo áratugi að hreppa forsetaemb-
ættið og faUið fyrir Mitterrand. Þar
að auki hóf hann baráttuna fyrir
alvöru að þessu sinni á síðasta ári,
ræður yfir þaulskipulagðri kosn-
ingavél og hefur fullar hendur fjár.
Jospin hefur hins vegar aldrei
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
veriö orðaður við forsetaframboð
fyrr en í febrúar í vetur, þegar sós-
íaiistar völdu hann út úr vandræð-
um eftir að Jacques Delors, fráfar-
andi forseti yfirstjórnar Evrópu-
sambandsins, neitaði að gefa kost
á sér. Þá sýndu skoðanakannanir
að Delors væri eini hugsaniegi
frambjóðandi sósíahsta sem hefði
mögleika á að sigra Chirac eða
Balladur. í febrúar stóð Jospin þar
að auki uppi án kosningaskipulags
og kosningasjóðs.
Þrátt fyrir þetta dró Jospin jafnt
og þétt á keppinauta sína og náði
fram úr þeim á kjördag. Persónu-
leiki hans á hiut að máli. Maðurinn
lýsir af heiðarleika, sagði Raymond
Barre, fyrrum forsætisráöherra og
lengi talinn líklegur frambjóðandi
miöjumanna, þegar hann bar Josp-
in saman við frambjóðendurna th
hægri. Slíkt dregur nokkuð eftir
undanfarin hneykshsmál franskra
stjórnmálamanna.
í samræmi við þetta hefur Jospin
gert harða hríð að Chirac í barátt-
unni sem nú stendur vegna mót-
sagnakennds málflutnings í því
skyni að höfða til mismunandi
hópa. Sjálfur á Jospin næsta vísan
stuðning þeirra sem kusu fram-
bjóðendur kommúnista, trotskista
og græningja án þess að nokkuð
þurfi að koma í staðinn.
En þörf er á meiru th að hann
sigri, og þar er komið að ráðgát-
unni miklu sem valda mun úrsht-
um í kosningunum á sunnudag.
Chirac þarf á að halda obbanum
af fylgi Balladurs og þjóðernis-
sinnans Jean-Marie Le Pen til að
vinna sigur, en lendir í málefna-
legri mótsögn reyni hann að gera
báöum hópum th hæfis.
Miðjumennirnir sem studdu
Bahadur eru eindregnustu Evr-
ópusinnar í Frakklandi. Þjóðfylk-
ing Le Pen og annar flokkur langt
til hægri finna hins vegar Evrópus-
amrunanum allt til foráttu og vilja
rifta Maastricht-samkomulaginu.
Tilraunir til að koma á sáttafundi
Chiracs og Balladurs fóru út um
þúfur, þegar sá fyrrnefndi neitaði
að forsætisráðherrann mætti hafa
í för með sér menn úr miðflokknum
UDF. Við það fór Bahadur th íjalla
að hvíla sig.
Le Pen kveðst munu flytja fylgis-
mönnum sínum boðskap um af-
stöðu í ræðu 1. maí. Þeir Chirac eru
gamhr fjandmenn, en þó er líklegt
að Le Pen hahi sér að honum, en
geri um leið kröfu th að hann upp-
fylli einhver skhyrði. En undir
hælinn er lagt að hve miklu leyti
þjóðernissinnaforinginn getur ráð-
ið atkvæði fylgismanna sinna úr
fyrri umferðinni.
Verulegur hluti þess fylgis er
óánægjuatkvæði vegna atvinnu-
leysis og annarra þjóðfélagsmeina
og kemur frá hópum sem venjulega
hafa stutt sósíahsta eða kommún-
ista. Þeir tryggðu Le Pen sigur í
borgum eins og Marsehles, Lille og
Le Havre. í síðari umferð er þetta
fólk öllu líklegra til að kjósa Jospin
en Chirac.
Lionel Jospin, forsetaframbjóðandi sósíalista, dáist að „figatelli", sérstökum sperðlum Korsíkumanna, í heim-
sókn á markaðinn í Ajaccio, höfuðborg eyjarinnar. Símamynd Reuter
Skodanir annarra
Aðgerðir eftir Oklahoma
„Skyndilegur stuðningur er í þinginu við lagafrum-
varp sem byggt er á misskilningi og veitir stjórnvöld-
um heimhd th að vísa úr landi útlendingum sem
engan glæp hafa framið en sem styrkt hafa samtök
sem stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök.
Engar varúðarráðstafanir eru skotheldar. Banda-
ríkjamenn eru ekki líklegir til að þola aðgerðir sem
eru bæði dýrar og valda óþægindum. Þeir eru einnig
nógu klókir til að hafna uppáþrengjandi aðgerðum
sem ógna hinu opna samfélagi."
Úr forustugrein New York Times 23. april
Ökumönnum verði refsað
„Ekið er of hratt í íbúðahverfum án þess að nokk-
ur tímasparnaður verði fyrir ökumenn. Flest íbúða-
hverfi eru ahs ekki skipuiögð með hraðaakstur í
huga og því ætti hin almenna regla um að haga skuli
akstri eftir aðstæðum að nægja til að auka umferðar-
öryggið. En þar sem tilfellið er greinilega annað verð-
ur að refsa ökumönnum svo eftir verði tekiö.“
Úr forustugrein Jyllands-Posten 20. april
Verndun rafræns pósts
„Hugbúnaður sem verndar miðlun upplýsinga á
tölvuneti fyrir óboðnum gestum hindrar stjómvöld
í að skoða rafrænan póst. Stjórnvöld óttast að upplýs-
ingar um glæpsamlegt athæíi sé verndað af slíkum
hugbúnaði. Því hafa þau skhgeint hann sem vopn
og vhja takmarka dreifmgu hans. En slíkar takmark-
anir rekast á einkahagsmuni fyrirtækja og einstakl-
inga. Verndunarhugbúnaður er eins og umslögin
utan um sendibréf, hann tryggir aö skilaboð nái
áfangastað án þess að aörir lesi þau.“
Úr forustugrein New York Times 23. apríl