Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
Dagur í lífl Páls Péturssonar félagsmálaráðherra:
Fyrsti fundur ríkis-
stjórnarinnar
Páll Pétursson félagsmálaráðherra heilsaði upp á starfsfólkið í ráðuneyti sínu daginn sem hann tók við embætti.
Á öðrum degi mínum sem félags-
málaráðherra var ég kominn í ráðu-
neytið klukkan níu en ég tók við lykl-
unum úr hendi Rannveigar Guð-
mundsdóttur tveimur dögum áður.
Það hefur alltaf farið vel á með okk-
ur. Ég bað hana lengstra orða að
skilja eftir í ráðuneytinu svolítið af
hpurð og huggulegheitum handa
mér.
Ég kynntist starfsfólkinu svolítið í
gær og heilsaði öllum sem viðstaddir
voru. Ráðuneytið er í tveimur hús-
um. í Hafnarhúsinu er meiripartur
starfseminnar en hins vegar er
vinnumálaskrifstofan uppi á Suður-
landsbraut og þangað fór ég hka
ásamt ráðuneytisstjóranum, Berg-
hndi Ásgeirsdóttur. Ég held að það
sé gott starfsfólk sem vinnur í ráðu-
neytinu. Og það sem ég hef séð af
vinnunni flnnst mér vel skipulagt.
Ég held aö þetta sé dugandi fólk og
hlakka til samstarfsins við það.
Vinir og kunningjar
Fyrsti ríkisstjómarfundurinn var
klukkan hálftíu og á honum var farið
yfir nokkur atriði. Mér hst út af fyr-
ir sig vel á þetta samstarf í ríkis-
stjóminni. Ég þekki nú reyndar þá
einstakhnga sem þar sitja og hef
unnið með þeim og sumum þeirra
nyög lengi. Þetta em persónulegir
kunningjar mínar eða vinir. Á þess-
um fyrsta fundi komu nú engin
ágreiningsmál upp. Ég á svo sem
ekkert von á þeim og veit ekki um
nein í farvatninu.
Eftir fundinn löbbuðum við Hah-
dór Blöndal samgönguráöherra út í
Hafnarhúsið en ráðuneytið hans er
líka hér til húsa. Hann leit inn til
mín og við spjöhuðum stundarkorn.
Eins og ég sagði áöan líst mér vel á
stjómarsamstarfið. Framsóknar-
flokkurinn stóð frammi fyrir tveim-
ur kostum að kosningum loknum,
annaöhvort að mynda þessa ríkis-
stjórn eða þá að ákveöa það að vera
í stjómarandstöðu næsta kjörtíma-
bil.
Eftir hádegið átti ég fund um hús-
bréfamáhð og annan um greiðsluað-
lögun. Ég hef mikinn áhuga á því að
ýta þeim málum úr höfn og koma
þeim á skrið. Það hefur verið pínuht-
ið fitjað upp á greiðsluaðlögunarmál-
inu og ég er að ganga eftir því að fá
þá vinnu í fullan gang. Hún hefur
verið í biðstöðu og ég er að ýta á eft-
ir því og eins húsbréfamáhnu. í
sljómarsáttmálanum er kveðið á um
að opna möguleika til lengingar á
húsbréfunum, það er að segja að gefa
þeim sem á því þyrftu að halda
möguleika á því að lengja lánin og
létta þannig greiðslubyrðina. Þetta
hefur nú verið mistúlkað dáhtið í
fjölmiðlum af þeim sem em á móti
þessu.
Góðlátlegar viðræður
Ég átti svo samtal við Rannveigu
út af ákveðnum málum og eins og
ahtaf fór vel á með okkur. Síðan var
þingflokksfundur kl. 16 og þar var
þingflokknum vahn stjóm. Valgerð-
ur Sverrisdóttir var kosin formaður
og með henni era Ólafur Örn Har-
aldsson og Siv Friðleifsdóttir. Vara-
menn vom svo kosnir ísólfur Gylfi
Pálmason og Hjálmar Ámason. Síð-
an ræddum við samstarfið í þing-
flokknum.
Þá fór ég upp á Stöð 2 þar sem ég
átti spjall, undir stjórn Kristjáns Más
Unnarssonar, við Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, fyrrv. félagsmálaráðherra.
Það voru góðlátlegar viðræður. Jó-
hanna hafði nú orðið fyrir óhappi en
Ólína Þorvarðardóttir, sem var nán-
asta fylgdarkona hennar og prímus
mótor í þessum sviptingum, sagði sig
úr Þjóðvaka því hún er orðin leið á
þessum gömlu hefðbundnu stjórn-
málaflokkum og ólýðræðislegu
vinnubrögðum.
Eftir sjónvarpsumræöurnar skaust
ég upp á Eir og heimsótti tengdamóð-
ur mína sem dvelur þar. Síöan fór
ég heim og lá í símanum fram eftir
kvöldi og var kominn í háttinn ein-
hvem tímann að ganga tólf eins og
vant er. Ég sofnaði fljótlega. Svona
leið nú annar dagur minn í embætti.
Finnur þú finnn breytingar? 307
Skitt með það herra, ég var hvort sem er orðinn hundleiður á
þessu starfi.J
Nafn:.
Heimili:...............................................................
Vinningshafar fyrir þijú hundraðustu og fimmtu
getraun reyndust vera:
1. Guðrún Rut Gunnlaugsd.2. Sig. Helgi Magnússon
Lynghrauni 1 Blöndubakka 6
660 Reykjahlíð 109 Reykjavík
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími, að verðmæti kr.
4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækumar sem era í verð-
laun heita Líki ofaukið og Bláhjálmur úr
bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verð-
mæti kr. 1.790. Bækumar em gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 307
c/o DV, pósthólf 5380 .
125 Reykjavík