Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 29. APRlL 1995 23 Sigmar B. Hauksson og gestir hans, þau Leifur Kolbeinsson og Valgerður Hildibrandsdóttir. Vorlaukaútsala 50% afsláttur ö Qaröskálaplöntm 20% afsláttur Píartöfluútsœó 00 áburður 1 /J Jt / &/7m$m§§kípfýM§mðmmí554 ©500 Hollt og gott í Sjónvarpinu: lifurog eplakaka Nú hafa verið sýndir allir þættirnir um hollt og gott mataræði sem Sig- mar B. Hauksson hafði umsjón með. Helgarblaðið átti eftir að birta tvo síðustu þættina og verður það gert hér. í fyrri þættinum var boðið upp á hnetu- og eplaköku en í tólfta og síðasta þættinum var það lambalifur með sinnepssósu. Hér koma upp- skriftirnar. Hnetu- og eplakaka Deig 150 g smjör 200 g hveiti 1 msk. sykur 2 msk. vatn Skerið smjörið í teninga. Setjið smjör, hveiti og sykur í kvöm. Blandið þessu vel saman (í 15 sek.). Bætið vatninu í blandið. Deiginu er pakkað í plastfilmu og það sett inn í ísskáp og geymt þar í 30 mín. Fletjið deigið út og setjið það i form (24 cm) og pikkið það með gafli og bakið í 200 stiga heitum ofni í 10 mín. Fylling 600 g (5-6) eph 150 g hnetur (heslihnetur, valhnetur og pistasiur) 100 g smjör 1 dl púðursykur 2 msk. mjólk 1 msk. hveiti Grófhakkið hneturnar, flysjið ephn og skerið í sneiðar. Bræðið smjörið og blandið saman við það hnetum, sykri, hveiti og mjólk. Hrærið þessu öllu vel saman. Setjið hnetufylling- una í formið og stingið eplasneiðun- um ofan í hnetublönduna. Kakan er nú bökuð í 200 stiga heitum ofni í 25 th 30 mínútur. Með þessari ljúffengu hnetu- og eplaköku er gott að hafa vanihuís. Lambaliíur meö sinnepssósu Sósa 6 msk. Dijon sinnep 1 msk. eplaedik 4 msk. maísoha kryddsalt Hrærið saman ohu og sinnepi. Kryddið með eplaediki og kryddsalti. 800 g lambalifur, skorin í sneiðar 6 litlir grófsaxaðir skallottulaukar 1/2 dl balsamedik 1 msk. smjör 1 msk. matarolía salt og pipar Hreinsið lifrarsneiðarnar vel og vandlega, skerið í burtu æðar og himnur. Setjið smjör og matarolíu á heita pönnu. Steikið laukinn og lifr- arsneiðarnar á vel heitri pönnunni. Aukið við hitann og hehið balsamed- ikinu á pönnuna. Kryddið með salti og pipar. Takið pönnuna af hellunni. Skammtið sinnepssósuna á fjóra diska og setjið svo lifrarsneiöamar og laukinn ofan á. Með þessum rétti er gott að hafa soöin hrísgrjón og spergilkál. Blákaldar staðreyndir og samanburður á kjörum staðfesta kosti TM trygginga Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjölskyldutryggingum. Viðskiptavinir TM fá endurgreiðslu frá og með 1. apríl 1995. Hækkun á bónus. Hæsti bónus kaskótrygginga hækkar úr 40% í 50% frá og með 1. maí 1995. Ef kaskótjón verður útvegar TM bílaleigubfl í allt að 5 daga. Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð. Greiðslur á ábyrgðar- tryggingum ökutækja skiptast niður á tvo gjalddaga á ári og sjálfsábyrgð er engin. Prósentur segja ekki allt, staðreyndir og samanburður leiða í Ijós að TM tryggingar eru hagkvæmar tryggingar. Kynntu þér góð kjör á tryggingum hjá TM. Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjöiskyldutryggingum Hækkun á bónus í kaskótryggingum <g) Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum ökutækja TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! | > Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.