Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Page 24
24
LAUGARDÁGUR 29. APRÍL 1995
Litli Iþróttaskólinn
Laugarvatni
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka
fyrir aðeins 16.100.- krónur
ATH. sérstakur vina- og systkinaafsláttur!
1. námskeið 18.-25. júní
2. námskeið 26.júní-1. júlí
3. námskeið 2.-8. júlí
4. námskeið 9.-15. júlí
Upplýsingar og skráning í síma:
98-61151 fax: 98-61255
Skák
í fyrsta sinn hafa þrír íslendingar tryggt sér þátttökurétt á millisvæðamótinu í skák: Jóhann Hjartarson, Margeir
Pétursson og Helgi Áss Grétarsson.
INNRITUNARKORT
í Litla íþróttaskólann Laugarvatni
Vinir sem skrá sig saman fá 1000,- kr. afslátt. Systkini fá 10%
afslátt (1610 kr. hvert).
Sendu skráningarkortið til:
Litli íþróttaskólinn
íþróttamiðstöð íslands
840 Laugarvatni ...eða faxar i 98-61255
Ég heiti:................................Námskeið:
kt:................-........ 1.) 18.-25. júní ( )
Heimili:................................ 2.) 26.-01. júlí ( )
Póstnúmer:............................ 3.) 02.-08. júlí ( )
Nafn ábyrgðarmanns (greiðanda/foreldris): 4.) 09.-15. júlí ( )
Símanúmer:.........
Vinnusími:.........
***
Vinur/systkini heitir:
kt:.................
Ég vil gjarnan fá meiri upplýsingar um APOLLO hár.
Nafn: ---------------------------------------------------
Heimilisfang: -------------------------------------------
Hs. _________________1--------Vs. -----------------------
GREIFIM
hársnyrtistofa
Hringbraut 107. Sími 22077
Möguleikar...
• Varanlegt hár
• Hártoppar
• Hárkollur
• Hárflutningar
• ísetningar
Ókeypis ráðgjöf.
Við sendum
upplýsingar
ef óskað er.
Höfum þjónustu
fyrir allar
tegundir.
Hárleysi?
Þrír íslendingar
á millisvæðamót
- Jóhann sigraöi í aukakeppni um þriðja sætið
Friörik Olafsson stórmeistari var
fyrstur íslendinga til aö tefla á milli-
svæöamóti og geröi það eftirminni-
lega. Þetta var í Portoroz 1958 og ár-
angur Friðriks nægði honum til þess
aö komast í áskorendakeppnina þar
sem átta skákmenn tefldu um réttinn
til þess aö skora á heimsmeistarann
Botvinnik.
Nú hafa þrír íslendingar unnið sér
þátttökurétt á millisvæðamóti í skák.
Helgi Áss Grétarsson, sem heims-
meistari unglinga, Margeir Péturs-
son, sem varö í 2. sæti á Norður-
landa- og svæðamótinu á Hótel Loft-
leiðum og nú síðast - Jóhann Hjart-
arson.
Aukakeppninni um þriðja sætið
lauk með sigri Jóhanns og danska
stórmeistarans Lars Bo Hansen en
Jóhann var hærri á stigum og kemst
því áfram. Norðmaðurinn Jonathan
TisdaU varð í 3. sæti, Helgi Ólafsson
og Rune Djurhuus komu næstir og
Pia Cramling rak lestina.
í lokaumferðinni varð Tisaall að
vinna Jóhann með svörtu til að
hreppa sætið eftirsóknarverða en
lenti snemma í ógöngum og tók til
bragðs að bjóða jafntefli. Þar með var
Jóhann öruggur áfram, jafnvel þótt
Lars Bo, helsti keppinautur hans,
ynni sína skák.
Þrátt fyrir allt var Tisdall sáttur
viö jafnteflið því að með því vonast
hann til að ná 2500 Elo-stiga markinu
og uppfylla skilyrði þess að verða
útnefndur stórmeistari. Tisdall, sem
er alþjóðlegur meistari, hefur náð
tilskildum áfóngum að stórmeistara-
titli en stigin hafa látiö bíða eftir sér.
Óvíst er hvenær millisvæðamótið
fer fram en að öðru óbreyttu ætti það
að verða snemma á næsta ári. Raun-
ar hefur Kasparov, serfc telur sig ráða
lögum og lofum innan FIDE ásamt
vini sínum Makarov, hótað því aö
ekkert millisvæðamót veröi haldið
vegna fyrirhugaðrar sameiningar
heimsmeistarakeppni FIDE og PCA.
Ef svo færi yrði það enn eitt reiðar-
slagið fyrir atvinnuskákmenn sem
undanfarin misseri hafa farið hall-
oka í valdabaráttu forystumanna.
Víkjum nánar að aukakeppninni.
Teflt var við frábærar aðstæður á
Grand Hótel Reykjavík sem sannar-
lega var kærkomin breyting frá „gú-
anóinu“ á Hótel Loftleiðum, eins og
skákmenn hafa gjarnan nefnt neðri
Umsjón
Jón L. Árnason
salina þar. íslendingar voru í aðai-
hlutverkum, þvi að auk Jóhanns og
Helga í úrslitakeppninni, tefldi Mar-
geir kappskákir við öflug tölvuforrit.
Honum tókst að leggja Chessicu frá
TASC og W-Chess einnig en forritið
fræga, Chess Genius, gerði sér lítiö
fyrir og vann Margeir. Þessi forrit
þykja áþekk í innbyrðis skákum en
svo viröist sem Chess Genius eigi
best með að ráða við mannfólkið.
Rökver hf. stóð fyrir þessari athyglis-
verðu keppni tölvunnar viö Margeir
en Sprint, símakortafyrirtækið
bandaríska og VISA ísland stóðu fyr-
ir aukakeppninni, ásamt Grand Hót-
el í Reykjavík.
Skák Jóhanns viö Helga í þriðju
umferð var besta skák úrslitakeppn-
innar. Báðir þurftu nauðsynlega á
vinningi að halda; Helgi eftir slysa-
legt tap fyrir Tisdall í fyrstu umferð
og Jóhann, sem deildi þá efsta sæti
með Lars Bo. í fyrstu blés byrlega
fyrir Helga, eftir djúphugsaða
mannsfóm hans í byrjun miðtaflsins.
Hann fygldi fóminni hins vegar ekki
eftir af nægilegri nákvæmni óg Jó-
hann sneri taflinu smám saman sér
í vil.
Hvitt: Jóhann Hjartarson
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rfi6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8.
Be3 Be6 9. 0-6 <M> 10. Rd5
Jóhann beitti þessum leik gegn
bandaríska stórmeistaranum Nick
de Firmian fyrir átta árum. Þá tefld-
ist 10. - Rxd511. exd5 Bf512. Dd2 Rd7
13. a4 á514. Bb5 og hvítur náði undir-
tökunum.
10. - Rbd7 11. Dd3 Bxd5 12. exd5 Dc7
Hér hefur 12. - He8 gefið betri raun,
eða 12. - Rc5!? eins og Browne lék
gegn King í stórveldaslagnum í
Reykjavík 1990. Helgi hefur hins veg-
ar nýstárlega hugmynd í huga.
13. c4 g6 14. f4 exf4 15. Bxf4 Re5!!
Við fyrstu sýn virðist svartur vera
að leika af sér manni en Helgi hefur
skyggnst djúpt í stöðuna.
16. Bxe5 dxe5 17. d6 e4! 18. Dd4 Bxd6
19. Dxfi6 Bxh2 + 20. Khl Be5 21. Dh4 f5
Svartur hefur fengið tvö peö og
öflugt fmmkvæði í skiptum fyrir
manninn. Drottningin og biskupinn
ráða ríkjum á svörtu reitunum og
hvítur verður að fara að öllu með
gát, vegna opinnar kóngsstöðunnar.
22. Hadl Had8?
Frá og með þessum leik missir
svartur þráðinn. Mögulegt var að
þiggja „eitraða peðið“ með 22 - Bxb2,
sem gefur svörtum prýðileg færi.
23. Hxd8 Hxd8 24. Dg5 Hf8 25. Hdl
Bf4? 26. Dh4 Bg3 27. Dh6! Bf4 28. Dh3!
E.t.v. hefur Helgi búist viö friðsam-
legum lyktum taflsins en Jóhann sér
ástæðu til að tefla áfram eftir óná-
kvæmni svarts.
28. - Hd8 29. Hxd8+ Dxd8 30. g4!
Að jafnaði er g-peðið mikilvægasti
hlekkur kóngsstöðunnar en hér
horfir málið öðmvísi við: Hvítum er
nauðsyn á svigrúmi til þess að kom-
ast hjá mátstefum. Um leið skapar
hann veikleika í peðastöðu svarts.
30. - Dfi6 31. gxf5 gxf5 32. c5 Bc7? 33.
Kgl! Be5
Ef 33. - Dxb2 34. Bc4+ og næst 35.
Dxí5 og nú er hvorki mát í borðinu,
né á h2.
34. Bc4+ Kg7 35. Dg2+ Kh6 36. Bd5
Bxb2 37. Bxb7 a5 38. Dh2+ Kg6 39.
Dg3+ Kh5 40. c6 Be5 41. Dh3+ Kg6
42. Bc8!
Hins vegar ekki 42. Rc5? (með hug-
myndinni 42. - Bd4 + 43. Kfl Bxc5 44.
c7) Dg5+ 43. Dg2 Bg3! og svartur
snýr vöm í sókn.
42. - Dg5+ 43. Kfl Bg3 44. Ke2 Df4 45.
Bxf5 +
Einnig kemur 45. Dfl sterklega til
greina.
45. - Kfi6 46. Rd2 Df2+?
Eina vonin felst í 46 - Dxf5 47. Dxg3
Db5+ og krækja í c-peðið.
47. Kdl Del+ 48. Kc2 Bf4 49. Rxe4+
Ke5 50. Rc3!
Nú em úrslitin ráöin.
50. - Df2+ 51. Kbl Dd2 52. a4 Be3 53.
Dg4!
- Og Helgi lagði niður vopn. Ef 53.
- Dxc3 54. Dg7+ og læðist aö drottn-
ingunni.
Bridge
Bridgefélag Seyðisfjarðar Nýlokið er aðalsveita-
keppni félagsins og lokastaða efstu sveita varð þannig:
1. Aðalsteinn Einarsson 76
2. Jóhann P. Hansson 68
3. Kristinn Valdimarsson 60
4. Vilhelm Adolfsson 47
Fyrr í vetur var aðaltvímenningur spilaður með þátt-
töku 16 para. Þar urðu efst eftirtalin pör:
1. Jóhann P. Hansson-Rögnvaldur H. Jónsson
2. Hjörtur Unnarsson-Jón H. Guðmundsson
3. Aðalsteinn Einarsson-Jón B. Ólafson