Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Sviðsljós Kvikmyndastjaman Júlía Roberts: Alveg miður sín eftir skilnaðinn við Lovett „Ég flnn að innri ró er að færast yfir mig og að þétta var hárrétt ákvörðun. Þetta var hið eina rétta. í hvert sinn sem ég tala Við hann eða horfi á mynd af honum hugsa ég: en hvað ég er klár, en hvað ég er hepp- in,“ sagði kvikmyndastjarnan Júlía Roberts í júlí árið 1993, nokkrum dögum eftir að hún hafði gengið að eiga sveitasöngvarann Lyle Lovett. Það var eftir því tekið hversu ham- ingjusöm þau virtust vera en þau höfðu aðeins þekkst í þrjár vikur þegar þau giftust. Fljótlega fjaraði þó undan sambandinu enda höfðu þau nánast aldrei tíma til að vera saman. Hún var alltaf við kvik- myndatökur og hann var sífellt á hljómleikaferðalögum. Daginn eftir giftinguna sneri Júlía rakleiðis aftur til Washington til að ljúka upptökum á myndinni „The Pehcan Brief' og hann hélt áfram tónleikaferð sinni. í þann 21 mánuð sem þau voru gift lék Júlía í fjórum kvikmyndum en Lyle var nánast all- an tímann á hljómleikaferðalagi. Lengsti tíminn þau eyddu saman var ein vika. Það kom því ekki mörgum á óvart þegar þau tilkynntu um skilnað sinn fyrir skemmstu. Vinir þeirra og samstarfsmenn segja hins vegar að þau hafi virst mjög ástfang- inn og ánægð þegar þau voru saman, það hafi bara verið svo sjaldan. Það hefur ekki gengið vel í ástar- málunum hjá Júlíu. Fyrst var hún með leikaranum Kiefer Sutherland, syni Donalds Sutherlands, árið 1991 en hún hætti við að giftast honum nokkrum dögum áður en athöfnin átti að fara fram. Síðan var hún með leikaranum, og vini Kiefers, Jason Patric en það samband entist aðeins í rúmt ár. Hún var einnig í tygjum við leikarann Ethan Hawke. Júha er að sögn kunnugra alveg miður sín yfir að samband þeirra Lyle skyldi ekki hafa gengið upp. Hún hefur verið mjög niðurdregin að undanfómu, en það tók hana einnig marga mánuði að jafna sig eftir að hún og Kiefer hættu að vera saman. Þá hætti hún meðal annars kvikmyndaleik um nokkurt skeið. Hún hefur verið í London að undan- fomu að klára myndina „Mary Reilly" og í þau fáu skipti sem til hennar hefur sést hefur hún verið mjög niðurdregin að sjá. Þessi mynd var tekin þegar allt lék I lyndi. Júlia Roberts hefur verið mjög niðurdregin síðan hún og Lyle Lovett til- kynntu að þau hygðust skilja. Þessi mynd var tekin af henni í London nýverið. Eurovision söngvakeppnin: Tíu ár síðan Bobbysocks unnu - og þar með komst Noregur á blað Norðmenn munu lengi elska Hönnu Krogh og Elisa- Norðmenn báru þær á höndum sér og þær brunuðu betu Andreasen enda komu þær landinu í fyrsta sæti um landið í sérmerktum bíl - það var sannkallað La i Eurovision-keppninni eftir 25 ára þátttöku. de swinge um allar jarðir á þeim tima. Það gerðist í Gautaborg fyrir tíu árum. Norðmenn unnu söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta skipti eftir tuttugu og flmm ára þátttöku. Það voru stúlkur tvær, sem kölluðu sig Bobbysocks, sem gerðu hiö ómögulega hinn sögulega dag 4. maí 1985, eins og Norðmenn segja: „Norðmenn gengu um í sigurv- ímu í marga daga. Þetta er dagurinn sem allir muna. Þó kynnirinn, Linn Lindfors, hafi „misst“ pilsið fyrir framan 600 milljónir sjónvarpsáhorf- enda auk þeirra átta þúsund sem sátu í salnum þetta kvöld og margir minnist keppninnar þess vegna gild- ir öðru um okkur Norðmenn. Þessi dagur þýðir miklu meira fyrir okkur Norðmenn - þennan dag unnuip við Eurovision-keppnina,“ segir í Norsk Ukeblad. Norðmenn höfðu tvisvar áður orð- ið heimsfrægir í Eurovision-keppn- inni en það var þegar söngvaramir Jahn Teigen og Finn Kalvik fengu núU stig í keppninni árin 1978 og 1981. „Það þurfti stúlkur til að koma okkur upp úr öldudalnum. Það vora þær Hanne Krogh og Elisabeth Andreas- son sem náðu sigri út á lagið La det swinge. Stúlkumar voru bomar á guUstólum frá Svíþjóð og yfir til Nor- egs. Stúlkumar í Bobbysocks störfuðu saman í fjögur ár og urðu mjög vin- sælar. Þær ferðuðust tU sextán landa og seldu milljónir eintaka af plötum sínum. Og plötur þeirra komust í fyrsta sæti vinsældahsta í átta lönd- um. Þær fóru síðan hvor sína leiðina í tónlistinni en eru engu að síður enn- þá góðar vinkonur. Ólyginn .. .að popparinn Boy George hefði verið að gefa út ævisögu sína. Þar segir hann frá öilu á hreinskilinn hátt, timanum með Culture Club, kynhneigð sinni, en eins og allir vita er hann hommi, og eilurlyfjaneyslu. Þá mun vera væntanleg plata á markaðinn með kappanum. .. .að leikkonan Brooke Shieids hefði rekið móður sína úr hlut- verki umboðsmanns. Móðirin mun hafa verið of ráðrík með dótturina og var farin að skipta sér af ástamálum hennar, hvað þá annað. Móðirin vildi koma í veg fyrir samband Brooke og kærastans Andre Agassi en hann var aftur á móti mjög pirr- aður yfir afskiptaleysi tilvonandi tengdó. .. .að ung stúlka, Sheryl Crow, hefði verið kosin besti nýi tóniist- armaðurinn þegar Grammy- verðlaunin voru afhent fyrir nokkru. Hún fékk reyndar tvær vjðurkenningar. Sheryl byrjaði feril sinn sem fegurðardrottning en síðan söng hún bakrödd ásamt fieiri í tóniistarferðalagi með Michael Jackson. Það mun hins vegar hafa verið svo erfitt að hún þurftl á læknismeðferð að halda eftlr þá ferð. að söngvarinn Simon Le Bon úr hljómsveitinní Duran Duran væri í vondum málum þessa dagana. Ljósmyndari nokkur náði honum nefnllega þegar hann var að kyssa brjóst ungrar stúlku á dögunum. Málið var að hann og hinir strákarnir í hljóm- sveitinni voru að gefa eiginhand- aráritanir í plötubúð þegar ungur aðdáandi klæddi sig úr að ofan og bað Le Bon að skrifa á brjóst- in. Það gerði hann með glöðu gleði og kyssti þau létt i lelðlnni. Heyrst hefur að kona hans, fyrir- sætan Jasmine, sé ekki of hrifin af tiltækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.