Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 49
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 57 Afrnæli 100 ára: Halldór Guðjónsson Halldór Guöjónsson, fyrrv. skóla- stjóri, Hraunbæ 103, Reykjavík, veröur hundraö ára á morgun. Starfsferill HaUdór fæddist í Smádalakoti. Hann lauk prófi úr 2. bekk VÍ1914, stundaði nám við Kvöldskóla Ás- mundar Gestssonar 1915-17, lauk almennu kennaraprófi og söng- kennaraprófi 1921 og dvaldi við nám í Danmörku 1928. Auk þess lærði hann húsateiknun hjá Húsameist- araríkisins. HaUdór var kennari við Barna- skólann í Vestmannaeyjum 1921-39 og skólastjóri þar 1939-56, kenndi við UngUngaskóla Vestmannaeyja 1921-24 og var skólastjóri kvöld- skóla iðnaðarmanna 1932-55. Hann flutti tU Reykjavíkur 1956 þar sem hann var endurskoðandi hjá mælingafulltrúa Múrarafélags Reykjavíkur 1956-75. Jafnframt var hann aðstoðarmaður í fjármálaeft- irliti skóla í nokkur ár. Halldór var bæjarfuUtrúi í Vest- mannaeyjum 1922-25, bæjargjald- keri þar 1923-30, sat í yfirskatta- nefnd Vestmannaeyja 1933-56, var endurskoðandi hafnarsjóös 1933-36, sjúkrahússins 1937^5 og sparisjóðs- ins 1943-47, stjórnaði Karlakór Vest- mannaeyja í eitt ár, sat í stjórn Kennarafélags Vestmannaeyja og síðan formaður Stéttarfélags barna- kennara í Vestmannaeyjum 1933-39. HaUdór hefur spUað bridge frá 1925, var lengi í Bridgefélagi Vestmanna- eyja og tók þátt í fjölmörgum keppn- umþar. Fjölskylda HaUdór kvæntist 10.2.1922 Svövu Jónsdóttur, f. 30.10.1902, húsmóður. HaUdór og Svava skildu. Sonur HaUdórs og Svövu er Sig- urður Guöni, f. 13.4.1923, rafmagns- verkfræðingur í Garðabæ, kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur og eiga þau fimmbörn. HaUdór kvæntist 28.9.1932 Krist- rúnu Jónsdóttur, f. 14.3.1901, kenn- ara. Þau skUdu. Halldór kvæntist 7.12.1940 EUnu Sigríði Jakobsdóttur húsmóður. Hún er dóttir Jakobs Þórðarsonar og Helgu Guðmundsdóttur sem bjuggu á Litla-Ósi og víðar í Mið- firði. Börn Halldórs og Elínar Sigríðar eru Ragnar Ingi, f. 17.1.1941, tækni- teiknari í Reykjavík og á hann fjög- ur börn; Halldóra Margrét, f. 15.12. 1942, framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, gift Heiðari Þ. Hall- grímssyni verkfræðingi og eiga þau þrjúbörn. Alsystkini Halldórs voru Sigríður, f. 9.10.1888, látin, húsmóðir í Reykjavík, og Guðni, f. 13.5.1892, d. 1924. Hálfsystkini Halldórs, samfeðra: Guðrún, f. 11.8.1885, látin, húsfreyja í Köldukinn í Holtum; Magnús Bryngeir, f. 11.12.1908, látinn, hefils- stjóri á Selfossi, og Guðmundur, f. 19.9.1912, bankastarfsmaður í Reykjavík. Foreldrar Halldórs voru Guðjón Guðnason, f. 29.1.1858, d. 1.1.1941, b. í Smádalakoti, Sölvholti og Bitru í Flóa, og k.h., HaUdóra HaUdórs- dóttir, f. 7.6.1855, d. 17.7.1925, hús- freyja. Ætt Guðjón var sonur Guðna, b. í Brandshúsum í Flóa, Jónssonar. Móðir Guðna var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Hellisholtum, Ól- afssonar. Móðir Guðmundar var Marín Guðmundsdóttir, ættföður Kópsvatnsættarinnar, Þorsteins- sonar. Móðir Guðjóns var Katrín Guðna- dóttir, b. í Þverspyrnu í Ytrihreppi, Brynjólfssonar, ogk.h., Katrínar Jónsdóttur, ættfoður Hörgsholts- ættarinnar, Magnússonar. Halldóra var dóttir HaUdórs, b. á Dísastöðum í Flóa, Magnússonar, b. þar, Bjarnasonar, b. á Helgastöð- um í Biskupstungum, Einarssonar. Halldór Guðjónsson. Móðir Magnúsar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Herdísarvík, Ormssonar. Móðir Halldórs var Guðrún Hall- dórsdóttir, prests á Torfastöðum, Þórðarsonar, b. í Haukholtum, Hall- dórssonar. Móðir Guðrúnar var Vigdís Pálsdóttir, prests á Torfa- stöðum, Presta-Högnasonar. Móðir Halldóru var Sigríður Gísladóttir, b. í Geiraholti, Þorláks- sonar, b. á Björk, Eyvindssonar. Móðir Sigríðar var Sigríður Símon- ardóttir, hreppstjóra í Laugardæl- um, Þorkelssonar. HaUdór verður að heiman á af- mælisdaginn ásamt fjölskyldu sinni. Guðrún Jónsdóttir Til hamingju með afmælið 1. maí Sólveig Kristjánsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. I.ilja Sigurðardóttir, Áifaskeiði 64, Hafharfiröi. Lárus Beck Wormsson, Höföabraut 4, Akranesi. Hann er aö heiman. Sigríður Kristjánsdóttir, Ytra-Seljalandí, V-Eyjafjallalireppi. Guðmundur íiuðmundsson, Fiskhóli 5, Hornafiarðarbæ. Guðlaugur Friðþjófsson, Laufvangi 7, Hafnarfiröi. Halla Kristjana Hailgrímsdótfcir, Stigahlið 2, Reykjavík. •'Guðmundur Vigfús Björgvinsson, Heiöarvegi 6, Reyðarfirði. Sveinn Þórðarson, Jaöarsbraut 27, Akranesi Magney Steingrimsdóttir, Miðleiti 5, Reykjavík. Brynjóifur Ingólfsson, Hverfisgötu 66a, Reykjavík. Svava Bjðrgólfs, Nesvegi Strönd, Seltjamarnesi. : Sigurlin Arnadóttir, Hástetnsvegi 50, Vestmannaeyjum. Guðmunda Eyjólfsdóttir, Ljósheimum 4, Reykjavík. Hreiðar Margeirsson, Hólabergi 46, Reykjavik. Sigurlaug Guðbjörnsdóttir, Draumahæö 4, Garðabæ. Jóhannes G. Bjarnason, Jórufelli 8, Reykjavik. Júiíus Tryggvi Steingrímsson, Goðabraut 13, Dalvík. Jeffrey Matthew Whalen, Ljósheimum 11, Reykjatík. : :: Krlendur Pálsson, Laufási 2, Garðabæ. Anna BjÖrk Danlelsdóttir, Fjóluhvammi 13, Hafttarfirði. Bjarni Sigurðsson, Suðurbraut 18, Hafnarftrði. Birna Elísabet Óskarsdóttir, ; Miöbraut 2, Seltjamamesi. Friðrik Þorgeir Stefánsson, Fagrahjalla 46, Kópavogi. . Stefán Sigurþór Ágnarsson, Áshamri 46, Vestmtmnaeyjum. Brynhildur Þorgeirsdóttir, Vesturgötu 3, Reykjavík. Sveinn Flosi .Jóhannsson, Efra-Langholti, Hrunamannahreppi. Guðrún Jónsdóttir frá Akurey í Vestmannaeyjum, Skúlaskeiði 38, Hafnarfirði, verður níræð á mánu- daginn. Starfsferill Guðrún fæddist á Haga í Gnúp- veijahreppi en ólst upp hjá fóður- foreldrum sínum, Böðvari og Bóel á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum. Eftir lát Böðvars 1917 keypti Bóel jörðina Butru í Fljótshlíð en þangað flutti Guðrún með skyldfólki sínu og átti þar heima til 1924. Eftir að Guðrún gifti sig fluttu þau til Vestmannaeyja þar sem hún stundaði alla almenna verka- mannavinnu, vann m.a. í fiski og við uppskipun. Samhliða heimihsstörfunum og uppeldi barna og bamabarna stund- aði hún svo saumaskap en hún lærði sauma hjá Guðlaugi í Taui og tölum sem þá var til húsa við Lækj- argötuíReykjavík. Fjölskylda Guörún giftist 1925 Ara Markús- syni, f. 31.5.1900, d. 18.3.1972. Hann var sonur Markúsar Gíslasonar, b. í Valstrýtu í Fljótshlíö, og Sigríðar Aradóttur húsfreyju. Börn Guðrúnar og Ara eru Elías, f, 1924, verkstjóri hjá Hafnarfjarð- arbæ, kvæntur Guðrúnu Jónsdótt- ur og eiga þau þrjú börn og níu barnaböm; Ester, f. 1925, d. 1926; Ester Anna, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík og á hún átta börn og tuttugu og sjö ömmu- og langömmu- börn; Helgi, f. 1928, d. s.á.; Emil Karvel, f. 1931, auglýsingateiknari í Hafnarfiröi, kvæntur Guörúnu Ge- orgsdóttur og á hann fimm börn og níu barnabörn; Hörður, f. 1932, framkvæmdastjóri í Grindavík, kvæntur Sigurlaugu Gröndal og á hann fjögur böm og átta bamabörn. Núlifandi afkomendur Guörúnar eru því orðnir sjötíu og sjö talsins. Systkini Guðrúnar, samfeðra, eru Sigurgeir, búsettur í Kópavogi; Ás- dís, býr á Selfossi; Svanhildur, bú- sett á Selfossi. Systkini Guðrúnar, sammæðra, eru Gunnar Haraldsson, b. á Bálka- stöðum II á Hrútafirði; Óskar Har- aldsson, búsettur á Hellu. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Böðvarsson og Guðfinna Jóseps- dóttir. Ætl Jón var bróðir Sveins, fóður Magnúsar L., formanns VR, og þeirra bræðra. Jón var sonur Böð- Guörún Jónsdóttir. vars, b. á Þorleifsstöðum, Jónsson- ar, b. þar, Þorvaldssonar. Móöir Böövars var Ingibjörg Böðvarsdóttir frá Reyðarvatni, Tómassonar. Móðir Jóns Böðvarssonar var Bóel Sigurðardóttir, Eyjólfssonar, Arin- bjarnarsonar frá Múlakoti í Fljóts- hlíð. Guðrún tekur á móti gestum í Haukahúsinu mánudaginn 1.5. milli kl. 16.00 og 19.00. Slml 568 3841 Qkuskóli Islands Sími 568 3841 Meirapróf - aukin ökuréttindi Síðasta námskeið vetrarins hefst fimmtudaginn 4. maí kl. 18.00 Verð kr. 95.000 stgr. Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar í síma 568 3841 •• Greiðslukjör Qkuskóli Islands Öll námsgögn, prófgjöld og æfingatímar innifalin í verði Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, Sími 568 3841

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.