Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 Fréttir Norðmenn vilja að Síldarsmugunni verði lokað: Bjóða íslendingum 60 þúsund tonna kvóta magn sem íslensku skipin gætu mokað upp á tveimur dögum Norömenn hafa gert íslendingum óformlegt tilboö um aö íslendingar fái kvóta í norsk-íslenska síldarstofn- inum, samkvæmt heimildum DV. Þetta tilboð er þó háð því að þjóöim- ar fjórar, sem lögsögu eiga aö Síldar- smugunni, fallist á að hætta alveg veiöum þar. í hugmynd Norömanna er gert ráð fyrir aö Islendingar fái að veiða allt aö þrefalt þaö magn sem þeir veiddu á þessum slóðum á síðasta ári. Afli íslenskra skipa í Síldarsmugunni í fyrra nam 21 þúsund tonni og þetta þýðir því að boðið er 60 þúsund tonn í fyrstu atrennu. Hugmyndin gerir ráö fyrir að komist þessi bráöa- birgðasamningur á megi taka kvót- ann í hvaða lögsögu sem er. Sjávarútvegsráðherra fundaði með hagsmunaaðilum í gær þar sem hann kannaði hug þeirra til þessa samn- ings. Samkvæmt heimildum DV er ekki mikill áhugi í þeirra röðum fyr- ir því að ganga til samninga á þessum nótum. I fyrsta lagi telja þeir að þó þjóöimar íjórar gangi til innbyrðis samnings um að veiða ekki innan Síldarsmugunnar sé engin trygging fyrir að annarra þjóöa skip hópist ekki til veiða á þessum slóðum. Þar er meðal annars horft til írskra og skoskra veiðiskipa sem eru með mikla afkastagetu. Menn benda á að engin trygging sé fyrir því að takist að ná saman á úthafsveiðiráðstefn- unni í sumar um rétt strandríkja til að taka upp svæðisstjórnun á þeim stofnum sem ganga inn og út úr lög- sögu þeirra. Lítið magn Þá benda menn einnig á að engin trygging sé fyrir því að síldin gangi inn í lögsöguna um Jan Mayen. Því geti svo farið, verði veiöar bannaðar í Síldarsmugunni, að íslendingar þurfi að sækja síldina í norska lög- sögu. Þaö er þriggja til fjögurra sólar- hringa sigling og íslenski nótaskipa- flotinn sé ekki í stakk búinn til þess enda skipin flest htil og komin til ára sinna. Það sé því afleitur kostur. Einnig benda íslenskir hagsmuna- aðilar á að 60 þúsund tonn sé alltof htið magn og það tæki íslensku skip- in aðeins tvo veiðidaga að ná þeim afla upp ef síldin er í þéttum torfum. Nær væri að tala um 150 þúsund tonn og tímabundið veiðibann í Síldar- smugunni, t.d. til 1. júlí. Loks er á það bent að þó gert veröi bráða- birgðasamkomulag þá sýni reynslan að það verði stefnumarkandi til framtíðar. Reynslan af loðnusamn- ingnum sýni að sú sé raunin. Það er að samanlögðu ljóst að það verður íslenskum stjórnvöldum erf- itt að semja á þessum nótum og nið- urstaöan fer eftir því hversu sveigj- anlegir Norðmenn verða. Þjóðimar flórar taka í dag upp þráðinn þar sem frá var horfið í Osló fyrir helgi. Ætl- unin var að funda í gær en því var frestað þar sem Færeyingar komust ekki af því að ekki var flogið vegna þoku. -rt Stuttar fréttir Launvegaþyngra Davíð Oddsson segir að fyrirhe- it ríkisstjómarinnar um að draga úr launamuni kynja skipti meira máh en hvort karl eöa kona gegni einstökum embættum fyrir flokkinn. RÚV greindi frá. Ásdís adstoðarmadur Ásdis Halla Bragadóttir, starfs- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, hefur veriö ráðinn aö- stoðarmaður Björns Bjamasonar menntamálaráðherra. Meira flutt inn Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að innflutningur vöru og þjón- ustu muni aukast um 4,5% milli áranna 1994 og 1995. Sjónvarpið greindi frá þessu. Utiðuppíkröfur Almennir kröfuhafar i þrotabú Miklagarðs fá greidd 10% af kröf- um samkvæmt tillögu skipta- stjóra. Mbl. greindi frá þessu. Útgjöld minni en tekjur Tekjur ríkissjóðs aukast meira' en sem nemur útgjöldura vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaöi. RÚV greindi frá. Beiðni afturkölluð Sýslumaðurinn á Selfossi hefur afturkallaö gjaldþrotabeiðni á hendur handknattleiks- og júdó- deildum Ungmennafélags Sel- foss. Tfminn greindi frá. Ragnheiðurrektor Ragnheiður Torfadóttir latínu- kennari hefur verið ráðinn rekt- or Menntaskólans í Reykjavík. Alls 11 umsóknir bárust. Alþýðuskóli Hættir Alþýðuskólinn að Eiðum hefúr verið lagður niður. Verknáms- kennsla á vegum Menntaskólans á Egilsstöðum verður framvegis í húsnæði skólans. Háttaðírönguhúsi Ölvaöur maður berháttaði sig í röngu húsi í vesturbæ Reykjavík- ur um síðustu helgi. Maðurinn fór húsavfllt og var lagstur til svefns þegar lögreglan vakti hann og handtók. Mbl. greindi frá. -kaa Viöræðunefndirnar á fundinum á Húsavík i gær. Vinstra megin borðsins eru fulltrúar Húsvikinga, Kristján Asgeirsson, Einar Njálsson, Tryggvi Finnsson og örlygur Hnefill Jónsson, en hægra megin ÍS-mennirnir Benedikt Sveinsson framkvæmdastjóri, Hermann Hauksson stjórnarformaður og Kristinn Lund, framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnunarsviðs. DV-mynd gk Bifreiðastjórafélagsið Sleipnir boðar verkfall: Getur haft mikil áhrif á heimsmeistarakeppnina Stjóm og trúnaðarmannaráö Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis hefur boðað til allsherjarverkfalls félags- manna sinna frá og með ll. maí. Það skellur því á aðfaranótt fimmtudags í næstu viku, fjórum dögum eftir að heimsmeistara- keppnin í handknattleik hefst. Ef ekki verður samið fyrir þenn- an tíma mun verkfallið hafa mikil áhrif á keppnina þar sem keppnisl- ið, þúsundir áhorfenda, sérstak- lega erlendra, feröast á milli staöa í rútum á meðan keppni stendur. Verkfalhð mun hafa áhrif á öllu höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og víðar eða á öllum þeim stööum sem keppt verður á. „Það er mikið í húfi. En það má segja að það sé tilviljun að þetta kemur upp á þessum tíma. Því miður átti að vera búið að semja áður en okkar aðaivinnutími fer í hönd,“ sagöi Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, í samtali viö DV. „Það slitnaði upp úr viðræðum þegar við vorum að ræða um sérkr- öfur og vinnutilhögun. Enginn fundur hefur veriö boðaður aftur. í rauninni var þetta á ábyrgð fárra aðila sem við erum að semja við. Þetta snýst um tilfærslu á helgum og hve fijálslega hefur verið fariö með hana innan þessa hóps, bæði vinnuveitenda og launþega. Til- færslurnar þýða að við fáum ákveðnar prósentur en við náum ekki þeirri samstöðu sem við telj- um að eigi að vera um þetta. Þetta er aöallega tilhögun - peningar eru ekki aðalatriðið í þessu, svo ein- kennilegt sem það er. Það var farið að túlka þetta frjáls- lega, bæði bílstjórar og vinnuveit- endur. Þannig var farið að færa þetta fram í vikuna og fram yfir mánaðamót. Af þessu leiðir mis- ræmi og óánægju," sagði Óskar. Samkvæmt heimildum DV hefur máhð í rauninni snúist um að vinnuveitandi fái ýmsa bílstjóra til aö taka ekki út frídaga fyrr en að lokinni aðalvertíð sumars. Með því móti tryggir hann sér að þurfa ekki að kalla út fleiri aukabílstjóra en eha. Að þessu leyti telja bílstjórar sig ekki vera að krefjast hærri launa, meö hhðsjón af því að fyrri samningar eigi að standa - vinnu- veitandinn túlkar samninginn hins vegar rúmt í eigin þágu, að áhti Sleipnismanna. -Ótt Fiskiöjusamlag Húsavíkur: Maraþon- fundur án niðurstöðu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Langur fundur forsvarsmanna ís- lenskra sjávarafurða hf. og fuhtrúa bæjarstjómar Húsavíkur og Fisk- iðjusamlags Húsavíkur um sölumál fyrirtækisins og væntaniega hluta- fjáraukningu, sem fram fór á Húsa- vík í gær, leiddi ekki th niðurstöðu eins og menn höfðu vænst. Fundur- inn stóö yfir frá morgni og fram á kvöld og var ákveðið að skoða máhn áfram. Frétt DV frá í gær þess efnis að allt benti til að samiö yrði við ÍS um að IS-menn kæmu með aukið hlutafé inn í fyrirtækið og héldu viðskiptum með afurðir þess stendur samkvæmt heimhdum DV. Erfiðast innan meiri- hluta bæjarstjórnar Húsavíkur er að einhverjir bæjarfuhtrúa Alþýðu- bandalags vhja aö bærinn eigi áfram meirihluta í fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.