Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Fréttir Homfirðingar æflr vegna frestunar humarvertíðar: Reglugerðin veldur tugmilljóna tjóni - segir framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn Halldóra B. Jónsdóttir, formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, og Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri með mót- mælaskjal sem þau afhentu Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra í gær. Hornfirðingarnir eru að mótmæla þvi að humarvertið er frestaö. Það má tií gamans geta þess að Ingólfur er ekki óvanur að ræða við sjávarútvegsráð- herra, því hann er bróöir Halldórs Ásgrímssonar sem var sjávarúvegsráðherra í átta ár. DV-mynd GVA „Aður en ráðuneytið tók þessa ákvörðun lá ljóst fyrir aö þetta væri gegn okkar vilja. Samt sem áður er þetta gert og það getur þýtt þaö að veiðin á bátana verði minni, því þetta er besti veiðitíminn. Ef við ætlum að bæta okkur þetta upp með því að vera lengur að fram á sumarið þá erum við komnir inn í það tímabil að humarinn er kominn í skelskipti og orðinn eins og við köllum það gúmmíhumar," segir Halldór Árna- son, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn, vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðuneytisins að fresta humarvertíð um eina viku. Halldór segir að þessi ákvörðun, sem tekin er vegna óska humarverkenda á Suö- ur- og Suðvesturlandi, leiöi til fjár- hagslegs tjóns fyrir Hornfirðinga. „Við erum búnir að láta markaðs- menn okkar vita hvenær humarinn er væntanlegur frá okkur, en núna getum viö ekki staðið við það. Þessar breytingar eru því algjörlega óverj- andi og það er ekki hægt að bera við einhverju kennaraverkfalli. Þeir sem vildu þessa frestun gátu byrjað viku seinna en reglugerðin hljóðaði upp á; það er ekkert í henni sem bannar þeim það. Það sem skiptir okkur mestu máli er að geta veitt humarinn þegar að- stæður eru bestar. Ráðuneytiö setti í júlímánuði í fyrra reglugerð um að það ætti að byrja veiðarnar 14. maí. Við höfum miðað allt skipulag við aö byrja á þessum tíma. Það er auð- vitað algjörlega ófært að ráðuneytið, sem hefur það hlutverk sem stjórn- vald að skapa festu í okkar um- hverfi, skuli með svo skömmum fyr- irvara hringla með upphaf vertíðar- innar. Þessi reglugerð er sett nánast til höfuðs okkur hér á Hornafirði til aö stoppa okkur af. Þetta mun valda okkur hér, útgerð og vinnslu tug- milljóna tjóni,“ segir Halldór. Halldór segir Hornfirðinga standa einhuga að því að mótmæla þessari reglugerð. Halldóra B. Jónsdóttir, formaður útvegsmannafélagsins á Höfn, er annar tveggja fulltrúa sem héldu á fund sjávarútvegsráðherra til að birta honum mótmæli vegna máls- ins. Hún segir að þau hafi átt hálf- tíma fund með Þorsteini Pálssyni í gær: „Við afhentum Jionum bréf með mótmælum okkar og skýrðum okkar sjónarmið. Ég hlýt að halda í þá von að þessu verði breytt," segir Hall- dóra. -rt Borgarskipulag: Golfvöll utan um byggðina Unnið er að breyttu skipulagi golfvallarins og íbúðarbyggöar- innar við Korpúlfsstaði í Reykja- vík, svonefnt Staöahverfi, þannig að íbúðum við golfvölhnn fjölgi verulega og fari úr 350-400 í um 500 íbúðum, auk þess sem lagið á golfvellinum breytist. Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaöur Borgarskipulags, segir að nýju skipulagstillögurnar eigi að liggja fyrir á miðvikudag. „í vestur og norður af Korpúlfs- stöðum er búið að skipuleggja íbúðahverfi og golfvöllurinn þræðir sig kringum byggðina. Nú er verið að breyta golfvellinum til að ná betri og hagkvæmari stærð á íbúöabyggðinni gagnvart skóla og annarri þjónustu. Golf- völlurinn er unninn af sérmennt- uöum golfhönnunarmanni og breytingin á vellinum er gerð í samráði og samvinnu við kylf- inga,“ segir Þorvaldur. „Reykjavíkurborg er að leita samkomulags við okkur um að breyta skipan á svæöinu. Ef við fáum jafngott í staðinn eöa betra þá erum viö þokkalega sátt við þessar aðgerðir,“ segir Garðar Eyland, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Staðahverfl verður fyrsta íbúðahverflð í landinu sem er byggtinnígolfvöll. -GHS Akranes: Mokveiði hjá grásleppukörlum Daniel Ólafason, DV, Akranesi: Það liggur vel á grásleppukörl- um hér á Akranesi nú í byrjun vertíðar því aö bytjunin lofar góðu. Mokveiði hefur verið hjá þeim og menn eru farnir að spá góðri vertíð. Trillukarlarnir voru að fá allt upp í 1200 kíló af hrogn- um og sumir þeirra veiddu einnig grimmt rauðmaga. Fengu allt aö 200 stykki i veiðiferö. í dag mælir Dagfari______________________ Eru sjálf stæðar konur sjáKstæðar? Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í kosningunum í apríl. Flokk- urinn hélt nokkum veginn sínu og er nú búinn að mynda nýja ríkis- stjórn. Staða flokksins er þess vegna að flestra áliti afar sterk og sterkari en oftast áður. Það finnst flestum en ekki öllum. Sjálfstæðiskonur eru óánægðar. Þær héldu þing um helgina og telja að árangur flokksins sé aUs ekki viðunandi. Einkum aö því er konur varðar. Það sem-er nýtt í þessu er að konur séu yfirleitt að rífa kjaft í Sjálfstæðisflokknum. Hingaö til hafa þær verið upp á punt. Þær hafa veriö atkvæöi fyrir flokkinn en aldrei ætlast til neins af flokkn- um, nema þá að fá að kjósa til að karlarnir í flokknum geti áfram stjórnað. Aldrei fyrr í sögu Sjálf- stæöisflokksins hafa konur risið upp og heimtaö eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta kemur mönnum í opna skjöldu og er vandamál sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki áður staöið frammi fyrir. Menn héldu þvert á móti að þessu kvennakjaft- æði væri nú endalega lokið eftir að Kvennalistinn galt aíhroð í kosn- ingunum. I ljós hefur komið að það skiptir máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvort það eru konur sem taka þátt í sigrunum eða ekki. Ef konur taka ekki þátt í velgengni flokksins hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn staöiö sig iUa. Þetta er það sem lesa má út úr niðurstöðum landsþings sjálf- stæðiskvenna og nú ætla þær aö hefja útrás og heimta að konur komist í virðingar- og ábyrgðar- störf innan flokksins svo að þær geti líka sagt að Sjálfstæöisflokkn- um hafi gengið vel þegar honum hefur gengið vel. Annars gengur flokknum ekki vel þótt honum gangi vel. En mitt í þessari tangarsókn sjálfstæðiskvenna er annar hópur kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sem kallar sig sjálfstæðar konur. Þær eru ekki sjálfstæðiskonur heldur sjálfstæöar konur. Á þessu er mikill munur sem sést meðal annars á því að sjálfstæðar konur eru aUs ekki óánægðar með árang- ur flokksins og ekki heldur með árangur kvenna innan flokksins. Sjálfstæðar konur segja að könur eigi að hafa jafnan rétt og karlar og ef þær eru ekki nógu góðar tíi að standa jafnfætis körlunum þá er það ekki sök karlanna heldur kvennanna sem ekki eru nógu góð- ar. Þetta taka sjálfstæðiskonur óst- innt upp og eru komnar í hár sam- an við sjálfstæðar konur. Sjálf- stæðiskonur segja að sjálfstæðar konur séu ekki sjálfstæðar. Sjálf- stæöar konur segja að sjálfstæöis- konur verði að standa sjálfstæðar. Um þetta er hart deilt og karlamir í flokknum una glaðir viö sitt á meðan. Það er ekki hægt að velja þær til trúnaðarstarfa meðan þær koma sér ekki saman um hvort þær eigi rétt á trúnaðarstörfum, eftir því hvort þær eru sjálfstæðar eða ekki. Þetta er auðvitað hápólitísk og heimspekileg umræða. Hún snýst sem sagt um það hvort konur geti verið sjálfstæðar ef þær eru svo ósjálfstæðar að þær geti ekki verið sjálfstæðiskonur nema vera háðar því að karlamir hleypi þeim að. Þetta er líka spurning um hvort konur séu nógu góðar til að taka við trúnaðarstörfum og þingstörf- um og ráðherrastörfum ef þær hafa ekki unnið tU þess. Sjálfstæöiskon- um finnst að konur eigi rétt á slík- um stöðum hvort heldur þær hafa unnið til þess eða ekki. Sjálfstæðar konur vilja hins vegar vera svo sjálfstæðar að sjálfstæði þeirra í Sjálfstæðisflokknum sé háð því að þær séu nógu sjálfstæðar til að standa undir sjálfstæði sínu. Það fer auðvitað um formann þingflokksins og varaformanninn og alla ráðherrana þegar konurnar geysast fram og heimta að fá þessi sæti í sinn hlut. En þá verða líka konur að gera það upp við sig hvort þær vilja vera sjálfstæðiskonur í Sjálfstæðisflokknum eða sjálfstæð- ar konur í Sjálfstæðisflokknum. Ef þær eru sjálfstæðiskonur þá verða þær að hlíta því sem flokkurinn segir. Ef þær eru sjálfstæðar konur verða þær auðvitað að vera sjálf- stæðar án þess að flokknum komi það við. Og hvorutveggja leiðir til þess að karlarnir hljóta að ráða því hvað þær fá í sinn hlut þegar flokknum vegnar vel. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.