Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Konur í pólitík Athyglisverð umræða er hafin innan Sjálfstæðis- flokksins um stöðu kvenna innan þess flokks. Sú um- ræða kemur ekki á óvart og er í rauninni fullkomlega tímabær. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli með- al kjósenda og er langstærsti stjómmálaflokkurinn. Það gefur augaleið að flokkurinn fær mikið af atkvæðum kvenna en hlutur kvenna á framboðshstum og í trúnaðar- störfum er í engu samræmi við atkvæðafylgið. Staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sem og staða kvenna í öðrum flokkum er áleitnari spuming fyrir þá sök að Kvennaíistinn fékk slæma útreið í kosningunum í vor og margir halda því fram að dagar hans séu taldir. Kvenfólk þurfi þess í stað að sækja fram í hinum hefð- bundnu stjórnmálaflokkum, sem tryggðu mjög stöðu sína í íslenskum stjómmálum í kosningunum og em komnir til að vera. Árangur Kvennahstans var rýr í alþingiskosningun- um en áhrif Kvennahstans em samt sem áður varanleg að þvi leyti að hinir stjómmálaflokkamir em sér betur meðvitandi um þau mál sem Kvennalistinn hefur sett á oddinn. Hugarfarsbreytingin hefur síast inn. Að því er varðar Sjálfstæðisflokkinn er ábyrgð hans meiri þar sem hann er stór og valdamikih flokkur og þarf að vera, og verður væntanlega, leiðandi afl í stjóm- málaþróuninni, þar á meðal í jafnréttismálum, stöðu kynjanna og hlut kvenna til áhrifa. Það er eðhlegt og æskhegt að umræða um þessi mál fari fram innan raða Sjálfstæðisflokksins, frekar en í smáum og tiltölulega áhrifalitlum flokksbrotum. Það verður hins vegar ekki sagt um Sjálfstæðisflokk- inn að hann hafi verið konuvænn. Fáar konur skipa efstu sæti á framboðshstum og segja má að það sé seint í rass- inn gripið að krefjast ráðherrastóla í nýskipaðri rikis- stjóm þegar ekki var staðið betur að framboðsmálunum. Konumar köUuðu áhrifaleysið yfir sig áður en til kosn- inganna og stjórnarmyndunarinnar kom. Það er sömuleiðis heldur haUærisleg uppákoma hjá forystuhði Sjálfstæðisflokksins að finna það þá fyrst út, þegar karh úr þeirra hði býðst að taka við forsetatign á Alþingi, að hækka þurfi laun hans! Konur em búnar að sinna forsetastarfinu á þingi í átta ár án þess að nokkur maður hafi hreyft þeirri hugmynd að forseta Alþingis beri hærri laun. Sú umræða er senrúlega besta og átakan- legasta dæmið um það skeytingarleysi sem stjómmála- körlum er lagið þegar kjör kvenna og karla eru á dag- skrá. Það segir sína sögu um viðhorfin og hugarfarið. Jafnréttisbaráttan á enn þá langt í land. Það er af hinu góða að konur innan Sjálfstæðisflokks- ins gera rýran hlut sinn að umræðuefni. En þær eiga ekki að sætta sig við að stungið verði upp í þær dúsu með einum eða tveimur stöðuveitingum. Konur í Sjálf- stæðisflokknum verða að heyja miklu víðtækari baráttu fyrir stöðu sinni á þeim bæ, einfaldlega með auknu starfi og stærri sveit kvenna sem viU láta tU sín taka. Það sama á við um aðra flokka. Þetta er ekki bara spuming um að sýna ht og hafa konur upp á punt. Þetta er spuming- in um það hvort og hvemig stjómmálaflokkarnir tileinki sér þá sjálfsögðu þróun í þjóðfélagi jafnréttis og lýðræðis að bæði kyn hafi sjálfsögð áhrif á stefnu og störf flokka, stjómvalda og framkvæmdavalds á öUum stigum. Þetta er kaU tímans og hvorki karlar né flokkar em að missa spón úr aski sínum í metorðapotinu. Þeir verða einfaldlega að skUja að konur em líka menn og konur og reynsluheimur þeirra er hluti af póhtíkinni. Og það ívaxandimæh. EUertB.Schram MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 „Best er að greiðslubyrði af lánum, sem tekin eru vegna kaupanna, minnki stöðugt," segir Stefán m.a. um nýja gerð húsnæðislána. Nýja gerð húsnæðislána Vandi húsnæöislánakerfisins veröur ekki leystur með lengingu lánstíma. Breyta verður formi lán- anna svo að fasteignakaupendur geti unnið sig út úr erfiðleikum fyrstu áranna. Lánin eiga að vera viðráðanlegri eftir þvi sem líður á lánstímann. Með núverandi lánum versnar vandi sem skapast fyrstu árin. Greiðslubyrðin þyngist beinlínis þegar líður á lánstímann. íslensku húsnæðislánin eru verðtryggð jafngreiöslulán, „annuitet“. Er- lendu lánin eru óverðtryggð með jöfnum afborgunum. í því felst munurinn. Lengt í hengingarólinni Menn hafa rætt um að leysa vanda fasteignakaupenda með þvi að lengja lánstíma húsnæðislána. Vandi húsnæðislánakerflsins felst ekki í lánstímanum heldur eðh lán- anna sjálfra. Gerð lánanna veldur mun meiri vanda en hvort þau eru veitt til 25 eða 40 ára. Til að ráðast að rótum vandans verður að end- urskoða form lánanna. íslensku húsnæðislánin eru svo- nefnd jafngreiðslulán, einnig oft nefnd „annuitetslán". Greiðslu- byrði þessara lána er ávallt sú sama. Verðtryggö jafngreiðslulán eru sérlega óhagstæð fyrir hús- næðiskaupendur. Fólk greiðir sömu fjárhæð af þeim í áratugi. Greiöslubyrðin minnkar aldrei heldur þyngist hreinlega. Engin leiö er til aö vinna sig út úr vanda sem skapast kann fyrstu árin, hann bara versnar. Menn hafa brugðist við greiðsluvanda í lánakerfinu með því að breyta skuldum í ný verðtryggð jafn- greiöslulán og íhuga nú að lengja lánstímann. Hin óheppilega lána- tegund verður enn til staðar. Góður maður kallaði aðgerðir sem þessar: „aö lengja í hengingarólinni" og hafði mikið til síns máls. Kjallariim Stefán ingólfsson verkfræðingur Að vinna sig út úr vandanum Fyrir fasteignakaupendur er mikilvægt að geta unnið sig út úr erflðleikum fyrstu áranna eftir húsnæöiskaup. Best er að greiöslu- byrði af lánum, sem tekin eru vegna kaupanna, minnki stöðugt. Eftir því sem líöur frá kaupunum verði lánin viðráðanlegri. Fyrir launafólk skiptir höfuðmáli að skuldir vegna húsnæðiskaupa lækki og það sjái fram á bjartari tíma. íslenska húsnæðislánakerfið er ekki þannig. Fjölskyldur eyða hverri handbærri krónu í afborg- anir af fasteignalánum án þess að þau minnki eða greiðslubyrði létt- ist. Minni háttar óvænt útgjöld geta valdið því að fólk missi húsnæði sitt. Því fylgir stöðugt álag að hafa daglega áhyggjur af fjárhagslegri framtíð flölskyldu sinnar. Óverðtryggð langtímalán best Erlendis eru húsnæðislán óverð- tryggð og eru greidd niður með jöfnum afhorgunum. Greiðslubyrði samanstendur af vöxtum og af- borgunum. Afborganirnar eru ávallt sama flárhæð en vextimir fara minnkandi. Greiðslur af þess- um lánum fara stöðugt minnkandi. Auk þess eru lánin óverðtryggð svo aö greiðslubyrðin minnkar enn hraðar að raunvirði. Greiðslubyrði slíkra lána mun hér á landi minnka um 20% fyrstu fimm árin. - Óverð- tryggð húsnæðislán hafa því mjög mikilvæga kosti fyrir lántakendur. Þó að greiðslubyrði þeirra sé há í upphafi minnkar hún fljótt. Hús- næðiskaupendur vinna sig þess vegna fljótt út úr byrjunarerfið- leikum sem fylgja fyrstu kaupum. Lán margra lífeyrissjóða eru með jafnar afborganir eins og erlendu lánin en verðtryggð. Greiðslubyrði þeirra minnkar þess vegna einnig eftir því sem líður á lánstímann. Báöar þessar tegundir lána eru hentugri sem húsnæðislán en hin verðtryggðu jafngreiðslulán ís- lenska húsnæðiskerfisins. Stefán Ingólfsson „Vandi húsnæðiskerfisins verður ekki leystur með lengingu lánstíma. Breyta verður formi lánanna svo að fasteigna- kaupendur geti unnið sig út úr erfið- leikum fyrstu áranna.“ Skoðanir annarra Óréttlæti í skylduaðild „Það er löngu tímabært að tekið verði á því órétt- læti, sem skylduaðild að lífeyrissjóðum felur í sér. Langstærstur hluti launþega er skyldaður til að greiða í lífeyrissjóð, sem bundinn er við stéttarfélag eða landsvæði. Flestir eru þessir sjóöir sameignar- sjóðir, en rekstur þeirra er með mjög mismunandi hætti. ... Rök hafa verið færð fyrir því að skyldu- greiðslur, rétt eins og skylduaöild aö stéttarfélögum brjóti í bága vð alþjóðlega mannréttindasáttmála og jafnvel Stjórnarskrána." Úr forystugrein Mbl. 29. april. Launahækkun forseta Alþingis „Á sínum tíma sá ríkisstjórn undir forsæti Davíðs ástæðu til að setja bráðabirgðalög á launahækkun til forseta Alþingis. Nú telur hins vegar þessi sami Daviö ástæðu til að hækka launin til þess að friða Ólaf'G. Einarsson, sem missti ráðherrastól nýveriö. Síðustu átta árin hafa konur verið í þessu starfi en nú blasir við að Ólafur G. fær 100.000 krónum hærri laun fyrir sömu vinnu. Þaö er því ekki nema von að menn efist um heilindi stjórnmálamanna þegar kemur að yfirlýsingum þeirra um aö jafna beri laun kynjanna." Úr Skoðunum Mánudagspóstsins 2. maí. Vinnulöggjöfin „Það, sem einkum hefur verið gagnrýnt í vinnu- löggjöfinni, er réttur fámennra starfsstétta til keðju- verkfalla í fyrirtækjum með flókna og margþætta starfsemi, þar sem starfsfólk er í flölmörgum stéttar- félögum. Þessi umræða styrkir ekki stöðu launa- fólks, heldur þvert á móti. Sama gildir um verkfalls- boðanir, sem teknar eru af mjög fámennum hópi manna í stéttarfélögum. Leita þarf leiða til þess að efla þátttökuna í hinu félagslega starfi. Breytingar á löggjöf einar leysa vissulega ekki þann vanda.“ Úr forystugrein Tímans 29. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.