Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Afmæli Valgerður I. Jónasdóttir Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir, Mikladalsvegi 2, Patreksfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Valgerður fæddist á Stekkum í Patreksfirði en ólst upp í Kollsvík í Rauðasandshreppi hjá móðurbróð- ur sínum, Torfa Jónssyni, bónda þar, og konu hans, Guðbjörgu Guð- bjartsdóttur. Hún var í farskóla í Kollsvík í fimm vetur. Um tvítugt fór Valgerður til Hafn- arfjarðar og vann þar við húshjálp hjá ýmsum fjölskyldum. Hún flutt- ist aftur til Patreksfjarðar 1934 og hefur búið þar síðan. Fjölskylda Valgerður giftist 10.10.1936 Sigur- jóni Jóhannssyni, f. 2.10.1912, lát- inn, sjómanni og verkamanni á Pat- reksfirði. Foreldrar hans: Jóhann Sigurjón Bjarnason, trésmiður á Björgum í Patreksfiröi, og kona hans, Rósa Guðmundsdóttir. Börn Valgerðar og Sigurjóns: Guð- mundur, f. 8.5.1937, d. í september 1937; Álfdís Inga, f. 20.8.1939, hús- móðir á Patreksfirði, maki Guð- mundur Ólafsson, sjómaður og verkamaður, frá Garðstöðum í Ögri, börn þeirra eru Siguijón Bjami, f. 17.2.1964, sjómaður á Patreksfirði, Gunnar Birkir, f. 15.6.1966, verka- maöur á Patreksfirði, Jón Garðar, f. 13.1.1968, verkamaður iísrael, Guðmundur Ingi, f. 7.9.1972, sjó- maður á Patreksfirði, og Rósa, f. 2.2. 1976, starfar á gæsluvelli á Patreks- firði; Bjargmundur, f. 2.12.1940, bif- vélavirki og starfsmaður Áburðar- verksmiðjunnar hf., kvæntur Fann- eyju Arnbjörnsdóttur húsmóðir frá Dalvík, börn þeirra eru Stefán, f. 25.7.1965, tollfulltrúi í Reykjavík, Jónas Valgeir, f. 27.6.1966, bifreiða- smiður hjá Þarfaþingi í Reykjavík, Inga Laufey, f. 8.6.1968, húsgagna- smiöur í Reykjavík, og Amdís Björk, f. 4.6.1970, ritari í Reykjavík; Jóhann Bjami, f. 1.2.1942, málara- meistari á Patreksfirði, kona hans er Álfheiður Bjarnadóttir frá Holta- seli í Mýrahreppi, börn þeirra em Valgerður Helga, f. 9.1.1978, nemi í MR, AnnaHuld, f. 1.12.1980, nemi á Patreksfirði, og Sigurjón Bjarni, f. 19.6.1983, nemi. Fyrri kona Jó- hanns Bjarna var Ágústa Waage, húsmóðir í Kópavogi, þau skildu, þau eignuðust einn son, Markús, f. 4.4.1965, d. 23.4.1976; Rósa Björg, f. 27.5.1947, húsmóðir og starfsmaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, maki Vigfús Guðlaugsson, stýrimaður úr Vestmannaeyjum, börn þeirra em Guðmundur, f. 11.71977, nemi í Vestmannaeyjum, og Freydís, f. 8.5. 1981, nemi. Fyrri maður Rósu Bjarg- ar var Hjörtur Marinósson, sjómað- ur frá Akureyri, þau skildu, sonur þeirra er Sigmar Valur, f. 21.10.1965, fiskeldisfræðingur á Dalvík, dóttir Rósu Bjargar og Þorsteins Jónsson- ar sjómanns frá Akureyri er Sóley, f. 1.5.1971, sundlaugarvörður í Vest- mannaeyjum. Dóttir Valgerðar og Þórðar Guðnasonar sjómanns frá ísafirði erÁsgerður, f. 26.6.1934, húsmóðir í Hafnarfirði, maki Gísh Halldórsson klæðskeri, sonur þeirra er Samúel, f. 18.1.1972, mat- sveinn í Hafnarfirði. Valgerður á fimm barnabamabörn. Systkin Valgerðar: Guðjón, f. 1900, d. 1901; Guðjón, f. 1904, látinn, sjó- maður á Patreksfirði, hans kona var Júlíana Ásgeirsdóttir, látin; Kristín, f. 1907, d. 1970, húsfreyja á Kletti í Geiradal, hennar maður var Ormur Grímsson, látinn, bóndi á Kletti, þau eignuðust tíu börn; Kristinn, f. 1910, látinn, vélgæslumaður hjá Áburð- arverksmiðjunni í Reykjavík, hans kona var Sigríður Halldórsdóttir, látin, þau eignuðust sex börn; Guð- bjartur, f. 1913, látinn, sjómaður á Bíldudal; Sölvi, f. 1916, trésmiður á Bíldudal, nú búsettur í Reykjavík, hans kona var Sigrún Jónsdóttir, látin, þau eignuðust einn son; Lára, f. 1919, d. 1941. Foreldrar Valgerðar: Jónas Jóns- son, f. 15.12.1875, d. 22.2.1965, sjó- maður og bóndi á ýmsum stöðum í Patreks- og Arnarfjarðarhreppum, og Jóna Valgerður Jónsdóttir, f. 31.1. 1878, d. 1961. Ætt Jónas var sonur Jóns „sterka" Valgeröur I. Jónasdóttir. Einarssonar, vinnumanns á Auðs- haugi á Barðaströnd, og Guðrúnar Jóhannsdóttur á Brekkuvöllum. Jóna Valgerður var dóttir Jóns Torfasonar, bónda á Hnjóti í Örlygs- höfn, og Valgerðar Guðmundsdótt- ur. Valgerður dvelst nú á heimili son- ar síns, Jóhanns málarameistara, að Bjarkargötu 8 á Patreksfirði. 90 ára Katrín Danivalsdóttir, Faxabrautl3, Keflavík. 80 ára Vigfús Helgason, Dagsbrún, Borgarfjaröarhreppi. 75 ára Bjarni Eyvindsson, Dynskógum8, Hveragerði. Hanneraðheiman. Guðrún Sigurðardóttir, Smáratúni 13, Selfossi. Árni Gunnar Pálsson, Heiðarvegi 1, Selfossi. Guðmundur Jónasson, Selbrekku 30, Kópavogi. 70 ára Sofie Marie Markan, Geitastekk 7, Reykjavík. Eyjólfur Ingjaldsson, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík, Unnur Guðmundsdóttir, Holtsgötu 13, Reykjavík. 50 ára Jón Sigurjónsson, Stallaseli 1, Reykjavík. Guðrún Guðbjörnsdóttir, Leirutanga3, Mosfellsbæ. Hjálmar Sigurðsson, Brimnesvegi 2, Flateyri. Margrét Aronsdóttir, Vesturfold 139, Reykjavík. Sigurjón Óskarsson, Hlugagötu44, Vestmannaeyjum. Bjarney Guðmundsdóttir, Álakvísl34, Reykjavík. 40 ára Ólafur Helgi Helgason, Búðageröi 1, Reykjavík. Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Dalalandi 8, Reykjavík. Sigurlina S. Aiexandersdóttir, Álíhólsvegi 91, Kópavogi. Sigvaldi Bjarnason, Eyrarbraut24, Stokkseyri. Lilja Sveinsdóttir, Mávabraut 9d, Keflavík. Magnús Hclgi Kristjánsson, Þormóðsstv. Lambhóli,Reykjavik. Hulda Gunnþórsdóttir, Lambeyrarbraut 1, Eskifirði. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 Jóhann Björgvin Marvinsson Jóhann Björgvin Marvinsson, bóndi að Heimabæ í Arnardal, er fertugur ídag. Starfsferill Jóhann fæddist að Kjarvalsstöð- um (Naustum), við Skutulsfjörð og ólst upp í Arnardalnum. Hann hefur verið bóndi frá 1974 er hann tók við búinu að Heimabæ í Arnardal af foreldrumsínum. Auk þess hefur hann stundað hafnarverkastörf á ísafirði til skamms tíma. Fjölskylda Jóhann kvæntist 1987 Þórdísi H. Sumarliðadóttur, f. 6.7.1959, sjúkra- liða. Hún er dóttir Sumarliða Vil- hjálmssonar og Láru Jóhannesdótt- ur, bændafólks að Ferjubakka í Mýrasýslu. Dætur Jóhanns og Þórdísar eru Linda Sólrún Jóhannsdóttir, f. 2.9. 1988, og Ásthildur Rósa Jóhanns- dóttir, f. 21.3.1990. Systkini Jóhanns eru Jóna Sigríð- ur, f. 16.3.1946, starfarviðheimilis- hjálp, búsett í Hafnarfirði; Arnviður Unnsteinn, f. 17.8.1947, múrara- meistari í Reykjavík; Þorsteinn Ingi, f. 29.3.1950, trésmiður í Reykjavík; Gunnvör Rósa, f. 11.1.1964, fisk- verkakona á ísafirði. Foreldrar Jóhanns: Marvin Guð- björn Kjarval, f. 16.4.1921, d. 26.6. 1992, rafvirkjameistari, ogÁsthildur Sigurrós Jóhannsdóttir, f. 13.6.1923, húsmóðir. Ætt Marvin var sonur Steins Leós, sýsluskrifara og bæjarstjóra á ísafiröi, síöar bókara í Reykjavík, sonar Leós, söölasmiðs og kaup- manns á ísafirði, Eyjólfssonar og Kristínar Benediktsdóttur, b. í Gestsstaðaseli, Magnússonar, b. í Heiðarbæ og Arnkötludal, Jónsson- ar, b. í Heiðarbæ, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðbjörg Brynjólfs- dóttir. Móðir Benedikts var Sigríður Björnsdóttir, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ættfoðurTrölla- tunguættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Marvins var Ingibjörg Jak- obína Kjarval Guðmundsdóttir, formanns í Þernuvík, Sveinssonar og Bjargar Jónsdóttur. Ásthildur var dóttir Jóhanns Jens Matthíasar Skjalddal, b. í Skjald- fonn, Ásgeirssonar, b. í Skjaldfonn, Ólafssonar. Móðir Jóhanns var Steinunn Jónsdóttir frá Grænanesi. Jóhann Björgvin Marvinsson. Móðir Ásthildar var Jóna Sigríður ljósmóðir Jónsdóttir, b. í Ytri-Hjarð- ardal og síðar á Stað í Súgandafirði, Ólafssonar, b. í Innri-Hjarðardal, Jónssonar. Móðir Jóns var Guð- finna Ebenezerdóttir frá Innri- Hjarðardal. Móöir Jónu Sigríðar var Guðrún Etilríður Sturludóttir, hreppstjóra í Dalshúsum í Val- þjófsdal, Jónssonar, ogKristínar Ebenezardóttur frá Innri-Hjarðar- dal. Erlingur Aöalsteinsson Erhngur Aðalsteinsson bifvéla- virkjameistari, Laufskálum II, Borgarbyggð, er fimmtugur í dag. Starfsferill Erlingur er fæddur í Reykjavík en ólst upp að Laufskálum. Hann er bifvélavirkjameistari að mennt en Erlingur sótti kvöldskóla í Iðnskól- anumíBorgamesi. Erlingur starfaði hjá PTP í Borg- amesi, Rafvélaverkstæði S. Melsted í Reykjavík og á Búvélaverkstæðinu á Breiðdalsvík. Undanfarin ár hefur hann rekið Vélaverkstæðið Lykil að Laufskálum II í Stafholtstungum. Fjölskylda Sambýliskona Erlings er Anna Ingvadóttir, f. 13.7.1953. Böm Erhngs og fyrrverandi eigin- konu hans, Herdísar Hermanns- dóttur, sem nú er búsett í Reykja- vík: Ása Erlingsdóttir, f. 25.6.1970, starfsmaður á gróðrarstöð í Staf- holtstungum, sambýlismaöur henn- ar er Sindri Arnfjörð, skrúðgarð- yrkjumaður, sonur Ásu er Arnór Gunnarsson; Erla Erlingsdóttir, f. 10.10.1972, búsett í Denver í Col- orado í Bandaríkjunum; Ágústa Erl- ingsdóttir, f. 28.7.1980, nemi í Varmalandsskóla; Jökull Erhngs- son, f. 10.6.1984, nemi í Reykjavík. Bræður Erlings: Símon Aðal- steinsson, f. 25.12.1942, fram- kvæmdastjóri Vélabæjar í Bæjar- sveit í Andakhshreppi, kvæntur Þuríði Jóhannsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni, þau eiga fjögur börn; Kári Aðalsteinsson, f. 8.5.1960, garðyrkjubóndi á Laufskálum I, kvæntur Eydísi Sigvaldadóttur, lyíjafræðingi, þau eiga einn son. ForeldrarErhngs: Aðalsteinn 7 Símonarson, f. 9.11.1917, d. 8.3.1993, garðyrkjubóndi, ættaður frá Vatns- koti í Þingvallasveit, og Sigurbjörg Erlingur Aðalsteinsson. Pálsdóttir, f. 22.7.1920, húsmóðir á Laufskálum I, ættuð frá Böðvars- hólum í V-Húnavatnssýslu. Erhngur verður með opið hús á Laufskálum II nk. laugardag, 6. maí.frákl. 14-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.