Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Nætur- og helgarvörður óskast til afleysinga vegna sumarleyfa. Algjör reglu- semi áskilin. Umsækjendur sendi inn skriflegar um- sóknir fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 4. maí, merkt: „NÆTUR-HELGARVÖRÐUR 2487“ Laxveiði ’95 Til sölu tvö samliggjandi laxveiðileyfi i Laxá, S-Þing. á topptima (2 stangir í 4 daga). Upplýsingar í sima 96-41515 næstu daga milli kl. 13 og 17. ij^ Verzlunarskólinn 1960 Nemendur úr Verzló, útskrifaðir vorið 1960, ætla að hittast í Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, fimmtudaginn 4. maí kl. 18.00. Sjáumst. 4. bekkjarráð 1960 MOSFELLSBÆR //////////////////////////// Umboðsmaður DV í Mosfellsbæ er Halla Reynisdóttir, Dalatanga 5, sími 668209. Skjalavörður Staða skjalavarðar við Borgarskjalasafn Reykjavíkur er laus til umsóknar. / Starfið felst m.a. í að veita borgarstofnunum ráðgjöf um skjalastjórn. Óskað er eftir starfskrafti með próf í bókasafnsfræði, sagn- fræði eða aðra sambærilega menntun. Nánari upplýsingar veitir borgarskjalavörður í síma 632370. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Lóðahreinsun í Reykjavík vorið 1995 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði. Auðvelt er að losna við úrgang á gámastöðvum Sorpu alla daga milli 12.30 og 19.30. Þær eru við: Ánanaust móts við Mýrargötu. Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagana 6. og 13. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfisbækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu tvær vikur eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl sem flutt er til eyðingar skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningakössum. Umráðamenn óskráðra og hirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta, annars má búast við að þeir verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma en síðan fluttir til förgunar. Gatnamálastjórinn t Reykjavík Hreinsunardeild Fréttir___________________________________________di Barði Þorkelsson jarðfræðingur um Hveragerðissvæðið: Spáð áfram jarð- skjálftavirkni - á sjötta hundrað skjálftar á tæpum 2 sólarhringum Munir færðust úr stað í húsum í Hveragerði og nágrenni þegar kröft- ugur jarðskjálftakippur fannst, um 4,0 á Richter, laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Á sjötta hundrað skjálftar mældust á svæð- inu í kjölfar stóra skjálftans - heldur dró úr þeim á sunnudag en um kvöld- ið fóru þeir að aukast á ný. Barði Þorkelsson jarðfræðingur sagði í samtali við DV að hann bygg- ist við að skjálftavirknin yrði viðvar- andi næstu vikurnar. Af reynslunni að dæma benti ekkert til annars. „Þaö var myndarlegur skjálfti sá stærsti. Hann átti upptök sín um 8 kílómetra norðnorðaustur af Hvera- gerði og fannst víða um Suður- og Suðausturland og síðan til dæmis upp á Akranes. í Hveragerði færðust hlutir eitthvað úr stað, jafnvel hlutir sem stóðu á gólfi,“ sagði Barði. „Það eru ekki merki um annað en að þetta haldi áfram á næstu vikum. Stundum nánast hættir þetta en aldr- ei alveg en svo gengur þetta svona inniámilli,“sagðiBarði. -Ótt Kennarafundur var hafdinn í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir helgina til að ræða ráðningu nýs rektors við skól- ann, en skólanefnd hefur einróma lýst yfir stuðningi við Ragnheiði Torfadóttur latínukennara. Á kennarafundinum var samþykkt samhljóða ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við alla þá fimm kennara skólans sem voru með- al umsækjenda. DV-mynd Sveinn Verksmiðjuskip Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði: Frystigeymslur fyrir 1300 tonn af karfa - áhöfnin 86 manns og íslenskur skipstjóri „Veiðamar ganga ágætlega, hann fékk 25 til 30 tonn í fyrsta holi. Það er allt unnið um borð og fer ekkert í sjóinn aftur,“ segir Guðmundur Þórðarson, útgerðarstjóri Sjólaskipa hf. í Hafnarfirði, sem á og gerir út verksmiðjuskipiö Heinaste sem stundar nú úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Skipið er skráð er í Tallinn í Eistlandi. Þetta er stærsta fiskiskip sem er í eigu íslendinga, eða 120 metra langt og 19 metra breitt. Alls er skipið 7000 rúmlestir að stærð. Til viðmiðunar má nefna að flestir íslensku frysti- togaranna eru á bilinu 50 til 60 metr- ar að lengd. Lestarrými Heinaste er 2700 rúmmetrar eða rúmlega fjórfalt meira en frystitogarans Haraldar Kristjánssonar HF sem er í eigu sömu útgerðar. Samkvæmt því hefur skipið rými fyrir allt að 1400 tonn af afurðum, eða sem nemur 2700 tonn- um af úthafskarfa upp úr sjó. Þá er í skipinu fullkomin beinaverksmiöja og 750 rúmmetra þurrlest og 500 rúmmetra mjöllest. Guðmundur segir aö um borð í skipinu sé alls 86 manna áhöfn, þar af átta íslendingar. Skipstjórinn er íslendingur, Páll Breiðfjörð Eyjólfs- son, sem er að öllu jöfnu skipstjóri á HaraldiKristjánssyniHF. -rt Verksmiöjuskipid Heinaste sem er stærsta fiskiskip i eigu íslendinga. Skip- ið er við veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg með 85 manna áhöfn. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.