Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Stjórnarfk>kkarnir bæta við sig fylgi Þjóðvaki þurrkast nánast út og Alþýðubandalagið tapar miklu Stjómarflokkarnir sækja verulega í sig veðriö miðaö við úrslit alþingis- kosninganna 8. apríl siðastiiðinn. Fylgi Þjóðvaka hefur ■hrunið og Al- þýðubandalagið hefur tapað veru- legu fylgi á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá kosningunum. Alþýðu- flokkurinn og Kvennalistinn virðast hins vegar standa í stað. Þetta er nið- urstaða skoðanakönnunar DV sem gerð var í gær og í fyrradag. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- uninni reyndust 69 prósent styðja stjórnarflokkana. Innan við þriðj- ungur studdi stjórnarandstööuflokk- ana. Af þeim sem afstöðu tóku reynd- ust 11,5 prósent styðja Alþýðuflokk- inn, 27,3 prósent Framsóknarflokk- inn, 41,7 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 10,8 prósent Alþýðubandalagið, 4,8 prósent Kvennalistann og 2,8 prósent Þjóðvaka. Miðað við úrslit kosninganna í síð- asta mánuði hefur fylgi Framsóknar- flokksins aukist um 4,0 prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar aukist um 4,6 prósentustig. Kratar og konur standa í stað Fylgi Alþýðuflokksins og Kvenna- listans er nánast það sama og í kosn- ingunum. Alþýðuflokkurinn hefur bætt við sig 0,1 ■ prósentustigi og Kvennalistinn hefur tapað 0,1 pró- sentustigi. Hinir stjórnarandstöðu- flokkarnir, Alþýðubandalagið og Þjóðvaki, hafa hins vegar tapað veru- legu fylgi. Alþýðubandalagiö hefur misst 3,5 prósentustig og Þjóövaki 4,4 prósentustig, eða tæplega 61 prósent af kjörfylgi sínu. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kypja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvaöa lista mundir þú kjósa ef þing- kosningar færu fram núna?“ Af öllu úrtakinu reyndust 8,3 pró- sent styðja Alþýðuflokkinn, 19,8 pró- sent Framsóknarflokkinn, 30,3 pró- Ummæli fólks „Sjálfstæðisflokkurinn er og verður minn flokkur," sagöi kona í Reykjavík. „Kvennalistinn er búinn að vera,“ sagði kona á Noröurlandi vestra. „Ég hef orðiö fyrir gífurlegum vonbrigðum með Jóhönnu og liðið í kringum hana. Þetta er ljóta gengið,“ sagði karl á Suðurlandi. „Það er eftirsjá að Eggert Haukdal," sagði kona á Suðurlandi. „Alþýðubandalagið lofar góðu, ekki síst ef Margrét Frímannsdóttir tekur við foryst- unni,“ sagði karl á Reykjanesi. „Ég veit ekki hvað ég myndi kjósa en eitt er víst aö ég kysi hvorugan framsóknarflokkinn,“ sagði karl á Akureyri. „Kratarnir eru þeir einu sem þora að taka á utanrík- ismálunum af einhverri alvöru,“ sagði kona á höfuðborgarsvæð- inu. „Framsóknarflokkurinn mun bjarga okkur bændunum frá örbirgð,“ sagði karl á Vestur- landi. „Sjálfstæöisflokkurinn er kjölfestan í íslenskum stjórnmál- um,“ sagði kona á höfuðborgar- svæðinu. -kaa/ari 45% 40 35 30 25 20 15 0| 24/3 '95 Niðurstöður skoðanakönnunar DV - til samanburöar eru niöurstööur fýrri kannana DV og úrslit þingkosninga - % , ------|— - | | -----rt~ 6/4 Kosn. 11/5 24/3 6/4 '95 '95 '95 '95 '95 1--------1 I Kosn. 11/5 24/3 '95 '95 '95 "'T 6/4 '95 . .1“ - t I Kosn. 11/5 24/3 '95 '95 '95 6/4 '95 I I I Kosn. 11/5 24/3 6/4 '95 '95 '95 '95 45% 40 35 30 25 20 15 10 Kosn. 11/5 24/3 '95 '95 '95 .1 6/4 ~ ...- I 0 I Kosn. 11/5 sent Sjálfstæðisflokkinn, 7,8 prósent Alþýðubandalagið, 3,5 prósent Kvennalistann og 2,0 prósent Þjóð- vaka. Þá sögðust 0,5 prósent styðja Náttúrulagaflokkinn, 0,2 prósent Suðurlandslistann og 0,2 prósent Vestfjarðalistann. í skoðanakönnuninni voru 18,3 prósent aðspurðra óákveðin og 9,0 prósent neituðu aö gefa upp afstöðu sína. Alls tóku því 72,7 prósent að- spurðra afstöðu í könnuninni sem er mun hærra hlutfall en var að meðaltali í könnunum DV á síðasta kjörtímabili. Stjórnarandstaðan tapar 5 þingmönnum Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt skoðanakönnun DV fengi Alþýðuflokkurinn 7 menn kjöma á þing, eöa það sama og hann fékk í kosningunum í apríl síðastiiönum. Framsóknarflokkurinn fengi 18 menn, bætti við sig 3 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 27 menn, bætti við sig 2. Alþýðubandalagið fengi 7 menn kjöma, tapaði 2. Kvennalistinn fengi 3 þingkonur kjömar, eða það sama og í kosning- unum. Þjóðvaki biði hins vegar af- hroð ef kosið væri núna og fengi að- eins 1 mann kjörinn og tapaði 3. Skekkjumörk í könnun sem þess- ari em 3 til 4 prósentustig. Þess má hins vegar geta að í síðustu skoðana- könnun DV fyrir alþingiskosning- arnar í aprfl síðastliðnum var með- alfrávikið frá kjörfylgi flokkanna einungis 0,29 prósentustig. _kaa/ari Stuttarfréttir Héraðsdómur dæmir Hafnfirðing í fíkniefnamáli: Fyrsti alsæhidómurinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 38 ára Hafnfirðing í þriggja mánaöa skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við húsleit heima hjá manninum 30. nóvember síðastliðinn fundust 288 grömm af hassi og 22 töflur af ecstacy (MDMA), eða alsælutöflur. Aukinheldur fundust 3,2 grömm af amfetamíni á öðrum stað en maður- inn viðurkenndi fyrir dómi aö öll ííkniefnin heíðu verið í fómm hans. Ákærði hefur frá árinu 1974 undir- gengist 10 dómsáttir fyrir umferðar- laga- og fíkniefnabrot en frá árinu 1981 hefur hann hlotiö 6 refsidóma fyrir flkniefnabrot, þjófnað og skjala- fals. 30. desember síöastliðinn var hann hins vegar dæmdur fyrir kaup á stolnum hlutum og kom þvi sá dómur til hegningarauka nú þar sem brotið sem nú var dæmt fyrir var framið fyrir þá dómsuppkvaðningu. Akærði á þannig aö baki nokkum afbrotaferfl á sviöi fíkniefnabrota, „en hefur hins vegar ekki gerst brot- legur við fíkniefnalöggjöfina frá því í febrúar 1988. Ákærði er nú einung- is ákærður fyrir að hafa í fómm sín- um fikniefni og samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfjafræði var hassefnið sem ákærði hafði í vörsl- um sínum mjög veikt og hættueigin- leikar efnisins í samræmi við það. 22 töflur af ecstacy, sem ákærði hafði einnig í vörslum sínum, er hins veg- ar hættulegt efni með mikla hættu- eiginleika fyrir neytendur efnisins," segir í dómnum. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn og er þetta fyrsti dómurinn í máli er við kemur alsælu sem kveðinn er upp hér á landi. -pp Hallgrímurráðinti Haflgrímur B. Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Morgunblaðsins í stað Haralds Sveinssonar sem lætur af störf- um sökum aldurs. Hallgrímur hefur verið sfjórnarformaöur Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, undanfarin ár. Nemendur í Reykholtsskóla vilja að Björn Bjarnason mennta- málaráðherra fái Ólaf Þ. Þórðar- son, fyrrverandi alþingismann, til að hætta við að taka við skóla- stjórastöðu sinni í Reykholti á ný. Nýrbiskupsritari Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn i Horna- firði, tekur viö starfi biskupsrit- ara 1. ágúst. Núverandi biskups- ritari hverfur þá tfl starfa á Borg á Mýrum. Forsvarsmenn átaksins Stöðv- um unglingadrykkju segja í yfir- lýsingu að lögregluembætti látí lögbrot óátalin. Tflefnið er af- skiptaleysi af bjórauglýsingum í tengslum við HM í handbolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.