Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstj ómarinnar Sætir hveitibrauðsdagar hjá Halldóri og Davíð - 77prósentþjóðarinnarstyðjaríkisstjórmna Engin ríkisstjórn hefur notiö jafn- mikilla vinsælda á hveitibrauösdög- um sínum eins og stjórn Davíðs Oddssonar frá því ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens var mynduö í febrú- ar 1980. Þetta kemur fram í skoðana- könnim sem DV geröi í gær og fyrra- dag á fylgi kjósenda við stjórnina. Af þeim sem afstööu tóku í könn- uninni sögðust 77,0 prósent styðja ríkisstjómina en 23,0 prósent sögðust vera andvíg henni. Ef allt úrtakiö er skoðaö sögðust 64,7 prósent styðja stjómina, 19,3 prósent vom andvíg, 13 prósent voru óákveðin og 3 pró- sent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og eins á milli landsbyggöar og höfuöborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis- stjóminni?" Skekkjumörk í könnun sem þessari eru um þrjú prósentu- stig. Ef fylgi kjósenda við ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins núna er borið saman við fylgi annarra ríkisstjóma undanfar- in kjörtímabil kemur í ljós að engin stjóm hefur notið jafn mikilla vin- sælda á hveitibrauðsdögum sínum frá því Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjóm í febrúar 1980. Stuttu eftir myndun hennar mældist fylgið við þá stjórn 89,9 prósent í skoðanakönn- un Dagblaðsins. Fyrri ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar, svokölluð Viðeyjarstjóm, mæld- ist í upphafi ferils síns með einungis 53,3 prósenta fylgi, eða 23,7 prósentu- stigum minna en nýja stjórnin. Ríkisstjórnir þær sem Steingrímur Hermannsson stýröi á árunum 1983 til 1987 Og 1988 til 1991 mældust í upphafi með 63 til 65 prósenta fylgi. Skammlíf ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar, sem mynduð var sumarið 1987, mældist hins vegar með 62,6 prósenta fylgi þá um haustið. -kaa/ari Fylgi ríkisstjórnarinnar Niöurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: ■ Óákv. Andvíglr 3% Svara ekkl Fylgjandl 'mmm, Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstööu verða niðurstöðurnar þessar: Hveitibrauðsdagar ríkisstjórna - fylgi ríkisstjórna í skoðanakönnunum Fyigjandi DV rétt eftir stjórnarmyndun l Andvígir RiklsstJ. Gunnars Thoroddsens. Mynduö 8/2 '80. Skoöanak. DBI feb. '80. Ríklsstj. Steingríms Hermannssonar. Mynduö 26/5 '83. Skoöanak. DV í okt. '83. Ríklsstj. Þorstelns Pálssonar. Mynduö 8/7 '87. Skoöanak. DV í sept. '87. Ríkisstj. Stelngríms Hermannssonar. Mynduö 28/9 '88. Skoðanak. DV í sept. '88. Ríklsstj. Davíös Oddssonar Mynduö 30/4 '91. Skoðanak. DV i maí '91. Ríkisstj. Davíðs Oddssonar Mynduö 23/4 '95. Skoöanak. DV í maí '95. Ummæli fólks „Það er þjóðfélagsleg skylda okkar aö styöja þá ríkisstjórn sem hefur verið löglega kjörin hverju sinni,“ sagði karl á Suður- landi. „Þetta er sú alversta sfjórn sem hugsast getur fyrir launa- fólk," sagði aldraöur verkamaður f Reykjavík. „Það er í lagi að leyfa þessari stjóm að spreyta sig í eitt kjörtímabil," sagði kona á Norð- urlandi eystra. „Halldór og Davíð bæta hvor annan upp. Mér líst mjög vel á þá félaga," sagði karl á höfuðborgarsvæöinu. „Ég hef ekkert sérstakt á móti þessari ríkisstjóm og ætla aö spara mér stóra orðin," sagði ung kona í Reykjavík. „Það leggur fram- sóknardaun frá Stjómarráðinu," sagði karl á Reykjanesi. „Rikis- stjómin hefur ekki náö að gera neitt af sér enn þá,“ sagði kona á Vesturlandi. „Eg hefði heldur vihað að Davíð héldi áfram sam- starflnu við krata,“ sagði karl á Vestfjörðum. „Ég styð allar þær ríkisstjómir sem Halldór Ás- grímsson á aðild aö,“ sagði kona áAusturlandi. -kaa/ari Jón Steinar Gunnlaugsson á lögmannafundi um ný skaðabótalög: Dómsmálaráðherra virti ekki hagsmuni almennings - vegna Qölskyldutengsla við forsvarsmenn tryggingarfélaganna Lögmannafélag Islands stóð í gær- kvöldi fyrir almennum félagsfundi um ný skaðaþótalög. Alþingismönn- um var lioðið sérstaklega og sáu að- eins 8 sér fært að mæta. Þannig mættu engir þingmenn frá Alþýðu- flokki og Þjóðvaka. Framsögu á fund- inum flutti Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. en hann er einn 5 lögmanna sem hafa gagnrýnt lögin harkalega og þá meðferð sem þau hlutu af dómsmála- herra og allsherjamefhd Alþingis. Vilja fimmmenningarnir ákveðnar breytingar á lögunum og skoraði Jón á viðstadda þingmenn að beita sér í málinu. Fulltrúum tryggingarfélag- anna var boðið á fundinn en engir mættu þaðan. Jón Steinar sagði skýr- ingu á því vera eðlilega því félögin vildu „þegja máliö í hel“. í ítarlegri ræöu sinni rakti Jón að- draganda og sögu við gerð og af- greiðslu skaðabótalaganna sem tóku gildi haustið 1993. Markmiðið með þeim hefði verið að reikna tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón en það hefði ekki tekist. Fimmmenningarn- ir telja að margfóldunarstuðull reiknireglu í lögunum, sem settur var til að reikna út fjártjón tjónþola, væri of lágur og hugsaður frekar með hagsmuni tryggingarfélaga í huga en tjónþola. Þannig dró Jón málið sam- an með því að segja að búið væri að lögfesta reglu sem ákveði að þeir sem verði fyrir líkamstjóni, þar sem ann- ar aðih beri fuila skaðabótaábyrgð, skuli sjáiflr bera hluta, frá 25-40%, af þvi fjártjóni sem þeir bíði við að hæfni þeirra til að afla sér atvinnu- tekna skerðist. „Ástæðan fyrir því að svona tókst til er m.a. sú að þingnefndin, sem um málið fjallaði, fékk mjög villandi upplýsingar frá trúnaðarmanni sín- um. í nær tvö ár hafa stjórnvöld og alþingismenn drepið máúnu á dreif. Beitt hefur verið þeirri þekktu aðferð að afla umsagna þar sem þyrlað er upp rykmekki um atriði, sem alls ekki snerta kjama málsins. Nauð- synlegum lagabreytingum er slegið á frest meöan þeim tjónþolum fjölgar stöðugt sem fá aðeins úluta af sönn- uðu fjártjóni sínu bættan. Vátrygg- ingarfélög una sínum hlut vel, enda hafa iðgjöld lítið sem ekkert lækkað, þrátt fyrir verulega lækkun bóta- greiöslna," sagði Jón Steinar. Jón sagði að ástæður aðgerðaleys- isins væra margar og í því sambandi hafði hann nokkrar tilgátur. í fyrsta lagi taldi hann að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Sólveig Pét- ursdóttir, formaður allsheijamefnd- ar, hefðu ekki haft hagsmuni al- mennings að leiðarljósi heldur hefði það haft áhrif áð þau tengist for- svarsmönnum vátryggingarfélag- anna fjölskylduböndum. í öðra lagi taldi Jón að máhð væri á yfirborðinu flókið og auðveldara væri að drepa því á dreif með málalengingum um óviðkomandi hluti og í þriðja lagi væra tjónþolar sundurlaus hópur og ekki skipulagður þrýstihópur. Víkingahoflð í Hafnarfirði: Grenndarkynningu er hægt að hundsa „Ég dreg stórlega í efa að þessi bygging sé brot á húsafriðunarlögum og minni á að ef þessi veitingarekstur hefði ekfei hafist væri búið að rífa þessi hús fyrir löngu. Hofteikningin hafði verið samþykkt í byggingar- - segirbæjarstjórinn nefnd en samþykkið rann út og var DV hefur greint frá því að íbúar í ar á deiliskipulagi til umhverfisráðu- endumýjaö. Grenndarkynning er nágrenni viö veitingastaðinn neytisins. teygjanlegt hugtak. Byggingamefnd Fjörukrána-Fjörugarðinn í Hafnar- „Þetta er misskilningur. Þessu var getur hundsað hana,“ segir Magnús firði hafi mótmælt byggingu víkinga- vísað tii húsafriðunamefndar á sín- Jón Ámason, bæjarstjóri í Hafnar- hofs ofan á aðra hæð Fjörakrárinnar um tíma sem visaði erindinu alfarið firði. og kært meint brot byggingamefnd- frá sér. Á seinni stigum vorum við því ekki að vísa þessu þangað aftur úr því að nefndin vildi ekki fjalla um það,“ segir Kristján Þórarinsson, starfsmaður byggingafulltrúa Hafn- arfiarðar, og segir hofið alls ekki brotádeiliskipulagi. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.