Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Neytendur Rafmagnstæki skapa hættur 1 háloftunum: Geta stof nað Ivfi f lugf arþega í hættu - útvarpsbylgjur trufla m.a. sjálfvirka stýribúnaðinn Sífellt fleiri farþegar taka alls kyns rafmagnstæki með sér um borð og þykir þau senda frá sér, geti valdið truflunum á sjálfvirkum stýribúnaði vélanna. Farið getur svo að flugfarþegum verði algjörlega bannað að nota myndbandsupptökuvélar, farsíma og ferðatölvur um borö í flugvélum í framtíðinni því talið er að útvarps- bylgjur hafi í meira en eitt hundrað tilfellum truflað tölvubúnað um borð í vélunum. Sérfræöingar telja m.a. að það gæti verið skýringin á brot- lendingu Lauda Air farþegavélarinn- ar sem fórst yfir Taílandi árið 1991 með 223 manns innanborðs. Þetta kemur fram í nýlegri grein í Sunday Times. Truflaniríflugi í greininni eru t.d. nefnd dæmi um að sjálfvirkur stýribúnaður flugvélar hafi farið úr sambandi þegar veriö var aö undirbúa lendingu vegna truflana frá farsíma og að júmbóþota hafi-misst allt samband við flugum- ferðarstjórn þegar kveikt var á síma og tölvu í viðskiptafarrými. Einnig byrjuðu báðir áttavitar einnar vélar- innar að flökta um leið og einn far- þeginn hóf tölvuleik og annar kveikti á myndbandsupptökutæki. í nóvember sl. tilkynnti flugmaður Boeing 747 hjá British Airways að vélin hagaði sér undarlega og að hún fylgdi ekki stefnu. Sjálfvirkur stýri- búnaður hennar tók ekki mark á þeim upplýsingum sem hann var mataður á og vélin hélt áfram að sveigja af leið. Flugmanninum tókst ekki að ná stjórn á véhnni fyrr en einn farþeginn slökkti á ferðamynd- Matur fyrir góða veðrið: Blandað stökkt salat - ýmistíforrétteðaaðalrétt Á þessum árstíma breytir fólk gjarnan um mataræði og velur sér léttara fæði. Því fannst okkur upp- lagt að birta hér uppskrift aö blönd- uðu, stökku salati með humri, app- elsínubátum og tómatkjöti að hætti Sæmundar Kristjánssonar, yflrmat- reiðslumanns á Borginni. 1/2 höfuð lollo rosso salat 1/2 höfuð frisesalat 1/2 höfuð af eikarlaufi 20 meðalstórir humrar 2 appelsínur 2 tómatar salt og pipar ögn af hvítlauk Hreinsið salatið og eikarlaufið vel undir köldu vatni og rífið það síðan niður meðalgróft. Skelflettið og gam- dragið humarinn. Skerið börkinn utan af appelsínunum og skerið þær í htla báta. Látið safann ekki fara til spillis. Takið kjamann úr tómötun- um og skerið afganginn síðan í htla teninga. Blandið salatinu saman í skál og hehið vinaigrette dressing yfir. Passið að setja ekki of mikið (sal- atið á ekki að fljóta í ohu) og bragð- bætið með salti og pipar. Steikið humarinn síðan á vel heitri pönnu. Setjið salat á diska og skreytið óreglulega með appelsínubátum og humri. Helhð að lokum ögn af app- elsínusafa yfir. Vinaigrette dressing 1 dl ólífuolia 1 tsk. Dijon sinnep 1 msk. hvítvínsedik 'A búnt steinselja 2 meðalstórir skalottelaukar Sefjið allt í matvinnsluvél og hrær- ið vel saman. Sigtið og setjið í könnu. ■ * í bandsupptökutæki sem hann var með um borð. Farþegar láta sér ekki segjast Sífellt fleiri farþegar taka ahs kyns rafmagnstæki með sér í vélarnar og oft á tíðum taka þeir ekkert mark á flugfreyjunum þegar þeir em beðnir að slökkva á þeim. Erfitt getur reynst fyrir flugmennina að greina hvers vegna bilun á sér stað og jafnvel hef- ur komið fyrir að flugvél hafi sveigt af réttri leið af þessum ástæðum þótt allir mælar hafi sýnt rétta stefnu. Breska loftferðaeftirlitið hefur fundið sig knúið til að senda frá sér aðvörun þar sem varað er við „hugs- anlegum vandamálum í öllum flug- vélum vegna alls kyns rafmagns- tækja flugfarþega." Bannað í íslenskum vélum „Það er ekki leyft að nota þessi tæki í íslenskum vélum. Þau geta nú sannað að útvarpsbylgjur, sem DV-mynd GVA truflað bæði fjarskipta- og leiðsögu- tæki flugvélanna en það grandar ekki vélinni sem slíkt. Við þekkjum engin dæmi þess en höfum ekkert rannsakað þetta sjálfir," sagði Lárus Atlason hjá Loftferöaeftirlitinu. Aðspurður sagöi Loftur að sérstak- lega væri tekið fram í íslenskum vél- um að bannað væri að nota farsíma og önnur tæki sem sem senda frá sér útvarpsbylgjur. t há.c/:anum O Sjálfvirkur stýriútbúnaður gefur rangar fyrirskipanir vegna truflana frá tækjum farþega. Allskyns leiðslur í farangurs- rými nema útvarpsbylgjur og senda þær áfram til sjálfvirka IFarþegar kveikja á farsíma eða vasadiskói. Örtölvuverkin senda síðan frá sér útvarpsbylgjur. Getur valdið \ \ breytingu á stefnu y... - y.' vélar án þess að ). flugmenn verði þess varir. Getur orsakað algjört sambands- leysi milli flugvélar og flugumferðar- stjórna. Valda því að vélin hallast snöggt til hægri. Bamagæsla í Kringlumii Viðskiptavinum Kringlunnar gefst nú kostur á að fá gæslu fyr- ir börnin sín á 3. hæð Kringlunn ar á meöan þeir gera innkaupin. Er gæslan hugsuð íýmir böm á aidrinum 2-8 ára i allt að 1 /2 klst. í senn og nefiúst gæslusvæðið Ævintýra-Kringlan. Þar verður hstasmiðja í gangi þar sem kraldíarnir fá að spreyta sig i leikhst, söng, dansi og myndhst. Barnaleikhús koma með sýningar við og við og ýmislegt fleira verður th gamansgert. Ævintýra-Kringlán : verður opin frá kl. 14 virka daga og frá kl. 10 laugardaga. Umsjónar- menn hennar eru leikkonurnar Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverr- isdóttir. Vegna kynningar ó þessari nýju þjónustu verður aðgangur að Ævintýra-Kringlunni ókeypis til 1. Pakkinn á aö duga i 50 þvotta. Frigg hefur nú markaðssett nýtt þvottaefiii undir nafninu Mai*aþon Extra sem á að vera sérlega drjúgt og þróað m.t.t. ís- lenska vatnsins. 1 fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að evr- ópsk þvottaefni séu framleidd fyrir þvott í hörðu vatni en ís- lenskt vatn innihaldi mun meiri kísil og sé því mýkra en vatnið í Evrópu og Ameríku. Þvottaefniö inniheldur einnig lífhvata sem vinna íljótt og vel á alls kyns óhrehúndum og er inni- hald 2 kg pakka sagt duga í allt að 50 þvotta. Forþvottur er sagð- ur óþarfur og að nóg sé að þvo í 40-60'’ heitu vatni. Komið er á markað nýtt hleöslutæki til að endurhlaða raf- hlöður aht að 10 sinnum. Tækiö heitir Eco Charger og annast Radíónaust á Akureyri innflutn- ing og dreifmgu þess. I fréttatilkynningu fró fyrirtæk- inu segir að tækið geti endurhlaðið jafnt hleðslurafhlööur sem venju- legar Alkaline raflúöður, þrátt fyrir : fuhvTÖingar franúeiöenda um að slíkt sé ekki mögulcgt. „Með þvi að endurhlaða rafhlööur spörum við peninga og verndum umhverfiö," segir i tilkynningunni. Spurt og svarað um mataræði: Hvaðviltuvita? Næstu 1-2 vikurnar geta lesendur DV hringt í þjónustusímann okkar og lagt inn fyrirspumir um aht sem varðar mat og mataræði. Tveir næringarfræðingar, þær Anna Elísabet Olafsdóttir og Borg- hildur Sigurbergsdóttir hjá Næring- arráðgjöfmni sf., munu svara spurn- ingum lesenda og síðan verða svörin birt hér á neytendasíðunni næstu þriðjudaga. Það eina sem þiö þurfið að gera er að hringja í síma 99 1500, velja 2 fyrir neytendur og lesa inn spurninguna. (Muniö að mínútan kostar 39,90 kr.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.