Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Alger niðurlæging Nató Yfirmönnum Nató kom á óvart, að Serbar skyldu hlekkja hermenn þess við staura til að stöðva loftárásir bandalagsins. Voru Serbar þó margoft búnir að hóta þessu, ef Nató væri með derring. Enda hafði hlekkjunin tilætluð áhrif. Nató lagði niður rófuna að venju. Þetta er gott dæmi um, að taumlaus greindarskortur ræður ferð Vesturveldanna á Balkanskaga. Dæmin eru raunar endalaus. Hvað eftir annað fara ráðamenn þeirra og samtaka þe.irra með marklausar hótanir, sem aldrei er staðið við. En Serbar standa við allar hótanir. Serbar eru tryllt þjóð, knúð áfram af sagnfræðiþrugli um stöðu sína í samfélagi þjóðanna. Þeim er stjórnað af eftirlýstum stríðsglæpamönnum, sem eru meira eða minna geðveikir. Sönnunargögn um ábyrgð stjómenda hafa hrannast upp hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag. Pappírstígrisdýr Vesturveldanna eiga ekkert erindi í klær Serba. En ráðamenn fýrrverandi stórvelda og heimsvelda, ráðgjafar þeirra og hershöfðingjar geta alls ekki séð, að tilgangslaust er að vera sí og æ með gersam- lega innihaldslausar hótanir við tryllta stríðsmenn. Lengi hefur verið ljóst, að Nató varð að öryrkjabanda- lagi, þegar óvinurinn hvarf í austri. Tilgangsleysi og markleysi bandalagsins verður ljósara með hverju mál- inu, sem það flækist í. Til viðbótar er svo að koma í ljós alvarlegur greindarbrestur í yfirstjóm þess. Veruleikafirring ráðamanna Nató varð greinileg í nóv- ember í fyrra, þegar þeir ímynduðu sér og auglýstu um allan heim, að flugvélar bandalagsins hefðu í loftárás eyðilagt flugbækistöð Serba í Udbina. Ekki var fótur fyr- ir þessu, svo sem Serbar sönnuðu með myndum. Hemaðarbandalög og fyrrverandi stórveldi og heims- veldi, sem þola ekki að sjá blóð og leggja niður rófuna af minnsta tilefni, eiga ekki að vera að leika hemaðar- bandalög, stórveldi og jafnvel heimsveldi. Þau eiga að snúa sér að léttvægari og friðsælli viðfangsefnum. Efnahagslegt og peningalegt vald ræður ekki stöðu ríkja eða ríkjasamtaka í heiminum, þegar kemur að vald- beitingu. Efnahagslegar refsiaðgerðir em til dæmis marklitlar. Það, sem ræður, er pólitískur og hemaðarleg- ur viljastyrkur, sem Serbar hafa í ríkum mæh. Auðvitað er dapurlegt, þegar geðveikum stríðsglæpa- mönnum vegnar vel. Enn dapurlegra er þó, þegar þykj- ustuleikur gagnaðilans magnar slíka menn um allan heim og sannfærir þá um, að þeir geti óhræddir farið sínu fram, af því að Vesturveldin séu búin að vera. Við þessu er bara ekkert að gera, þegar viljann vantar á Vesturlöndum. Hins vegar væri hægt að lágmarka skaðann með því að hætta að vera með marklausar hót- anir, hætta að senda eftirhtsmenn á vettvang og hætta að hafa afskipti af erfiðum utanríkismálum. í staðinn gætu hinir póhtísku og hemaðarlegu öryrkj- ar reynt að hlúa að starfi stríðsglæpadómstólsins í Haag. Þar hafa verið lögð fram skjöl, sem sýna, að ráðamenn Serbíu og Serbahers era aðilar að stríðsglæpum Bosníu- Serba. Þar á meðal er Milosevic Serbíuforseti. Raunar hafa brezk og frönsk stjómvöld reynt að bregða fæti fyrir stríðsglæpadómstólinn og em að reyna að skrúfa fyrir hárveitingar til hans. Um leið er verið að bjóða Milosevic stríðsglæpamanni afnám efnahags- legra refsiaðgerða, ef hann viðurkenni Bosníu. Ef Nató hefði gripið í taumana fyrir þremur árum, þegar Serbar réðust á menningarsögu Vesturlanda í Dubrovnik, hefði verið unnt að hemja skrímshð. Jónas Kristjánsson Lærdómur af tilvísanadeilu A undanfömum mánuðum hefur verið tekist á um það hvort tilvís- anakerfið svokallaða hafi í for með sér sparnað fyrir ríkissjóð eða ekki. Verður hér varpað nokkru ljósi á ágreiningsefnið í þeirri von að draga megi einhvem lærdóm af deilunni. Kostnaður og sparnaður í dag er það svo að um tveir þriðju hlutar kostnaðar heilsugæslunnar er greiddur beint af fjárlögum og nam sá kostnaður 1.750 milljónum króna árið 1994. Afgangurinn, eða einn þriðji, er greiddur af sjúkling- um og Tryggingastofnun ríkisins. Mestur hluti launakostnaðar hjúkrunarfræðinga, ritara og ann- ars starfsfólks er greiddur beint af fjárlögum. Sömuleiðis um þriðj- ungur launa heilsugæslulækna. Þá er allur annar rekstrarkostnaður aö frádregnum greiðslum sjúklinga og allur fjárfestingarkostnaður greiddur beint af fjárlögum. Til að finna spamaðinn af upp- töku tilvísunarkerfisins lét heil- brigðisráðuneytiö gera reiknilíkan sem matað var með ýmsum for- sendum. Hér eru helstu niðurstöð- ur: KiáUarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur að heildarkostnaður á komu til heilsugæslunnar verði 1.153 krón- ur, þ.e. 445 króna greiðsla sjúkhngs og 708 króna greiðsla frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ekki er gert ráð fyrir að neinar beinar greiðslur komi af fjárlögum, þrátt fyrir að komufjöldinn aukist um 20% á landsvísu eða um allt að þriðjung á höfuðborgarsvæðinu verði aukn- ingin mest þar og þrátt fyrir að tveir þriöju hlutar heildarkostnað- ar heilsugæslunnar komi beint af fjárlögum. Þessar forsendur þýða í raun að mikil umfram afkastageta sé nú í heilsugæslukerfinu eða allt að 27 ársverk heilsugæslulækna en þaö svarar til 5 meöalstórra heilsu- gæslustöðva. Þetta inniber að um þriðji hver heilsugæslulæknir á höfuðborgarsvæðinu sé í raun „Þessar forsendur þýða í raun að mikil umfram afkastageta sé nú í heilbrigðis- kerfinu eða allt að 27 ársverk heilsu- gæslulækna en það svarar til 5 meðal- stórra heilsugæslustöðva.“ Heilsugæsla: Fyrir Eftir Mis- Breyting breytingu breytingu munur í% Komufjöldi 514.600 616.088 101.488 19,7% Heildargreiðslur ríkisins til heilsugæslunnar í milljónum króna 2.247 2.318 72 3,2% Heildargreiðslur ríkisins til heilsugaeslunnar vegna móttöku og skoðana 1.460 1.532 72 4,9% Sérfræðingar (sem ekki veróa undanskildir tilvísunum): Komufjöldi 269.200 183.998 -85.202 -31,7% Heildargreiðslur ríkisins til sérfræðinga í milljónum króna 453 261 -191 -42,3% Komum til sérfræðinga á að fækka um 32% samkvæmt reikni- líkaninu (sjá töflu) eða um 85 þús- und komur, þ.e. úr 269 þúsund komum í 184 þúsund komur. Við þessa breytingu eiga greiðslur Tryggingastofnunar til sérfræði- lækna að dragast saman um 42% eða um 192 milljónir króna, þ.e. úr 453 milljónum króna í 261 milljón króna. Á sama tíma á komufjöldinn til heilsugæslunnar að aukast um 20% eða um 101 þúsund komur, þ.e. úr 515 þúsund komum í 616 þúsund komur. Áætlaður kostnað- arauki vegna þessarar aukningar er 72 milljónir króna. Heildar- greiðslur ríkisins til heilsugæsl- unnar vegna móttöku og skoðana myndu þvi aukast um 4,9% sam- kvæmt útreikningum, þ.e. úr 1.460 milljónum króna í 1.532 milljónir króna. Niðurstaða reiknilíkansins „Mestur hluti launakostnaðar hjúkrunarfræðinga, ritara og ann- ars starfsfólks er greiddur beint af fjárlögum," segir m.a. í grein Jóhanns Rúnars. er því spamaður upp á 120 milljón- ir króna. En eru þetta raunhæfar niðurstöður? Umfram afkastageta í reiknilíkaninu er gert ráð fyrir óþarfur nú. Með svipaðri rök- semdafærslu mætti spara áform- aða byggingu fimm heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu sem hver og ein kostar á bilinu 100 til 150 milljónir króna og sömuleiðis rekstrarkostnað þeirra, sem er á bihnu 120 til 150 mihjónir króna á ári. Hér eru því margar forsendur sem skoða þarf mun betur. Sá lærdómur sem af þessari deilu má draga er sá að ríkisvaldið verð- ur að vanda mjög allan undir- búning að þeim kerfisbreytingum sem það ræðst í. Það getur ekki verið eftirbátur mun minni rekstraraðha í einkageiranum sem ráöast í ítarlega markaðs- og kostn- aðargreiningu þegar umfangsmikl- ar breytingar standa th. Þá er afar þýðingarmikið að svo miklum breytingum fylgi ítarleg og skýr markmiðslýsing. Jóhann Rúnar Björgvinsson Skoðanir aimarra Líffskjörin og náttúrufarið „Sjórinn fyrir Norðurlandi mæhst nú kaldari en að minnsta kosti síðustu hálfa öldina... Breyting á hafstraumum getur valdið þvi að fiskur leggist frá og leiti þangað sem lifsskhyrði henta honum betur. Sjávarhitinn fyrir norðan er við frostmarkiö í sumar- byijun og það kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fiskgengd og viðkomu fiskistofnanna. Samhhða breyttum hafstraumum verða breytingar í lofthjúpn- um og þarf ekki upp að telja hvemig veðurfarið í vetm- og vor leikur mannlífið og afkomumöguleika, sérstaklega fyrir vestan og norðan." Úr forystugrein Tímans 30. maí. Leikur að eldi „Vinnudehur í Straumsvík hafa verið tíðar og erf- iðar. Það er nánast hægt að ganga út frá því sem vísu, að skehi á verkfall í Straumsvík verði áform um stækkun álversins þar lögð th hliðar. Það yrði mikiö áfah fyrir þjóðarbúskap okkar íslendinga. Þegar vinnudehur stóðu síðast í álverinu munaði hársbreidd að Svissneska álfélagið tæki ákvörðun um aö loka því. Sú hætta er enn fyrir hendi. Þess vegna eru verkalýðsfélögin í Straumsvík að leika sér að eldi.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 28. maí. Falskur tónn í ffyrirheitin „Ríkisstjómin hefur falllð á fyrsta prófinu. Hún hefur í raun undirstrikað það, sem margir ætluðu, að hún var hreint ekki mynduð um nein mál- efni... Það er hálfur annar mánuður frá kjördegi og þegar er kominn falskur tónn í fyrirheitin... Hitt er dagljóst að fyrstu vikur nýrrar ríkisstjómar virð- ast í einu og öhu ætla að staðfesta spár manna um verklag og vinnubrögð stjómarinnar... Þessi ríkis- stjórn hefur engin sérstök markmið. Hún ætlar ekki að gera neitt sérstakt. Hún ætlar hara að vera.“ Guðmundur Árni Stefánsson alþm. í Alþbl. 30. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.