Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 33 Iþróttir dræðum með að tryggja sér guliverðlaunin í 86 kg flokknum á Smáþjóðaleikunum flaun til íslands á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna: erstolturaf keppnisfólki" berto Righi frá San Marínó í -78 kg flokki. Freyr glímdi mjög vel og átti mótherji hans aldrei möguleika. Þetta eru þriðju leikarnir hans og hefur hann unnið gull í óll skiptin. Eiríkur Kristinsson vann Jason Tre- visan frá Möltu í -71 kg flokki á „toga". Glíman var mjög jöfn framan af en þeg- ar á leið náði Eiríkur betri tókum á henni og um síðir var Trevian lagður á „toga". Höskuldur Einarsson var að taka þátt í sínum fyrstu leikum og byrjaði með glæsibrag. Vann gull í -60 kg flokki með því að leggja Pieris Lenonidou frá Kýpur á „ippon". Höskuldur glímdi mjög skyn- samlega og skellti Lenonidou með tilþrif- um í gólfið. „Þetta var erfiður andstæð- ingur og því mjög skemmtilegt að leggja hann að velli,* sagði Höskuldur Einars- son við DV eftir glímuna. Vernharð Þorleifsson vann George Georgiou frá Kýpur á „ippon" í 86 kg flokki. „Ég er í mjög góðri æfingu og glíman var ekki svo erfið. Árangur okkur er frábær og vonandi að hann ýti undir áhuga á júdóinu heima. Þegar heim kemur hefst undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið í Japan en allt fyrir ofan níunda sætið myndi tryggja mér sæti á ólympíuleikunum. Þangað stefni ég ótrauður," sagði Vernharð. Vignir Stefánsson tapaði úrslitaglímu í 65 kg flokki og varð að sætta sig við silfurverðlaun. Gígja Gunnarsdóttir vann bronsverðlaun í -66 kg flokki. Berg- lind Ólafsdóttir tapaði síðan glímu um bronsverðlaunin. „Góður undirbúningur skilar þessum árangri. Einnig leikur dagsformið stórt hlutverk og þaö var svo sannarlega í góðu lagi. Eg er mjög hreykinn af mínu keppnisfólki," sagði Michael Vachum landsliðsþjálfari og var að vonum í sjö- unda himni. Þess má geta að Vernharð Þorleifsson og Eiríkur Kristinsson fóru í lyfjapróf eftir keppnina og kom það ekki Vern- harð á óvart því hann hafði dreymt fyr- ir því nóttina áður. Iíþjóöaleikarnir - körfuknattleikur: t í seinni hálfleik f. 36-35, og virtist sem þeir væru sjálfir hissa á því en þeir töldu sig ekki eiga mikla möguleika í íslendingana. í síðari hálfleik kom styrkleikamunurinn ber- lega í ljós og íslendingar sigu jafht og þétt fram úr. Hittnin var góð í síðari hálfleik og skoraði Falur Harðarson úr fjórum þriggja stiga skotum en alls gerði Úðið tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Guðmundur Bragason lék best í þess- um leik, sívinnandi allan tímann í vörn og sókn. Falur Harðarson kom einnig sterkur út en aðrir léku undir getu. Stig Íslands: Guðmundur Bragason 26, Falur Harðarson 14, Valur Ingimundar- son 12, Hinrik Gunnarsson 9, Guðjón Skúlason 8, Herbert Arnarsson 7, Marel Guðlaugsson 5, Hermann Hauksson 4, Jón Arnar Ingvarsson 3, Teitur Örlygs- son2. Liðið leikur í dag við Andorra sem hefur styrkt lið sitt með erlendum leik- mönnum frá síðustu leikum. í gær vann Mónakó Kýpurbúa, 87-73. Boris aðstoð ar Þorbjorn - með íslenska landsliðið í handknattleik „Það á bara eftír að ganga frá smáatriðum en það er ljóst að Bor- is Akbashev verður minn aðstoðar- maður raeð landsliðið. Hann tók mjög vel í þetta og hefur fallist á að taka þetta að sér og ég er mjög ánægður með aö hafa fengið hann mér tii aðstoðar," ságöi Þorbjörn Jensson, landsMðsþjálfari $ hand- knattleik, í samtali við DV í gær. Boris Akbashev, sem er rúss- neskur, er íslenskum handknatt- leiksunnendum að góou kunnur fyrir frábær störf hér á landi, Hann hefur um árabil unnið við ungl- Ingaþjálfun hjá Vaí og margir segja að leikmenn á borð við Dag Sig- urðsson, Ólaf Stefánsson og Valdi- mar Grímsson eigi honum mikið að þakka. Akbashev mun fyrst og fremst aðstoöa Þorbjörn viö landsliðsæf- ingar á æfinga- og undirbúnings- tímum en mjög líklegt er að hann yerði einnig á bekknum \ lands- leikjum. • Boris Akbashev verður aösloð- armaður Þorbjörns Jenssonar. Júlíus til Rost- ock í næstu viku - fer nánast örugglega frá Val Nú bendir flest til þess að Júlíus Gunnarsson, landsiiðsmaður í hand- knattleik, leiki ekki með Valsmönn- um næsta vetur. Hann stefnir á að spila erlendis, í Þýskalandi eða Sví- þjóð, og það mun skýrast innan skamms með hvaða félagi hann leik- ur. Júlíus fer næsta þriðjudag til Þýskalands til að skoða aðstæður hjá 2. deildarliðinu Rostock og verður þar í þrjá daga. Ef ekki verður af samningi þar má telja líklegt aðhann gangi til liðs við sænskt félag, , „Eg er löngu ákveðinn í að fara út. Eg lauk hagfræðináminu fyrir þrem- ur árum og það.er kominn tími til að fara í framhaldsnám. í Svíþjóð eru möguleikamir margir, ég gæti farið í skóla í Stokkhólmi, Gautaborg eða Lundi og þá koma mörg félög til greina," sagði Júlíus við DV í gær- kvöldi. Litlu munaði að hann gengi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sáve- hof en þar átti hann að leysa af hólmi eistneskan leikmann. Sá hætti hins vegar við að yfirgefa Svíþjóð og var nokkrum klukkutímum fyrri til en Júlíus að gefa Sávehof ákveðið svar. Niirnberg á enn von Daníel Ólalsson, DV, Akranesi: Blaðafulltrúi þýska knattspyrnusambandsins sagði i gær að Nurriberg heíði enn von um að halda sæti sínu í 2. deild. „Við höfum ekki sagt okkar síðasta í þessu máö 6g ef Nurnberg kemur með nýja fjárhagsáætl- un þá held ég að málín snúist því í hag," sagði blao^uUtrúinn. Forseö Bayern Múnchen sendi knattspyrnusambandinu bréf í fyrradagþar sem hann bað það að ge& Niirnberg eitt tækifeeri öl að balda leyfi sínu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. minútan. Já Jtj Nel _2j ,r 8 d d FOLKSINS 99-16-00 Er Þorbjörn Jensson rétti landsliðsþjálfarinn? Alllr j statrgfia kerflnu meft tónvalsslma geta njrtt sér þessa þjýnustu. NIÐURSTAÐA Hvernig fer landsleikur íslands og Svíþjóðar? Svíþjóð A FOLKSINS 99-16-00 QuinntilSporling írski landsliö'smaðurinn Niall Quinn gengur líklega í raðir port- úgalska liðsins Sporting Lissabon fyrir næstu leiktið. Quinn hefur leikið með Manchester City und- anfarin ár og væntanlegt kaup- verð Sporting á honum er um 1 milljón punda. Samningi Ríoch lokið Þriggja ára samningur Bruce Rioch, framkvæmdastjóra Bol- ton, sem í fyrradag vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, er útrunninn og mikil óvissa ríkir um það hvort hann mun stýra félaginu á næsta ári. City f alast eftír honum Stjórn og leikmenn Bolton vilja halda Rioch en vitað er aö Man- chester City og Arsenal eru á höttunum eftir honum. Sjálfur segist Rioch ekkert hafa ákveðið en hann og Francis Lee, stjórnar- formaður Manchester City, eru góðir félagar og það ýtír undir að Rioch gæti orðið næsti stjóri City. Gaudino i vanda Maurizio Gaudino, þýski knatt- spyrnumaðurinn hjá Manchester City, verður væntanlega dreginn fyrir þýska dómstóla síðar á ár- inu vegna aöildar að fjársvika- máli tengdu bílaviðskiptum. Cantona „laus" „Nauðungarvinnu" Erics Can- tona er lokið en hann þurfti að þjálfa börn ókeypis í knattspyrnu í 120 daga í kjölfáf þess að hann réðst á áhorfanda í verur. Hann var með 60 æfingar á þessu tíma- bili og alls tóku 732 börn þátt í þeim. Coleíuppskurð? Andy Cole, sóknarmaðurinn snjalli frá Manchester United, þarf að öllum líkindum að gang- ast undir uppskurð á fæti á næstu dögum og missir því af þeim verkefnum sem framundan eru hjá enska landsliðinu. Deporbvovann Deportivo Coruna vann Sport- ing Gyon á útivelli, 2-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Zeleznyyfir90 Tékkinn kröftugi, Jan Zelezny, þeytti spjótinu 90,80 metra á frjálsíþróttamóti í Bratislava í Slóvaítíu í gærkvöldi. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.