Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 Lokað um helgina v/breytínga. Fylgist með auglýsingum ínæstu viku. Góða helgi. CAFÉ BÓHEM Vitastíg 3 - sími 626290 IMönd Utskriftarmen fyrir herra Mennt er máttur úr silfri Fæst í næstu skartgripaverslun. Framleiðendur Skólagarðar Reykjavíkur Skólagarðar borgarinnar starfa á sjö stöðum í borg- inni: við Holtaveg í Laugardal, í Árbæ vestan Ábæj- arsafns, við Ásenda sunnan Miklubrautar, við Jað- arsel og Stekkjabakka í Breiðholti, í Skildinganesi við Skerjafjörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Skólagarðarnir eru ætlaðir börnum, 8 til 12 ára, fæddum árin 1983 til 1987. Innritun verður dagana 1. og 2. júní og hefst klukk- an 8.00 í hverjum garði fyrir sig. Eldri borgarar geta innritað sig 8. júní í þeim görðum sem rými leyfir. Innritunargjald er kr. 600. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 6. og 7. júní, frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini (skólaein- kunnum). Nemendur skulu senda viðkomandi skól- um staðfest afrit einkunna úr samræmdum prófum strax og þær liggja fyrir. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miöbæjarskólanum innritunardagana. Húsnæðisnefnd Kópavogs Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs vekur athygli á að um- sóknarfrestur um félagslegar eigna- og kaupleigu- íbúðir rennur út þann 5. júní nk. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfar- andi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka sem Húsnæðis- stofnun ríkisins setur. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 30%. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Hús- næðisnefndar Kópavogs að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 alla virka daga. Athygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri umsóknir og ef fólk óskar eftir að flytja sig innan kerfisins þarf að leggja inn nýja umsókn. Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópavogs, Fannborg 4, eða í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæðisnefnd Kópavogs Fundað um rannsókn færeyska bankamálsins fram á nótt: Samkomulag náðist loks um rannsóknina Naumur meirihluti fékkst fyrir því í færeyska lögþinginu í nótt að nefnd sérfræðinga rannsakaði svonefnt bankamál. Málið snýst um yfirtöku landstjórnarinnar á hlutabréfum í Færeyjabanka frá Den Danske Bank og sameiningu Færeyjabankans og Sjóvinnubankans en hlutabréf þess fyrrnefnda voru verðlaus. Eftir að dómsrannsókn hafði verið hafnað kom danska ríkisstjórnin með tillögu uni að nefnd sérfræðinga sæi um rannsókn málsins. Réttar- nefnd færeyska lögþingsins vildi ekki samþykkja þá tiílögu nema að undangengnum verulegum breyt- ingum á reglum um starfshætti nefhdarinnar. Eftir langa og stranga samningafundi síðustu daga náðist loks samkomulag í málinu, meö naumum meirihluta þó. Þau atriði sem Færeyingar lögðu meigináherslu á og fengu í gegn voru þessi: Danska dómsmálaráðuneytið og færesyka landstjórnin munu skipa rannsóknarnefndina í samein- ingu. Lögmaður mun sjá um yfir- heyrslur og rannsóknartíminn verður lengdur. Aðilar málsins verða skyldaðir til aö láta allar upplýsingar af hendi. Nefhdin ákveður sjálf hvort yfirheyrslur verða munnlegar eða skriflegar. Sérstök nefnd stjórnar og stjórnarandstöðu í Færeyjum fær að vera viðstödd rannsóknina og fær aðgang að öllum gögnum. Formaður rannsóknarnefndarinnar gefur reglulega skýrlsu um framgang málsins. RB Kröftugur fellibylur gekk yfir Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í gær og fyrradag. Yfir 100 hús eyðilögðust, þrir létu lifið og á þriðja tug manna slasaðist. Á myndinni kúrir sjð ára stúlka í örmum föður síns á meðan hann horfir á afleiðingar hamfaranna. Þakið á húsinu þeirra er horfið og skemmdir verulegar á öðrum hlutum þess. Simamynd Reuter Endurteknar árásir auka öryggisráðstafanir við Hvíta húsið: Gatan f raman við húsið lokuð fyrir bílaumferð Þegar maður vopnaður byssu var skotinn af öryuggisverði í garði Hvíta hússins í Washington í síðustu viku var þaö í fjórða skipti á níu mánuðum sem atlaga var gerð að bústað forsetans. Clinton forseti og fjölskylda hans voru í húsinu þegar atvikið átti sér stað en að sögn örygg- isvarða voru þau aldrei í hættu. Atvikið þykir þó sýna, svo ekki verði um villst, að forsetinn sé til- tölulega óvarinn gegn hvers kyns árásum. Clinton forseti hefur setið rúmt hálft kjörtímabili í forsetastóli en hefur engu að síður orðið fyrir fleiri morðhótunum en nokkur ann- ar forseti í sögu Bandaríkjanna. Hót- anirnar berast bréf- og símleiðis og hafa vakið verulegan ugg meðal leyniþjónustumanna. I byrjun síðustu viku voru öryggis- ráðstafanir við Hvita húsið hertar. Var það ekki síst af ótta við að atvik- ið frá Oklahóma, þar sem margra tonna bílsprengja sprakk framan við stjórnsýsluhús borgarinnar, gæti endurtekiö sig framan við forsetabú- staðinn. Meðal annars var Pennsyl- vania Avenue lokað fyrir bílaumferð framan við húsið. Clinton forseti varði þá aðgerð með þeim orðum að um skynsamlega og ábyrga öryggisaðgerð væri að ræða til að varðveita frelsið. Gagnrýnis- 12. september 1994 hrapaði Cessna-flugvél í garðinn. 29. október var 30 skotum hleypt af á húsið af stuttu færi. 19. desember var maður, vopnaðurN hnífi, skotinn við húsið. 41 23. maí 1995: 38 ára qamall maður. vopnaður byssu, fer yfir girðinguna og qengur í atí aó núsinu. Hann er skotinn af öryggis verdi. Umferðarhindranir: Hluta af Pennsylvania Avenue hefur verið lokaö til að hindra frekari atlögur. Clinton forseti og tjölskylda hans voru heima þegar sióasta atlaga vargerð að Hvíla húsinu. raddir sögðu að lokunin væri enn eitt dæmið um dýpri gjá milli al- mennings og forsetans og ætti ekki að framkvæma hana nema að undan- genginni opinberri umræöu. En lok- unin stendur og þar sem áður var ein mesta umferðaræð Washington- borgar verður gerður garður. Öryggisráðstafanirnar hindruðu þó ekki 38 ára gamlan mann, vopnað- an byssu, í að fara yfir girðinguna við húsið í síðustu viku og ná hálfa leið að þ vr' áður en hann var skorinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.