Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 16
16 ; MIDVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 Iþróttir HM'95: Skeyti að utan Skipuleggjendum HM í hand- knattleik hefur á undanförnum dögum borist töluvert magn af skeytum frá ýmsum aðilum sem hér voru og fylgdust með HM í handknattleik. Innihald skeytanna er allt á sama veg. Þakkað er fyrir frá- bært mót og skipulag. Skeytin koma frá hinum ýmsu sérsam- böndum sem áttu keppendur á HM og einnig frá IHF, alþjóða handknattleikssambandinu. Sveinn sigraði á Fannarsmótinu Keppni um Fannarsbikarinn, opið öldungamót í golfi, fór fram bjá Golfklúbbi Reykjavíkur uro síðustu helgi. Leiknar voru 36 holur með „ecelstic" fyrirkomu- lagi þar sem kylfingar áttu mögu- leika á síðari keppnisdegi til að bæta skor sitt frá fyrra degi. Úr- slit á mótinu urðu þessi: Með forgjöf: 1. Sveinn Gíslason, GR...............63 2. Lovísa Sigurðardóttir, GR......65 3. Þyrí Þorvaldsdóttir, GR..........65 Án forgjafar: 1. SveinnGíslason, GR...............79 2. Rúnar Guðmundsson, GR......81 3. Haukur V. Guðmundss, GR ...83 Motorolagolf- mótiðíGrafarhoiti Oþna Motorola golfmótið verð- ur haldið hjá Golfklúbbi Reykja- víkur í Grafarholti annan í hvíta- sunnu. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og eru glæsi- leg verðlaun í boði. Allir kepp- endur fá gjafapakka frá Motorola. Ræst verður út frá klukkan 9 og er skráning í golfverslun Sigurð- ar Péturssonar í síma 587-2215. Skráningu lýkur sunnudaginn 4. júni klukkan 16. Góðursigur hjá liði Ökklans Ökkli vann 3-0 sigur á Njarðvík i B-riðli 4. deildar karla á íslands- mótinu í knattspyrnu á sunnu- daginn. AtlikeppiráEM f atlaðra í lyftingum Dagana 1.-5. júni fer fram í Strasbourg í Frakklandi Evrópu- meistaramót fatlaðra í lyftingum. Fyrir íslands hönd tekur þátt í mótinu Atli Brynjarsson úr ÍFR, sem keppir í bekkpressu. Hann setti á dögunum nýtt íslandsmet í bekkpressu í 90 kg flokki með því ad lyfta 157,5 kg. HSÍsendirþakklætí Framkvæmdasrjórn HSÍ hefur sent DV eftirfarandi bréf: Þar sem heimsmeistarakeppninni í handknattleik er nú lokið vill framkvæmdastjórn HSÍ koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lógðu hönd á plóginn við undirbúrong, skipu- lag og framkvæmd þessarar mestu handboltahátíðar sem fram hefur farið hér á landi. Bændadags- hlaupið1995 Fimmtudaginn 1. júní klukkan 20 fer fram hið árlega bænda- dagshlaup UMSE á Svalbarðs- strönd í umsjá Ungmennafélags Æskunnar. Skráning fer fram á staðnum og skal mætt til hennar á planinu fyrir framan sundlaug- ina á Svalbarðsströnd klukkan 19-19.30. Hlaupið er öllum opið, óháð því hvort viðkomndi er fé- lagsmaður í UMSE eða ekki. Keppt verður í 12 flokkum, þeir yngstu hlaupa 700 metra en þeir elstu tæpa 5 km. Valsmenn bíða eftir svan f ra Theodon -Theódór Guðfinnsson líklega eflirmaður Þorbjörns hjá Val Forráðamenn handknattleiks- deildar Vals bíða þessa dagana eftir svari frá Theódóri Guðfinnssym varðandi það hvort hann sé reiðu- búinn að taka að sér þjálfun ís- landsmeistara Vals í handknattleik karla. Samkværat öruggum heimildum DV eru yfirgnæfendi líkur á því að TheódórtaM starfið aö sér og taki þar meö við þjálfun Valsliðsins af Þorbirni Jenssyni, nýráðnum landsliðsþjálfara. Theodór hefur undanfarin ár þjálfað kvennaiið Vikings með góðum árangri. Hann hafði gert munnlegt samkomulag við Víking þegar Valsmenn höfðu samband við liann en þrátt fyrir það, eru taldar yfirgnæfandi Iflair á því að hann taki að sér þjálfun Valsliðsins. Veröi Theódór þjálfari hjá Val eru miklar líkur á því að Jón Kristjánsson verði aðstoðar- maður hans, Jón haföi í hyggju að fara erlendis í nám og hætta að íeika með Val. Iikurnar á því minnka dag frá degi og í dag hefur Jóa ekkert fast í hendi varðandi nám erlendis og ekki heldur félag ril að leika raeð. Jón sagði í sam- tali við DV í gær að þjálfun Vals- liðsins hefði verið nefnd lauslega við sig en ekkert væri ákveðið í þeim málum. „Ég var kominn með svo til öruggt pláss í námi í Sviss og einnig öruggt lið þar í Jandi. Russneskur leikmaður, sem var hugsanlega á förum frá félaginu, neitaði hins vegar að fara og því varð ekkert úr þessu," sagði Jón í gær. Þegar hann var spurður að því hvort til greina kæmi að fara norður til Akureyrar og leika með KÁ á næsta tíraabili, sagði hann: , J?eir hafa ekkert rætt við raig og virðast ekM hafa áhuga á aö fá mig til liðs við sig í dag." Nokkrar breyöhgar eru fyrirsjá- anlegar á meistaraliði Vals. Geir Sveinsson fer til Frakklands, Finn- ur Jóhannsson á Selfoss og Júlíus Gunnarsson leikur í Svíþjóð eða Þýskalandi. Nýverið gerðu Vals- raenn við samning við Olaf Stefáns- son og hann verður því áfram hjá félaginu. Hagnýt bók fyrir íslenska kylf inga Út er komin mjög athyglisverð bók fyrir íslenska kylfinga. í bókinni, sem heitir Dagbók kylfingsins, er kylfingum gefinn kostur á að skrá reglulega niður getu sína og framför í golfinu. í bókinni segir að besta ráðið sem kylfingur hafi til að finna út hvar í spil- inu hann þurfi helst að bæta sig, sé að halda öllu saman og skrá leik sinn skipulega niður ár hvert. Hér sé átt við allt æfinga- og keppnistímabilið og það sé í raun eina ráðið, hver á vegi sem kylfingur er staddur getulega, sem hann hafi bókstaflega í hendi sér til að bæta leik sinn. Bók þessi er kylfing- um kærkomin en þeir hafa ekki getað keypt slíkar bækur fyrr hér á landi. Margs konar skráningarform eru í bókinni. Þar eru um 40 faglega hönnuð skorkort, besta skor og besti hringur sumarsins, veðmálaskráning, teknir kennslutímar, vetraræfingar, línurit árangurs á heimavelli og margt fleira. Bókin gildir frá maí 1995 til maí 1996. Þá eru í bókinni íslandskort með golfvöllum landsins, mótaskrá yfir opnu GSÍ-mót sumarsins og þrír áhugaverðir golfvellir eru kynntir. Bókin er 190 síður og kostar 1.490 krónur. Hún er fáanleg í golfskálum landsins og einnig í bókabúðum. Öruggt hjá Houston Meistarar Houston tóku í nótt forystu í einvigi sínu við SA Spurs í úrslttaképpni NBA-deildarinnar í köifuknatieik. Houston vann ör- uggan sigur á útivelli, 90^-111, og hefur yfír, 3-2, en fjóra siguríeiM þarf tíl að tryggja sér sæti í úrslita- leiknum. Hakeem Olajuwon og Sam Casell voru mennirnir á bak við sigur Hostuon. Olajuwon skoraði 42 stig, tók 9 fráköst, átti 8 stoðseridingar og varði 5 skot og Casell var með 30 og 12 stoðsendingar. Clyde Drexler skoraði 19 og Robert Horry lí í liði SA Spurs skoraði David Robinson 22 sög, Avery Johnson 20, Sean Elliot 14 og Terry Cumm- ings 12. Sjötti leikur Uðanna fer fram á heimavellí Houston aðra nótt. Draumalið D V - upplýsingar Frá og með deginum í dag er allar helstu upplýsingar um draumahð DV að finna í síma 99-1500, sem breytist í 904-1500 á laugardaginn. Þar geta allir þátttakendur fengið stigafjölda sinn, heyrt hverjir eru í 30 efstu sætunum, fengið verðskrána yfir leikmenn 1. deildar og heyrt staðfestingar á félaga-v skiptum. Að gefnu tilefni skal ítrekað að félagaskipti eru aðeins tekin til greina ef nqtaður er félagaskiptaseðill DV. í helgarblaði DV veröur síðan fjallað ítarlega um stöðuna í draumaliðsleikn- um eins og hún er að loknum tveimur umferðum í 1. deildinni í knattspyrnu. DRAUMALIÐIÐ - FÉLAGASKIPTI NAFN ÞAmAKANDA. NAFN LIÐS ¦' NUMER LIDS . KAUPI LEIKMANN: NÚMER________NAFN. SEL LEIKMANN: NÚMER__________NAFN. . VERD .VERD. SENT TIL- DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMAUÐ, ÞVERHOLTI11 105 REYKJAVÍK Tennis: Hrafnhildur Í2.umferð JónKristjánSigurdss.,DV, Lúxemborg: Hrafnhildur Hannesdóttir náði bestum árangri íslensks tennis- manns á Smáþjóðaleikunum í gær þegar hún komst í 2. umferð með því að sigra Anastasio frá Kýpur. Hrafnhildur tapaði fyrstu lotunni, 6-7, en vann síðan tvær þær næstu, 7-5, og 6-1. Hrafnhild- ur sagði að henni hefði liðið vel í leiknum og því hefði sjálfsörygg- ið aukist með hverri lotu. Hún sagðist einnig hafa veriö sterk uppi við netið. Hrafnhildur mætir í dag í 2. umferð stúlku frá Möltu sem sigraði á leikunum á Möltu fyrir tveimur árum síðan. Stefanía Stefánsdóttir tapaði fyrir stúlku frá Möltu, 6-1, og 6-2 og féll þar með úr keppni. Atli Þorbjörnsson tapaði fyrir Möltu- manni, 1-6, og 2-6. Einar Sigur- geirsson tapaði, 1-6, og 1-6, fyrir mótherja frá San Marínó. Blak: Bæði töpuðu KvennalandsUðið í blaki tapaði fyrir San Marínó, 2-3, á Smá- þjóðaleikunum í gær. Fyrsta hrinan var mjóg jöfn og spenn- andi og lyktaði með sigri íslensku stúlknanna, 16-14, Hún stóð í 33 mínútur og var sú lengsta í leikn- um. San Marínó vann aðra hrin- una, 3-15, en ísland þá þriðju, 15-13. Fjórðu og fimmtu hrinu vann San Marínó, 7-15, og 12-15. Karlaliðið tapaði fyrir Kýpur, 3-0. Hrinurnar fóru þannig, 15-1, 15-10, og 15-4. Þá vann Luxem- borg lið Möltu, 3-0. Skotfimi: Hannes ná- lægt bronsi Hannes Tómasson var 0,5 stig- um frá því að hreppa bronsverð- launin í loftskammbyssukeppni á Smáþjóðaleikunum í gær. I und- ankeppninni fara fram sex um- ferðir og í hverri fá menn tíu skot. Fyrir hverja umferð er hægt að fámest lOOstig. Ólafur Jakobsson keppti einnig og kpmst hann eins og Hannes í undanúrslit. Hannes hlaut sam- tals 652,1 stig í fjórða sæti og Ólaf- ur 648,9 stig í sjötta sæti. I r ¦ ^b*« Vernharö Þorleifsson var ekki i vandræð Lúxemborg í gær. Fimmgullverölau mínu h Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lúxemborg: íslenska landsUðið í júdó stal senunni á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg. íslendingar unnutil fimm gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Þessi glæsilegi árangur júdómanna er sá langbesti sem þeir hafa náð á erlendri grund. Þessi kröftuga byrjun íslendinga á leikunum gefur vonandi fyrirheit um það sem koma skal. Halldór Hafsteinsson innbyrti fyrsta gullið í gær í -86 kg fiokki þegar hann lagði Lúxemborgarann Rudi Frana í skemmtilegri glímu á stigum.„Ég reikn- aði með sigri í úrslitaglímunni en þetta reyndist erfiðara þegar á hólminn kom. Ég missti af Evrópumótinu þegar ég sleit vöðva í lærinu fyrir fimm vikum en það háði mér ekki," sagði Halldór Hafsteins- son við DV eftir verðlaunaafhending- una. Þetta voru fimmtu leikarnir sem Halldór tekur þátt í og gullið í gær var hansfimmtaí röðinni. Freyr Gauti Sigmundsson lagði Ro- Smáþj Auðvelt Jón Kristján Sigurösson, DV, Lúxemborg: íslendingar unnu San Marínó, 90-62, í fyrsta leik liðsins í körfuknattleiks- keppni Smáþjóðaleikanna í gær. íslend- ingar voru framan af í bash og lék liðið þá langt undir getu. Kann að vera að þreyta hafi leikið þar stórt hlutverk en liðið kom hingað beint frá Sviss þar sem það tók þátt í undankeppni Evrópumóts- ins og lék þar 6 leiki á sjö dögum. San Marínó-menn voru yfir í hálfleik,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.