Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 06 ÁSKRIFT ER OPtN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA. AFGREIÐSLU: 563 2777 KL.6-8 LAUGÁftDAGS-ÖG MANUDAGSMORONÁ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995. Sleipnismenn: Fengu 25 pró- sent hækkun lágmarkslauna „Það var búið að skáka okkur út í horn og deilan var komin í það harð- an hnút að það var ekkert að gera nema annaðhvort að semja eða búa okkur undir hörð og langvarandi átök," sagði Þórir Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Allrahanda rútubíla og einn samninganefndarmanna í deilu atvinnurekenda og Sleipnis, félags rútubílsrjóra. Gengið var frá nýjum kjarasamn- ingi í morgun og er 10 daga verkfalli Sleipnismanna því lokið. Samning- urinn kveður á um 25 prósent hækk- un lágmarkslauna sem hækka úr 48 þúsund krónum í rúmlega 64 þúsund krónur á mánuði. Grunnlaun hækka . úr 48 þúsund krónum í 55 þúsund eða sem nemur 13 prósentum. Á móti kemur að bílstjórarnir gefa eftir helgarfrí aðra hverja helgi en taka frídaga sína út á virkum dögum í staðinn. „Ég er sáttur við mína vinnu við þessa samningsgerð og ég fagna því að það skuli vera fundin lausn í þess- ari deilu. Deilan var orðin harkaleg og komin í harðan hnút þannig að ég held að þetta sé farsæl lausn," segir Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, og vitnar þar til þeirra harkalegu átaka sem urðu milli verkfallsvarða og meintra verkfalls- brjóta. Reyndar höfðu bílstjórar orð á því í morgun að tengdasonum at- vinnurekenda hefði fjölgað mjög mikið um verkfallsdagana. í samningi Sleipnismanna og at- vinnurekenda er ákvæði þar sem báðir aðilar samþykkja að falla frá öllum eftirmálum vegna átakanna semáttusérstað. -rt Átök ásatrúarmanna: Engin kosning - Tryggvihættur „Ég sé ekki annað en að þeir séu að hætta við kosningu til allsherjar- goða út af orðhengilshætti. Þessir menn eru greinilega að vernda ein- hverja hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Það liggur því beinast við að ég segi mig nú úr samtökun- um," sagði Tryggvi Gunnar Hansen ásatrúarmaður í samtah' við DV. Örn Friðrik Clausen, lögsögumað- ur ásatrúarmanna, sagði við DV í morgun að hætt hefði verið við að kjósa um allsherjargoða eins og ráð hefði verið fyrir gert. Tryggvi Hans- en hefði farið fram á meiri kynningu en lög ásatrúarmanna heimiU, hann hefði sjálfur ságt að framboð hans yrði ekki gilt væri ekki farið að hans kröfum - þ ví verði engar kosningar, -Ótt LOKI Er ekki bara hægt að „kalla" allsherjargoða alveg eins og Hveragerðispresta? Leitað á fjögur börn í Fossvogsdal undanfarna mánuði: Gruna ungan pilt um kynferðisbrot - ástaeða til að foreldrar varl börn við hættum sem þessum, segir RLR Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú þrjú mál sem varða likarrtlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum börnum í Foss-. vogi. Ungur piltur er grunaður um að eiga hlutað máli og er málhans öl meðferðar hjá barnaverndaryf- irvöldutn. - Samkvæmt upplýsingum DV komfyrstamálíðsem er tUrann- sóknar upp S hóvember en þá mun hafa veriö leitaö á fjögurra ára dreng í Fossvoginum. Sá sem grun- aður er um verknaðinn er barn sjálfur, einungis 12 til 13 ára. Ann- að atvik kom upp í april en þaö var af svipuðum toga, á svipuðum slóð- um og var fórnarlambið einnig fjögurra ára gamali drengar. Sami piltur er granaður um að hafa ver- iö að verki i það skipti. Þrfðja og síðasta tilvikið átti sér steð fyrir viku. Samkvæmt uppiýs- ingum DV kom uraræddur piitur þá að máh' við stúlkubarn á svipuð- um aldrí og drengirnir eru. Bað pUhirinn stúlkuna að vísa sér leiö- ina að tilteknum leikskóla í Foss- voginum jþar sem hann áreitti hana. Þá hefur DV upplýsingar um fjórða málið sem aldrei var tilkynnt til lögreglu. Gísli Pálsson, Iögreglufulltrúí hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, stað- festi, þegar frétt blaðsins var borin undir hann, aö hjá RLR væru tíl rannsóknar þrjú mál af þessum toga sem öll vörðuðu börn og grun- ur hefði beinst að barnungum dreng. Hann vildi ekki upplýsa um stöðu rannsólœarinnar en sagði hana unna í saravinnu við félags- málastofnanir eíns og reglur mæltu fyrir um. Um það hvort ástæða væri til þess að vara fólk við sérstaklega af þessu tilefni sagði Gísh að alltaf væri ástæða til þess að foreldrar og forráðametin barna og ung- menna vöruðu þau viö ýmsum hættum sem jafnvel gætu leynst um bjartan dag og ekki síður á af- viknum stöðum. Félag foreldra barna í Fossvogi beitti sér í málinu í apríl. Var boðað til fundar en ekkert varð af honum þar sem frétör bárust af þvi að pilt- urinn, sem grunaöur er um verkn- aðínn, væri fundínn en svo var ekki -PP Samræmdu prófunum lauk í gær og safnaðist fjöldi ungmenna saman í miöbœnum til að fagna. Lögreglan þuriti einungis að hafa afskipti af þremur ölvunartilvikum í miöbænum og litið sem ekkert var um slagsmál. Svipaða sðgu er að segja um allt land. DV-mynd GVA Sjómannadeilan: Hurðum skellt í Karphúsinu Samningamál sjómanna og útgerð- armanna eru eins og púðurtunna eft- ir samningafund í nótt. Um sexleytið í morgun hljóp allt í harða hnút og menn skelltu hurðum í Karphúsinu. Þá var ekki um annað að gera en fresta fundi til klukkan 13.30 í dag. í gærkveldi var uppi ágreiningur innan samninganefndar sjómanna milh undirmanna og yfirmanna en þann ágreining tókst að leysa. „Það tók í og menn urðu varir við þegar gengið var um dyrnar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Far- mannasambandsins í morgun. „Ég lít þannig á málið nú að annað hvort fari útgerðarmenn að láta eins og menn í þessum viðræðum eða að þeir geta bara átt þetta. Þegar menn fara á taugum yfir því hvort það taki einn, tvo eða þrjá tíma að ná ein- hverju saman í jafn eldfimri deilu er ekki von á góðu," sagði Guöjón. „Óttinn við að þetta springi allt í loft upp og hver fari til síns heima og reyni samninga í héraði vofir eins og svipa yfir samningamönnum bæði sjómanna og útgerðarmanna," sagði Birgir Björgvinsson, hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur í morgun. Veöriö á morgun: Mest 17 stig Á morgun er gert ráð fyrir að verði hægviðri um mestallt land- ið og yfirleitt þurrt. Bjart verður að mestu sunnanlands og vestan og allt aö 17 stiga hiti um hádag- inn í innsveitum suðvestanlands. Víða verður skýjað og svalara á Norður- og Austurlandi en léttir þó til sums staðar í innsveitum á meðan þokuloft verður við sjó- inn. Veðriö í dag er á bls. 44 NSK kúlulegur SuSuriandsbraut 10. S. 688483. L*TT# alltaf á Miðvikudðgum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.