Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 15
MIDVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 15 Kærleiksheimilið Hveitibrauðsdagar ríkisstjórnar- innar eru í algleymingi en ástar- hótin eru meö þeim hætti að flest bendir til aö hjónabandsráðgjafa verði þörf á hverri stundu. Að sönnu taldi enginn að stjórnin kæmist nokkru sinni í Metabók Guinnes fyrir farsæld. Fáa óraði hins vegar fyrir því að stjórnar- flokkarnir legðu fyrstu drög að hjónaskilnaði nánast áður en brúð- kaupsnóttin væri úti. Heimilisböl Vorþingið hafði samt ekki staðið nema í slétta þrjá daga þegar stjórnin fór að trosna á saumunum. Nýjum og ágætum landbúnaðar- ráðherra blöskraði svo hvernig for- veri hans skildi við málefhi bláfá- tækra sauðfjárbænda að hann fékk ekki orða bundist. KjaUaiinn Össur Skarphéðinsson þingmaöur fyrir Alþýðuflokkinn „Að sönnu taldi enginn að stjórnin kæmist nokkru sinni í Metabók Guinn- es fyrir farsæld. Fáa óraði hins vegar fyrir því að stjórnarflokkarnir legðu fyrstu drög að hjónaskilnaði nánast áður en brúðkaupsnóttin væri úti." Fyrstu ræðu sína í þinginu notaði því Guðmundur Bjarnason til.áð gagnrýna Halldór Blöndal með afar óvenjulegum hætti. Þar setti hann merkilegt íslandsmet. Þess eru nefnilega engin dæmi að nýr ráð- herra noti fyrstu ræðu sína til að setia fram harða ádeilu á kollega í sömu stjórn fyrir slæleg vinnu- brögð. . En sjálfstæðismenn kunna að svara í sömu mynt. Þegar á næsta þingdegi var gefíð út veiðileyfi á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra. Við umræður utan dag- skrár um afleit mistök hennar í deilu um sérkjör hjúkrunarfræð- inga réðst nýr þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Kristján Pálsson, harkalega að Ingibjörgu fyrir að skerða m.a. þjónustu við barnshaf- andi konur. Kristján klykkti út með orðum sem eiga eftir að verða fræg: „Svona gerir maður ekki, hæstvirtur heilbrigðisráðherra!" Semsagt: Ekki var vika liðin af fyrsta þingi kjörtímabilsins áður en þingmenn stjórnarliðsins voru komnir í hár saman. Vanir menn, - eða hvað? Fúkyrðasafn Sjálfstæðis- flokksins Þetta þarf hins vegar engum að koma á óvart. Viku fyrir kosningar var dreift riti til allra Reykvíkinga þar sem eftirfarandi tilvitnun birt- ist: „Kjósendur ættu að vera farnir að átta sig á því að síst af öllu er ástæða til að treysta framsóknar- mönnum þegar fjármál eru annars vegar... Sagan kennir okkur að framsóknarmenn fara hvorki vel með eigjð fé né annarra." „Vorþingið hafði samt ekki staðið nema í slétta þrjá daga þegar stjóm- in fór að trosna á saumunum," segir m.a. í greininni. - Formenn stjómar- flokkanna á hljoöskrafi á Alþingi Hver ritar svo skynsamlega um hina ágætu framsóknarmenn? Textinn var að sönnu nafnlaus en ritið var gefið út af Sjálfstæðis- flqkknum í Reykjavík. í Morgunblaðinu var birt auglýs- ing rétt fyrir kosningar sem fjallaði um Framsókn. Þar var sagt að Framsóknarflokkurinn hefði verið ábyrgur fyrir áratugaóstjórn. Hann hefði brennt upp sparifé landsmanna: Sett verðbólguna yflr 100 prósent; skapað skjól fyrir póli- tísk hrossakaup; staðið fyrir stór- felldu sjóðasukki og sóað 45 millj- örðum af fé skattborgaranna. Þar var staðhæft að pólitísk spilling í stjórnartíð Framsóknar hefði verið svo gífurleg að fjármunum hefði beinlínis verið úthlutað eftir flokksskírteinum. Það voru ekki góðvinir Fram- sóknar í Alþýðuflokknum sem sömdu þetta fáheyrða safn köpur- yrða. Nei, þetta var birt á ábyrgð formanns Sjálfstæðisflokksins sem þó er orðvar maður eins og þjóð veit, Þessi ástarhót millum þeirra, sem nú þæfa sameiginlegt sokkaband á kærleiksheimili ríkisstjórnarinn- ar, eru aðeins 6 vikna gömul. Það þarf því enginn að vera hissa þótt stjórnarliðarnir rjúki saman eins og hrútar þegar í fyrstu viku þings- ins. Þetta er bara byrjunin. össur Skarphéðinsson Verðbólgan rýrir kjörin Því er oft haldið fram að launþeg- ar hafi þurft að greiða fórnarkostn- að til þess að hægt væri að ná tök- um á verðbólgunni. Þetta er rangt. Verðbólgan tryggði aldrei lífskjör. Hún rýrði þau. Fórnarkostnaður- inn, sem launþegar á íslandi greiddu, var því vegna verðbólg- unnar. Sjálfsagt verður það aldrei að fullu metið hversu verðbólgan bak- aði mikið rjón hér á landi. Aðeins eitt getum fullyrt með vissu. Það var gríöarlegt. Við sjáum það í hrundum sparnaði, vantrúá inn- lánsstofnunum og fjárfestingarm- istökum almennings, atvinnulífs og hins opinbera. Verðbólguhugs- unarhátturinn mengaði allt svo óbætanlegt var. Samband hagvaxtar og stöðugleika Fyrir skemmstu var gerð heyrin- kunn mikil úttekt í Bretlandi á skaðsemi verðbólgunnar. Þar eins og hér á landi hafa menn stundum ímyndað sér að svolítill slatti af verðbólgu væri ekki svo ýkja slæmur. Þetta er hugsunarháttur hófdrykkjumannsins sem telur að öriítið áfengistár skaði ekki, svo lengj sem menn forðist stóra túra. Það gleymist hins vegar að enginn veit hvenær hófið verður að óhófi Kja]larinn verðbólga aukist um 10 prósent minnki árlegur hagvöxtur um 0,2 til 0,3 prósent. Á þrjátíu ára tíma- bih jafngildir þetta því að vöxtur- inn í hagkerfinu sé 4 til 7 prósent- um minm' en hann ella væri. Til þess að átta sig á þýðingu þessara talna er kannski rétt að minna á það að í útvarpsfréttum á dögunum var frá því greint að hin ánægjulega búbót, síldveiðin, kynni kannski að auka hagvöxtinn Verðbólgan er í sjálfu sér slæm Nú skiptir þess vegna öllu máli að varðveita stöðugleikann. Lýðskrumarar reyna stundum að halda því fram að stöðugleiki í efnahagslífinu hafi ekki skilað sér til almennings í landinu. En það er rangt. Hann gerir það þegar með margvíslegum hætti. En fyrst og síðast mun það koma fram í bætt- um kjörum fólksins í landinu og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum og væg verðbólga að hinu versta kýli. Niðurstaðan sem menn hafa komist að í Bretlandi er sú að það sé þráðbeint samband á milli hag- vaxtar og efnahagslegra framfara annars vegar og lítilla almennra verðbreytinga hins vegar. Með vaxandi verðbólgu skaðist efha- hagslífið og dragi úr hagvextinum. 10% verðbólgan rýrir hagvöxt um 0,3% á ári. Útreikningar benda til þess að ef „Með öðrum orðum: ávinningurinn af síldveiðinni í ár gæti kannski samsvar- að því sem þjóðarbúið glutraði niður á ári hverju vegna óðaverðbólgunnar á síðastaaratug." um 0,5 prósent. Með öðrum orðum: ávinningurinn af sOdveiðinni í ár gæti kannski samsvarað því sem þjóðarbúið glutraði niður á ári hverju vegna óðaverðbólgunnar á síðasta áratug. Miðað við þessar forsendur má vel sjá að verðbólgan hér á landi, sem fór mest yfir 100 prósent, hafði skelfileg áhrif á lífskjörin. Fróðlegt væri að meta út frá þessum for- sendum hversu sú lífskjaraskerð- ing var mikil hér á landi. fyrirtækjanna vegna þess að kyrr verðlagshjör eru forsenda þess að vel takist til í atvinnu- og efnahags- lífinu. Verðbólga eykur ekki hagvöxt heldur drepur hann niður. Verð- bólga fjölgar ekki raunverulegum störfum heldur rústar atvinnu- tækifærin. Hún er því í sjálfu sér slæm. Einar K. Guðfinnsson Meðog ámóti Innfluttarbúvörur30% dýrarieninntendar Ekkisömu starfs- skilyrði „íslenskur landbúnaður getur ekki keppt við er-. lendan land- búnað. Még- inástæðan er niinni fram- leiðslueining- ar, erfiðari ***** SStt&SZ SkllyrðJ Og Ingataondo. slæm starfsskilyröi, sérstaklega hjá svína-, eggja- og Itiúklinga- bændum. Krafan um lækkun á landbún- aðarvörum á fullan rétt á sér svo framarlega sem bændum séu bú- in sömu starfsskiiyrði og erlend- um bændura. Raunlækkun á ís- lenskum lanrJbúnaðarvörum hef- ur verið veruleg á síðustu árura ef miðað er.við framfærsluyísi- töiu. Ef innflutnmgur verður mikfil mun þaö eyöileggja islenskan landbúnað á skömmum tima. Hvert tonn sem innflutningur tekur frá innlendri framléioslu gerir bændur vanhæfari til áframhaldandi lækkunar á inn- lendum landbúnaðarvöram en ella vegna lélegri nytingar á framleiöslutækjunum." Sjóðir ¦ skjóli einokunar „Egvömót- mæla því að t.d. mjólkur- iðnaðurinn, sem bútó hef- ur víð skjbl innfiutnings- tolla, þurfiað fó verndar- toDa sem verða a.m.k. * *SJSS 30% hærn en Bðmm. innlend vara. Tálsmenn mjólkur- iðnaðarins hafa lengi vel sagt að iðtiaðurinn hafi verið aö und- irbúa sig til að taka á móti cr- lendri samkeppni. Það hafa fyrir- tækin gert með því að safna í digra sjóði í skjóli einokunar. Eg óttast að þá aðlögun sem þeir fá raeð GATT-saraningura rauni þeir nota til að mjólka neyt- endar ma aldrei fyrr. Það er löngu orðið tímabært að neytendr ur á íslandi fái að kaupa landbún- aðarvörur á sambærilegum verö- um og í nágrannalöndunum. Það á eftir að koma á daginn þegar tollar lækka að rajólkurmafian á efhr að taka tíl hjá sér, þ.e.a.s. hagræða meöbví aðlækka kostn- að. Þaö er hins vegar alveg ljbst að það verður ekki gert á meðán iðnaðurinn býr við einokun eða 30% ofurtolla sem verða ef eití- hvað er miklu hærri á rajólkur- vðrur. Verndartollur á smjöri yerður t.tí. 690 kr. á kíló eða työ- talt útsöluverð á íslensku vör- unni. Bónus mun tuTdirbúa innflutn- ing á vörum eins og is. tilbúnum rétlum og jógúrt. Einnig skapast fasri á aö flytia inn vöíur sem eru betri að gæðum en íslenska varan svo fólk sættir sig við aö borga 30% meira. Má þar t.d. nefna nýja uppskeru af kartöflum sem nú verður bráölega hægt að fá í Evrópu á saraa tima og isienska varan er orðin gomul og skemmd og ekki samkeppnishæf þó hún sé 30% ódýrari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.