Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 Fréttir Sautján ára piltur kjálkabrotmn 1 miðbænum: Fékk hogg í andlitið og slengdist utan í vegg - segir pilturinn - tveir settir 1 gæsluvarðhaldi „Ég var nýbúinn aö leggja bílnum mínum og var aö ganga eftir húsa- sundi sem liggur á miUi Tryggvagötu og Hafnarstrætis. Ég mætti þar þremur eöa fjórum strákum og einn þeirra segir viö vin sinn eins og hann þekkti mig: „Ég hata þennan dreng.“ Ég taldi þetta vera grín og hélt aö ég þekkti hann og lít til hans. Ég man ekki meira en ég fékk högg í andlitið og slengdist utanj vegg," segir Elmar Öm Guðmundsson, 17 ára piltur sem ráöist var á í miðbænum aðfaranótt sl. sunnudags. Elmar Öm fékk opið kjálkabrot viö árásina og féll í jörðina. Hann segir þann sem sló sig hafa hreytt í sig: „Liggðu eftir, helvítiö þitt“ þegar hann og félagar hans gengu í burtu. Par sem átti leiö hjá hlúði aö honum og hjálpaði honum á lögreglustöðina í Tollstöðvarhúsinu. Hann var flutt- ur á Borgarspítala þar sem hann dvaldi enn í gær eftir að hafa gengist undir aðgerð. Kjálkamir á honum em víraðir saman og sagðist hann eiga von á því að þurfa að vera með búnaðinn upp í sér næsta mánuö. I kjölfarið vom þrír rúmlega tví- tugir piltar handteknir. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til föstudags en einum sleppt. Grunur leikur á að sömu menn hafi verið á ferð þegar ráðist var á þrjá aðra menn á syipuðum slóðum á svipuðum tima. Elmar Öm, sem er nemandi í Verzl- unarskóla íslands og haföi aðeins unnið eina nótt í bakaríi áður en ráðist var á hann, segist ekki getað ímyndað sér tilefni árásarinnar. Hann hafi verið nýkominn heiman frá sér þar sem hann var að passa systkini og ákveðið að labba einn hring í miðbænum þar sem hann vissi af félögum sínum. Vitni vora að árásinni en Elmar segist ekki vita hvort þau hafi geflð sig fram. Annars séu það bara hans orð gegn þeirra sem réðust á hann nema að þeir viðurkenni að hafa slegið hann. Hann er dofmn í hök- unni og segir enn ekki vist hvort hann fái fulla tilfmningu í hana eða hvorttaughafiskemmst. -pp Stuttarfréttir Leikhússtjórisegirupp Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, hefur sagt upp starfi sínu vegna fjár- hagsvanda leikhússins eftir mis- heppnaðan vetur. Græntljósálrving Borgarráð samþykkti í gær staðsetningu bensínstööva Irving Oil við Eiðisgranda og Hraunbæ. Övíst er hvaö veröur um lóö Ir- ving við Stekkjarbakka. EimskiptilGrænlands Eimskip hefur gert samstarfs- samning við skipafélagið Royal Arctic Line um flutninga til og fr á Grænlandi. Samkvæmt fréttatil- kynningu er Eimskip einnig að íhuga kaup á þriðungshlut í Roy- al Arctic Line. Lyf framleidd i Utiiáen Lyfjaverksmiðja með þátttöku íslenskra aðila tekur til starfa í Litháen í sumar, samkvæmt Mbl. Kinkeltilíslands Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, hefur boðað komu sína til íslands til að ræða við stjómvöld ura sjónarmið þeirra í Evrópusambandsmálum. Morgunblaðið greindi frá þessu. Þorskeldi í Grindavík Tilraunir með þorskeldi fer nú fram í hraunsprangu við Grinda- vík. ögtta kom fram á Stöð 2. Lánsloforð til ísiands Valur Ingimundarson heldur þvi fram í ritgerö i tímariti Sögu- félagsins að lánsloforö Banda- rikjanna til vinstri stjómarinnar 1956-1958 hafi skipt sköpum um að ekki hafi veriö farið fram á brottnám bandariska hersins frá íslandi. VerkfalisbrothjáVSÍ Því er haldið fram í Tímanum að togari f eigu formanns VSÍ, Ólafs B. Ólafssonar, hafi framiö verkfallsbrot með því að senda skipið á sjó í sjómannaverkfall- inu. Reyklngabann í vlnnu Forráðamenn Húsasmiöjunnar hafa bannað starfsfólki sinu að reykja í vinnutíma og segja aö það geti reykt heima hiá sér á kvöldin. Tíminn greindi frá þessu. Sköiabdmfagna Skólaböm fagna því nú í gríð og erg að prófunum er lokið. -bjb Rúta kyrrsett Eitt skólaferðalagiö varð endasleppt I gær þegar verkfallsverðir Sleipnis stöðvuöu rútuna sem krakkarnir áttu að fara með og kyrrsettu hana. DV-myndir GVA Harka í átökum Sleipnismanna og atvinnurekanda: Ók vísvitandi yf ir fótinnámér - segir Þórir Garðarsson, einn eigenda Allrahanda „Verkfallsvörðurinn ók vísvitandi yfir fótinn á mér og það eru vitni að því. Við óskuðum eftir aðstoö lög- reglunnar þegar okkur var ljóst í hvað stefndi en þeir neituðu að koma fyrr en slys haföi orðið,“ segir Þórir Garðarsson, einn eigenda AUra- handa hf., sem rekur rútuþjónustu í Reykjavík. Fyrirtæki Þóris haföi tekið að sér að aka leikskólabömum og fóstrum og þegar Sleipnismenn komust á snoðir imi það ákváðu þeir aö grípa í taumana. Þegar rútan mætti fyrir utan leikskólann við Eiríksgötu komu þar verkfallsverðir að og lögðu bílum sínum framan og aftan við rútuna. Eftir nokkra stund ætluðu verkfallsverðimir að skipta út bílum Þórir Garðarsson, einn eigenda Allrahanda hf., eftir átökin i gær. á vaktinni. Þegar bíll verkfallsvarö- anna haföi ekið frá rútunni og annar ætlaði að leggja í hans stæði þá stóð Þórir þar fyrir. „Það er í mínum huga alveg ljóst að þessir menn svífast einskis og hika ekki við að aka yfir fólk. Þegar fólk áttaði sig á þessu var hætt við förina," segir Þórir. Hann ségist ekki hafa ekið rútunni sjálfur heldur hafi annar bílstjóri ekið og sá hafi verið í fullum rétti. „Bílstjórinn á eignarhlut í fyrir- tækinu og er auk þess ekki félags- maður í Sleipni heldur í Verkalýðsfé- laginu Skildi á Flateyri. Hann var því í fullum rétti að aka þrátt fyrir verkfallið,“ segir Þórir. -rt Ógildingáköllun: smámunir" „Við munum að sjálfsögðu hlita þessum úrskurði ráðuneytisins og það verða haldnir tveir fundir í sóknamefhdunum sameigin- lega á næstunni," segir Guð- mundur Ingvarsson, formaður sóknamefndar í Hveragerði, vegna þess úrskuröar dómsmála- ráðuneytisins aö köllun prests til Hveragerðis hafi veriö ólögmæt. Guðmundur segir að þama hafi verið um að ræða formgalla. „Þetta eru algjörir smámunir og við munum að sjálfsögðu gera þetta með réttum hætti og fara fram á það viö biskup að hann heimili köllun prests. I framhaldi af því munum við afgreiöa málið á ný undir stjóm prófasts,f ‘ segir Guðmundur. -rt Umboðsmaöur bama: Kannarkvörtun vegna sam- ræmduprófanna Þórhildur Líndal, umboðsmað- ur bama, hefur óskað eftir upp- lýsingum frá Rannsóknastofhun uppeldis og menntamála um það hvort kennarar bama í tíunda bekk semji samræmdu prófin sem nemendur þeirra taka. Um- boðsmaður gefur stofhuninni frest til 8. júní og má búast við áliti umboðsmanns fyrir 20. j úní. Það var nemandi í tíunda bekk í grunnskóla í Reykavík sem sendi umboðsmanni bama ný- lega athugasemd um aö óeðliiegt væri að kennarar bama í tíunda bekk semdu samræmdu prófin sem neraendur í tíunda bekk gangast undir um þessar mundir. Nemandinn geröi einnig athuga- semd við að á svarblöðin væri ritað bæði nafn próftaka og skóli. -GHS Skemmdirábfl Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir vitnum að skemmdarverkum sem urniin vom á hvítum Ford Econoline aðfaranótt sunnudags- ins 21. mai milli klukkan 2.30 og 3. Bíllínn stóð fyrir utan Nýbýla- veg 32 þegar skemmdimar vom unnar á honum. Um svipað leyti sást tU ferða ungs manns sem gekk vestur Nýbýlaveg og óskar lögreglan eftir þ ví aö þeir sem sáu til ferða mannsins eða annarra grunsamlegra mannaferða á þessum tíma hringi i síma 560 3030, 560 3039 eða 560 3060.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.